Morgunblaðið - 29.10.2022, Síða 18

Morgunblaðið - 29.10.2022, Síða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 Garðatorg 6 | sími 551 5021 | vefverslun | aprilskor.is Glæsileg sending frá Audley komin til okkar á Garðatorg 38.990 kr. Leia 38.990 kr. Sandy 27.990 kr. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það eru mjög misjafnar skoðanir á þessu í bænum. Margir hafa sett sig upp á móti því að gjaldskyldu sé kom- ið á við þeirra götur,“ segir Benóný Ægisson, rithöfundur og fyrrverandi formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur. Í vikunni voru kynnt áform borgar- yfirvalda um breytingar á gjald- svæðum bílastæða. Fjöldi gatna bæt- ist við á gjaldsvæði 2, til að mynda götur í gamla Vesturbænum og götur í nálægð við Skólavörðuholt. Rök borgaryfirvalda fyrir þessari útvíkk- un eru að nýting stæða á jöðrum gjaldsvæða hafi verið svo góð að til- efni sé til að stækka svæðið. Þessi út- víkkun nær til íbúagatna. „Það er alltaf keppni á milli okkar íbúanna og svo þeirra sem vinna í bænum. Auk þess erum við í keppni við tvenns konar dreifbýlisdruslur um stæðin á öðrum tíma. Annars veg- ar eru það túristadruslur og svo þeir sem koma á næturlífið og skilja bíl- ana eftir. Á laugardögum og sunnu- dögum er oft gjörsamlega vonlaust að fá hér stæði,“ segir Benóný. Hann segir að gjaldtaka gagnist íbúum á þann hátt að þeir geti keypt íbúakort sem tryggi þeim rétt til að leggja án þess að greiða stöðumæla- gjald. Gjald fyrir íbúakortin hafi hins vegar verið hækkað úr öllu valdi fyrr á þessu ári. Það er nú 2.500 krónur á mánuði á hvern íbúa sem sækir um kort. „Þetta fór úr sex þúsund krón- um á ári í 30 þúsund sem er nátt- úrlega út í hött. Það er allt í lagi að greiða hóflegt umsýslugjald en þessi hækkun var bölvað okur. Við erum skattlögð vegna búsetu okkar.“ Berjast um stæðin og greiða gjald C D E G F A B Stækkanir gjaldsvæða bílastæða í Reykjavík* Gjaldsvæði 1, íbúakort gilda ekki Gjaldsvæði 1, íbúakort gilda Stækkun gjaldsvæðis 1 Gjaldsvæði 2 Stækkun gjaldsvæðis 2 Gjaldsvæði 3 Stækkun gjaldsvæðis 3 Gjaldsvæði 4 *Tillaga bíður samþykkis borgarráðs Grunnkort/heimild: Reykjavíkurborg Stækkun gjaldsvæðis 1 A. Grettisgata milli Rauðarár- stígs og Snorrabrautar. Stækkun gjaldsvæðis 2 B. Skúlagarður, inngarður afmarkaður af Laugavegi, Rauð- arárstíg og Bríetartúni. C. Hrannarstígur. Öldugata, Bárugata, Ránargata og Vestur- gata á milli Ægisgötu og Stýri- mannastígs. Stýrimannastígur D. Blómvallagata. Ásvalla- gata og Sólvallagata austan Hofsvallagötu. Hávallagata milli Hofsvallagötu og Blómvallagötu E. Tjarnargata frá nr. 33 að Hringbraut. Bjarkargata. F. Baldursgata frá Freyjugötu að Skólavörðustíg. Lokastígur og Þórsgata austan Baldursgötu. Stækkun gjaldsvæðis 3 G. Baldursgata og Bragagata frá Nönnugötu að Freyjugötu. Freyjugata frá Baldursgötu að Njarðargötu. Tjörnin Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við leggjum í þessa vegferð með háleit markmið, að reyna að ná sem flestum gullverðlaunum, eins og allir íþróttamenn vilja,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðs- þjálfari í hestaíþróttum. Hann hef- ur kynnt 18 manna landsliðshóp sem er að hefja undirbúning fyrir þátttöku í Heimsleikum íslenska hestsins sem fram fara í Oirschot í Hollandi 8. til 13. ágúst á næsta ári. Í landsliðshópnum eru fjórir knapar sem unnu sér rétt til að verja titla sína með sigri á síðustu Heimsleikum og að auki 14 knapar sem landsliðsþjálfarinn velur. Úr síðarnefnda hópnum, sem Sigur- björn segir að verði raunar opinn áfram ef fram koma góð keppnis- pör, verði valdir sjö keppendur fyrir Heimsleikana. Landsliðsnefnd og landsliðsþjálf- ari skipuleggja dagskrá í vetur, meðal annars með fyrirlestrum og annarri fræðslu, þar til heimslista- mótin hefjast næsta vor. Auk þess aðstoða og leiðbeina Sigurbjörn og Ísólfur Líndal Þórisson aðstoðar- landsliðsþjálfari landsliðsfólkið við áherslur og val á keppnisgreinum. Sigurbjörn segir stefnt að því að tilkynna um endanlegan hóp kepp- enda um miðjan júlí á næsta ári. Svipað fyrirkomulag er á vali landsliðs og keppenda í ungmenna- flokki fyrir Heimsleika. Það ferli er í höndum Heklu Katharínu Kristinsdóttur landsliðsþjálfara. Hefja undirbúning fyrir Heimsleika - Landsliðsþjálfarinn í hestaíþróttum tilkynnir landsliðshóp - Keppendur fyrir Holland valdir í júlí Landslið Ísólfur Líndal Þórisson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari, Jakob Svavar Sigurðsson, Sigursteinn Sumarliðason, Eyrún Ýr Pálsdóttir, Benjamín Sandur Ingólfsson, Jóhanna Margrét Snorradóttir, Teitur Árnason, Ragnhildur Haraldsdóttir, Sara Sigurbjörnsdóttir, Viðar Ingólfsson, Helga Una Björnsdóttir, James Faulkner, Elvar Þormarsson, Konráð Valur Sveinsson, Hans Þór Hilmarsson, Ásmundur Ernir Snorrason, Árni Björn Pálsson, Guðmundur Björgvinsson, Bergþór Eggertsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.