Morgunblaðið - 29.10.2022, Side 31

Morgunblaðið - 29.10.2022, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 Elsku afi okkar. Það er alltaf sárt að kveðja og aldrei hægt að undirbúa sig fyrir það. Við kveðjustund rifjast þó upp hlýj- ar og góðar minningar um ynd- islegan mann sem tók ævinlega öllu með ró og spekt og vildi ekkert láta fyrir sér hafa. Afi bjó yfir hafsjó af fróðleik og þekkingu, þá sérstaklega þegar kom að sveitum landsins en afi þekkti alla sveitabæi Eyjafjarð- ar og víðar með nafni og vissi ævinlega hvaða bændur bjuggu þar, tvo til þrjá ættliði aftur. Afi Geiri vann í Vegagerðinni ✝ Geir Guð- mundsson fæddist 19. ágúst 1942. Hann lést 14. október 2022. Útförin fór fram 27. október 2022. og því tíðkaðist það í þessari fjölskyldu að heyra í afa frek- ar en að kíkja inn á Vegagerðina. Alltaf var afi með putt- ann á púlsinum og gat sagt okkur hvernig færð var á öllum vegum lands- ins. Um árið vorum við systkinin á leið- inni norður rétt fyrir jól, mikið óveður hafði verið í nokkra daga og Öxna- dalsheiðin var lokuð í að minnsta kosti tvo daga. Afi nýtti sín tengsl og heyrði um leið í barnabörnunum sínum og sendi þau af stað norður þegar hann frétti af því að það ætti að hefja mokstur á heiðinni, löngu áður en þær upplýsingar voru opinberar. Afi hafði óskaplega gaman af samverustundum með fjölskyld- unni og sérstaklega þegar ein- hver stríðni átti sér stað, þá átti vömbin til að hristast hjá þeim gamla. Af einhverjum ástæðum vildi hann sjaldnast vera með, en það var þó ævinlega hægt að treysta á að afi Geiri veitti óum- beðna aðstoð í spurningaspilum og gæfi út rétt svör hægri vinstri, við litla hrifningu hinna liðanna. Það mátti sjá að hann skemmti sér konunglega við þetta því vömbin hristist. Afi fylgdist vel með afkom- endum sínum, þótt þau væru stundum á víð og dreif um Evr- ópu. Hvort sem það voru hand- boltaleikir, próf í skólanum eða ný vinna var afi ævinlega með allt á hreinu og var duglegur að heyra í sínu fólki til að fá frétt- ir. Ævinlega var hlýtt og nota- legt að koma til afa og ömmu og aldrei yfirgaf maður staðinn svangur. Það var ekki alltaf ein- falt að fara eftir leiðbeiningum frá afa. Þær voru ávallt gefnar í áttum og hljóðuðu yfirleitt á þennan veg: „Skrúfjárnið er í norðausturhlutanum á skúff- unni vestan megin.“ Fyrir krakka sem var nýbúinn að læra muninn á hægri og vinstri var þrautin þyngri að fara að þessum fyrirmælum. Afi var þó alltaf tilbúinn til að leiðbeina. Samband afa Geira og ömmu Diddu var einstaklega fallegt og þau ákaflega samrýnd. Í seinni tíð, eftir að afi varð heilsulítill og gat ekki gert eins mikið og hann hefði viljað, var hann þó alltaf með eins og t.d. þegar slá þurfti blettinn, þá sá amma um það en afi hélt á snúrunni að sláttuvélinni. Sam- vinna þeirra hjóna var einstök og eru þau bæði miklar fyr- irmyndir fyrir okkur barna- börnin. Það er huggun að vita að þú lifir áfram í gegnum börnin þín. Þú ert ekki enn hættur að kenna okkur því bæði amma og börnin þín koma til með að leggja línurnar hér eftir. Nú er komið að kveðjustund elsku afi okkar. Við stöndum hér í dyragættinni og fylgjumst með þér fara, rétt eins og þú gerðir svo oft þegar þú kvaddir gesti og gangandi. Góða ferð afi okkar, við elskum þig. Þín barnabörn, Alda, Geir og Heiðbjört. Geir Guðmundsson ✝ Viðar Árnason fæddist í Vest- mannaeyjum 12. febrúar 1962. Hann lést 9. októ- ber 