Morgunblaðið - 29.10.2022, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
✝
Nína Sigríður
Geirsdóttir
fæddist í Reykjavík
30. júní 1960. Hún
lést á líknardeild-
inni 13. október
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Geir Arne-
sen efnaverkfræð-
ingur, f. á Eskifirði
14. maí 1919, d. 16.
maí 1991, og Ása
Valdís Jónasdóttir versl-
unarkona, f. í Reykjavík 26.
febrúar 1927, d. 15. júní 2001.
tvítugt. Hún var miðbæjarkona
en bjó þó á ýmsum stöðum bæði
í Reykjavík og erlendis. Hún
flutti til Jamaíku með sambýlis-
manni sínum Orville J. Pennant
fyrir sjö árum. Seinustu árin bjó
hún í Reykjavík.
Nína var kennari að mennt og
lauk einnig prófi frá Myndlista-
og handíðaskóla Íslands. Hún
starfaði við ýmislegt á ævinni,
vann við garðyrkju hjá Kirkju-
görðum Reykjavíkur, sá um
einkagarða, m.a. fyrir breska,
bandaríska og danska sendiráð-
ið, vann við kennslu og síðast en
ekki síst rak hún verslanirnar
Jónas á milli og Exodus.
Útför Nínu fer fram í kyrrþey
að hennar ósk.
Systkini Nínu
Sigríðar eru: Jón
Karl Friðrik, f.
19.4. 1952, kvæntur
Sigrúnu Hjartar-
dóttur, f. 18.5.
1952; Margrét, f.
15.2. 1954, gift
Gísla Guðmunds-
syni, f. 14.2. 1954;
Jónas Halldór, f.
14.5. 1957, d. 17.5.
2008.
Nína Sigríður ólst upp í
Hvassaleiti frá hálfs árs aldri
þar til hún flutti að heiman um
Minningarnar um Nínu eru
margar. Hún var alltaf í göngu-
túrum, sama hvernig viðraði þá
fór hún út og oft marga tíma á
dag. Hún tók okkur eldri systk-
inin með í göngutúra þegar við
vorum lítil, þá skipti engu hvort
um litla fætur væri að ræða, við
gengum fram og til baka um
Reykjavík. Þetta var æðislegur
tími þar sem Nína kenndi okkur
ýmislegt um lífið og tilveruna.
Sagði okkur sögur, eða lygar
sem við gleyptum við. Nína var
í göngutúrum allt fram á síðasta
dag, hún var með ríkt innra líf
og útiveran veitti henni gleði.
Öll unnum við á einhverjum
tímapunkti með Nínu, annað-
hvort í garðvinnunni eða í búð-
unum hennar Jónas á milli og
Exodus. Við systkinin lærðum
svo sannarlega rétta verklagið í
kringum Nínu, hvort sem um
var að ræða hvernig best væri
að hreinsa moldina þannig að
blómabeðin væru eins og lista-
verk eða hvernig bæri að þrífa
búðina, brjóta saman flíkur og
aðstoða viðskiptavinina. Auk
þess að kenna okkur gott verk-
vit lærðum við einnig mikið af
hennar persónulegu eiginleik-
um. Hún var laus við yfirborðs-
kennd og fór aldrei í mann-
greinarálit. Þannig mátti ekki
sjá greinarmun á því hvernig
hún ræddi við fyrrverandi for-
seta Íslands eða við 12 ára við-
skiptavin í Exodus.
Nína hafði mikinn áhuga á
heilsusamlegum lífsstíl og var
grænmetisæta nánast allt sitt
líf. Lífræna engiferið var í
miklu uppáhaldi eða eldkálið
eins og við kölluðum það. Hún
elskaði að gera góð kaup í
Nettó á heilsudögum og voru
ein síðustu skilaboðin frá Nínu
frænku: „Afsláttardagar byrj-
aðir í Nettó.“
Hún var mjög flink í hönd-
unum og lærði í Myndlista- og
handíðaskólanum. Hún málaði
alls konar myndir sem prýða
heimili okkar í fjölskyldunni,
skapandi og litríkar myndir
sem eiga sérstakan sess í hjört-
um okkar. Prjónaskapurinn var
ákveðin hugleiðsla fyrir hana og
þær mamma eyddu ófáum
stundum í að ræða um hver
væri að prjóna hvað og hvaða
tækni væri best að beita til að
ná hinu fullkomna stroffi.
Nína flutti aftur til Íslands
frá Jamaíku fyrir fjórum árum.
