Morgunblaðið - 29.10.2022, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
SKEIFAN 11 - 108 RVK - S:520-1000 - SPORTIS.IS
SPORTÍS
Nýverið birti ég les-
endum Morgunblaðs-
ins söguhriflu um rétt-
arríki fornmanna;
þanka um lánshæf-
ismat og flokkunar-
kerfi úrgangs með til-
liti til endurvinnslu.
Það er ekki nema von
að einhverjir hvái. Við
höfum tilhneigingu til
að flokka fólk. Og sum-
ir gjaldfella sig í orð-
um og gjörðum, meðvitað eða ómeð-
vitað. Það er meinið. Þolendur
ofbeldis þekkja þá krísu að ná ekki
utan um staðreyndir þegar þeir eru
staðsettir á vettvangi glæps. Ger-
endurnir kannski líka. Við þurfum
aðstoð í tilfinningalegri ringulreið
þegar við flokkum reynslu okkar af
ofbeldi. Tildrög skrifanna eru þau
að ég vildi varpa upp mynd úr
hversdeginum til að lýsa þeirri úr-
vinnslu sem við þurfum að leggja á
okkur til að átta okkur á stöðu okk-
ar í heiminum. Er okkur treystandi?
Skjól fyrir ofbeldi samtímans?
Treystirðu þér til að standa með
þolanda ofbeldis? Ég þekki það af
eigin raun hvernig lífið litast af því
að vera aðstandandi; þau sem
standa nærri verða þolendur þess
líka. Þekkjum það öll. Þolandi eða
aðstandandi; gildir það ekki einu?
Ég er á móti ofbeldi og stend með
þolendum ofbeldis því reynslan mót-
ar mann. Og því stíg ég fram hér:
Ég er sonur konu sem var beitt
kynferðisofbeldi og hefur reynt að
vinna sig út úr þeirri reynslu, meðal
annars með harðsnúinni göfgun til-
finninga eins og reiði og sársauka,
um langa hríð og viljað styðja önnur
sem búa að erfiðri reynslu. Það er
hennar hlutskipti, eins og margra
sem þráðu að njóta sannmælis á lið-
inni öld, þar sem kyn, kynhneigð,
stétt eða önnur staða gat orsakað
jaðarsetningu. Hún var hluti þjóð-
félagsbreytinga þar sem hin valda-
lausu kölluðu eftir hinum heilaga
rétti til að vera uppreistar mann-
eskjur. Ég spyr þig: Getur þú
ímyndað þér hvert hún sótti kraft-
inn til að stíga fram, þrátt fyrir nið-
urbrot og níðingsskap manns sem
misbeitti valdi í krafti stéttar og
stöðu? Það var jú fyrst fyrir hálfri
öld síðan en hann þrjóskast við það
enn í dag.
Vettvangur glæps
eða helgur steinn?
Að „setjast í helgan stein“ er hug-
tak sem sá sem til ófriðar efnir
skyldi aldrei misbeita. Því eyði ég
orðum í fyrsta og eina skiptið, í
málsvörn öldungs eins sem sár-
vorkennir sér fyrir njóta ekki frið-
helgi með æru sína og orðspor,
óskaddaður af réttarríkinu. Enn er
lesendum, fjölskyldum og aðstand-
endum misboðið og níðst á þol-
endum; og nú loks fékk móðir mín
nóg. Þá er mikið sagt.
Þó ég hafi valið mér lífsmótandi
starf, með vígsluheiti um þjónustu
við Guð og menn, þá stoðar lítt að
umvanda fyrir samviskulausu fólki.
Ég vil þó reyna að hnika hug-
skekkju lögspekingsins sem kvað
sér hljóðs á síðum þessa blaðs með
lokaorð sín á dögunum. Þar er mis-
beitt hinu forna hugtaki yfir það að
semja frið við Guð og menn fyrir
ævilokin; að setjast í helgan stein.
Þau orð merkja „að ganga í klaustur
til iðrunar og yfirbótar, með bæn,
þjónustu og sáttagjörð“. Mynd-
hverfing yfir að gangast við mis-
gjörðum og leita náðar Guðs. Því fer
fjarri að sá sem friðhelgi krefst leiti
náðar. Hann smyr í andlit viðhlæj-
enda og játningabræðra spurning-
unni um það hvað sé „að njóta sann-
mælis“. Þannig krefst hann
samsektar þeirra sem útvega vett-
vang glæpa hans. Því býð ég örlít-
inn fróðleik þó hollráð
verði engin þegin. Of-
beldinu er viðhaldið.
Við þá sem velja sér
opinberan vettvang
með sjálfsréttlæting-
arsvip til að útmála
meintan fjölskylduharmleik, sak-
lausum lesendum þessa fjölmiðils til
miska, segi ég: Misbjóðið ekki fleir-
um. Gangið til náða.
