Morgunblaðið - 29.10.2022, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Vefverslun brynja.is
30% afsláttur
af öllum vörum
Síðasti dagur útsölu 3. nóvember
Enn var mótmælt í gær gegn klerka-
stjórninni í Íran, og áætluðu mann-
réttindasamtök að minnst átta manns
hefðu verið skotnir til bana af örygg-
issveitum í fjórum mismunandi hér-
uðum Írans á undanförnum sólar-
hring.
Fjórir þeirra voru myrtir í borg-
inni Mahabad, þar sem fólk kom sam-
an til að syrgja Ismail Mauludi, 35
ára gamlan mann sem skotinn var af
öryggissveitunum á miðvikudaginn.
Fóru syrgjendur frá útför hans og til
skrifstofu héraðsstjórans í borginni
þar sem þeim lenti saman við örygg-
issveitir klerkastjórnarinnar.
Á myndbandsupptökum af mót-
mælunum, sem komið hefur verið til
vestrænna fjölmiðla, má heyra að
mótmælendur kalla eftir falli erki-
klerksins Khamenei, en þar sést
einnig að kveikt var í skrifstofum
héraðsstjórans.
Írönsk stjórnvöld reyndu að svara
mótmælunum í gær með því að efna
til sinna eigin fjöldafunda, þar sem
árásinni á helgidóminn í Shiraz á mið-
vikudaginn var mótmælt, en Ríki ísl-
ams hefur lýst yfir ábyrgð sinni á
ódæðinu.
Henry Rome, sérfræðingur í mál-
efnum Írans, sagði við AFP-
fréttastofuna í gær að ólíklegt væri
að klerkastjórnin hefði útilokað að
beita mjög hörðu ofbeldi til að kveða
niður mótmælin, haldi þau áfram á
sömu braut.
Öryggissveitir landsins hafi hins
vegar til þessa reynt að forðast slíkt,
enda hafi komið á daginn að hvert
einasta dauðsfall hafi frekar ýtt undir
reiði mótmælenda.
Javaid Rehman, mannréttinda-
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Íran,
hefur fordæmt hinar grimmilegu að-
ferðir sem klerkastjórnin beitir og
kallaði hann í gær eftir rannsókn á
dauðsföllunum sem fylgt hafa mót-
mælunum.
AFP
Teheran Stjórnvöld efndu til eigin
mótmæla gegn ódæðinu í Shiraz.
Átta skotnir til
bana í mótmælum
- Dauðsföllin hafi ýtt undir reiðina
Paul Pelosi, eig-
inmaður Nancy
Pelosi, forseta
fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings,
var í gær fluttur
á sjúkrahús í San
Francisco, en
maður vopnaður
hamri hafði þá
brotist inn á
heimili þeirra hjóna og ráðist að
Pelosi. Gert er ráð fyrir að hann
muni ná sér að fullu.
Bandaríska dagblaðið Wash-
ington Post greindi frá því í gær-
kvöldi að árásarmaðurinn hefði
leitað að þingforsetanum og hrópað
ítrekað: „Hvar er Nancy?“ þegar
hann braust inn, en hún var í Wash-
ington þegar árásin var gerð.
Joe Biden Bandaríkjaforseti vott-
aði Pelosi samúð sína vegna árás-
arinnar og fordæmdi hana harð-
lega.
Þinghúslögreglan í Washington,
sem sér um að tryggja öryggi þing-
manna, sagði í gær að til skoðunar
væri að efla öryggisgæslu í kring-
um þingmenn og fjölskyldur þeirra.
BANDARÍKIN
Ráðist á eiginmann
þingforsetans
Nancy Pelosi
Auðkýfingurinn
Elon Musk
tryggði sér í gær
fullt eignarhald á
samskiptamiðl-
inum Twitter, og
fagnaði hann því
með því að skrifa
á síðuna: „Fugl-
inn hefur verið
frelsaður,“ en
vörumerki miðilsins er hvítur fugl á
bláum feldi.
Thierry Breton, framkvæmda-
stjóri ESB í innri markaðsmálum
þess, svaraði tísti Musks með því að
segja að í Evrópu myndi fuglinn
fljúga samkvæmt evrópskum
reglum. Nokkur óvissa ríkir um
hvernig Musk vilji stýra miðlinum,
en hann hefur lagt áherslu á að um-
ræða á miðlinum eigi að vera eins
frjáls og óritskoðuð og kostur er á.
BANDARÍKIN
Segir „fuglinn“ vera
frjálsan á ný
Elon Musk
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Rússar tilkynntu í gær að þeir hefðu
lokið brottflutningi óbreyttra borg-
ara frá Kerson-borg, sem leppstjórn
Rússa í Kerson-héraði hóf í síðustu
viku vegna yfirvofandi gagnárásar
Úkraínumanna að borginni.
Alexander Kódakovksí, yfirmað-
ur vígamanna í borginni, sagði að
verið væri að undirbúa varnir henn-
ar og að brottflutningur óbreyttu
borgaranna hefði hjálpað þeim að
„leysa hendur sínar“ þegar kemur
að vörnum borgarinnar. Vladimír
Saldó, leppstjóri Rússa í Kerson-
héraði sagði að búið væri að flytja
um 70.000 manns frá borginni, en að
enn væru á bilinu 150-170.000
manns í borginni og nærsveitum
hennar á vesturbakka Dnípró-fljóts-
ins. Stjórnvöld í Úkraínu hafa for-
dæmt brottflutningana og sagt þá
hafa verið nauðungarflutninga.
