Morgunblaðið - 29.10.2022, Side 35

Morgunblaðið - 29.10.2022, Side 35
DÆGRADVÖL 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 LC02 Leður Verð frá 339.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. HÆGINDASTÓLL Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is upp í hugann að ég hafi verið hepp- inn að lamast sem barn. Hefði það ekki gerst hefði lífshlaupið orðið annað.“ Fjölskylda Eiginkona Guðjóns er Guðný Jóna Ólafsdóttir, f. 3.2. 1957, tækni- teiknari og sjúkraliði, starfar sem verkefnastjóri skjalamála hjá Akra- neskaupstað. Foreldrar Guðnýjar voru hjónin Ólafur Jón Þórðarson, skrifstofustjóri, f. 24.9. 1930, d. 8.4. 2004, og Þórey Jónsdóttir, fótaað- gerðafræðingur, f. 5.5. 1936, d. 9.9. 2011. Börn Guðnýjar og Guðjóns eru: 1) Eyþór Ólafur, f. 24.7. 1978, fram- kvæmdastjóri á Akranesi, kvæntur Rúnu Björgu Sigurðardóttur viðskiptafræðingi. Þau eiga synina Bjart Ólaf, f. 2006 og Erik Fannar, f. 2015; 2) Kristjana, f. 18.9. 1982, hönnunarstjóri í Reykjavík, hennar maður er Sigmar Stefánsson, hug- búnaðarverkfræðingur. Þeirra börn eru Magnea Guðný, f. 2015 og Ísak Kári, f. 2017; 3) Erla Þóra, f. 23.9. 1984, svæfingahjúkrunarfræðingur í Svíþjóð, gift dr. Valentínusi Þór Valdimarssyni, skurðlækni. Þeirra synir eru Guðjón Ari f. 2012 og Ármann Óli, f. 2015. Systkini Guðjóns eru Þorvaldur, f. 24.6. 1939, fv. skipstjóri á Akraborg og yfirhafnsögumaður Faxaflóa- hafna, og Guðný, f. 1.12. 1947, fv. starfsmaður í apóteki. Foreldrar Guðjóns voru hjónin Guðmundur Engilbert Guðjónsson, skipstjóri, f. 1.8. 1905, d. 10.11. 1990, og Kristjana Guðrún Þorvalds- dóttir, húsmóðir, f. 23.10. 1911, d. 3.7. 1990. Guðjón Guðmundsson Helga Ólafsdóttir húsfreyja á Hurðarbaki og Belgsstöðum, f. á Kambshóli í Svínadal Sigurður Sigurðsson bóndi á Hurðarbaki í Svínadal og Belgsstöðum í Innri-Akraneshr., f. á Heynesi í Innri-Akraneshr. Gróa Sigurðardóttir húsfreyja á Akranesi Guðjón Þórðarson bóndi og sjómaður á Akranesi Guðmundur Engilbert Guðjónsson skipstjóri á Akranesi, síðar hafnar- og vitavörður Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Vestri-Reyni, f. í Hestþingum, Borg. Þórður Björnsson bóndi á Vestri-Reyni í Innri- Akraneshr., f. á Vestri-Reyni Agnes Filippusdóttir húsfreyja á Eyrarbakka, frá Brekkum í Fljótshlíð Jóhann Magnússon sjómaður á Eyrarbakka, f. á Eyrarbakka Guðný Jóhannsdóttir húsfreyja á Eyrarbakka Þorvaldur Björnsson sjómaður og verkamaður á Eyrarbakka Solveig Guðmundsdóttir vinnukona víða í Flóa, f. í Krókstúni í Hraungerðishr. Björn Björnsson bóndi á Bollastöðum í Hraungerðis- hreppi í Flóa, f. á Læk í Hraungerðishr. Ætt Guðjóns Guðmundssonar Kristjana Guðrún Þorvaldsdóttir húsfreyja á Akranesi Vísnahorn Mörg og margvísleg eru brotin Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Nú finna skal á fljóti vað. Finna á dúk svo megum það. Hluti víst á hespu er. Höfuðsynd, sem varast ber. Guðrún B. á þessa lausn: Á broti vaða, segir sagan, og svo leggst brot á dúk að miðju. Með brot úr hespu heklum kragann, en höfum lögbrot síst að iðju. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Á broti ár er vísast vað. Á vaðmálsdúk má brotið sjá. Brot er skreppa, skilst mér að. Skúrkar brjóta sumum á. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Þarna brot á ánni er. Einatt brot á dúk má sjá. Brot af hespu höfum vér. Helgibrot ei fremja má. Þá er limra: Séra Fúsi á Felli á freistinga hálu svelli oft syndugur féll og sínum þann skell kenndi um brotlegum belli. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Sólin ljómar austri í, engin sjást á himni ský, læt ég flakka lítið stef, og létta gátu samið hef: Berangur hér blasir við. Broddfjöður í skeifu er. Vargur sá ei gefur grið. Göldróttur um loftið fer. Kúala Lumpur-limra eftir Sturlu Friðriksson: Aumur er orðinn minn gumpur, á andliti ferlegar krumpur, eftir að fljúga sem farangurshrúga í flugvél til Kuala Lumpur. Heiðrekur Guðmundsson frá Sandi orti um kunningja sinn, er hafði þann sið, ef hann fékk sér glas af víni, að velja Silver Fox: Margan hefur seggur sá silfurrefinn unnið. Voru skrefin varla smá væri á þefinn runnið. Kristján frá Djúpalæk kvað: Himinn blánar öðrum yfir, alltaf gránar minn. Heiðrekur botnaði: Annan smánar allt sem lifir, eltir lánið hinn. HeimirPálsson frá Laugumkvað: Vandi er um væna byggð að velja orð á tungu. En það var aldrei þingeysk dyggð að þegja, ef aðrir sungu. „Æ,Æ! ÉG LAS EKKI LEIÐBEININGARNAR. ÞETTA ER NÓG Í 24 STYKKI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að hafa svo margt til að hlakka til saman. ÞÚ HELDUR AÐ ÞÚ SÉRT BETRI EN ALLIR AÐRIR ÉG GET EKKI AÐ ÞVÍ GERT… ÉG ER ÉG HVENÆR HREYFÐIRÐU SÍÐAST LEGG EÐA LIÐ? ÞÚ FYLGIST GREINILEGA EKKI MEÐ! AÐ DEPLA AUGUNUM TELST EKKI MEÐ! SEGIR HVER? NÝR „SÆTIN HALLAST LÍKA TIL HLIÐANNA SVO ÞÚ EIGIR AUÐVELDARA MEÐ AÐ SJÁ HVERS VEGNA Í ANDSKOTANUM UMFERÐIN GENGUR SVONA HÆGT.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.