Hvort varir;
háðið eða náðin?
Ég skýri ekki fleiri hugtök fyrir
öldungi sem enga speki nemur. En
kveðjan hljómar svona: „Heill sé
þér skörungur; sjálfstæðishetja og
frelsari hinna kúguðu Eystrasalts-
ríkja! Þín er öll, saga hins óbrotna
alþýðumanns og ritsnillings sem
hefur líkt og goðsagnavera lagt und-
ir sig konur og lönd, blómstur og
börn, já skóga og tröll? Allt þetta
hafa ósköpin skapað til handa þér,
verndari alls óskapnaðar, til freist-
inga og háðungar“. Annars á maður
ekki að kveðast á við „orðserðandi
satýrikona“ eins og þann sem galaði
hér í liðinni viku. Þeim þykir mest
um vert að gelt sé á móti. Amma
mín segði ef sæi hún til þín: „Vittu
nú til Jón minn, sumt er ekki svara
vert. Það ætti reynslan af því að
klæmast við ungmeyjar að hafa
kennt þér.“
Annars á ekki að gantast með of-
beldi hér á síðum blaðsins. Það
varðar þó ábyrgð okkar allra og
hæfni til sjálfsrýni að um það sé
rætt. Þau sem gæta að sóma sínum
reyna að forðast það að líkami
þeirra verði að vettvangi glæps. Það
tekst ekki alltaf. Mogganum er það
til varnar að fórnarlömbum er fyr-
irgefið nú til dags því það er ekki á
ábyrgð þeirra að túlkun gerandans
hallist að frösum eins og að „pilsið
hafi verið stutt“ „sektin ekki sönn-
uð“.
Sannmælin um ævintýri
satýrikonsins?
Tjáningarfrelsið er dýrmætasti
réttur manna. Við erum öll sammála
um að það á ekki að þagga niður í
heilbrigðri og þroskaðri umræðu.
Sérstaklega ekki þar sem við lifum
á tímum þar sem þöggun, rétt-
hugsun, útskúfun og ærumeiðingar
eru mikil meinsemd í samfélagi
manna.
En í hvert sinn sem meintur ger-
andi fær rými til að niðurlægja
meinta þolendur gjörða sinna þá er
þar vettvangur glæps; ekki frammi
fyrir lögum, heldur samvisku
manna og siðferði.
Ég votta samúð mína öllu sam-
ferðafólki í „ævintýrinu“ sem líf
hins mikla skólamanns og stjórn-
vitrings hefur verið. Sem betur fer
ráðum við því sjálf hvenær við stíg-
um inn á það svið, hvaða hlutverk
við tökum – ef við höfðum einhvern
tíma tækifæri til þess – og hverju
við höfnum. Við erum sjálfráða um
það hvort, hvernig og hvenær æv-
intýri „hins mikla satýrikons“ lýkur
í okkar eigin lífi. Lífið er ekki stríðs-
völlur kappa. Völd og áhrif ekki
náðin sjálf.
Höfðingjum fornaldar reyndist
erfitt að sjá á eftir áhrifavaldi sínu
og játast undir það lögmál að dómur
sögunnar og æðri máttarvalda er
ekki í þeirra höndum. Þeir höfðu val
um að setjast í helgan stein. Ég
hvet þig, hr. Jón Baldvin Hannibals-
son, til þess að láta á það reyna.
Vettvangur
ofbeldis: Úrvinnsla
Sr. Arnaldur Máni
Finnsson »Ertu þol-
andi ósann-
gjarnra skil-
greininga? Er
hæðst að þér?
Arnaldur Máni
Finnsson
Höfundur er guðfræðingur, sonur
þolanda og faðir barna sem eiga rétt
á skjóli fyrir ofbeldi.
Fyrir okkur sem
samfélag er mikilvægt
að huga að eldri þegn-
um þessa lands með
sem allra besta móti.
Eldra fólk er fjöl-
breyttur hópur með
ólíkar þarfir og það
sem hentar einum þarf
ekki að henta öðrum.
Þá þarf samfélagið
einnig að vera tilbúið
til þess að takast á við
sístækkandi hóp eldra fólks með
það að markmiði að koma til móts
við þarfir þess. Svo hægt sé að
greina stöðu eldra fólks með mark-
vissum og skilvirkum hætti er nauð-
synlegt að hafa við höndina rétt tól
og tæki. Af því tilefni hef ég lagt
fram þingsályktunartillögu á Al-
þingi um markvissa öflun gagna um
líðan, velferð og efnahag eldra
fólks.
