Morgunblaðið - 01.11.2022, Síða 10

Morgunblaðið - 01.11.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú hillir undir að byggingar- framkvæmdir hefjist á lóðinni Frakkastíg 1. Lóðin er beint fyrir neðan Franska spítalann svo- nefnda, sem er friðað hús, byggt árið 1902 sem spítali fyrir franska sjómenn. Umrædd lóð, á horni Frakkastígs og Skúlagötu, komst í fréttirnar fyrir nokkrum misserum þegar íbú- ar í nágrenninu og Íbúasamtök miðborgarinnar mótmæltu því að háhýsi yrði reist þar. Borgaryfir- völd tóku mótmælin ekki til greina að öðru leyti en því að húsið var lækkað úr átta hæðum í sjö og verða efstu hæðirnar inndregnar. Fyrr á þessu ári óskuðu Leigu- íbúðir ehf. eftir leyfi til að flytja fjögur eldri hús á lóðina. Því var hafnað af Reykjavíkurborg með þeim rökum að lóðin væri hluti af Græna planinu og væri í úthlut- unarferli. Á fundi borgarráðs í síðustu viku var samþykkt úthlutun lóðar og sala byggingarréttar fyrir íbúðar- húsnæði við Frakkastíg 1 til IÐU ehf. Félagið var sigurvegari sam- keppninnar um „grænt húsnæði framtíðarinnar“ á lóðinni. Úthlutun lóðarinnar er háð því skilyrði að við byggingu húsnæðis þar verði unnið í samræmi við þá tillögu sem teym- ið sendi inn í samkeppnina, en að teyminu standa IÐA, arkitekta- stofan Lendager og SAP arkitekt- ar. Hugmyndafræðin á bak við um- sóknina er kölluð IÐA fjölkynslóða- byggð. Í teyminu eru átta einstaklingar. Teymisstjóri er Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfis- ráðherra. Framkvæmdastjórn mun annast Helgi Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri GG Verks og meðeigandi í IÐU ehf . Úthlutun lóðarinnar var sam- þykkt með fjórum atkvæðum borg- arráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgar- ráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands sat hjá við afgreiðslu máls- ins. Málið fer nú til endanlegrar af- greiðslu borgarstjórnar. IÐA greiðir 165,5 milljónir Um er að ræða 741 fermetra lóð þar sem hámarksbyggingarmagn er samtals 1.557 m2 ofanjarðar og 675 m2 neðanjarðar. Heildar- greiðsla fyrir byggingarrétt lóð- arinnar, að meðtöldum gatnagerð- argjöldum, er 165,5 milljónir króna. „Okkar sýn er að vinna verkefnið þannig að það verði „lighthouse project“ eða einskonar fyrirmynd fyrir raunverulega sjálfbært og um- hverfisvænt verkefni í mannvirkja- gerð og skipulagi á Íslandi. Þá leggjum við áherslu á að hanna húsið þannig að það bjóði allskonar fólk velkomið, af mismunandi aldri og færni og að það bjóði upp á sam- neyti og tengi mismunandi hópa saman,“ segir meðal annars í lýs- ingu á áformum teymis IÐU. Íbúðirnar á Frakkastíg 1 verða samkvæmt deiluskipulagi 20 talsins og auk þess er gert ráð fyrir at- vinnuhúsnæði á jarðhæð. Er þá horft til kaffihúss, þar sem fólk geti m.a. unnið fjarvinnu. IÐA áformar að byggja 60-90 fermetra íbúðir til sölu á reitnum, en öll þróun og hönnun á íbúðunum gengur út á að þangað vilji fjöl- breyttir hópar fólks sækja í að búa við iðandi mannlíf og grænan lífs- stíl. Gert er ráð fyrir að íbúar og húsfélag geti, ef það svo kýs, notast við tæknilausnir IÐU til að leiða fram deilihagkerfi, efla grænan lífs- stíl, auðvelda samgang og sinna viðhaldi og lögbundnum skyldum er varða hússtjórn. Breyta þarf um kúrs „Stefna IÐU er að byggja hús sem draga úr þeim gríðarlega ágangi á auðlindir jarðar og þeirri kolefnislosun sem fellur til vegna byggingariðnaðarins. Enda sýna rannsóknir að iðnaðurinn þarf að breyta um kúrs og að óbreyttar að- ferðir geta ekki gengið til lengdar,“ segir m.a í umsókn Iðu um lóðina. Jafnframt sé það sýn IÐU að hús eigi að hafa mun víðtækari tilgang en einungis þann að vera þak yfir höfuðið. Morgunblaðið/sisi Lóð úthlutað Lóðin sem um ræðir er á horni Frakkastigs og Skúlagötu. Fjær má sjá Franska spítalann, sem er friðað hús, byggt árið 1902. Tölvumynd/Lendager/SAP arkitektar Frakkastígur Svona sjá arkitektarnir fyrir sér útlit nýbyggingarinnar. Horft er niður Frakkastíg í átt til Esjunnar. „Grænt“ hús rís við Frakkastíg - Reykjavíkurborg úthlutar umdeildri lóð til IÐU ehf. - Þar á að rísa svokölluð fjölkynslóðabyggð Velferðarsjóður barna hefur ákveðið að verja þremur milljónum til að styrkja barnastarfið hjá samtökunum „Flotta fólk“ sem aðstoða úkraínskar fjölskyldur á flótta. Það er fyrsta framlagið í landssöfnun samtakanna sem verður formlega hleypt af stokk- unum í dag, 1. nóvember. Áætlað er að safna 20 milljónum til að tryggja starfsemina næsta árið. Samtökin reka athvarf barna og foreldra frá Úkraínu í Áskirkju, út- hlutunarmiðstöð í Neskirkju og Sam- félagshús úkraínskra flóttamanna á Aflagranda 40. Samtökin sinna auk þess sálgæslu og læknisþjónustu og hafa skipulagt fjölda viðburða fyrir úkraínskar fjölskyldur sem hingað hafa leitað. Þetta er í annað sinn sem Velferðarsjóðurinn leggur þessu starfi lið en í mars sl. fengu samtökin 5 milljónir úr sjóðnum til að standa að aðstoð við börn og barnafjölskyldur. Það framlag var í minningu Valgerð- ar Ólafsdóttur, stofnanda og fyrrver- andi framkvæmdastjóra sjóðsins, sem lést í fyrra. Stjórnarformaður sjóðsins er Kári Stefánsson. Velferð Sveinn Rúnar Sigurðsson tekur við styrknum frá Kára Stefánssyni og Kristínu B. Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Velferðarsjóðs barna. Flotta fólk fær styrk - Velferðarsjóður barna hefur styrkt samtökin um alls átta milljónir króna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.