Morgunblaðið - 29.10.2022, Side 44
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Vinsældir ameríska fótboltans hafa
aukist jafnt og þétt hérlendis og
stöðugt fleiri æfa og keppa í íþrótt-
inni. „Ungmennastarf okkar er í
stöðugri uppbyggingu og fimmta
starfsárið er nýhafið,“ segir Úlfar
Jónsson, þjálfari hjá Einherjum í
Reykjavík, en félagið er jafnframt
með ungmennalið í Grindavík.
Undanfarin fjögur ár hafa
Einherjar verið með afmörkuð æf-
ingatímabil fyrir unglingahópana
U18 (14-18 ára) og U15 (10-15 ára)
og spilað einn til tvo leiki á hverju
tímabili en nú er tímabilið frá sept-
ember til apríl í fyrsta sinn. Úlfar
segir framfaraskrefið lið í því að
bjóða upp á sambærilega ástundun
og í öðrum greinum. „Við erum
líka að vinna í því að ganga inn í
Íþrótta- og ólympíusamband Ís-
lands og þá skiptir þetta máli.“
Samfara lengri æfingatíma og
fleiri leikjum hafa talsmenn Ein-
herja heimsótt skóla og kynnt
íþróttina. „Við erum með samtals
um 60 félaga á æfingum en heim-
sóknir í skólana hafa kveikt í
mörgum og því sjáum við reglulega
ný andlit,“ segir Úlfar og leggur
áherslu á að allir séu velkomnir.
Í U18 æfa og keppa menn í
klæðnaði eins og þekkist á meðal
fullorðinna í ameríska fótbolt-
anum. Í U15 er lögð áhersla á
grunnæfingar, eins og að kasta og
grípa bolta, hlaupa samkvæmt
ákveðnu skipulagi og svo fram-
vegis. Tæklingar eru ekki leyfðar
en þess í stað togað í spotta á sér-
stöku belti, sem leikmenn hafa um
sig miðja.
Mót í Kaplakrika á morgun
Tvö lið eru í U18 ára hópnum,
Fenrir í Reykjavík og Berserkir í
Grindavík. Fenrismenn æfa tvisvar
í viku, á miðvikudögum og sunnu-
dögum í Skessunni í Kaplakrika í
Hafnarfirði, en Berserkir eru með
eina tvöfalt lengri æfingu á sunnu-
dögum í Grindavík. U15 ára hóp-
urinn æfir á gamla Fram-vellinum
við Safamýri á fimmtudögum og í
Kaplakrika á sunnudögum, en þrjú
lið eru í Reykjavík og jafnmörg í
Grindavík. Þau keppa aðra hverja
helgi og verður næsta mót í Kapla-
krika á morgun, 30. október.
Úlfar var í menntaskóla í
Brussel og kynntist þar íþróttinni.
Hann bendir á að þegar hann hafi
flutt aftur heim og byrjað að æfa
hjá Einherjum 2016 hafi ekkert
unglingastarf verið í boði. „Skipu-
lagið hefur batnað stöðugt síðan og
áhuginn aukist samfara því,“ segir
hann og bætir við að beinar sýn-
ingar frá bandarísku NFL-
deildinni á Stöð 2 hafi haft mikið
að segja.
Fyrsti leikur tímabilsins var í
Kaplakrika sl. sunnudag og þá
vann Fenrir Berserki 16:8 en sjá
má klippur úr leiknum á netinu
(https://watch/gnzhDAcbUd/). Lið-
in mætast aftur í Grindavík sunnu-
daginn 6. nóvember en alls verða
fimm leikir í haust. Liðin keppa ár-
lega um Sjóvár-bikarinn og er leik-
urinn ætíð í lok tímabilsins í apríl.
Öflugt unglingastarf
- Ameríski fótboltinn nýtur stöðugt meiri vinsælda
- Einherjar í Reykjavík vilja ganga í Íþróttasambandið
Leikur Reglulegar æfingar og leikir fyrir leikmenn yngri en 15 ára og yngri en 18 ára hjá Einherjum í vetur.
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 302. DAGUR ÁRSINS 2022
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.330 kr.
Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
ÍÞRÓTTIR MENNING
Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum hefst í Liver-
pool á Englandi í dag og sendir Ísland fjóra keppendur
til leiks. Í kvennaflokki verða Hildur Maja Guðmunds-
dóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir fulltrúar Íslands og í
karlaflokki verða þeir Jónas Ingi Þórisson og Valgarð
Reinhardsson fulltrúar lands og þjóðar.
Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari segir það
mikið afrek að ná svo mörgum keppendum inn á mótið
þar sem úrtökuferlið sé mun strangara í ár. »37
Stórt afrek að ná inn
fjórum keppendum á HM
Tríó Sírajón kemur fram á Hallgrímsdögum í Hallgríms-
kirkju í Saurbæ í Hvalfirði en tilefnið er ártíð sálma-
skáldsins Hallgríms Péturssonar. Tríóið leikur í kirkj-
unni í dag kl. 16 en það skipa Laufey Sigurðardóttir
fiðluleikari, Einar Jóhannesson klarínettuleikari og
Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari. Munu þau
leika Tríó eftir Katchaturian, Minningar eftir Atla Heimi
Sveinsson og nýtt verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson
sem hann kallar Ómbrot úr leikhúsinu. Verkið er svíta,
samin upp úr sviðstónlist sem tónskáldið hefur skrifað.
Tríóið er nýkomið heim frá Calgary í Kanada þar sem
það hélt tónleika á vegum Mountain View International
Festival. Var húsfyllir á tvennum tónleikum tríósins.
Tríó Sírajón á Hallgrímsdögum