Morgunblaðið - 29.10.2022, Side 11

Morgunblaðið - 29.10.2022, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hámarkshraði verður lækkaður á nokkrum götum í Háaleitishverfi. Tillaga þess efnis var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. Í tilkynningu á heimasíðu borg- arinnar kemur fram að sam- þykktin sé í samræmi við há- markshraðaáætlun Reykjavíkurborgar. Markmið áætlunarinnar sé að stuðla að bættu umferðaröryggi í Reykjavík og að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni. Nauðsyn- legt sé að draga úr umferð- arhraða til að ná því markmiði. Hámarkshraðaáætlunin var samþykkt vorið 2021 en ákveðið var að ráðast í þennan hluta hennar nú, ekki síst vegna skóla- starfsemi í Ármúla þar sem grunnskólanemendur eru mikið á ferðinni á svæðinu. Vilji sé til að innleiða hámarkshraðaáætlun til- tölulega hratt. „Það er yfirlýst markmið Reykjavíkurborgar að enginn slas- ist alvarlega eða látist í umferðar- slysum innan borgarinnar. Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hags- muni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir,“ segir m.a. í tilkynningunni. Breytingarnar er sem hér segir: - Háaleitisbraut, frá Kringlu- mýrarbraut að Ármúla, há- markshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. - Háaleitisbraut, frá Miklubraut norður fyrir Safamýri að nú- verandi 30 km/klst svæði, há- markshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. - Háaleitisbraut, frá Ármúla að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 40 km/ klst, í stað 50 km/klst. - Lágmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. - Hallarmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/ klst. - Ármúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. - Selmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. - Síðumúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. - Vegmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. - Fellsmúli, frá Grensásvegi að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 30 km/ klst, í stað 50 km/klst. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lækka ökuhraða í Háaleitishverfi - Samræmist hámarkshraðaáætlun Þing Norðurlandaráðs verður haldið í Helsinki í Finnlandi dagana 31. október til 3. nóvember. Hlé verður gert á störfum Alþingis á meðan enda sækja íslenskir alþingismenn og ráðherrar þingið. Sjö alþingismenn sækja þingið fyrir Íslands hönd. Þeir eru Ás- mundur Friðriksson, Bryndís Har- aldsdóttir, Guðmundur Ingi Krist- insson, Hafdís Hrönn Hafsteins- dóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir og Orri Páll Jóhannsson. Þá sækir Birgir Ármannsson, for- seti Alþingis, fundi Norðurlandaráðs og fund þingforseta Norðurlanda. Loks verður Steinunn Þóra Árna- dóttir alþingismaður einn fulltrúa Vestnorræna ráðsins á Norður- landaráðsþingi. Norðurlandaráð er þingmanna- vettvangur í opinberu norrænu sam- starfi. Norðurlandaráð var stofnað árið 1952. Ráðið skipa 87 þingmenn frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Álandseyjum, Fær- eyjum og Grænlandi. sisi@mbl.is Sitja þing Norðurlandaráðs - Hlé verður gert á störfum Alþingis meðan á þingi stendur Morgunblaðið/Árni Sæberg Norðurlandaráð Norrænir ráð- herrar á fundi í Reykjavík 2015. Þrúður lagði fram frávísunartillögu Ranghermt var í frétt á mbl.is í fyrrakvöld og í Morgunblaðinu í gær, í frá- sögn af félagsfundi Ferðafélags Íslands, að Ólafur Örn Haraldsson hefði lagt til að vísa frá tillögu um vantraust á stjórn félagsins. Hið rétta er að Þrúður Guðrún Haraldsdóttir lagði tillöguna fram. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Kamma skyrtukjóll 6.990 kr Stærðir 42-56 Sally Kjóll 14.990 kr Stærðir 42-56 Lace high neck 12.990 kr Stærðir 42-54 Fransa Curve kjóll 15.990 kr Stærðir 42-56 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is MIKIÐ ÚRVAL AF SPARIKJÓ Frábært úrval af fatnaði í stærðum 42-58 Þú getur skoðað úrvalið og pantað í netverslun www.curvy.is Afgreiðslutímar í verslun Curvy í Hreyfilshúsinu við Grensásveg Alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16 B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 Opið í dag frá 11-16 20% afsláttur af völdum vörum 27. okt. - 2. nóv. Skoðið netverslun laxdal.is Vetrarfjör www.heilsanheim.is KOLLAGEN ANDLITSKREMIÐ SEMHEFUR SLEGIÐ Í GEGN Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.