Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022
Góður fiskur á alltaf vel við og hér
erum við með lax sem búið er að
snöggsteikja á pönnu. Meðlætið er
óvenjulegt og skemmtilegt. Sæt-
kartöflur eru alltaf fyrirtaks með-
læti og eplin gera ótrúlega mikið
fyrir réttinn. Það er Linda Ben sem
á heiðurinn af þessari uppskrift sem
hún segir hafa haustlegt yfirbragð.
Lax með sætkartöflumús
2 sætar kartöflur
800 g lax
50 g smjör
1 laukur
3 hvítlauksrif
1 cm engifer
1⁄3 tsk þurrkaðar chili-flögur
salt og pipar
ferskt timjan (líka hægt að nota
þurrkað)
1 msk. hunang
75 g smjör
grænkál
1 stk. epli
Aðferð: Skerið sætu kartöflurnar í
u.þ.b. þrjá bita svo þær passi betur
í pottinn, setjið vatn í pottinn svo
flæði yfir kartöflurnar, sjóðið þar til
mjúkar í gegn.
Ef þú ert með pönnu sem má
fara inn í ofn skaltu kveikja á ofn-
inum og stilla á 200°C, undir og
yfir.
Á meðan sætu kartöflurnar eru
að sjóða, skerið þá laukinn smátt
niður, steikið á pönnu upp úr
smjöri, rífið hvítlauksgeirana og
engiferið út á pönnuna.
Skerið laxinn í fjóra bita, kryddið
með salti og pipar. Færið laukinn til
á pönnunni svo pláss myndist fyrir
laxinn, setjið svolítið af lauknum of-
an á laxinn, kryddið með chili, timj-
an og setjið örlítið hunang yfir.
Steikið laxinn á pönnunni í nokkrar
mín. og setjið svo pönnuna inn í ofn
þar til hann er bakaður í gegn. Ef
þú ert með pönnu sem má ekki fara
inn í ofn þá lækkarðu hitann undir
pönnunni og setur lokið á hana þar
til laxinn er eldaður í gegn.
Taktu hýðið af sætu kartöflunum
og settu þær í skál, gott að setja í
hrærivélina, settu smjörið ofan í
skálina og hrærðu allt saman þar til
myndast hefur mús.
Setjið sætkartöflumús á diskana
og setjið svo laxinn yfir með krydd-
aða lauknum. Skerið grænkálið og
eplin niður, dreifið yfir laxinn.
Ljósmynd/Linda Ben
Lax með haust-
legu yfirbragði
Lúxusmatur Góður
fiskur er eitt það besta
og hollasta sem hægt
er að gæða sér á.
Eldhúsmotturnar frá Pappelina hafa
notið mikilla vinsælda um heim allan
en í ár fagnar klassíska Veru-hönnunin
tuttugu ára afmæli. Í tilefni þess hann-
aði Pappelina nýtt mynstur sem inn-
blásið er af upprunalegu Verunni.
Vera 2.0 er fyrsta plastmotta heims
sem unnin er úr svokölluðu Biovyn en
það er PVC sem unnið er úr náttúru-
legri og kolefnishlutlausri furuolíu.
Mottan er aðeins til í takmörkuðu upp-
lagi en markmiðið er að innleiða og
þróa hugmyndina enn frekar.
Biovyn er fyrsti PVC-efniviðurinn
sem unninn er úr náttúrulegri furu-
olíu. Olían er hliðarafurð sem fellur til
við pappírsframleiðslu í Svíþjóð en
með þessari framleiðsluaðferð minnk-
ar kolefnissporið um meira en 90% í
samanburði við hefðbundið PVC.
Stefna Pappelina hefur frá upphafi
verið að innleiða endingargóða hönnun
og framleiðslu. Þá skiptir það fyrir-
tækið miklu máli að leggja sitt af
mörkum til að draga úr sóun, að end-
urnýta og endurvinna auðlindir heims-
ins.
Morgunblaðið/Pappelina
Ný Vera kynnt
til leiks
Vinsælar Pappelina-
motturnar njóta mikilla
vinsælda en þær fást í
versluninni Kokku.
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Lifandi píanótónlist
öll kvöld
Opnunartími
Mán.–Fös. 11:30–14:30
Öll kvöld 17:00–23:00
Borðapantanir á matarkjallarinn.is
eða í síma 558 0000
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is
LÉTTU ÞÉR LÍFIÐ
Fagfólk STOÐAR veitir nánari
upplýsingar og ráðgjöf.
Fjölbreytt úrval göngugrinda
sem auka öryggi og tækifæri
til hreyfingar og útivistar
Verð frá 39.800,-