Morgunblaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 54
Arnar Grétarsson hefur verið ráð- inn þjálfari karlaliðs Vals í knatt- spyrnu. Arnar, sem er fimmtugur, skrifaði undir fjögurra ára samn- ing við Valsmenn. Þjálfarinn tekur formlega við störfum á Hlíðarenda hinn 1. nóvember en hann hefur stýrt KA á Akureyri frá 2020. Hann lét af störfum á Akureyri á dög- unum og var strax orðaður við þjálfarastöðuna hjá Valsmönnum. Arnar hefur einnig stýrt Breiða- bliki hér á landi og þá þjálfaði hann Roselare í belgísku B-deildinni árið 2019. Skrifaði undir á Hlíðarenda Ljósmynd/Þórir Tryggvason 4 Arnar Grétarsson skrifaði undir fjögurra ára samning við Val. 54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Napoli – Ajax ............................................ 4:2 Rangers – Liverpool ................................ 1:7 Staðan: Napoli 4 4 0 0 17:4 12 Liverpool 4 3 0 1 12:6 9 Ajax 4 1 0 3 8:12 3 Rangers 4 0 0 4 1:16 0 B-RIÐILL: Atlético Madrid – Club Brugge .............. 0:0 Bayern Leverkusen – Porto.................... 0:3 Staðan: Club Brugge 4 3 1 0 7:0 10 Porto 4 2 0 2 6:6 6 Atlético Madrid 4 1 1 2 2:5 4 B. Leverkusen 4 1 0 3 2:6 3 C-RIÐILL: Barcelona – Inter Mílanó ........................ 3:3 Viktoria Plzen – Bayern München ......... 2:4 Staðan: Bayern München 4 4 0 0 13:2 12 Inter Mílanó 4 2 1 1 6:5 7 Barcelona 4 1 1 2 8:7 4 Viktoria Plzen 4 0 0 4 3:16 0 D-RIÐILL: Sporting – Marseille ................................ 0:2 Tottenham – Eintracht Frankfurt ......... 3:2 Staðan: Tottenham 4 2 1 1 5:4 7 Marseille 4 2 0 2 6:4 6 Sporting CP 4 2 0 2 6:6 6 E. Frankfurt 4 1 1 2 3:6 4 Danmörk Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: AB – AGF.................................................. 0:3 - Mikael Anderson var ekki í leikmanna- hópi AGF. Noregur Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Viking – Kristiansund.................... (frl.) 1:0 - Patrik Sigurður Gunnarsson lék allan leikinn með Viking. - Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður hjá Kristiansund í hálfleik. >;(//24)3;( Undankeppni EM karla 1. riðill: Norður-Makedónía – Lúxemborg ...... 38:24 _ N-Makedónía 2 stig, Portúgal 0, Tyrk- land 0, Lúxemborg 0. 2. riðill: Serbía – Finnland................................. 34:24 _ Serbía 2 stig, Noregur 0, Slóvakía 0, Finnland 0. 3. riðill: Ísland – Ísrael ...................................... 36:15 Tékkland – Eistland............................. 31:23 _ Ísland 2 stig, Tékkland 2, Eistland 0, Ísr- ael 0. 4. riðill: Úkraína – Færeyjar............................. 29:25 _ Úkraína 2 stig, Austurríki 0, Rúmenía 0, Færeyjar 0. 5. riðill: Króatía – Grikkland ............................. 33:25 _ Króatía 2 stig, Belgía 0, Holland 0, Grikk- land 0. 6. riðill: Ungverjaland – Litháen ...................... 36:23 Sviss – Georgía ..................................... 24:23 _ Ungverjaland 2 stig, Sviss 2, Georgía 0, Litháen 0. 7. riðill: Svartfjallaland – Kósovó...................... 29:20 _ Svartfjallaland 2 stig, Bosnía 0, Slóvenía 0, Kósovó 0. Danmörk Ringköbing – Viborg .......................... 31:28 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir lék ekki með Ringköbing vegna meiðsla. Skanderborg – Köbenhavn ................ 28:40 - Steinunn Hansdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Skanderborg. Noregur Volda – Storhamar.............................. 22:36 - Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Volda, Dana Björg Guðmunds- dóttir þrjú en Katrín Tinna Jensdóttir skoraði ekki. Halldór Stefán Haraldsson þjálfar liðið. - Axel Stefánsson þjálfar kvennalið Stor- hamar. Fredrikstad – Kristiansand ............... 