2022. Foreldrar Við- ars voru Árni Hannesson frá Hvoli í Vest- mannaeyjum, f. 10. desember 1921, d. 4. júní 1999, og Laufey Hulda Sæmundsdóttir frá Draumbæ í Vestmanna- eyjum, f. 29. október 1920, d. 15. september 2002. Systkini Viðars eru Sæmund- ur, f. 1943, d. 2011, Sigríður Guðrún, f. 1945, eiginmaður hennar var Frímann Frímanns- son, f. 1944, d. 2016, en þau eignuðust fimm börn og eiga 13 barnabörn. Ársæll Helgi, f. 1949, giftur Ingunni Sig- urbjarnadóttur og eiga þau þrjár dætur og sjö barnabörn, Kolbrún, f. 1953, gift Viðari Þorkelssyni og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn, Sunna, f. 1955, gift Gunnari Sturlu Gíslasyni og eiga þrjú börn og sex barnabörn, Helena, f. 1960, sambýlis- maður Stefán Ólafsson og eiga tvö börn og eitt barnabarn. Viðar gekk að eiga eftirlif- andi eiginkonu sína Svandísi Ósk Stefánsdóttur, f. 28. októ- ber 1962, þann 26. október 2007. Synir þeirra eru tvíbur- arnir Ísak Bergmann og Jafet Bergmann fæddir 6. júní 2002. Unnusta Jafets er Guðrún Clara Sigurðardóttir, f. 28. júlí 2001. Viðar var kvaddur í kyrrþey 19. október 2022. Ösku hans verður dreift í hafið við Kletts- helli í Vestmannaeyjum með vorinu og hækkandi sól. Viðar var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum við gott at- læti þar sem hann undi sér vel í sjávarplássinu við leik og starf. Hann var yngstur í hópi sjö systkina. Þrautseigja og viljastyrkur einkenndu hans líf. Segja má að einkunnarorð Viðars hafi verið „aldrei að gefast upp“ og voru þessi orð hvatning í lífinu á hverju sem gekk. Reyndi að finna lausnir en ekki vandamál, sem endurspeglaði líf Viðars til dauðadags. Viðar var ótrúlega hraustur og duglegur til allra verka. Sjó- mennskuna stundaði hann frá árinu 1979 og var hún honum í blóð borin. Hann var háseti á Sighvati Bjarnasyni VE og var stoltur af að vera sjómaður, að vera einn af áhöfninni. Hann hafði alltaf gaman af veiði. Hinn 18. desember árið 1987 lenti Viðar í bílslysi í Þrengsl- unum með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Kom í ljós að hann hafði lamast fyrir neðan mitti. Lífsmunstrið tók stóran toll af lífsgæðum ungs manns því Við- ar var aðeins 25 ára gamall þeg- ar slysið varð. Hann var þó allt- af staðráðinn í því að ganga á ný og byrjaði í endurhæfingu á Grensásdeild. Hann fékk að prufa spelkur og krafturinn var svo mikill að maður sá hann alltaf þokast áfram, hann ætlaði að sýna öllum viljastyrkinn sem hann hafði til að berjast. Viðar sá með tíð og tíma að það væri best að sætta sig við aðstæðurnar og horfa til fram- tíðar, að hjólastóllinn yrði hans hlutskipti. Hann gekk til liðs við ÖBÍ og var ötull við að selja happdrættismiða til uppbygg- ingar SEM-íbúðum fyrir fatl- aða. Og hann var svo lánsamur að fá íbúð. Viðar fór að æfa borðtennis hjá ÖBÍ, hann fékk ástríðu fyrir greininni og tók þátt í fjölda móta. Mesti hamingjudagur í lífi Viðars var þegar hann hitti hana Ósk sína. Þau voru góðir spilafélagar og gat hvorugt tap- að og vildu alltaf halda áfram. Þetta voru þeirra gæðastundir sem þau nutu ásamt peyjunum í glæsilegu húsi sínu í Mosó. Viðar og Ósk ferðuðust mikið utanlands sem innan og nutu lífsins. Þau giftu sig 26. október 2007 í Lágafellskirkju við fal- lega athöfn. Þau voru svo lán- söm að eignast tvíburana Ísak og Jafet, peyjarnir voru stolt hans og hann naut þess að fylgjast með þeim. Viðar hafði gaman af að fara á