Morgunblaðið - 29.10.2022, Side 36
36 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
Undankeppni EM U17 karla
Riðill í Norður-Makedóníu:
Ísland – Lúxemborg ................................ 3:1
Daníel Tristan Guðjohnsen 47., Þorri Stef-
án Þorbjörnsson 70., 74.
Frakkland – N-Makedónía...................... 4:0
Staðan:
Frakkland 2 2 0 0 8:0 6
Ísland 2 2 0 0 6:1 6
Lúxemborg 2 0 0 2 1:7 0
N-Makedónía 2 0 0 2 0:7 0
_ Frakkland og Ísland eru komin áfram.
Svíþjóð
Linköping – Kristianstad ....................... 4:1
- Amanda Andradóttir lék fyrstu 68 mín-
úturnar fyrir Kristianstad og Emelía Ósk-
arsdóttir kom inn á í hennar stað. Elísabet
Gunnarsdóttir þjálfar liðið.
Staða efstu liða:
Rosengård 24 19 3 2 68:24 60
Linköping 25 18 2 5 61:26 56
Häcken 24 16 5 3 55:20 53
Kristianstad 25 15 4 6 53:27 49
Hammarby 24 14 2 8 41:28 44
Holland
Fortuna Sittard – Heerenveen .............. 5:1
- Hildur Antonsdóttir kom inn á sem vara-
maður á 64. mínútu hjá Sittard.
B-deild:
Venlo – Jong AZ ...................................... 1:2
- Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á
sem varamaður á 76. mínútu hjá Venlo.
Belgía
B-deild:
Lommel – Virton...................................... 3:1
- Kolbeinn Þórðarson kom inn á sem vara-
maður á 84. mínútu hjá Lommel.
Danmörk
Nordsjælland – Horsens ......................... 2:0
- Aron Sigurðarson lék fyrstu 69 mínút-
urnar fyrir Horsens.
4.$--3795.$
Frakkland
Créteil – Aix ......................................... 27:32
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 6
mörk fyrir Aix.
Istres – Ivry.......................................... 30:20
- Darri Aronsson lék ekki með Ivry vegna
meiðsla.
Þýskaland
B-deild:
Balingen – Essen ................................. 30:29
- Oddur Gretarsson skoraði 7 mörk fyrir
Balingen og Daníel Þór Ingason 2.
N-Lübbecke – Empor Rostock........... 28:24
- Hvorki Hafþór Már Vignisson né Sveinn
Andri Sveinsson komust á blað hjá Empor
Rostock.
Danmörk
Skanderborg – Skjern ........................ 28:30
- Sveinn Jóhannsson skoraði 2 mörk fyrir
Skjern.
%$.62)0-#
Subway-deild karla
Þór Þ. – KR .............................. 118:121 (frl.)
Haukar – Valur..................................... 77:87
Staðan:
Valur 4 3 1 330:318 6
Breiðablik 4 3 1 434:414 6
Njarðvík 4 3 1 347:304 6
Haukar 4 3 1 373:346 6
Keflavík 4 3 1 352:350 6
Grindavík 4 2 2 326:326 4
Höttur 4 2 2 342:347 4
Stjarnan 4 2 2 329:336 4
Tindastóll 4 1 3 302:316 2
KR 4 1 3 420:450 2
ÍR 4 1 3 312:338 2
Þór Þ. 4 0 4 391:413 0
1. deild karla
Skallagrímur – Hamar....................... 88:101
Ármann – Sindri ................................. 80:104
Fjölnir – ÍA ........................................... 85:88
Hrunamenn – Álftanes ........................ 78:87
Selfoss – Þór Ak.................................. 114:68
Staðan:
Álftanes 6 6 0 545:509 12
Sindri 6 5 1 538:460 10
Selfoss 6 4 2 592:477 8
Hamar 6 4 2 572:528 8
Ármann 6 3 3 544:544 6
Skallagrímur 6 3 3 557:522 6
ÍA 6 3 3 486:538 6
Hrunamenn 6 2 4 554:597 4
Fjölnir 6 0 6 512:578 0
Þór Ak. 6 0 6 430:577 0
Belgía/Holland
Aris Leeuwarden – Amsterdam...... 110:94
- Kristinn Pálsson skoraði 16 stig, tók 5
fráköst og gaf 5 stoðsendingar á 32 mín-
útum hjá Leeuwarden.