Líðan, velferð og efnahagur
eldra fólks
Í tillögunni er lagt til að félags-
og vinnumarkaðsráðherra verði fal-
ið að útbúa mælaborð með það að
markmiði að halda utan um og
safna tölfræðilegum upplýsingum
um líðan, velferð og efnahag eldra
fólks og ná þannig fram heildar-
mynd af almennri stöðu eldra fólks
í samfélaginu svo hægt sé að for-
gangsraða verkefnum sem brýnt er
að takast á við. Í dag liggja ekki
fyrir markvissar, samræmdar og
tímanlegar upplýsingar um líðan,
stöðu og velferð eldra fólks á hverj-
um tíma. Við þurfum að samræma
framsetningu upplýsinga. Aðeins
þannig getum við náð fram heild-
armynd af stöðu eldra
fólks á hverjum tíma
fyrir sig. Þegar við
höfum aðgang að slík-
um gagnabanka geta
stjórnvöld beint sjón-
um sínum að þeim
verkefnum sem brýn-
ast liggja við og for-
gangsraðað samkvæmt
því.
Önnur lönd hafa
sum hver sett upp raf-
ræn mælaborð eða
gagnvirkar heimasíður
sem birta tölfræði um ýmsa þætti
er varða eldra fólk, velferð þess og
líðan. Meðal þess sem slíkar upplýs-
ingaveitur varpa ljósi á eru fjölda-
tölur, kynjahlutfall í hverjum ald-
urshópi, hve margir búa einir eða
með öðrum, í eigin húsnæði eða
leiguhúsnæði, fjöldi og aldur þeirra
sem leita á bráðamóttökur, fjöldi
þeirra sem fá tiltekna aðstoð eða
þjónustu hjá sveitarfélagi sínu og
svo mætti lengi telja.
Nýtum reynsluna
Sem liður í því að endurskoða fé-
lagslega umgjörð barna á Íslandi
þróaði Kópavogsbær mælaborð í
samstarfi við UNICEF og félags-
málaráðuneytið í tengslum við inn-
leiðingu barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna og verkefnið barnvænt
sveitarfélag. Markmiðið með mæla-
borðinu var að halda utan um helstu
tölfræðigögn er varpa ljósi á líðan,
velferð og réttindi barna á Íslandi.
Mælaborðið hefur hlotið mikið lof
og sýnt að það varpar góðu ljósi á
stöðu barna á Íslandi. Horfa má til
þess mælaborðs og útbúa sérstakt
mælaborð sem hefur það að mark-
miði að kortleggja líðan, stöðu og
velferð aldraðra. Með mælaborði
sem þessu má svo greina líðan og
velferð eldra fólks og ná fram heild-
armynd af almennri stöðu aldraðra
í samfélaginu með það að markmiði
að beina sjónum stjórnvalda að
þeim verkefnum sem brýnust eru
hverju sinni. Með nýju rafrænu
mælaborði um líðan og velferð aldr-
aðra mætti gera ráð fyrir að al-
menningur, notendur og stjórnvöld
hafi betra aðgengi að raunupplýs-
ingum um það sem er að gerast og
hvað kallar á rétta úrlausn sam-
félagsins á hverjum tíma. Þá samdi
félags- og barnamálaráðuneytið í
lok árs 2020 við Akureyrarbæ um
þróunarverkefni við að undirbúa og
kortleggja uppsetningu á mæla-
borði á líðan og velferð aldraðra,
með hliðsjón af mælaborði barna.
Mikilvægt er að taka þetta verkefni
áfram og upp á næsta stig.
Stefna til framtíðar
Við þurfum að geta mælt að-
stæður eldra fólks og við þurfum að
nýta mælingarnar til að marka
stefnuna til framtíðar, vinna að að-
gerðaáætlun og úthluta fjármagni.
Þá skiptir einnig verulegu máli að
geta fylgst með hvort þær aðgerðir
sem ráðist er í beri tilætlaðan ár-
angur. Með öðrum orðum: við verð-
um að geta mælt til að geta bætt.
Það er staðreynd að breytingar á
aldurssamsetningu þjóðarinnar eru
ein af stóru áskorunum íslensks
samfélags. Eldra fólki fjölgar og
hlutfall aldraðra af heildarmann-
fjölda fer ört hækkandi á næstu ár-
um og áratugum. Þessi tillaga er
ein varða á leiðinni að bættri stöðu
eldra fólks á Íslandi.
Eldra fólk er
fjölbreyttur hópur
Ingibjörg Isaksen » Það er staðreynd að
breytingar á aldurs-
samsetningu þjóð-
arinnar eru ein af stóru
áskorunum íslensks
samfélags.
Ingibjörg Isaksen
Höfundur er þingflokksformaður
Framsóknar
Viðskipti