Morgunblaðið - 29.10.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 29. október 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 142.57 Sterlingspund 164.97 Kanadadalur 104.67 Dönsk króna 19.237 Norsk króna 13.837 Sænsk króna 13.059 Svissn. franki 143.83 Japanskt jen 0.971 SDR 184.19 Evra 143.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.0891 BAKSVIÐ Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Sýningarréttur á teiknimyndaþátta- röðinni Ævintýri Tulipop hefur nú þegar verið seldur til tíu landa. Fyrir utan Ísland eru sýningar þegar hafn- ar í Noregi. Í öðrum ríkjum, s.s. í Finnlandi, Kanada, Póllandi, Suður- Afríku og í Mið-Austurlöndum, hefst sýning þáttaraðanna á næsta ári. Þættirnir hafa notið vinsælda hér á landi og slegið áhorfendamet í Sjón- varpi Símans. Eftir því sem Morgun- blaðið kemst næst er þetta fyrsta teiknimyndaþáttaröðin sem byggist á íslensku hugverki sem fer í alþjóðlega dreifingu. „Við erum mjög ánægð með þenn- an árangur,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri og annar stofn- andi Tulipop. „Við höfum stefnt að því um árabil að framleiða vandaðar teiknimyndir fyrir börn, sem henta til alþjóðlegrar dreifingar í sjónvarpi. Þetta er metn- aðarfull teiknimyndaþáttaröð sem byggist á íslensku hugviti. Sala á sýn- ingarrétti þáttanna er því ekki aðeins viðurkenning á þáttunum sjálfum og efni þeirra, heldur líka á íslensku hug- viti og því sem hægt er að skapa hér á landi.“ Hver þáttaröð inniheldur 13 þætti, og búið er að semja um framleiðslu á fjórum þáttaröðum. Fyrsta þáttaröð- in er sem fyrr segir komin í sýningu og framleiðsla á annarri þáttaröð er langt komin. Breska dreifingarfyrir- tækið Serious Kids sér um alþjóðlega sölu þáttaraðarinnar. Reynslumikið fólk í framleiðslu Ævintýri Tulipop byggist í stuttu máli á hinum séríslenska ævintýra- heimi sem nefnist Tulipop og fjöl- breyttu persónunum sem þar búa, en Tulipop-heimurinn hefur notið vin- sælda meðal barna og fullorðinna á Íslandi um árabil. Þær Helga og Signý Kolbeinsdóttir, hönnuður og skapari Tulipop-heimsins, stofnuðu Tulipop árið 2010. Til að vinna að handritsgerð þátt- anna fengu þær til liðs við sig hóp reynslumikilla handritshöfunda. Þar má nefna Gunnar Helgason barna- bókahöfund, Davey Moore, sem er reynslumikill breskur höfundur og hefur unnið með Puffin Rock og Rastamouse svo tekin séu dæmi, og Sara Daddy, sem hefur verið yfir- handritshöfundur við gerð barnaefnis fyrir bæði Disney og BBC. Leikstjóri þáttaraðarinnar er Sig- valdi J. Kárason. Fyrir utan fjölda ís- lenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta starfaði hann um áraraðir fyrir Lata- bæ og hefur því talsverða reynslu af gerð barnaefnis. Gísli Galdur Þor- geirsson semur tónlist fyrir þættina og Gunnar Árnason í Upptekið sér um hljóðvinnslu. Mikill metnaður er lagður í tónlist þáttanna, meðal ann- ars með frumsömdu lagi og texta í hverjum þætti. „Það er mikil þekking og reynsla til staðar hér á landi til að vinna að efni og framleiðslu þáttanna og við höfum verið svo heppin að fá að njóta þess við framleiðslu á Ævintýri Tulipop,“ segir Helga. Talsett á mörgum tungumálum Þá er töluverð áhersla lögð á tal- setningu þáttaraðarinnar en um 350 börn mættu í opnar áheyrnarprufur fyrir hlutverkin, sem haldnar voru í nóvember á síðasta ári fyrir sýningar hér á landi. Þá eru þættirnir talsettir á tungumálum allra þeirra landa sem þeir eru sýndir í. Helga segir það skipta miklu máli. „Talsetning barnaefnis færir efnið nær börnum í hverju landi. Við lítum þannig á að það auki jafnframt gæði þáttanna og þess efnis sem verið er að sýna börnum,“ segir hún. Hún segir að sala á þáttaröðinni sé í raun rétt að hefjast, en stefnt sé að því að fyrir lok næsta árs verði búið að selja sýningarrétt til yfir 20 landa, og að þáttaröðin verði komin í sýningar í yfir 80 löndum innan nokkurra ára. „Við viljum að sjálfsögðu selja þættina sem víðast og teljum að efni þeirra og boðskapur eigi erindi út um allan heim,“ segir Helga og vísar þar til þess að hver þátturinn innihaldi óvæntar og skemmtilegar uppákom- ur þar sem fimm sögupersónur þátt- anna þurfa að takast á við fjölbreyttar áskoranir með vináttu og samvinnu að leiðarljósi. Varningur til nú þegar Framleiðsla svona þáttaraðar er stórt og umfangsmikið verkefni, en að verkefninu koma hátt í 100 manns í heildina. Spurð um fjármögnun verk- efnisins segir Helga að Tulipop hafi fengið til liðs við sig öfluga fjárfesta sem hafa veitt verkefninu lið enda hafi þeir haft trú á því. Auk þess hefur framleiðslan fengið veglegan stuðn- ing frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, Nordisk Film og TV Fond. Verkefnið fær einnig endurgreiddan hluta þess framleiðslukostnaðar sem fellur til á Íslandi og segir Helga að hækkun endurgreiðslu vegna kvikmyndagerð- ar úr 25% í 35% skipti miklu máli og styðji við áframhaldandi uppbygg- ingu framleiðsluteymisins hér á landi. Helga segir framleiðslu þátta- raðarinnar í raun bara vera byrjunina á ferðalagi Tulipop-hugverksins um heiminn, en þegar krakkar kynnast Tulipop-heiminum og persónum hans á sjónvarpsskjánum verða til fjöl- mörg tækifæri til að nýta hugverkið, til dæmis í útgáfu bóka, tölvuleikjum, leikföngum og öðrum varningi. Þá kemur sér vel að ýmis varningur í kringum sögupersónur Tulipop-ævin- týraheimsins er nú þegar til eftir þann rúma áratug sem félagið hefur starfað. Félagið hefur hannað og látið framleiða yfir 300 vörur sem tengjast Tulipop og gert svonefnda nytja- leyfissamninga um frekari fram- leiðslu á varningi. „Í flestum tilvikum þurfa framleið- endur að veðja á að sjónvarpsefni eða kvikmyndir nái ákveðnum vinsældum áður en framleiðsla og sala á varningi sem þeim tengist getur hafist. Í okkar tilviki höfum við þó það forskot að varningurinn er nú þegar til og þar er hægt að gera enn meira,“ segir Helga að lokum. Sýningarréttur seldur til tíu landa Morgunblaðið/Árni Sæberg Framleiðsla Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir stofnuðu Tulipop árið 2010 og hafa fylgt félaginu eftir. Í hnotskurn » Framleiddar verða fjórar þáttaraðir til að byrja með. » Um 100 manns koma að verkefninu. » Stefna á sölu til yfir 80 landa. » Þættirnir talsettir í hverju landi fyrir sig. » Nú þegar er mikið til af varningi sem tengist vöru- merkinu um Tulipop-heiminn. - Framleiðsla á fjórum þáttaröðum um Ævintýri Tulipop hafin - Fyrsta þáttaröðin komin í sýningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.