Við áttum mjög góðar stundir
saman á kaffihúsum þar sem
draumar næturinnar voru oftar
en ekki túlkaðir, enda þær
mamma báðar sérlegar áhuga-
konur um draumráðningar.
Nína var djúp manneskja og
andlega þenkjandi, auðvelt var
að tala við hana um allt milli
himins og jarðar. Hún var líka
barnagæla, hafði gaman af því
að hitta litlu krílin í fjölskyld-
unni. Áður en veikindi Nínu
ágerðust sótti hún börn okkar í
leikskóla og pískaði þeim út í
göngutúrum. Það er erfitt að
hugsa til þess að þau fái ekki að
kynnast henni betur og öllu því
skemmtilega og fróðlega sem
hún hafði frá að segja.
Hún var búin að koma sér
mjög vel fyrir í lítilli Nínulegri
íbúð þar sem finna mátti fallega
muni úr Hvassaleitinu, flottu
málverkin hennar og ekkert
nema hollustu í ísskápnum. Allt
var svo snyrtilegt og í anda
Nínu frænku, þarna naut hún
þess að vera.
Við hefðum svo mikið viljað
hafa hana lengur hjá okkur í
þessu lífi, og munum skála í líf-
rænu engiferskoti (eldkáli)
Nínu frænku til heiðurs um
ókomna tíð.
Þorbjörg, Ása Val-
dís, Hjörleifur og
Margrét.
„Kannski er minn tími bara
kominn,“ sagði Nína systir
stuttu áður en hún hægt og
hljótt gekk út í haustið.
Ein fyrsta minning mín um
hana er þegar hún var nýbúin
að læra að lesa. Hún var fimm
ára og bauð fram upplestur á
Doddabók. Þetta hentaði ekki
alltaf, kannski var sá sem átti
að lesa fyrir kominn í yfirhöfn
og á leið úr húsi, en þá vafðist
það ekki fyrir henni að hraðlesa
bókina. Lestraráhuginn átti eft-
ir að fylgja henni alla tíð og í
framhaldi af bókunum um
Dodda las hún þrjá þykka doðr-
anta, Þúsund og eina nótt.
Nína var strax sem barn
sjálfstæð og áræðin. Þegar hún
var átta ára hringdi hún á skrif-
stofu Þjóðviljans og sagðist
vilja bera út blaðið. Sæst var á
að leyfa henni að prófa, því hún
var svo kotroskin eins og mað-
urinn sagði. Þarna upphófust
miklir göngutúrar sem stóðu yf-
ir í ár. Dreifingarsvæðið var
stórt, enda Þjóðviljinn ekki
keyptur á hverju heimili. Blað-
burðinn tók hún grafalvarlega,
var meðvituð um að fara
snemma að sofa til að vera upp-
lögð í býtið, en afleiðing af því
voru kvöldgöngutúrar sem hún
fór sofandi um húsið með kodd-
ann undir hendinni. Fjölskyld-
unni létti stórlega þegar
ákvörðun var tekin um að mál
væri að þessu starfi linnti.
Þessi fyrstu ár var lagður
grunnur að því sem var svo ein-
kennandi fyrir hana seinustu
árin. Göngutúrar og lestur.
Nína flutti heim frá Jamaíku
fyrir fjórum árum og þrátt fyrir
erfið veikindi voru þessi ár
henni líka góður tími. Hún fór í
gegnum líf sitt, ekki síst barn-
æskuna, árin í Hvassaleitinu.
Þar voru vinir í flestum nær-
liggjandi húsum. Allir velkomn-
ir alls staðar hvort sem það var
til að vera með í drekkutíma,
horfa á teiknimyndir í kana-
sjónvarpinu eða skreppa í hita-
kompuna á númer 75 sem var
full af bókum og tímaritum.
„Hvern ert þú að fara að leika
við?“ spurði fjölskyldufaðirinn
þegar hún birtist. „Engan, ég
er að fara í hitakompuna að
lesa,“ var svarið.
Nína var skapandi og átti
ríkt innra líf. Hún var endalaust
dugleg og ósérhlífin og vandaði
alltaf til verka. Samtöl við hana
voru gefandi og full af hlátri.
Henni leiddist ekki ein með
sjálfri sér, hugurinn sístarfandi.
