Morgunblaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
Núna, er rétti tíminn fyrir
þitt fyrirtæki að gera
starfsánægjumælingu með
HR Monitor
1. nóvember 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 144.01
Sterlingspund 166.4
Kanadadalur 105.82
Dönsk króna 19.255
Norsk króna 13.954
Sænsk króna 13.098
Svissn. franki 144.46
Japanskt jen 0.9762
SDR 185.42
Evra 143.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.5709
« Bréf Amaroq
Minerals verða
tekin til viðskipta á
First North mark-
aðinum í Kauphöll í
dag, undir auð-
kenninu AMRQ.
Félagið rannsakar
og vinnur málma á
Grænlandi.
Eldur Ólafsson,
stofnandi og for-
stjóri Amaroq, sagði í samtali við
Morgunblaðið í júní sl. að tilgangur fyr-
irhugaðrar skráningar væri að efla
tengslin á milli Grænlands og Íslands
og gefa íslenskum fjárfestasjóðum og
fjármálastofnunum tækifæri til að fjár-
festa í auknum mæli í hrávörum og
þjónustu á Grænlandi. Tilkynnt var fyrr
í þessum mánuði að félagið hefði lokið
4,9 milljarða króna hlutafjáraukningu í
lokuðu útboði. Hlutaféð var selt til inn-
lendra og erlendra fjárfesta ásamt því
að lykilstjórnendum og starfsfólki var
gefinn kostur á að taka þátt í útboðinu.
Fram kom að andvirði hlutafjáraukn-
ingarinnar yrði nýtt til að hefja vinnslu
í Nalunaq-gullnámunni á Suður-Græn-
landi á næsta ári ásamt því að rann-
saka frekar vinnanlegt gullmagn í nám-
unni. Auk þess yrði fé varið í rann-
sóknir á öðrum svæðum þar sem
félagið hefur tryggt sér rannsóknar-
leyfi.
Amaroq Minerals skráð á
First North markað í dag
Eldur Ólafsson,
forstjóri Amaroq.
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Á fyrstu níu mánuðum ársins voru
skráðar 7.144.438 gistinætur á öll-
um tegundum gististaða hér á
landi. Er það í fyrsta sinn sem
fjöldinn fer yfir sjö milljónir en árið
2018, þegar ferðamannastraumur-
inn reyndist stríðari til landsins en
nokkru sinni fyrr
eða síðar, voru
skráðar
6.990.340 gisti-
nætur á fyrstu
níu mánuðum
ársins.
Líkt og með-
fylgjandi línurit
sýnir, var það
ekki fyrr en í
ágúst sem hin
miklu umsvif
þessa árs fóru fram úr ferðamanna-
árunum 2017-2019. Sama graf
dregur glögglega fram það mikla
hrun sem varð í ferðaþjónustu á ár-
unum 2020 og 2021. Í upphafi fyrr-
nefnda ársins var allt með felldu,
en halla tók undan fæti þegar kór-
ónuveiran lagðist eins og mara yfir
heimsbyggðina. Sömuleiðis sýnir
myndin hvernig ferðaþjónustan tók
að hjarna við þegar líða tók á árið
2021.
Dvalarlengdin hefur áhrif
„Tölur Hagstofunnar draga upp
athyglisverða mynd en þær stað-
festa einnig það sem við höfum
verið að sjá og heyra. Þótt hingað
komi færri ferðamenn en fyrir far-
aldurinn þá dvelja þeir að jafnaði
lengur. Við erum því að fá meira út
úr hverri heimsókn en áður var.“
Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason,
framkvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar, þegar tölurnar eru
bornar undir hann.
„Við heyrum af þýskum ferða-
hópum sem hingað koma í þrjár
vikur í stað tveggja vikna áður og
þá eru Bandaríkjamenn að dvelja
lengur en áður. Það sáum við strax
í fyrra og munaði þá að jafnaði
tveimur nóttum,“ útskýrir Jóhann-
es. Aðspurður segir hann óvíst
hvernig þróunin verður á komandi
mánuðum en sú þróun sem hann
lýsi hafi einnig komið fram í starf-
semi bílaleiga þar sem viðskipta-
vinirnir leigi bíla í lengri tíma en
áður.
„Það er mögulegt að það styttist
í dvalarlengdinni. Þar gæti staða
efnahagsmála í Evrópu t.d. haft
áhrif. Orkuverð og mikil verðbólga
hefur áhrif á kaupgetu fólks og töl-
ur OECD sýna að hlutirnir virðast
fremur á niðurleið en hitt,“ segir
Jóhannes. Stærsti ferðamannahóp-
urinn hér á landi er hins vegar úr
annarri átt, þ.e. frá Bandaríkjum
Norður-Ameríku.
Áhrif stríðsins ekki eins mikil
„Sá hópur hefur verið og virðist
ætla að vera mjög sterkur áfram.
Hagkerfið þar í landi verður ekki
fyrir eins miklum áhrifum af völd-
um Úkraínustríðsins og orkukrepp-
unnar sem geisar í Evrópu, þótt
verðbólga sé þar sannarlega mikil.“
Jóhannes segir að kaupgeta
Bandaríkjamanna sé mikil og þá
bendi einnig margt til þess að fyrir
veirufaraldur hafi hópurinn frá
Bandaríkjunum samanstaðið jafnt
af fólki sem hafði mikil efni og þeim
sem meira þurfa að horfa í budd-
una.
