Morgunblaðið - 29.10.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
Karlakórinn Heimir
Hausttónleikar
Laugardaginn 29. október 2022
Langholtskirkja Reykjavík, kl. 15:00
Tónberg Akranesi, kl. 20:00
Stjórnandi: Stefán R. Gíslason - Undirleikari: Valmar Väljaots
Miðasala við innganginn - miðaverð 4.000 kr.
Grund er 100 ára í dag. Þar var
fyrsta elliheimilið í Reykjavík og
Grund var lengi eina hjúkrunar-
heimili landsins og leiðandi í slíkri
þjónustu um áratugaskeið. Auk
Grundar teljast Ás í Hveragerði og
Mörk í Reykjavík til Grundarheim-
ilanna. Í Mörk er hjúkrunarheimili
með 113 rúmum og 152 íbúðir fyrir
aldraða.
Afmæliskaffi var á Mörk á mánu-
daginn var. Svo var afmæliskaffi
fyrir heimilismenn Grundar sl.
þriðjudag, miðvikudag og fimmtu-
dag, þegar myndirnar voru teknar.
Afmæliskaffi var svo í Ási í Hvera-
gerði í gær.
Í dag er sérstök móttaka fyrir
boðsgesti á Grund í tilefni afmæl-
isins og í kvöld verður árshátíð
starfsfólksins þar sem mæta um
650 manns. gudni@mbl.is
100 ára afmæli Grundar
fagnað alla vikuna
Morgunblaðið/Eggert
Heimilismaður Sigmundur Indriði Júlíusson, 88 ára, lék á píanó í kaffinu.
Morgunblaðið/Eggert
Afmæliskaffi Heimilisfólkið á Grund gæddi sér á ljúffengum veitingum þegar 100 ára afmælisins var minnst.
- Öllu heimilisfólki
boðið í afmæliskaffi
Unnið er að því að laga þær villur
sem komið hafa í ljós við skráningar
inn í nýtt rafrænt skotvopnakerfi
lögreglunnar. Kaupendur skotvopna
hafa lent í því að fá ekki byssur
skráðar inn á rafrænt skírteini.
Þetta er þó að lagast, samkvæmt
uppýsingum frá einum skotvopna-
sala.
Nýtt skotvopnakerfi var nýlega
tekið í gagnið þar sem allt umsókn-
arferlið er gert stafrænt. Sam-
kvæmt upplýsingum frá ríkislög-
reglustjóra sem rekur kerfið er ljóst
að það verður til mikilla bóta flyrir
alla notendur kerfisins og eftirlits-
aðila.
Unnið að lagfæringum
Hnökrar hafa verið á kerfinu og
hafa veiðimenn og skotíþróttamenn
lent í vandræðum með að fá byssur
sínar afhentar út af því. Veiðimenn
eru að veiða gæs og rjúpnaveiðitíma-
bilið hefst næstkomandi þriðjudag.
Veldur þetta taugatitringi í hópnum
og er gagnrýnt að þessi tími skuli
hafa verið valinn til að taka nýtt
kerfi í gagnið.
Fram kemur á vef lögreglunnar
að ekki sé tekið við neinum umsókn-
um nema rafrænt. Sem svar við
spurningu um það hvenær kerfið
kemst í lag segir embætti ríkislög-
reglustjóra að unnið sé að því að
laga þær villur sem komið hafi í ljós
síðustu daga vegna skráninga og sé
sú vinna í forgangi. Tekið er fram að
gamla skotvopnakerfið sé þó virkt til
þess að taka á móti umsóknum sam-
hliða því nýja og hægt að notast við
það tímabundið ef þess þurfi.
Samkvæmt upplýsingum frá skot-
vopnasala er kerfið farið að virka
þokkalega, menn geti skráð byssur
sínar, með herkjum þó. Margir hafi
þurft að bíða með að fá leyfi afgreidd
þótt lögreglan reyni sitt besta.
helgi@mbl.is
Hökt í rafrænu
skotvopnakerfi
- Veiðimenn hafa
þurft að bíða eftir
skráningu skotvopna
Morgunblaðið/Ingó
Skotveiði Veiðimaður í fullum her-
klæðum bíður eftir bráðinni.
„Við erum ánægð að geta mætt
þeirri miklu eftirspurn sem við
finnum fyrir eftir flutningum á
Norður-Ameríkuleiðinni okkar með
því að bæta við fjórða skipinu,“ seg-
ir Vilhelm Már Þorsteinsson, for-
stjóri Eimskips.
Fyrirtækið hefur tekið í rekstur
nýtt leiguskip, Star Comet, sem
gerir félaginu kleift að bæta fjórða
skipinu við á Norður-Ameríkuleið-
ina til að mæta eftirspurn vestur
um haf. Félagið rekur í dag þrjú
skip á þessari leið en eitt þeirra,
leiguskipið EF Ava, bilaði í vikunni
og mun nýja leiguskipið nýtast til
að brúa bilið þar til viðgerð er lokið
eftir tvær vikur. Eftir það stækkar
flotinn og hægt verður að flytja
meira af vörum vestur um haf. Nýja
skipið, Star Comet, er 700 gámaein-
ingar.
Stækka skipaflotann með Star Comet
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eimskip EF Ava dregið til hafnar.
Hin nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir
verður staðsett sunnan Laugardals-
hallar, nálægt Suðurlandsbraut, og
samtengd henni. Þessi staðsetning er
samkvæmt tillögu framkvæmda-
nefndar um þjóðarhöll.
Borgarráð samþykkti á fundi sín-
um á fimmtudag tillögu Dags B. Egg-
ertssonar borgarstjóra þess efnis að
umhverfis- og skipulagssviði verði
falið að vinna deiliskipulag á grund-
velli tillögu framkvæmdanefndar-
innar. Jafnframt verði eignaskrif-
stofu fjármálasviðs falið að afla mats
á verðmæti landsins.
Fram kemur í greinargerð að sam-
kvæmt viljayfirlýsingu um byggingu
þjóðarhallar í innanhússíþróttum, frá
6. maí sl., séu ríki og Reykjavík-
urborg sammála um að þjóðarhöll rísi
í Laugardal. Ósamið er um kostn-
aðarskiptingu vegna stofnkostnaðar
og reksturs mannvirkisins. Eigna-
skrifstofu er falið að afla mats á verð-
mæti landsins þannig að horfa megi
til þess í þeim samningum sem fram
undan eru, sem hluta af framlagi
Reykjavíkurborgar til verkefnisins.
Gert er ráð fyrir að þjóðarhöllin
verði tilbúin árið 2025 og því sé mik-
ilvægt að staðfest deiliskipulag liggi
fyrir sem fyrst. sisi@mbl.is
Þjóðarhöllin verður
við Laugardalshöll
Tölvumynd/Snæ arkitektar
Laugardalur Staðsetning þjóðarhallarinnar sem hér er sýnd með grænu
þaki. Hún verður sunnan Laugardalshallarinnar, nálægt Suðurlandsbraut.