Börnunum mínum var hún
skemmtilegasta frænka í heimi
þegar þau voru lítil, sagði sög-
ur, sannar og lygasögur gjarn-
an innblásnar af lesningu um
arabískar nætur og örlög Sjera-
sade, æfði með þeim dansa sem
hún hafði lært í Kramhúsinu og
að þekkja náttúruna og gefa
henni nafn eins og henni einni
var lagið. Á unglingsaldri réð
hún þau í vinnu og kenndi þeim
að vinna verk sín vel og sam-
viskusamlega. Á fullorðinsaldri
var hún þeim besti vinur. Eng-
inn hugsaði betur um líkama og
sál en Nína. Hún hjólaði til og
frá vinnu með sólarvörn 50 á
andlitinu löngu áður en það
fékk meðmæli Lýðheilsustofn-
unar. Hún vildi stýra sinni ferð
sjálf, ekki bara hjóla-, aksturs-
og göngutúrum heldur einnig
þeirri ferð sem hún fór seinustu
fjögur ár, umvafin þeim vinum
og fjölskyldumeðlimum sem
hún valdi og taldi sig hafa tíma
fyrir.
Blessuð sé minning Nínu
systur minnar og bestu vin-
konu, hennar er sárt saknað.
Margrét.
Nína S. Geirsdóttir
Jæja Helga, þá
ertu flogin upp á
astralplanið og sit-
ur ugglaust á
spjalli við sjálfan
Michael um michaelsfræðin í
djúpu sympósíi um kónga,
presta, þjóna, sögumenn og
alla hina.
Hugur minn víkur til hinna
fögru Grundarþinga og það
glymja í eyrum gömul hlátra-
sköll er við og aðrir meðlimir
Freyvangsleikhússins sátum
við samningu hinna ýmsu ka-
baretta er þar voru sýndir. Þá
var oft glatt á hjalla.
Þínar vöggugjafir og náðar
voru margar í hérvist. Þú gast
ausið úr Mímisbrunni þegar
þér sýndist og hefðir getað
kneyfað miklu meir þar úr ef
vildir. Afbragðspenni er því
var að skipta og leikkona af
drottins náð.
Þér féll vel að leika djarfar
dándi- og hispursmeyjar, til-
þrifin til dæmis ógleymanleg
sem frjósemis- og ástargyðjan
Freyja með allar sínar ára-
móta- og skógræktarræður.
Dætur mínar senda kveðjur
og þakkir. Þær segja þig
næman og góðan kennara er
Helga Ágústsdóttir
✝
Helga Ágústs-
dóttir fæddist
5. maí 1947. Hún
lést 29. september
2022. Útför fór
fram 27. október
2022.
lagði sig í líma við
að sinna sínum
nemendum. Þú
varst og yfirleitt
hrókur fagnaðar
hvort sem var í
leikhúsi eða á
kennarastofu. Ég
gleymi því ekki er
við kennarar sát-
um í kamersi nær
ótal gesti bar að
garði. Þetta var á
umbrotatímum í kennslufræð-
um. Hvurjir eru þetta? hvísl-
aði ég. Þetta eru sérfræðingar
að sunnan með teoríurnar í
töskunum, var svarið.
Hafðu ævinlega þökk og
góðar kveðjur í efri hæðir.
Hjartans Diljá og Baldur.
Innilegar samúðarkveðjur.
Hannes Blandon í
Upphæðum.
„Hvað ætlarðu svo að skrifa
um mig, litla mín?“ Ég hef það
á tilfinningunni að vinkona
mín kíki yfir öxlina á mér þar
sem ég sit við tölvuna mína í
litla húsinu við ána hér í Salz-
burgarhreppi og reyni að
koma hugsunum mínum og til-
finningum í orð. Gott ef hún
brosir ekki útí annað. Ég yppi
öxlum vandræðaleg og hún
segir: „Mundu bara elskan,
það er aldrei svo lítið að það
hressi ekki.“ Elsku Helga.
Hvernig er hægt að segja frá
vináttu sem markaði svo djúp
spor í tilveruna að lífið verður
ekki samt á eftir? Hvernig á
að lýsa konu sem var öðruvísi
en allir? Ég man ekki lengur
hvernig hún varð á vegi mín-
um, þessi fallega og glæsilega
kona sem hafði komið norður
yfir heiðar til að kenna. Bráð-
gáfuð og hæfileikarík, einstak-
lega skemmtileg og orðheppin
og auðvitað stórkostlega flók-
in. Hún var Stórveldi eins og
dóttir hennar sagði í minning-
argrein. Það gerði hana svo
heillandi og á stundum hefur
það eflaust fælt fólk frá henni.
