Morgunblaðið - 29.10.2022, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
Hagkerfi verald-
arinnar eru að kljást
við dýpri og víðfeðmari
efnahagsniðursveiflu
en fyrri spár gerðu ráð
fyrir og verðbólga hef-
ur ekki verið hærri í
fjóra áratugi. Þessi hol-
skefla kemur á versta
tíma eða í þann mund
sem ríki þurftu að rétta
úr kútnum eftir Co-
vid-19 kreppuna.
Hrikaleg stríðsátök í Úkraínu hafa
leitt til mikillar hækkunar á orku- og
matvælaverði, einmitt þar sem ríki
eru helst veik fyrir. Í kjölfarið hefur
myndast svokölluð lífskjarakreppa
(e. Cost of living crisis) víða um heim.
Samdráttur í Kína er meiri en gert
var ráð fyrir, meðal annars vegna
farsóttaraðgerða. Venju samkvæmt
eru það fátækustu ríkin og íbúar
þeirra sem helst finna fyrir því þegar
róðurinn þyngist í heimsbúskapnum.
Ljóst er að þessar horfur á heimsvísu
munu hafa áhrif á Ísland, enda reiða
fá lönd sig jafnmikið á alþjóðleg við-
skipti. Hins vegar er Ísland nettó út-
flytjandi afurða og þar sem lífs-
kjarakreppa heimsins grundvallast á
afurðaskorti, þá verður okkar hag-
kerfi minna fyrir barðinu á þessum
þrengingum en ella. Íslendingar
verða engu að síður að sýna mikla
festu í hagstjórninni til að verja lífs-
kjörin.
Alþjóðahorfur hafa
versnað verulega
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir
hægum hagvexti á heimsvísu, úr 6,0
prósentum árið 2021 í 3,2 prósent ár-
ið 2022 og 2,7 prósent árið 2023. Við
fyrstu sýn gefur 2,7% hagvöxtur ekki
tilefni til svartsýni. Hins vegar er
samdrátturinn skarpur og ef þessi
hagvaxtarspá rætist, þá er þetta
minnsti hagvöxtur í tvo áratugi fyrir
utan alþjóðlegu fjármálakreppuna og
Covid-19. Spáð er að verðbólga á
heimsvísu fari úr 4,7 prósentum árið
2021 í 8,8 prósent árið 2022 en lækki í
6,5 prósent árið 2023 og í 4,1 prósent
árið 2024. Að sama skapi er þetta ein
versta verðbólguspá í áratugi. Þessar
versnandi horfur kalla á afar sam-
stillt efnahagsviðbrögð á heimsvísu.
Margir seðlabankar hafa brugðist við
aukinni verðbólgu með því að herða
taumhald peningastefn-
unnar með því að draga
úr fé í umferð og með
vaxtahækkunum.
Margir hafa gefið til
kynna að vextir verði
hækkaðir enn frekar á
næstu mánuðum. Að-
gerðir seðlabanka hafa
þegar höggvið skarð í
fjármálamarkaði og bú-
ast má við áframhald-
andi óróa á fjár-
málamörkuðum, ekki
síður en í raunhagkerf-
inu. Íslendingar þekkja
betur en aðrir þjóðir hvaða afleið-
ingar það getur haft.
Evrusvæðið stendur verr
að vígi en Bandaríkin
Áskoranir evrusvæðisins eru mun
umfangsmeiri en Bandaríkjanna sök-
um stríðsins í Úkraínu. Hagkerfi
evrusvæðisins ofhitnaði ekki eins
mikið og bandaríska hagkerfið. Það
ætti að gera peningastefnuna auð-
veldari fyrir Seðlabanka Evrópu.
Orkuverð hefur hækkað mikið á
evrusvæðinu. Þessi mikla hækkun
hefur gríðarleg áhrif á þróun verð-
bólgu og mun leiða til samdráttar á
svæðinu. Að sama skapi er kaup-
máttur almennings í Evrópu að drag-
ast hratt saman, sem mun leiða til
samdráttar í neyslu og fjárfest-
ingum. Hluti Evrópu hefur verið háð-
ur Rússlandi um orkuöflun um nokk-
urt skeið. Þegar horft er um öxl lítur
sú ákvörðun út fyrir að vera ein
mestu pólitísku mistök eftir daga
kalda stríðsins. Því hafa horfurnar
fyrir Evrópu dökknað mikið og hefur
þegar mikil áhrif á daglegt líf fólks í
álfunni.