Borgin féll Rússum í skaut í upp-
hafi innrásarinnar í febrúar, og er
Kerson eina héraðshöfuðborgin sem
þeir hafa náð á sitt vald til þessa.
Gagnsókn Úkraínumanna í hér-
aðinu hefur hins vegar ýtt víglín-
unni sífellt nær borginni, og liggur
hún nú einungis um 30 kílómetrum
frá Kerson. Hinn hersetni hluti hér-
aðsins er jafnframt eina fótfestan
sem Rússar hafa náð í Úkraínu á
vesturbökkum Dnípró-fljótsins, sem
sker Úkraínu nánast í tvennt.
Embættismenn leppstjórnarinn-
ar hafa varað við því að Úkraínu-
menn hyggist ráðast á borgina í ná-
inni framtíð, en Oleksí Resnikov,
varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði
fyrr í vikunni að gagnsóknin hefði
tafist vegna erfiðs landslags og mik-
ils rigningarveðurs, sem hefur gert
brynvörðum farartækjum erfiðara
fyrir að komast leiðar sinnar.
Viðurkenndi mikið mannfall
Ramsan Kadírov, leiðtogi Téténa
og einn helsti stuðningsmaður
stríðsins í hirð Pútíns Rússlandsfor-
seta, viðurkenndi í gær að téténsk
hersveit hefði orðið fyrir miklu
mannfalli í bardögum í Kerson-hér-
aði í vikunni. Sagði Kadírov að 23
hefðu fallið og að 58 til viðbótar
hefðu særst þegar Úkraínumenn
gerðu stórskotahríð á hersveitina,
en Kadírov hélt því einnig fram að
menn sínir hefðu valdið miklu
mannfalli hjá Úkraínumönnum.
Serhí Khlan, héraðsstjóri Úkra-
ínu í Kerson-héraði, sagði að fyllt
hefði verið í skörð þeirra sem féllu í
hersveitinni með hermönnum, sem
kvaddir voru nýlega til herþjónustu
í Rússlandi. Sagði Khlan að nýlið-
arnir væru nú nýttir í fremstu varn-
arlínu Rússa, sem hafa heitið því að
breyta Kerson í „óvinnandi vígi“.
Natalía Húmenjúk, talskona
Úkraínuhers, sagði að Rússar væru
að reyna að halda stöðu sinni á
vesturbakka Dnípró-fljótsins, en
bætti við að ljóst væri af varnar-
stöðum þeirra á austurbakkanum
að þeir áttuðu sig á því að erfitt yrði
að halda herliði sínu vestan megin
við Dnípró.
Hætti vopnasölu þegar í stað
Dmítró Kúleba, utanríkisráð-
herra Úkraínu, sagði í gær að hann
hefði fengið símtal frá Hossein Am-
ir-Abdollahian, utanríkisráðherra
Írans, og krafðist Kúleba þess að
Íransstjórn myndi hætta þegar í
stað að selja vopn til Rússlands.
Kúleba sagði ekki hver viðbrögð
Amirs-Abdollahians hefðu verið, en
stjórnvöld í Íran hafa neitað því að
þau hafi selt Rússum vígbúnað á
borð við eldflaugar og dróna, þrátt
fyrir að Rússar hafi nýtt sjálfseyð-
andi dróna af íranskri gerð til þess
að ráðast á borgir og orkuinnviði í
Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkra-
ínu, vék að drónaárásum Rússa í
ávarpi sínu til þjóðarinnar í fyrra-
kvöld. Þar sagði hann að Rússar
hefðu skotið um 4.500 eldflaugum á
Úkraínu og að Úkraínumenn hefðu
skotið niður um 300 dróna. Stóð
Selenskí við hliðina á dróna af ír-
anskri gerð sem skotinn hafði verið
niður er hann flutti ávarp sitt.
IAEA rannsakar ásakanir
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin
IAEA tilkynnti í fyrrakvöld að hún
myndi hefja óháða rannsókn á
ásökunum Rússa um að Úkraínu-
menn hefðu í hyggju að framleiða
og nota geislavirka sprengju (e.
dirty bomb). Myndi stofnunin
rannsaka sérstaklega tvö af kjarn-
orkuverum Úkraínumanna, þar
sem Rússar hafa sagt að fram-
leiðsla slíks vopns fari nú fram.
Rafael Grossi, framkvæmda-
stjóri IAEA, sagði að sérfræðingar
stofnunarinnar myndu reyna að
greina hvort geislavirk efnum, sem
ættu að vera undir stöðugu eftir-
liti, hefði verið komið undan, og
hvort ólögleg framleiðsla á geisla-
virkum efnum hefði farið fram.
Myndi slík rannsókn ganga úr
skugga um að engin geislavirk efni
væru í felum.
Segja brottflutningi lokið
- Rússar búa sig undir áhlaup Úkraínumanna á Kerson - Mikið mannfall Téténa
fyrr í vikunni - IAEA hyggst rannsaka ásakanir Rússa um geislavirkar sprengjur
AFP/Dimitar Dilkoff
Skriðdrekaflak Ónýtur turn af rússneskum skriðdreka liggur á engi við þorpið Shandriholovo í Donetsk-héraði.