„Núna virðist meira vera um fólk
sem virðist lítið snert af minnkandi
kaupmætti almennings. Það hefur
sennilega orðið talsverð breyting á
samsetningu hópsins hvað þetta
varðar,“ segir Jóhannes.
Fleiri gistinætur seldar á
þessu ári en metárið 2018
Skráðar nætur
» Gistinætur á skráðum gisti-
stöðum voru 853.500 í sept-
ember.
» 81% umsvifanna tengdust
erlendum ferðamönnum og
jókst hlutur þeirra um 37%.
» Gistinætur Íslendinga voru
161.000 og fjölgaði um 4%.
- Færri ferðamenn nýta innviði greinarinnar betur - Markaðssetning skilar sér
Uppsafnaður fjöldi gistinátta*
2017-2022, milljónir
8
7
6
5
4
3
2
1
0
2017 2018 2019
2020 2021 2022
Heimild: Hagstofa Íslands
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
Uppsafnaður fjöldi í september:
2017: 6,9m 2018: 7,0m
2019: 6,8m 2022: 7,1m
2021
2020
*Gistinætur á skráðum gististöðum
Jóhannes Þór
Skúlason
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni
Sveins Andra Sveinssonar hrl. um að
kæra úrskurð Landsréttar til
Hæstaréttar í anga máls sem snýr að
starfsháttum hans sem skiptastjóri
þrotabús EK1923 ehf., sem tekið var
til gjaldþrotaskipta haustið 2016.
Landsréttur sneri fyrr í haust við úr-
skurði Héraðsdóms Reykjavíkur og
féllst á beiðni þriggja félaga í eigu
athafnamannsins Skúla Gunnars
Sigfússonar (sem oft er kenndur við
Subway), um dómkvadda matsmenn
í skaðabótamáli sem félög Skúla
Gunnars hafa lagt fram gegn Sveini
Andra vegna vinnu hans fyrir
þrotabúið. EK1923 ehf. hét áður
Heildverslun Eggerts Kristjánsson-
ar og var í eigu Skúla Gunnars.
Fara fram á skaðabætur
Félög Skúla Gunnars hafa lagt
fram skaðabótakröfu á hendur
Sveini Andra vegna starfa hans fyrir
þrotabúið. Þar er því haldið fram að
þóknun hans hafi verði langtum
hærri en það sem eðlilegt má teljast.
Áður hefur komið fram að skipta-
kostnaðurinn nam tæpum 200 millj-
ónum króna.
Félögin óskuðu eftir því að fá
dómkvadda matsmenn til að meta
hver eðlileg þóknun hefði átt að vera
fyrir störf Sveins Andra. Héraðs-
dómur hafnaði kröfunni en Lands-
réttur sneri þeirri ákvörðun við. Í
úrskurði Landsréttar kom fram að
félögin sjálf bæru kostnaðinn af öfl-
un matsgerðar og bæru því sjálf
áhættu af því að matsgerðin kynni að
hafa takmarkað sönnunargildi.
Sveinn Andri skilaði ítarlegri
greinargerð til Hæstaréttar þar sem
því var haldið fram að úrskurður
Héraðsdóms Reykjavíkur væri ítar-
lega rökstuddur og réttur. Í grein-
argerð lögmanns félaga Skúla Gunn-
ars kemur þó fram að það sé
„hjákátlegt að sóknaraðili [Sveinn
Andri] skuli seilast svo langt við að
reyna að koma í veg fyrir að tíma-
skýrslur hans verði teknar út af
óháðum aðila,“ eins og það er orðað.
Þá kemur jafnframt fram að ef hann
teldi að „tímaskýrslurnar þoli slíka
skoðun væri hann líklega ekki svo
mótfallinn slíkri skoðun að hann
teldi á það reynandi að óska eftir
kæruleyfi Hæstaréttar á svo hæpn-
um lagaforsendum líkt og þeim sem
fram koma í beiðni hans.“
gislifreyr@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skiptalok Sveinn Andri Sveinsson hrl. var skiptastjóri þrotabús EK1923 ehf.
Fram hefur komið að kostnaðurinn við skiptin var um 200 milljónir króna.
Hæstiréttur hafnar beiðni
Sveins Andra um kæruleyfi
- Dómkvaddir matsmenn munu meta störf hans og þóknun
« Lýstar kröfur í
þrotabú fram-
leiðslufélagsins
Ögnaragns ehf.,
sem áður hét Tjarn-
argatan, námu um
39,5 milljónum
króna. Engar eignir
fundust í búinu og
var skiptum í því
lokið í síðustu viku.
Félagið var tekið til
gjaldþrotaskipta í
febrúar 2021 og lögmaðurinn Einar
Farestveit var skipaður skiptastjóri.
Tjarnargatan var stofnuð 2011. Félagið
skilaði ekki ársreikningi fyrir 2020 en ár-
ið 2019 námu tekjur þess um 143 millj-
ónum króna og lækkuðu um rúmar 50
milljónir króna á milli ára. Tap félagsins
það ár nam um 37 milljónum króna og
eigið fé þess var neikvætt um 39,5 millj-
ónir. Félagið hafði þá verið rekið með
tapi um þriggja ára skeið. Áður hefur
komið fram í fjölmiðlum að árið 2020
hafi reynst félaginu erfitt þar sem margir
viðskiptavinir þess hafi lent í
greiðsluerfiðleikum. Auk þess hafi erlend
verkefni dottið upp fyrir.
Engar eignir í þrotabúi
Tjarnargötunnar
Einar Ben var einn
af stofnendum
Tjarnagötunnar.