Morgunblaðið - 29.10.2022, Page 10

Morgunblaðið - 29.10.2022, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Í ár verða haldin hefðbundin íslensk jól,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar. Eg- ils hvítöl verður aftur fáanlegt fyrir jólin eftir að framleiðslu þess var hætt fyrir tveimur árum. Hvítölið, sem síðast var selt í dósum, verður nú aftur í upphaflegum umbúðum. Margir lýstu óánægju sinni með að hvítölið skuli hafa verið tekið út af sakramentinu og því má öruggt telja að endurkomunni verði tekið fagn- andi. „Það er alltaf gott þegar við finnum fyrir sterkum tengslum þjóð- arinnar við vörur okkar og því gaman að geta nú boðið aftur upp á Egils hvítöl,“ segir Gunnar. Hvítölið var lengi afgreitt í porti á horni Frakkastígs og Njálsgötu og síðar við Rauðarárstíg. Þar var ölið afgreitt í gegnum lúgu en löng biðröð myndaðist gjarnan fyrir jólin og stundum fyrir páska. Lárus Berg Sigurbergsson, þá framkvæmdastjóri tæknisviðs Ölgerðarinnar, rifjaði upp þessa tíma í viðtali við Morgunblaðið árið 2006. Hann sagði að yfirleitt hefði einn fjölskyldumeðlimur verið sendur í leiðangur eftir ölinu en ef röðin var mjög löng hefði fólk stund- um skipst á að standa þar. „Og þótt maður væri krókloppinn og krump- aður lét maður sig hafa það, því ann- ars yrðu jól án hvítölsins og það gat maður ekki hugsað sér. Það gat samt komið fyrir, eftir að fólk var búið að standa í röð í tvö til þrjá tíma, að það fór tómhent heim. Ölið var þá einfald- lega búið því framleiðslugetan var takmörkuð. Þá hófst afgreiðslan ekki aftur fyrr en daginn eftir eða þann næsta,“ sagði hann. Gunnar aðstoðarforstjóri kannast vel við þessar minningar. „Margir eiga minningar af kaupum á hvítöli í lítravís við húsakynni Ölgerðarinnar við Rauðarárstíg þar sem langar rað- ir mynduðust gjarnan þegar Íslend- ingar fengu áfyllingu á brúsa sína beint úr framleiðslunni. Á þessum 109 árum er óhætt að segja að hvítöl- ið hafi mátað sig í flestar umbúðateg- undir; til dæmis í gömlu góðu halda- brúsana úr plasti og síðast í hefðbundnar nútímaáldósir. En núna leitum við aftur í upprunann því upp- haflega var hvítölið selt í glerjum, líkt og maltið og aðrar vörur í árdaga Öl- gerðarinnar.“ „Uppskriftin er í takt við það sem hún hefur verið frá árinu 1913 en það má áætla að með nýjum tækjum og vinnsluaðferðum breytist drykkir eitthvað með tímanum. Við teljum okkur hafa náð leiðum til að færast enn nær því sem Tómas Tómasson, stofnandi Ölgerðarinnar, skapaði á sínum tíma,“ segir Gunnar og færir sig að endingu út á ákveðið jarð- sprengjusvæði um það hver sé besta blandan með jólamatnum: „Í gegnum tíðina hefur það auðvit- að einnig tíðkast að blanda Egils app- elsín í hvítöl, líkt og maltið – og svo er það auðvitað drukkið eitt og sér. Ég veit um fjölskyldur sem hafa einungis drukkið Egils hvítöl á jólunum í ára- tugi og geta þær tekið gleði sína á ný. En hvítölið er léttara á bragðið og sumum finnst það henta betur. Ég kýs það því að minnsta kosti með jóla- steikinni!“ Hvítölið aftur á markað fyrir jólin - Jólunum bjargað hjá mörgum landsmönnum - Hvítölið nú selt í gleri eins og var í upphafi fyrir rúmum hundrað árum - Reykvíkingar biðu í röð við Rauðarárstíg á árum áður eftir hvítöli í brúsa Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Hefð Landsmenn biðu með brúsa og fötur eftir hvítölinu sínu árið 1976. Ljósmynd/Hari Endurkoma Hvítölið kemur aftur á markað og nú í upphaflegum umbúðum. Ljósmynd/Hari Sáttur Gunnar B. Sigurgeirsson drekkur hvítöl með jólasteikinni sinni. Eldri borgarar á Norður- og Austurlandi: Sérstök aðventuferð til Kaupmannahafnar 20.-24. nóvember 2022 - aukaferð v. mikillar eftirspurnar Brottför með Niceair frá Akureyri síðdegis á sunnudegi og flogið til baka e.h. á fimmtudag – 4 nætur/5 dagar Verð: 199.000 kr. á mann í tvíbýli* *Aukagjald v/gistingar í einbýli er 38.500 kr. Innifalið eru flug með Niceair, skattar, gisting, m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir, kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá. ! ! ! ! ! Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá Sunnudagur: Flogið með Niceair kl. 15.50 síðdegis og lent í Kaupmannahöfn kl. 19.50 að staðartíma. Gisting á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn með Ástu Stefánsdóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar. Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften. Eftir kvöld- verðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni. Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavn meðan hljómsveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vanalega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Um kvöldið er snæddur ekta danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu. Fimmtudagur: Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll fyrir hádegi og beint flug þaðan til Akureyrar laust eftir hádegi. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.