Horfur á Íslandi eru
tiltölulega bjartar
Seðlabanki Íslands gerir ráð fyrir
tæplega 6% hagvexti í ár sem sýnir
þróttinn í hagkerfinu. Meginskýr-
ingin á því að hagvöxtur er meiri en
gert var ráð fyrir er hraðari bati í
ferðaþjónustu og aukin einkaneysla.
Verðbólgan er byrjuð að hjaðna og
komin í 9,4%, mælist næstminnst í
Evrópu. Það sama á við um 12 mán-
aða verðbólgu, mælda með sam-
ræmdri vísitölu neysluverðs, sem er
6% hér á landi. Aðeins Sviss mælist
með lægri verðbólgu. Það hefði ein-
hvern tímann þótt saga til næsta
bæjar, sjá mynd 1.
Þrátt fyrir það er enn spenna á
vinnumarkaði og undirliggjandi
verðbólga hefur verið að aukast.
Fasteignaverð hefur hækkað mikið
undanfarin misseri en vaxtahækk-
anir virðast hafa náð að draga úr
spennu á fasteignamarkaði. Við-
námsþróttur fjármálakerfisins er
góður en ljóst er að blikur eru á lofti
á alþjóðlegum fjármálamálamörk-
uðum sem geta þrengt að fjármögn-
unarskilyrðum atvinnulífsins. Ferða-
þjónustan hefur tekið hraðar við sér
á síðustu mánuðum en gert var ráð
fyrir í upphafi árs. Útlit er fyrir að
fjöldi ferðamanna sem heimsækir
landið í ár verði nokkuð umfram
þann fjölda sem spáð var síðasta vor.
Nýjasta spá Ferðamálastofu gerir
ráð fyrir að um 2,3 milljónir ferða-
manna heimsæki landið á næsta ári
en svo virðist sem stríðið í Úkraínu
hafi til þessa ekki dregið úr ferðalög-
um útlendinga til landsins. Staða Ís-
lands er því góð. Hins vegar hangir
Damóklesarsverð yfir hluta Evrópu.
Sagan á bak við Damókles og sverðið
snýr að því að ákveðið ástand feli í
sér stöðuga hættu. Orðið á rætur að
rekja til hins gríska Damóklesar sem
var hirðmaður Díonýsíosar konungs í
Sýrakúsu á fjórðu öld fyrir Krist.
Hlutskipti Evrópu er að verða sams
konar, þ.e. stöðug óvissa mun ríkja
um hagsæld, þar til að Evrópa verð-
ur ekki lengur háð orkuöflun frá
Rússlandi. Landfræðileg staða Ís-
lands kom sér vel um miðja síðustu
öld og frá þeim tíma höfum við borið
gæfu til þess að byggja hér upp eitt
öflugasta velferðarþjóðfélag heims-
ins. Það hefur meðal annars grund-
vallast á mikilvægi sjálfbærrar orku-
öflunar.
Íslandi hefur vegnað vel
Íslendingar eiga að halda áfram á
þeirri braut að auka orkuöryggi sem
mun leiða til enn meiri sjálfbærni
hagkerfisins. Sú staðreynd að raf-
orkukerfi landsins er ekki tengt raf-
orkukerfi Evrópu kemur sér sér-
staklega vel í því árferði sem nú ríkir
og bregður ljósi á mikilvægi þess að
standa vörð um sjálfstæði í orku-
málum. Það sjáum við til dæmis með
því að líta á þróun raforkuverðs á
hinum Norðurlöndunum sem hefur
hækkað mikið eins og sjá má á mynd
2.
