Morgunblaðið - 29.10.2022, Side 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
Ásabraut 7, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Mikið endurnýjuð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í tvíbýli
í Reykjanesbæ með sólpalli.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali
s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali
s. 899 0555
Bjarni Fannar Bjarnason
Aðstoðamaður fasteignasala
s. 773 0397
Verð 32.500.000 kr. Stærð 58,9 m2
É
g ætla að fá einn cappuccino, takk, og quattro stagioni
pizzu. Sjáið, hér eru notuð orð úr öðru máli en við því er
ekki amast,“ segir málvísindamaðurinn Nils Langer á
fyrirlestri sem ég sit í Gautaborgarháskóla. Allt er með
kyrrum kjörum. „Greinilega svalt að sletta ítölsku en væru orðin
ensk myndu ýmsir fitja upp á trýnið.“
Ég kími, hef einmitt
skrifað pistil um hvað þyki
fínt að sletta latínu og finnst
Nils vera á sniðugum nót-
um. En hann er fljótt kom-
inn út í flóknari sálma:
„Flestir umbera stakar
slettur. Taki sjálft mál-
kerfið hins vegar breytingum muni dómsdagur í nánd. Er það rétt
– eða heitir það þróun?“ Sumir ræskja sig, erfitt að svara þessu.
„Hvað er annars tungumál? Kannski er það ekki til, en til hægð-
arauka höfum við ákveðið að ef viss líkindi eru með málhegðun
hópa, tali þeir sama tungumál.“
Hér vísar hann fimlega í loðin mörk og afbrigði, enda fjallar fyr-
irlesturinn um sambúð norður-frísnesku við dönsku, lágþýsku og
mállýskur í Slésvík-Holtsetalandi. Sértækt efni, jú jú, en Nils tekst
um leið að kveikja ótal almennar spurningar. Til dæmis: Hver hef-
ur rétt til að ákveða hvers konar mál sé rétt?
Hann tekur dæmi af kennurum sem hafa lært norður-frísnesku
sem annað mál, en vilja samt leiðrétta innfædda málhafa. Og –
hvaða danska nýtur verndar á svæðinu? „Er það danskan úr frétta-
tímum danska ríkissjónvarpsins, eða danskan sem er fólk talar á
götunum? Munum að það er skoðun, ekki staðreynd, að tungumál
geti verið rétt eða rangt. Það er líka skoðun að aðeins ein útgáfa
máls geti komið heilli hugsun til skila.“
Gestir hafa nú fengið margt að hugleiða en Nils slær hvergi af.
„Það er lífseig hugmynd að sá sem talar tilbrigði við mál, til dæmis
unglingamál eða mállýsku, sé ekki nógu klár til að tala hina op-
inberu útgáfu.“ Já, hvað á það að þýða? fussa viðstaddir en finna þó
einhvern seyðing í hnakkanum. Samviskuspurning?
Í öllu falli er hér komið að ákveðnum kjarna, án þess að Nils segi
það berum orðum. Hann vitnar bara sakleysislega í „Milroy 1998“,
grein eftir James Milroy, um að tungutak sé notað til að útiloka,
dæma: „Málhegðun er síðasta vígi félagslegrar mismununar, þegar
ekki er lengur forsvaranlegt að mismuna fólki eftir húðlit, trúar-
brögðum, kyni eða kynþætti.“
Þurrkur í hálsi, óvænt afhjúpun og margir farnir að þrá hlé. En
flóðinu er síst lokið:
„Hvernig er hægt að meta árangur málstefnu? Er það yfirleitt
hægt? Kannski er raunhæfasta mælistikan hvort unglingar tali
málið áfram sín á milli. Eða hvað? Af hverju fer í taugarnar á okk-
ur hvernig aðrir tala? Hver á tungumál?“
Einhverjir eru nú farnir að leita að neyðarútgangi, þetta er of
mikið í einum skammti. Sjálfur segist Nils Langer svo ekki hafa
svör við einni einustu spurningu, hann sé bara málfræðingur! En
hann er aftur með fyrirlestur á miðvikudaginn. Er vogandi að
mæta?!
Stórar spurningar
Tungutak
Sigurbjörg
Þrastardóttir
sitronur@hotmail.com
Málfræðingur Nils Langer
með fyrirlestur á miðviku-
daginn. Þorir þú?
F
yrsta hluta 64. kirkjuþings þjóðkirkjunnar lauk í
vikunni. Þar var meðal annars samþykkt tillaga
frá sr. Gísla Gunnarssyni, vígslubiskupi á Hól-
um, um að starfshópur hugaði að bestu leiðum
til að halda utan um skráningu sóknarbarna í þjóðkirkj-
una.