Danmörk
Herlev – Falcon ................................... 72:77
- Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 23 stig,
tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á 30
mínútum hjá Falcon en Ástrós Lena Ægis-
dóttir var ekki í leikmannahópnum.
4"5'*2)0-#
EVRÓPUBIKAR
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
KA vann frækinn 30:29-sigur á aust-
urríska liðinu Aon Fivers í fyrri leik
liðanna í 2. umferð Evrópubikarsins
í handknattleik karla í Vín í gær.
Akureyrarliðið vann þar með sigur í
sínum fyrsta Evrópuleik í 17 ár.
Fivers var með yfirhöndina í fyrri
hálfleik og leiddi með þremur mörk-
um að honum loknum, 15:12. Í síðari
hálfleik sneri KA hins vegar taflinu
við og tryggði sér eins marks sigur.
Einar Rafn Eiðsson skoraði níu
mörk fyrir KA og Dagur Gautason
átta. Bruno Bernat kom þá öflugur
inn af varamannabekknum í mark
KA og varði átta af þeim 13 skotum
sem hann fékk á sig, sem er 61,5
prósent markvarsla.
Síðari leikur liðanna, skráður
heimaleikur KA, fer einnig fram í
Vín og það strax í dag.
Mikill karakter í drengjunum
„Leikurinn byrjaði þannig að það
var gríðarlega lítið skorað. Báðar
varnirnar voru gríðarlega þéttar og
við lentum í smá brasi með að finna
færin til að byrja með, og það var í
rauninni eins hjá þeim. Mér fannst
þetta svolítil skák þar sem menn
voru að þreifa hver á öðrum.
Svo þróast leikurinn þannig að
þeir voru komnir með ákveðið for-
skot og þá reyndi bara á hópinn okk-
ar því við vorum næstum því búnir
að missa leikinn frá okkur. Við vor-
um fimm mörkum undir á kafla í
fyrri hálfleik en svo fannst mér við
bara ná vopnum okkar. Það var mik-
ið tempó í leiknum og bæði lið voru
að beita hraðaupphlaupum og seinni
bylgju hlaupum.
Við fórum inn í hálfleikinn þremur
mörkum undir, þannig lagað sáttir
við að munurinn hafi ekki verið
meiri. Svo byrjuðum við seinni hálf-
leikinn frábærlega og komum okkur
inn í leikinn. Svo koma þeir aftur
með áhlaup.
Undir lokin tókum við skot þegar
það var lítið eftir og klikkuðum en
náðum svo að standa af okkur síð-
ustu sókn þeirra. Eftir á að hyggja
var ég svekktur að vinna ekki með
tveimur mörkum af því að þetta var
fyrri leikur. En það var margt gott
og mikill karakter í drengjunum
mínum,“ sagði Jónatan Magnússon,
þjálfari KA, í samtali við Morgun-
blaðið, er hann fór yfir leikinn.
Átti að vera auðvelt fyrir þá
Jónatan sagðist telja að Fivers
hafi vanmetið KA.
„Í öllu umtali fyrir leikinn átti
þetta bara að vera auðvelt fyrir þá.
Ég held að við höfum aðeins sjokk-
erað þá, ég held að þeir hafi ekki al-
veg átt von á því að við myndum
svara eins og við gerðum.
Þeir eru topp þrjú lið í Austurríki
og hafa verið það undanfarið. En
núna eftir þennan fyrri leik er það
þannig að við erum í bullandi séns á
að koma okkur áfram en við þurfum
að spila betur. Við þurfum að laga
það sem var ekki gott.
Það er stuttur tími á milli leikja,
þetta er innan við sólarhringur og
þetta mun snúast um það hvernig
liðin munu koma til baka varðandi
endurheimt og fleira. Þetta er
skemmtilegt verkefni sem bíður
okkar á morgun [í dag],“ sagði hann
að lokum í samtali við Morgunblaðið.
KA vann fyrri leikinn í Vín
- Frábær viðsnúningur í síðari hálfleik - Heimaleikur KA fer fram ytra í dag
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
8 Bruno Bernat kom öflugur inn í markið hjá KA og varði átta skot af 13.
Balingen er áfram með fullt hús
stiga í þýsku B-deildinni í hand-
knattleik karla eftir að liðið vann
nauman 30:29-sigur á Essen í gær.