28:33 - Alexandra Líf Arnarsdóttir skoraði ekki fyrir Fredrikstad. Elías Már Halldórsson þjálfar liðið. E(;R&:=/D Aga- og úrskurðarnefnd Knatt- spyrnusambands Ísland hefur úr- skurðað Víking úr Reykjavík í heimaleikjabann vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á úrslitaleik bikarkeppninnar sem fram fór á Laugardalsvelli 1. október. Ásamt því að fá eins leiks heimaleikjabann voru Víkingar sektaðir um 200.000 kr, FH-ingar voru sektaðir um 50.000 krónur og KSÍ sektað um 200.000 krónur þar sem framkvæmd leiksins var í höndum þeirra. Vík- ingar þurfa því að leika næsta heimaleik sinn á hlutlausum velli. Víkingar fengu þunga refsingu Morgunblaðið/Óttar Geirsson Blys Víkingar fengu háa sekt fyrir hegðun stuðningsmanna sinna. Á ÁSVÖLLUM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Ísland fer vel af stað í undankeppni Evrópumóts karla í handbolta fyrir lokamótið í Þýskalandi árið 2024. Íslenska liðið mætti því ísraelska á Ásvöllum í fyrsta leik í gær og vann sannfær- andi 36:21-sigur. Þrátt fyrir að lykilmennirnir Aron Pálmars- son, Viktor Gísli Hallgrímsson og Ómar Ingi Magnússon hafi verið fjarverandi var sigurinn í gær aldrei í hættu. Íslenska liðið er í allt öðrum gæðaflokki en það ísraelska og má setja þá kröfu á liðið að vinna sannfærandi, sem það gerði. Kristján Örn Kristjánsson átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið og skoraði 7 mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom þar á eftir með 6 mörk. Næsti leikur Íslands er útileikur á móti Eistlandi, þar sem er hægt að setja kröfu á ann- an sigur. Eftir það er tæpt hálft ár í næstu leiki, því Ísland leikur við Tékkland á útivelli 8. mars á næsta ári og á heimavelli fjórum dögum síðar. Tvö efstu liðin eru örugg með EM sæti. Þá fara einnig fjögur lið með bestan árangur í þriðja sæti á lokamótið. Íslenska liðið er orðið gífurlega gott og má ekki reikna með öðru en að liðið tryggi sér sæti á EM með sannfærandi hætti. Leikurinn í gær var góð byrjun. Nánari umfjöllun og viðtöl má finna á mbl.is/ sport/handbolti Stórsigur í fyrsta leik - Kristján Örn Kristjánsson fór á kostum í íslenska liðinu og skoraði sjö mörk - Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran leik og stýrði leiknum af stakri snilld Morgunblaðið/Árni Sæberg Illviðráðanlegur Ísraelar réðu ekkert við Gísla Þorgeir Kristjánsson á Ásvöllum í gær en hann skoraði sex mörk í leiknum og var næstmarkahæstur. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Smárinn: Breiðablik – KR ................... 18.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍR............ 19.15 Egilsstaðir: Höttur – Njarðvík ........... 19.15 Ásgarður: Stjarnan – Keflavík............ 20.15 1. deild kvenna: Þorláksh.: Hamar/Þór – Tindastóll .... 19.15 Í KVÖLD! Mohamed Salah fór á kostum fyrir Liverpool þegar liðið vann stór- sigur gegn Rangers í A-riðli Meistaradeildar karla í knatt- spyrnu í Glasgow í gær. Leiknum lauk með 7:1-sigri Liv- erpool en Salah byrjaði á bekkn- um hjá enska liðinu. Egyptinn kom inn á sem vara- maður hjá Liverpool á 68. mínútu og átta mínútum síðar kom hann Liverpool í 4:1. Hann bætti svo við tveimur mörkum til viðbótar, á 80. mínútu og 81. mínútu. Roberto Firmino skoraði tvíveg- is fyrir Liverpool og þá voru þeir Darwin Núnez og Harvey Elliott einnig á skotskónum fyrir Liver- pool sem er komið með annan fót- inn í 16-liða úrslit keppninnar eft- ir stórsigur gærdagsins. _ Tottenham er komið á toppinn í D-riðli eftir nauman sigur gegn Eintracht Frankfurt í Lundúnum. Son Heung-Min skoraði tvívegis fyrir Tottenham í leiknum og þá var Harry Kane einnig á skot- skónum fyrir enska liðið. Tottenham er með 7 stig í efsta sæti riðilsins, stigi meira en Mar- seille og Sporting. _ Þá er Bayern München komið áfram í 16-liða úrslitin eftir 4:2- sigur gegn Viktoria Plzen í C- riðlinum í Tékklandi. Leon Gor- etzka skoraði tvívegis fyrir Bæj- ara í leiknum og þeir Sadio Mané og Thomas Müller sitt markið hvor. Bayern München er með fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins eða 12 stig. AFP Mark Mohamed Salah og Harvey Elliott fagna marki þess síðarnefnda í Glasgow en Salah átti frábæra innkomu hjá Liverpool og skoraði þrennu. Skoraði þrennu á sex mínútum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.