Morgunblaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is „Draumurinn hefur verið lengi að koma með mína eigin fatalínu. Ég hef verið lengi að vinna að þessu og nýja línan endurspeglar það. No- Name Design er klassísk og tíma- laus fatalína úr gæðaefnum. Ég vildi hanna falleg föt sem eru samt þægileg og klæðileg,“ segir Kristín sem hannaði línuna sjálf og nýtti alla þá reynslu sem hún hefur feng- ið í gegnum störf sín. „Í gegnum tíðina hef ég alltaf unnið í tískubransanum, hvort sem ég er að farða, kenna eða aðstoða konur í NN Studio þannig að ég tel mig vita hvað konur vilja. Línan er saumuð í Úkraínu. Ég var lengi að reyna að finna einhvern sem ég treysti til að vinna með. Ég var mjög heppin þar sem ég fann hana Veru fyrir rúmlega ári. Vera er mikill frumkvöðull og við tengdumst strax góðum vinaböndum. Hún rek- ur sína eigin saumastofu og er það kvennafyrirtæki eins og mitt fyrir- tæki. Við í NN Studio fengum áfall þegar stríðið hófst. Ég tala við Veru mörgum sinnum í viku og hún ákvað að flýja upp í fjöllin með fjöl- skyldu sína, stóran hóp starfs- manna og fjölskyldu þeirra. Vera saumar fyrir fleiri fyrirtæki innan Evrópu og er hún núna búin að opna stofuna sína aftur í litlu þorpi og er að sauma núna. Línan okkar átti að koma í sölu í mars eða apríl en stríðið hefur sett sitt strik í reikninginn. Ég var ekkert að pæla í línunni þegar stríðið hófst og af- skrifaði þetta, en síðan í sumar komu kassarnir og við gátum hafið undirbúninginn. Við hlökkum til þegar sá dagur rennur upp að Vera geti komið til Íslands,“ segir Krist- ín. Átta flíkur í línunni Í þessari fyrstu fatalínu hennar eru átta flíkur. Um er að ræða kjól og jakka í tveimur útfærslum. Þar eru líka leggingsbuxur, kímónó, toppur og tvær skyrtur. „Ég stefni á að koma með ný föt í línuna tvisvar á ári. Flíkur eins og leggingsbuxurnar, kjóllinn og jakk- inn koma aftur en síðan koma flíkur í sérstökum efnum og sniðum sem koma svo aldrei aftur. Þannig verð- ur línan alltaf með eitthvað nýtt og spennandi,“ segir hún. Kristín var 17 ára þegar hún opn- aði fyrstu snyrtistofuna og segir að sér hafi alltaf fundist gaman að vinna. „Ég byrjaði ung að vinna, það hefur alltaf verið mikill frum- kvöðlakraftur í mér og ég var 16 ára þegar ég flutti til London að læra förðun. Þegar ég var 17 ára opnaði ég fyrstu snyrtistofuna á Laugaveginum, kom beint heim frá London og snyrtistofan NN var opnuð. Frá Laugaveginum á Garða- torg hefur ýmislegt skemmtilegt átt sér stað. Ég kenndi lengi við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti, opnaði Snyrtiakademíuna og seldi síðan. Ég hef komið víða við í sjónvarpi, framleiddi fyrsta VHS-förðunar- myndbandið sem segir nú ýmislegt. Einnig gaf ég út bókina mína, Förð- un skref fyrir skref, árið 2013. Árið 2015 opnaði ég MUD Studio á Garðatorgi sem er alþjóðlegur förðunarskóli, það gekk mjög vel en þróaðist síðan í NoName Makeup Studio þar sem ég var að kenna með mínum eigin vörum. Verslunin á Garðatorgi seldi NoName Cosme- tics-vörur og ég var alltaf að stækka vöruúrvalið. Ég ákvað síðan að bæta við fötum og byrjaði að kaupa inn lítið í einu, eftir það varð ekki aftur snúið. Ég hafði reglulega verið að setja inn förðunarmynd- bönd en eftir að fötin komu, í kring- um 2019, byrjaði ég að setja inn fatamyndbönd. Þegar kórónuveiran skall á fóru myndböndin að fá meiri athygli og ég vann með markaðs- stofu en í