Það er ekki alltaf einfalt að
vita hvernig koma á fram við
manneskju sem er allt annað
en hvunndagskona. Hún var
hlý og góð og ég man ekki eft-
ir því að hún hafi nokkru sinni
talað illa um fólk. Ég var ung
fjögurra barna móðir á þess-
um árum og hafði glímt við
djúpa kvíðaröskun frá ung-
lingsárum. Lífið var fallegt og
gott en á köflum svo hræði-
lega sárt. Mér fannst ég lítið
geta og kunna og stöðugt vera
að bregðast sjálfri mér og öðr-
um. Að vera elskuð án skil-
yrða var dýrmæt reynsla sem
ég þakka vinkonu minni. Hún
dæmdi ekki samferðakonur og
-menn. Til þess var hún of
djúpvitur og meðvituð um
hvað mennskunni fylgja óhjá-
kvæmilega miklar hræringar á
sálu og lífi. Hún var örlát,
hjartað risastórt, en að sama
skapi var hún ekki alltaf nægi-
lega góð við sjálfa sig; það er
nokkuð sem varð mér fyrst
ljóst á síðustu árum. Henni
var úthlutað ríkulegum
skammti af þjáningu í tilver-
unni. Eins og svo margir
glímdi hún um tíma við áfeng-
issjúkdóm og svo átti hún í
áratugalangri baráttu við and-
styggilegan sjálfsónæmissjúk-
dóm.
Um mannkosti og skarp-
greind Helgu Ágústsdóttur
væri hægt að hafa fjölmörg
orð. Um bækurnar sem hún
skrifaði eða þýddi eða störf
hennar í útvarpi, leikhúsi og
kórum. Leiðir okkar lágu að-
eins saman í stuttan tíma með-
an við báðar bjuggum í ná-
grenni Akureyrar. Eftir að ég
flutti frá Íslandi fyrir rúmum
20 árum varð sambandið stop-
ulla. Ég heimsótti hana á nýj-
um stöðum austur í sveitum og
í Reykjavík. Stundum fékk ég
að búa í íbúðinni hennar þegar
hún var að heimsækja Diljá
sína og ömmubörnin fallegu.
Elsku Diljá sem annaðist
mömmu sína í langvarandi
veikindum og erfiðleikum og
hefur nú misst móður og bróð-
ur á skömmum tíma. Hugur
minn er hjá þér. Mikið sem ég
hefði viljað geta fylgt Helgu
minni síðustu sporin. Ég kveð
hana með söknuði og sendi ást
og hlýju og einlægar samúðar-
kveðjur öllum þeim sem elsk-
uðu hana. Ég fleyti kerti á
ánni í fjarlægu landi meðan
hugsanir mínar leita yfir fjöll-
in sjö og dalina sjö og hafið
stóra, alla leið í norðrið þar
sem hún verður lögð til hinstu
hvílu. Guð blessi minningarnar
og sefi sorgina.
Rósa Kristín
Baldursdóttir.
Kæru vinir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð vegna fráfalls elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
JÓHANNESAR B. HELGASONAR,
Lundi 3, Kópavogi,
áður Hamri, Þverárhlíð.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahússins á Akranesi,
smitsjúkdóma- og hjartadeild Landspítala og heimahjúkrun í
Kópavogi fyrir einstaka umönnun í veikindum hans.
Anna J. Hallgrímsdóttir
Hrefna Björk, Harpa Dís, Anna Sara
Hallgrímur, Ásdís Elva, Ísabella Ýrr, Kormákur Logi
Líney, Hafþór, Anna Karólína
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
AUÐAR ÁSDÍSAR SÆMUNDSDÓTTUR,
Höfðagrund 7, Akranesi.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Höfða fyrir hlýja og góða umönnun.
Einar Þórarinsson
Helgi Þórarinsson Guðmunda M. Svavarsdóttir
Þórarinn Þórarinsson Birgitta Guðnadóttir
Reynir Þórarinsson Jóna B.H. Jónsdóttir
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
VALGARÐUR JÓHANN SIGURÐSSON
prentari,
lést á heimili sínu föstudaginn
30. september.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Íris Valgarðsdóttir Dan Lindholm
Sigurður E. Valgarðsson Guðrún Ösp Sævarsdóttir
Sólveig Stefánsdóttir Ægir Þorláksson
afa- og langafabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og systir,
SIGRÍÐUR FINNBJÖRNSDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
lést síðastliðinn sunnudag
á Landspítalanum.
Útför fer fram föstudaginn 4. nóvember
klukkan 15:00 frá Vídalínskirkju í Garðabæ.
Halldór G. Hilmarsson
Björn Másson Sandra Liliana Magnúsdóttir
Kristján Másson Ásbjörg Ólöf Sigurðardóttir
Theodór Halldórsson Erna Leifsdóttir
systkini og barnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar