Morgunblaðið - 29.10.2022, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.10.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 Meiraprófsnámskeið á íslensku Nánari upplýsingar: www.okuland.is Hefst 14. nóvember Ólafur Eiríksson, lögmaður Jóns Hilmars Karlssonar, segir líklegt að dómi héraðsdóms í máli hins síðar- nefnda gegn þrotabúi föður hans, Karls Emils Wernerssonar, verði áfrýjað. Héraðsdómur Reykjaness rifti í gær ráðstöfun Karls Emils Werners- sonar frá árinu 2014 á sölu allra hluta í Toska ehf. til sonar síns, Jóns Hilm- ars Karlssonar. Fékk hann alla hluti í Lyfjum og heilsu á um 1,1 milljón króna. Var Jón dæmdur til að greiða þrotabúi Karls Emils Wernerssonar 464 milljónir kr. auk dráttavaxta í tæplega fjögur ár. Toska var móðurfélag Faxa sem átti félagið Faxar, en það félag átti nær allt hlutafé í Lyfjum og heilsu. Bú Karls var tekið til gjaldþrota- skipta í apríl árið 2018. Þrotabúið gerði í málinu kröfu um riftun á sölu Karls á Toska til sonar hans í aðdrag- anda gjaldþrotaskiptanna og byggði þá kröfu annars vegar á 131. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og hins vegar 141. gr. sömu laga. Í dómi héraðsdóms, sem féll í fyrradag, var talið að salan á Toska hefði farið fram fyrir það 24 mánaða tímamark sem mælt væri fyrir um í 131. gr. laganna og var Jón því sýkn- aður af riftunarkröfu á þeim grund- velli. Á hinn bóginn var fallist á að um hefði verið að ræða ótilhlýðilega ráð- stöfun þrotamanns í aðdraganda gjaldþrots hans og að Karl hefði á því tímamarki sem ráðstöfunin fór fram verið ógjaldfær. Þá var talið að Jón, sem er sonur Karls, hefði verið grandsamur um ógjaldfærni föður síns er hann eign- aðist Toska. Var krafa um riftun ráðstöfunar- innar því tekin til greina á grundvelli 141. gr. fyrrgreindra laga og stefnda gert að greiða þrotabúinu sem nam tjóni þess vegna sölunnar, sem fyrr segir. Héraðsdómur vísaði í fyrradag frá kröfu þrotabús Karls Emils Wer- nerssonar þess efnis að afsala aftur til þrotabúsins öllum hlutum í Toska ehf. gegn greiðslu frá þrotabúinu á söluverði hlutanna. Var þá ekki fallist á kröfu þrotabúsins þess efnis að Jón Hilmar greiddi því 2,6 milljarða króna með dráttarvöxtum, ef afsali hluta þrotabúsins yrði ekki komið við. Máli Lyfja og heilsu líklega áfrýjað - Jón Hilmar Karlsson dæmdur til að greiða þrotabúi föður síns 464 milljónir króna - Líklegt að Jón áfrýi dóminum - Gjafagerningur Karls til Jóns talinn „ótilhlýðilegur“ - 1,1, milljón fyrir alla hluti Morgunblaðið/Golli Lyf og heilsa Líklegt er að Jón muni áfrýja dóminum, að sögn verjanda. Efling stefnir að því að afhenda Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína á mánudaginn kem- ur. Í kjölfarið verða birtar kröfu- gerðir á hendur ríkinu og vegna líf- eyrissjóðakerfisins, að því er fram kom á heimasíðu Eflingar í gær. Þar segir m.a. að fjölmenn samn- inganefnd Eflingar, skipuð félags- fólki úr mörgum geirum vinnumark- aðarins, vinni hörðum höndum að smíði kröfugerðar til SA. Kjarni um 40 virkra félagsmanna og trúnaðarmanna ber uppi starf samninganefndar Eflingar. Unnið hefur verið í hópum og skipulega leitast eftir að kalla fram skoðanir og raddir nefndarmanna. Fundirnir hafa verið textatúlkaðir milli ensku og íslensku á skjá, og glærukynn- ingar þýddar, líkt og á öllum fé- lagsfundum Efl- ingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Efling- ar og formaður samninganefnd- ar, hefur stýrt fundunum. Efling efndi til kjara- og við- horfskönnunar og tóku þrefalt fleiri félagsmenn þátt í henni en nokkru sinni áður eða 4.500 manns. Könn- unin er ein af lykilforsendum kröfu- gerðarvinnunnar. Þátttakan var hlutfallslega mest á meðal félags- manna sem eru af erlendu bergi brotnir en könnunin var þýdd á tíu tungumál. Sólveig Anna formaður greindi frá niðustöðum kjarakönn- unarinnar á fundi í fyrradag. Sagt verður frá helstu niðurstöðum síðar. Annar liður í undirbúningi Efling- ar fyrir kjaraviðræður er þátttaka um 30 manna hóps virkra félags- manna í námskeiði um þátttöku í samningaviðræðum. Um er að ræða fjarnámskeið á vegum Rosa Luxem- burg Stiftung. Jane McAlevey leiðir námskeiðið en hún er virtur fyrirles- ari og höfundur á sviði skipulagðrar verkalýðsbaráttu. Mikið hefur verið rætt um reynslu Eflingar af kjaraviðræðum síðustu ára. „Ég skynja eindreginn vilja meðal félagsfólks til að samninga- viðræður verði skipulagðar með þátttöku þeirra og að viðræður verði opnar og gangsæjar,“ er haft eftir Sólveigu Önnu, formanni Eflingar. gudni@mbl.is Kröfugerð á mánudag - Efling hefur lagt mikla vinnu í undirbúning kjaraviðræðna Sólveig Anna Jónsdóttir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, og Eliza Reid forsetafrú lentu á Íslandi seint í gærkvöldi eftir opin- bera heimsókn til Slóvakíu. Segir Guðni heimsóknina hafa verið afar ánægjulega og til þess fallna að efla samstarf Íslands við Slóvakíu á sviði jarðhitanýtingar, rannsókna og ný- sköpunar. „Með okkur voru fulltrúar úr við- skiptalífinu sem hyggjast efla sam- starf við Slóvaka á sviði jarðhitanýt- ingar, en fyrir þeim hópi fór Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Í gær [fimmtudag] var svo haldið mik- ið málþing og er ljóst að Slóvakar vilja nýta þessa auðlind betur. Er það einkum vegna áherslna þeirra á græna orku en ekki síður til að losna undan olíu og gasi frá Rússum,“ sagði Guðni í samtali við mbl.is. „Strax eftir þetta þing sköpuðust sambönd og hugmyndir um sam- starf sem lofa góðu. Íslensk fyrir- tæki hafa nú þegar látið að sér kveða í Slóvakíu en nú á heldur bet- ur að gefa í á þessum vettvangi,“ bætti hann við. Vert er að geta þess sérstaklega að á sama tíma og Guðni forseti sat málþingið um jarðhitanýtingu sat Eliza forsetafrú vel sótt málþing um jafnréttismál. Í sendinefnd forseta var einnig Willum Þór Þórsson heil- brigðisráðherra og ávörpuðu þeir ís- lenska læknanema, starfsfólk og stjórn Komeníusarháskóla í borg- inni Martin. Nýsköpun og nýting jarðhita Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ánægður með opinbera heimsókn til Slóvakíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.