Í greinargerð tillögu vígslubiskupsins segir að árið 2005
hafi 84,4% íslensku þjóðarinnar verið skráð í þjóðkirkjuna,
í ársbyrjun 2015 voru það 73,6% og nú láti nærri að þetta
hlutfall sé um 60%.
Skráningin er í höndum þjóðskrár og birtir hún reglu-
lega tölur um fjölda skráðra í þjóðkirkjuna. Eru þær
gjarnan túlkaðar á þann hátt að lækkun hlutfallsins sé til
marks um aukið trúleysi meðal þjóðarinnar.
Í umræðum á kirkjuþingi kom fram að skýringarinnar
sé þó ekki endilega að leita í þessu heldur til dæmis í
breytingum sem rekja megi til þess að um 60.000 erlendir
ríkisborgarar séu skráðir með búsetu hér á landi.
Þá ræður hér einnig kerfisbreyting við skráningu. Áður
gilti sú regla að barn var sjálfkrafa skráð í þjóðkirkjuna
við skírn, væri móðir þess skráð í hana. Nú er þess krafist
að báðir foreldrar séu í þjóðkirkjunni
til að um slíka skráningu sé að ræða.
Í ræðum á kirkjuþingi kom fram að
mörgum foreldrum barna væri
ókunnugt um þessa skráningarreglu.
Þau vildu þó að barn sitt yrði í þjóð-
kirkjunni en til þess þyrfti nú að
senda sérstakt erindi með samþykki
móður og föður til þjóðskrár og þar
væri treyst á tölvubréf að lokinni
skírn.
Óháði söfnuðurinn er trúfélag utan
þjóðkirkjunnar. Hann varð til árið
1950 vegna klofnings innan Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Þegar sr. Pétur Þorsteinsson varð safnaðarprestur árið
1995 voru um 1.000 manns í söfnuðinum. Setti prestur sér
það mark að hafa tvöfaldað fjöldann árið 2000 sem tókst
og 1. maí 2022 var 3.171 skráður í söfnuðinn.
Á kirkjuþingi nú var meðal annars bent á að sr. Pétri
hefði tekist að fá þjóðskrá til að fallast á að taka á móti
pappírs-skráningu í óháða söfnuðinn.
Vafalaust yrðu betri heimtur við skráningu við skírn í
þjóðkirkjuna yrði gengið frá skjalfestri undirritun for-
eldra við skírnarathöfnina sjálfa.
Þess skal getið að 1. maí 2022 bar þjóðkirkjan enn og
aftur höfuð og herðar yfir öll 59 skráð trú- og lífsskoð-
unarfélög þjóðarinnar. Í þjóðkirkjuna voru 228.466 skráð-
ir, kaþólska kirkjan er næst með 14.726. Í lífsskoð-
unarfélagið Siðmennt voru þá 4.820 skráðir.
Það er síður en svo nýmæli að rætt sé á kirkjuþingi um
leiðir til að styrkja þjóðkirkjuna með skráningu sem
flestra í hana. Hafa sérfróðir unnið að athugun leiða í
þessu skyni. Fyrir kirkjuþingi 2015 lá skýrsla undir heit-
inu: Nýliðun innan þjóðkirkjunnar.
Þar var meðal annars hvatt til aukinnar fræðslu og fjöl-
miðlunar ásamt því að æskulýðsstarf yrði aukið. Var í
skýrslunni gert ráð fyrir að árlega í fimm ár yrði 30 millj-
ónum króna varið í þessu skyni.
Eftir að þinginu lauk var blásið upp í fjölmiðlum að
þjóðkirkjan ætlaði að verja 150 milljónum króna til áróð-
urs fyrir sjálfa sig. Spurt var með þjósti hvort þessum
fjármunum mætti virkilega ekki verja til annarra hluta.
Áætluninni var aldrei hrundið í framkvæmd.
Neikvæðni og andróður setur því miður of mikinn svip á
umræður um þjóðkirkjuna og stundum virðist hún næsta
umkomulaus sem stofnun.
Nú, við upphaf 64. kirkjuþings var Kristrún Heimis-
dóttir lögfræðingur kjörin fyrsti varaforseti þingsins. Í til-
efni af framboði sínu flutti hún kröftuga ræðu til varnar
þjóðkirkjunni sem hún taldi á stjórnlausu undanhaldi.
Hún sagðist vilja nota sína rödd og krafta „til þess að berj-
ast gegn þessu undanhaldi“.
Herhvötin varð leiðarahöfundi Fréttablaðsins, Garðari
Erni Úlfarssyni, tilefni ádrepu í garð Kristrúnar. Leið-
arahöfundinum virtist brugðið við að
kröftuglega væri varist fyrir þjóð-
kirkjuna. Hann gekk svo langt í
ófrægingu sinni að gefa til kynna að
Kristrún bryti gegn níunda boðorðinu
og bæri ljúgvitni gegn náunga sínum.
