Morgunblaðið - 29.10.2022, Page 1
SUNNUDAGUR
30. OKTÓBER 2022
Uppgjör
ElísabetarSaknaðarilmur eftir Elísabetu Jökuls–
dóttur fjallar um flókið samband
skáldsins við móður sína, en einnig um
ást, áföll og söknuð. Við skrifin fann
Elísabet að hún hafi loks fyrirgefið
mömmu sinni og sjálfri sér um leið. 14
Hjálpaði hrjáð-um konum
Vilborg AuðurÍsleifsdóttir Bickelfékk orðu í Þýska-landi fyrir að hjálpakonum í Bosníu. 10
Andblær tímansRúnar Gunnarsson fangaraugnablikin í nýrri bóksinni Gullöldinni. 18
Ein
skærastastjarnan
Í nýrri ævisöguum Paul New-man er dreg-in upp myndaf manni semhafði lítið álitá sjálfum séren komstáfram
fyrir
heppni
og þraut-seigju. 24
L A U G A R D A G U R 2 9. O K T Ó B E R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 253. tölublað . 110. árgangur .
Búnaður bifreiða til sölu getur verið ólíkur þeirri sem sýnd er á mynd.
Laugavegi 172, 105 Rvk. www.hekla.is/audisalur
Stuttur afhendingartími
Rafmagnaður
HEIMSMEISTARA-
KEPPNI Í HAFRA-
GRAUTARGERÐ
UPPISTAND ER
ALDREI BARA
UPPISTAND
MADAME TOURETTE 38BJÖRK Í ÚRSLIT Í SKOTLANDI 12
„Sú staðreynd að raforkukerfi lands-
ins er ekki tengt raforkukerfi Evr-
ópu kemur sér sérstaklega vel í því
árferði sem nú ríkir og undirstrikar
mikilvægi þess að standa vörð um
sjálfstæði í orkumálum. Það sjáum
við til dæmis með því að líta á þróun
raforkuverðs annars staðar á
Norðurlöndum sem hefur hækkað
mikið,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdótt-
ir, viðskipta- og mennigarmálaráð-
herra, í aðsendri grein í Morgun-
blaðinu í dag. Þar
fer hún yfir þróun
hagkerfa heims-
ins, nú þegar
verðbólga hefur
ekki verið hærri í
heiminum í fjóra
áratugi.
Lilja segir
mikilvægt að Ís-
land haldi áfram á
þeirri braut að
auka orkuöryggi sem muni leiða til
sjálfbærni hagkerfisins.
„Ísland hefur alla möguleika á að
ná fullu sjálfstæði í orkumálum með
aukinni framleiðslu á endurnýjan-
legri orku til þess að standa undir
rafvæðingu í samgöngum í lofti, láði
og legi,“ skrifar Lilja Dögg enn frek-
ar.
Hún segir að þrátt fyrir gott al-
þjóðasamstarf sem Ísland tekur þátt
í sé það gæfuspor að Ísland sé ekki í
Evrópusambandinu. „Með fullu for-
ræði á stjórn efnahags- og peninga-
mála sem og orkumála hefur Íslandi
vegnað vel, eins og alþjóðlegur sam-
anburður sýnir glögglega á ýmsum
sviðum.“
Í greininni er ítarlega farið yfir
verðbólguþróun ýmissa svæða í Evr-
ópu og þróun verðs á raforku á
Norðurlöndum.
Orkuöryggi leiði til sjálfbærni
- Viðskiptaráðherra segir mikilvægt að orkukerfi Íslands sé ekki tengt Evrópu
MDamóklesarsverðið »23
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Rökkvan fór fram í fyrsta sinn á Garðatorgi í
Garðabæ í gærkvöld. Hátíðin einkennist af þátt-
töku og hugmyndum ungmenna. Ungir tónlistar-
menn komu fram og ungir hönnuðir og myndlist-
armenn sýndu og seldu afurðir sínar.
Haustsýning myndlistarfélagsins Grósku var þá
opnuð á Rökkvunni ásamt nýrri sýningu á graf-
ískum verkum Dieters Roth í sýningarrýminu
Pallinum á Hönnunarsafni Íslands.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stuðmenn sungu á Rökkvunni í Garðabæ
„Ég var skíthrædd en það var eitt-
hvað sem sagði mér að skrifa sög-
una. Það er eitthvað fallegt í þessu
þrátt fyrir erfiðleikana og ljótleik-
ann. Mér finnst ég hafa átt voða
góða móður núna þegar ég hef fyrir-
gefið og er hætt að vera barnið eða
unglingurinn, heldur er þessi full-
orðna kona sem sér hana úr fjar-
lægð,“ segir Elísabet Jökulsdóttir
sem nýverið sendi frá sér bókina
Saknaðarilm en þar fjallar hún um
samband sitt við móður sína.
„Eftir að mamma dó uppgötvaði
ég að ég hafði átt foreldra sem
kenndu mér að lífið er ekki svart eða
hvítt. Lífið er bara lífið sem ég verð
að gjöra svo vel að kljást við, og við
öll. Við gerum það því við erum
hetjur og við erum snjöll,“ segir
Elísabet í einlægu viðtali sem birtist
í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins
um helgina.
Morgunblaðið/Ásdís
Viðtal Elísabet Jökulsdóttir rithöf-
undur er viðtali í Sunnudagsblaðinu.
Lífið er
ekki svart
eða hvítt
- Fyrirgaf mömmu
við að skrifa bókina
Sýningarréttur á teiknimyndaþátta-
röðinni Ævintýri Tulipop hefur nú
þegar verið seldur til tíu landa. Fyr-
ir utan Ísland eru sýningar þegar
hafnar í Noregi. Þættirnir verða tal-
settir á tungumáli hvers lands þar
sem þeir verða sýndir. Ævintýri
Tulipop eru fyrsta teiknimynda-
þáttaröðin sem byggist á íslensku
hugverki sem fer í alþjóðlega dreif-
ingu. Búið er að semja um fram-
leiðslu á fjórum þáttaröðum. Helga
Árnadóttir, framkvæmdastjóri og
annar stofnandi Tulipop, segir að
stefnt sé að því að selja þættina til
yfir 80 landa. »20
Selja sýningarrétt að
Tulipop til tíu landa