Oddur Gretarsson skoraði sjö mörk
fyrir Balingen, þar af fimm úr víta-
köstum, og Daníel Þór Ingason
skoraði tvö mörk auk þess að gefa
þrjár stoðsendingar. Daníel Þór
fékk rautt spjald, fyrir þrjár
tveggja mínútna brottvísanir, þeg-
ar um sex og hálf mínúta lifðu leiks.
Balingen hefur nú unnið alla átta
leiki sína í deildinni til þessa og er
með 16 stig á toppnum.
Með fullt hús
stiga í Þýskalandi
Ljósmynd/Balingen
Þýskaland Oddur Gretarsson er
lykilmaður hjá toppliði Balingen.
Kristján Örn Kristjánsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, var
markahæstur í sterkum 32:27-
útisigri Aix á Créteil í frönsku 1.
deildinni í gærkvöldi.
Kristján Örn skoraði sex mörk og
gaf eina stoðsendingu að auki.
Thiago Alves hjá Créteil skoraði
sömuleiðis sex mörk í leiknum.
Aix er eftir sigurinn í 4. sæti
deildarinnar með 10 stig eftir sjö
leiki, tveimur stigum á eftir toppliði
Nantes, sem landsliðsmarkvörð-
urinn Viktor Gísli Hallgrímsson
leikur með.
Markahæstur
í góðum sigri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aix Kristján Örn Kristjánsson hefur
leikið afar vel fyrir Aix á tímabilinu.
KÖRFUBOLTINN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Íslandsmeistarar Vals lentu ekki í
teljandi vandræðum með nýliða
Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal í
Hafnarfirði í 4. umferð úrvalsdeildar
karla í körfuknattleik, Subway-
deildarinnar, í gærkvöld. Valur hafði
87:77-sigur og þar með leit fyrsta
deildartap Hauka á tímabilinu ljós.
Valur var með stjórnina hartnær
allan leikinn og þrátt fyrir áhlaup
Hauka, sérstaklega undir lok leiks,
náðu heimamenn mest að minnka
muninn niður í sjö stig.
Valur fór á toppinn með sigrinum
en fimm efstu liðin eru jöfn með 6 stig,
þeirra á meðal Haukar í fjórða sæti.
Stigahæstur í liði Vals var uppaldi
Haukamaðurinn Kári Jónsson með 28
stig. Tók hann einnig níu fráköst og
gaf sjö stoðsendingar.
Stigahæstur hjá Haukum var
Litháinn Norbertas Giga með 26 stig
og tók hann auk þess tíu fráköst.
Framlengt í botnslagnum
KR vann sinn fyrsta deildarsigur á
tímabilinu þegar liðið sótti Þór heim
til Þorlákshafnar. Lauk leiknum með
121:118-sigri Vesturbæjarliðsins eftir
stórskemmtilegan, framlengdan leik.
Fyrir leikinn voru bæði lið án stiga og
því um sannkallaðan botnslag að
ræða.
KR hóf leikinn af gífurlegum krafti
og leiddi með 17 stigum, 39:22, að
loknum fyrsta leikhluta. Heimamenn í
Þór gáfust hins vegar ekki upp og lög-
uðu stöðuna hægt en örugglega. Þeg-
ar skammt var eftir færðist Þór æ
nær og jafnaði svo metin í 106:106 á
lokasekúndunni. Því þurfti að fram-
lengja og reyndist KR hlutskarpara í
framlengingunni.
Með sigrinum fór KR upp úr fall-
sæti, í 10. sæti, en Þór situr áfram
sem fastast á botninum án stiga og er
raunar eina liðið sem hefur ekki unnið
deildarleik á tímabilinu.
Dagur Kár Jónsson fór á kostum í
liði KR og skoraði 35 stig. Jordan
Semple átti sömuleiðis stórleik og
skoraði 29 stig auk þess að taka sjö
fráköst fyrir KR-inga.
Stigahæstur hjá Þór var Pablo
Hernández með 29 stig og tók hann
níu fráköst að auki. Styrmir Snær
Þrastarson átti þá stórleik er hann
skoraði 26 stig, tók tíu fráköst og gaf
átta stoðsendingar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öflugur Kári Jónsson fór illa með gömlu félaga sína í Haukum þegar Valur
varð fyrsta liðið til að vinna nýliðana úr Hafnarfirði í gærkvöldi.
Fyrsta tap nýliða Hauka
- Íslandsmeistararnir á toppinn
- Fyrsti sigur KR kom í botnslagnum