Þetta er dæmigerð tilraun til að
kæfa umræður á ómaklegan hátt.
Sjálfstæði þjóðkirkjunnar frá ríkis-
valdinu kallar á að forystumenn henn-
ar hugi skipulega að stöðu hennar í
samfélaginu.
Félagafrelsi ríkir í trúmálum og
þrátt fyrir að lífsskoðunarfélög séu fámenn hafa þau náð
ótrúlegum árangri við að reka fleyg á milli kirkju og skóla,
þessara aldagömlu tvíeinu stoða þjóðmenningarinnar.
Sannar það mátt frelsisins.
Í nafni mannréttinda vill enginn að trúfrelsi verði af-
numið. Það er líka í andstöðu við stjórnarskrána að skylda
alla til að skrá sig í trúfélög. Mælt er fyrir um félagafrelsi
stjórnarskránni.
Sé minnt á stjórnarskrárvarið frelsið til að standa utan
verkalýðsfélaga hrópa talsmenn óbreytts ástands að vegið
sé að meginstoð samfélagsins.
Í Sviss býr ein auðugasta þjóð heims. Þar eru um 20%
launamanna í verkalýðsfélögum, eitt lægsta hlutfall í Evr-
ópu. Frá því í kreppunni miklu í upphafi fjórða áratug-
arins, skömmu áður en núgildandi lög um stéttarfélög og
vinnudeilur voru sett hér (1938), hafa svissnesk verkalýðs-
félög mælt gegn verkföllum og launadeilur eru almennt
leystar með gerðardómi.
Í nýlegri ályktun verkalýðsfélags vegna frumvarps
þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnu-
markaði var talið forkastanlegt að stéttarfélög ættu að
stunda „félagsmannaveiðar“. Forystumenn félaganna
þyrftu með öðrum orðum að leggja á sig að fá fólk til að
ganga í viðkomandi félag.
Vert er að íhuga muninn á þessari kröfuhörku og mál-
efnalegri virðingu fyrir grunnreglum samfélagsins á
kirkjuþingi.
Frelsi í trúmálum og kjaramálum
Í nafni mannréttinda vill
enginn að trúfrelsi verði
afnumið. Það er líka í
andstöðu við stjórnar-
skrána að skylda alla
til að skrá sig í trúfélög.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Það er fagnaðarefni, að Jóhannes
Nordal hafi nú í hárri elli skráð
endurminningar sínar, Lifað með
öldinni, og hlakka ég til að lesa hana,
en rifja hér upp nokkur atriði um
höfundinn.
Eitt er það, að Jóhannes flutti af-
bragðs gott erindi á fundi Stúdenta-
félags Reykjavíkur 10. mars 1959,
en það mátti kalla uppgjör hans við
haftastefnuna, sem hér hafði verið
fylgt allt frá því í heimskreppunni
upp úr 1930. Færði Jóhannes rök
fyrir því, að lýðræði væri ekki mark-
mið í sjálfu sér og óheft lýðræði
hefði í för með sér ýmsar hættur.
Stefna ætti að sem víðtækustu frelsi
borgaranna innan marka laga og
góðrar allsherjarreglu.
Er þetta erindi birt í greinasafni
Jóhannesar, Málsefnum, sem kom
út árið 1994. Skipaði Jóhannes sér
með því í röð frjálslyndra umbóta-
sinna á Íslandi, þeirra Jóns Sigurðs-
sonar (langafabróður hans), Arnljóts
Ólafssonar, Jóns Þorlákssonar,
Benjamíns Eiríkssonar og Ólafs
Björnssonar.
Annað er sá algengi misskilning-
ur, að ekki hafi verið hlýtt á milli Jó-
hannesar og Benjamíns. Um það
leyti er Benjamín ákvað að snúa baki
við skarkala heimsins birti hann í
blaði vísu, þar sem mannsnafnið Jó-
hannes kom fyrir. Ég spurði Benja-
mín eitt sinn um þetta, og kvað hann
vísuna hafa verið um allt annan
mann. Hann hafi ekki haft neitt út á
Jóhannes að setja.
Hið þriðja er, að Davíð Oddsson
bauð Jóhannesi til sín, skömmu eftir
að hann settist í Seðlabankann í
október 2005. Davíð sagði, að sér lit-
ist ekki á hina öru útþenslu bank-
anna. Efnislega sagði þá Jóhannes:
„Þetta er snjóbolti, sem er að rúlla
niður hlíðina, og líklega átt þú eftir
að verða undir honum.“
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Jóhannes Nordal