Ísland hefur alla möguleika á að ná
fullu sjálfstæði í orkumálum með
aukinni framleiðslu á endurnýjan-
legri orku til þess að standa undir
rafvæðingu í samgöngum í lofti, láði
og legi. Þrátt fyrir allt það frábæra
samstarf í alþjóðamálum, sem við töl-
um þátt í, er það gæfuspor fyrir þjóð-
ina að vera ekki í Evrópusamband-
inu. Með fullu forræði á stjórn
efnahags- og peningamála sem og
orkumála hefur Íslendingum vegnað
vel, eins og alþjóðlegur samanburður
sýnir glögglega á ýmsum sviðum.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir » Sú staðreynd að raf-
orkukerfi landsins
er ekki tengt raforku-
kerfi Evrópu kemur sér
sérstaklega vel í því ár-
ferði sem nú ríkir og
bregður ljósi á mikil-
vægi þess að standa
vörð um sjálfstæði í
orkumálum.Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Höfundur er viðskiptaráðherra og
varaformaður Framsóknar.
Damóklesarsverðið
Mynd 1: 12 mánaða verðbólga mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs.
Heimild: Hagfræðideild Landsbankans, Macrobond.
Mynd 2: Verð á raforku til heimila og iðnaðar á Norðurlöndunum. Jafnvirð-
isgildi með öllum sköttum og gjöldum, 2500-5000 KWH. Heimild: Hagstofa Íslands
Kæri lesandi.
Fyrr í þessari viku
greindi ég frá því á
fundi á Akureyri að
Húsnæðis- og mann-
virkjastofnun myndi
auglýsa fimm stöður
sérfræðinga á bruna-
bótasviði sem staðsett
er á Akureyri. Fyrir
eru 16 starfsmenn
stofnunarinnar í höf-
uðstað Norðurlands.
Þetta er því stórt skref fyrir einn
vinnustað og einstaklega ánægju-
legt að auka við flóru sérfræðistarfa
á Akureyri. Forsagan er sú að síð-
astliðið sumar voru verkefni tengd
fasteignaskrá flutt frá Þjóðskrá til
HMS. Var það gert til að auka yfir-
sýn á húsnæðismarkaðinn en það
hefur ekki farið fram hjá neinum að
eitt stærsta hagsmunamál lands-
manna er að ná jafnvægi á honum.
Það er einnig gaman að geta sagt
frá því að forsvarsfólk HMS telur
að með yfirfærslunni á fast-
eignaskrá og þeirri endurskipulagn-
ingu sem hófst í kjölfarið sé hægt
að gera ráð fyrir 300 milljóna króna
hagræðingu sem ráðstafað verður í
endurnýjun grunnkerfa fast-
eignaskrár og þannig stutt við
stefnu ríkisstjórnarinnar um aukna
stafræna þjónustu og
rauntímaupplýsingar
um húsnæðismark-
aðinn.
HMS sinnir fjöl-
mörgum verkefnum.
Starfseminni er skipt
upp í 16 málefnasvið
sem síðan er skipt upp
í teymi með skil-
greinda viðskiptavini,
hlutverk og mæli-
kvarða. Þetta fyr-
irkomulag, teym-
isvinnan, gerir HMS
kleift að flytja teymi
milli starfsstöðva. Reynslan af þess-
ari „dreifðu“ stofnun er góð en
HMS er með starfsstöðvar í
Reykjavík, Borgarnesi, Sauðárkróki
og á Akureyri. Og nú er verið að
bæta í starfsemina á Akureyri.
Grundvöllur byggða
er atvinna
Ég hef, frá því ég settist fyrst í
ráðherrastól fyrir tæpum tíu árum
síðan, lagt mikla áherslu á byggða-
mál í störfum mínum. Það er mín
einlæga trú að mikilvægt sé að
byggðir landsins séu sterkar og
bjóði upp á fjölbreytt tækifæri fyrir
íbúa. Grundvöllur byggða er at-
vinna. Því er mikilvægt að störf rík-
isins dreifist betur um landið og því
er mikilvægt að ríkið taki þátt í að
skapa atvinnutækifæri um allt land.
Það getur ríkið gert með stofn-
unum sínum, eins og raunin er með
HMS, það getur ríkið gert með því
að styðja við atvinnuuppbyggingu
og það getur ríkið gert með störf-
um óháð staðsetningu.