útihátíðir; Þjóðhátíð og Goslok í Eyjum. Viðar tjáði okkur að hann hefði farið í læknisskoðun og í ljós komið að hann væri með krabbamein í fætinum og það þyrfti að taka hann af. Við vor- um orðlaus, hann svekktur, reiður og sár en ætlaði samt að lifa fyrir Ósk sína, Ísak og Ja- fet. Einnig var hann staðráðinn í að halda upp á sextíu ára af- mælið sitt í febrúar. Þessi veisla var veisla aldarinnar og var há- punkturinn kokkurinn; sonur hans Jafet, sem hristi þessa glæsilegu veislu fram úr erm- inni. Viðar fór að leggja leið sína í Ljósið. Hann var beðinn að vera fyrirsæta fyrir Ljósið og gerði hann það með mikilli gleði og ákvað að raka af sér helminginn af yfirskegginu. Þannig var húmorinn hjá Við- ari. Viðar vissi sinn vitjunartíma og í maí fóru þau Ósk til Krítar og nutu sólarinnar. Eftir heim- komuna var farið að draga af Viðari, lungun farin að gefa sig en hjartað var sterkt. Þegar kallið kom hjá Viðari var hann tilbúinn að kveðja þessa jarðvist og hitta sitt fólk í sumarlandinu. Við systkinin og makar vilj- um þakka þér fyrir allt og allt og sendum þér ljósið. Sunna Árnadóttir. Viðar Árnason Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR AUÐUR FINNBOGADÓTTIR frá Sólvöllum, Mosfellssveit, lést mánudaginn 24. október. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 3. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Bergmál líknarfélag. Streymt verður frá athöfninni á https://www.netkynning.is/adalheidur-audur-finnbogadottir Einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat Guðrún Ingþórsdóttir Ingunn Ingþórsdóttir Þórður Ingþórsson Ómar Ingþórsson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBORG HELGADÓTTIR, Hæðargarði 40, lést laugardaginn 22. október á Landspítalanum Fossvogi. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. nóvember klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B7 á Landspítalanum Fossvogi. Laufey Sigurrós Þormóðsd. Hafsteinn Þ. Júlíusson Helga Þormóðsdóttir Ólafur Helgi Hreinsson Snæbjörn Börkur Þormóðss. Linda Björk Þormóðsdóttir Sverrir Árnason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRSTEINN ARNAR JÓHANNESSON fv. bóndi og sparisjóðsstjóri, Bárðartjörn, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 26. október. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Rósa Jóna Jóakimsdóttir Guðjón Arnar Þórsteinsson Þóra Kristín Snjólfsdóttir Guðrún Rósa Þórsteinsd. Ragnar K. Ásmundsson Sigrún Magna Þórsteinsd. Snorri Snorrason Heiðrún Harpa Þórsteinsd. Haukur Sigurjónsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN ÁRNADÓTTIR skólaritari og kennari, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugar- daginn 15. október. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 4. nóvember klukkan 13. Hanna María Oddsteinsdóttir Árni Sverrisson Ingibjörg St. Sverrisdóttir Gunnar Sverrisson Karen Bergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar og amma, HILDUR GÍSLADÓTTIR hárgreiðslumeistari, áður til heimilis á Fálkagötu 3, lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt föstudagsins 7. október. Útförin verður gerð frá Neskirkju mánudaginn 31. október klukkan 13. Ómar Stefánsson Sara Stef. Hildardóttir Rakel Hildardóttir Dýrleif Gígja Magnadóttir Úlfhildur Melkorka Magnadóttir Sólbjört Vera Steinunn Lilja Draumland Freyja Eilíf Draumland

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.