byrjun ársins 2021 réð ég inn markaðsstjóra, hana Margréti Guðjónsdóttur, sem er með meist- aragráðu í vörumerkjastjórnun. Þá fórum við að vinna meira og dýpra í vörumerkinu NoName. Við end- urbættum förðunarlínuna og núna er línan fullkomin fyrir alla aldurs- hópa. Ég passa alltaf að nota mottó- ið mitt „less is more“ enda þarf maður fáar en góðar vörur. Við er- um alltaf að vinna að því að þróa vörumerkið NoName og fatalínan er búin að vera draumur í langan tíma. Herferðin fyrir línuna sem Margrét sá um byggist á því sem NoName hefur gert áður fyrr. Það muna kannski sumir eftir því en fyrir 25-30 árum var ég alltaf með NoName-andlit ársins. Í markaðs- herferðinni fyrir Noname Design fengum við alvöru konur, konur sem versla hjá okkur, til að koma í myndatöku og taka þátt í herferð- inni. Þær eru allar stórglæsilegar enda NoName-konur í hjartanu. Myndirnar og öll myndböndin í kringum herferðina eru alveg frá- bær og sýna vel hvað NoName stendur fyrir,“ segir Kristín. Hæhæ stelpur Svo hafið þið stelpurnar í No- Name verið að slá í gegn á TikTok. „Já, við höfum verið að slá í gegn á TikTok. Í gegnum tíðina hefur verið gaman hvernig „Hæ hæ stelp- ur“ hefur oft verið klippt saman í skemmtileg myndbönd. Það eru nokkur ár síðan einhver gerði þetta á Twitter. Um daginn var einn ynd- islegur drengur á TikTok, hann Álf- grímur, sem klippti saman nokkur myndbönd og bjó til hljóðið sem all- ir hafa verið að nota til að gera þessi myndbönd. Okkur finnst þetta alveg æðislegt og ekkert smá gaman að sjá hópa gera svona í veislum, útilegum og út um allt. Meira að segja tóku lands- liðið og Reykjavíkurdætur upp svona myndband um daginn. Þetta er náttúrlega alveg frábær markaðssetning. Við erum að ná til fólks sem er kannski ekki í okkar markhópi en núna er mikill fjöldi af ungu fólki að mæta til okkar og for- vitnast. Þá fara þau að skoða vör- urnar okkar og prufa aðeins, áður en við vitum af þá erum við bara komin með fastakúnna sem elska kremin okkar,“ segir Kristín. Byrjaði með snyrti- stofu 17 ára og hristir upp í fólki með „Hæ hæ stelpur“ Förðunarmeistarinn Kristín Stefánsdóttir var ekki nema 17 ára þegar hún stofnaði sína fyrstu snyrti- stofu en svo kom snyrtivörumerkið NoName Cosmetics á markað. Árlega var þess beðið með eftirvæntingu hver yrði NoName-stúlkan það árið. Í tæplega fjörutíu ár hefur hún kennt íslenskum kon- um að snyrta sig og selt þeim framúrskarandi vörur. Nú er hún komin með sína eigin fatalínu en með fatalínunni rættist gamall draumur. Draumurinn rættist Kristín Stefánsdóttir eigandi NoName er komin með sína eigin fatalínu. Fyrir venjulegar konur Kristín hannaði línuna með það að markmiði að fötin pössuðu á venjulegar íslenskar konur. Hér er hún ásamt Sigrúnu Pedersen, Gerði Guðmundsdóttur, Guðrúnu Skúladóttur og Svanhvíti Valgeirsdóttur. HELLY HANSEN Fremont vatnsheldir skór Kr. 26.990.- ASOLO Falcon dömuskór Kr. 29.990.- ASOLO Falcon dömuskór Kr. 29.990.- ASOLO gönguskór Kr. 37.990.- SALEWA Alp trainer Kr. 39.990.- ASOLO Falcon herraskór Kr. 29.990.- HELLY HANSEN Adore vetrarstígvél Kr. 22.990.- HELLY HANSEN Cora vatnsheldir skór Kr. 17.990.- Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is Þín útivist - þín ánægja L A U G A V E G U R 9 1 ASOLO Space GV Kr. 22.990.- SALEWA Alpenrose 2 mid GTX Kr. 31.990.- HELLY HANSEN Alma vetrarskór Kr. 26.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.