Stefnan er skýr
Sú stefna, sem birtist í stjórn-
arsáttmála ríkisstjórnarinnar, bæði
varðandi störf óháð staðsetningu og
að sett verði markmið um hlutfall
opinberra starfa utan höfuðborg-
arsvæðisins, er mikilvæg hvað varð-
ar byggðaþróun á Íslandi. Þessi
stefna stuðlar að auknu búsetu-
frelsi; það er að fólk hafi raunveru-
legt val um hvar það býr og starfar.
Heimsfaraldurinn hjálpaði óneit-
anlega til við að hraða þeirri þróun
að fólk geti unnið óháð staðsetn-
ingu. Hann opnaði augu okkar fyrir
því að það er ekki endilega nauð-
synlegt að allir starfsmenn séu í
sama póstnúmeri og vinnustað-
urinn.
Búsetufrelsi
Byggðastofnun sinnir mikilvægu
hlutverki þegar kemur að greiningu
starfa ríkisins og einnig hvað varð-
ar þjónustu þess. Um síðustu ára-
mót voru stöðugildi á vegum rík-
isins 26.610. Hlutfall stöðugilda
ríkisins á höfuðborgarsvæðinu var
72% sem er öllu hærra en hlutfall
landsmanna sem þar býr en það er
64%. Annað mikilvægt verkefni sem
Byggðastofnun hefur unnið að er
greining á þjónustu ríkisins eftir
landsvæðum. Það er líka nátengt
hugtakinu búsetufrelsi. Það er ekki
aðeins mikilvægt að byggðir hafi
tækifæri til atvinnu, það er einnig
mikilvægt að þjónusta ríkisins sé
sem jöfnust, hvar sem á landinu
sem fólk kýs að búa.
Aðdráttarafl byggðanna
Yfirskrift fyrrnefnds fundar var:
Þetta er hægt! Var þar vísað í alla
þá umræðu sem hefur verið í gegn-
um tíðina um hvort yfirleitt sé hægt
að færa störf frá höfuðborgarsvæð-
inu út á land. Og það er sannarlega
rétt að síðustu áratugina hefur
straumurinn verið frá landsbyggð-
unum á höfuðborgarsvæðið. Það
verður þó að taka fram að höfuð-
borgarsvæðið hefur stækkað mjög
á síðustu árum, það er að segja
vinnusóknarsvæðið hefur þanist út
og nær nú að Hvítánum tveimur,
austan fjalls og í Borgarfirði. Sjáum
við í þeirri þróun svart á hvítu
hversu miklu máli samgöngur
skipta á okkar góða landi. Á sama
tíma er nauðsynlegt að styðja við
önnur svæði svo þau geti dregið til
sín ný atvinnutækifæri, nýja íbúa
og hlúð vel að þeim sem fyrir eru.
Byggðagleraugun
Ekki er langt síðan byggðagler-
augun voru lítið notuð, lágu jafnvel
ofan í skúffu. Ég fullyrði að það
hefur orðið mikil breyting á þótt
alltaf megi gera betur. Ég merki
breytingu í umræðu um byggðamál.
Fólk er opnara fyrir því að flytja
sig um set og á það bæði við um
flutning innanlands og til útlanda.
Eflaust má tengja það öflugri sam-
skiptatækni og góðum tengingum.
Við verðum því að skapa hagstæðar
aðstæður fyrir fólk sem vill búa úti
á landi, taka vel á móti þeim sem
vilja flytja út á land. Skrefið sem
HMS stígur, með því að auglýsa
fimm sérfræðistörf á Akureyri, er
kannski ekki bylting, en eins og við
vitum flest eru lítil örugg umbóta-
skref í rétta átt það sem að lokum
skilar okkur mestu.
Þetta er hægt!
Sigurður Ingi
Jóhannsson » Grundvöllur byggða
er atvinna. Því er
mikilvægt að störf rík-
isins dreifist betur um
landið og því er mikil-
vægt að ríkið taki þátt í
að skapa atvinnutæki-
færi um allt land.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Höfundur er innviðaráðherra og
formaður Framsóknar.