Morgunblaðið - 01.11.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 01.11.2022, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrsta stóra ákvörðun Rishi Sunaks, nýs for- sætisráðherra Breta, var að hafna boði um að sækja í næstu viku fund í Egyptalandi und- ir merkjum SÞ um loftslags- mál,“ segir í leiðara Tele- graph í gær. Karl konungur III. hafði ekki tök á að mæta, þótt hann sé veikur fyrir þeim málstað. En konungur hefur boðið til samkomu vísindamanna á þessu sviði í höll sinni í að- draganda ráðstefnunnar. Blaðið segir einnig að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætli sér á ráðstefnuna og dragi þar með aukna athygli að fjar- veru Sunaks. Blaðið segir einnig að leið- togar stjórnarandstöðu og grænir baráttumenn reyti mjög hár sitt vegna þessarar ákvörðunar ráðherrans, eins og vænta mátti og „saka hann um að glata gullnu tækifæri til að sýna ótvíræða forystu í loftslagsmálum.“ Þeir bæta því við, að Sunak afhjúpi með því skilnings- leysi sitt á þróun loftslags- ins. Reiði framangreindra hópa mun fyrirsjánlega skvetta olíu á eld þeirra sem standa fyrir heimskulegu andófi „gegn loftslagsvánni með því að líma sjálfa sig niður á akbrautir landsins.“ Ritstjórar Telegraph segja á hinn bóginn að rök- stuðningur Sunaks fyrir því að sleppa þessum fundi standist fullkomlega alla skoðun. Rekur blaðið að á dagskrá forsætisráðherrans sé að birta þjóðinni mik- ilvæga stefnumörkun um efnahagsmál þann 17. þessa mánaðar, sem er þýðing- armikið fyrir framtíðargetu þjóðarinnar og traust á leið- toga hennar. Það gæti einnig rifjast upp að Liz Truss fór út af í sinni fyrstu beygju er fjármálaráðherra hennar til- kynnti fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar, einmitt um efnahagsmál. Kúvending varð í þeim málaflokki, sem andstæðingunum innan flokks tókst strax að grafa undan, svo að stólparnir undir hinni nýju ríkisstjórn misstu á augabragði allan burð. Í þessum efn- um skiptir einnig miklu að ráð- stefnan um breyt- ingar loftslags í Glasgow á síðasta ári var önnur og mikilvægari þar sem ekki verða birt nein bindandi skref um kolefn- isútblástur á ráðstefnunni í Egyptalandi. Og raunveru- leiki þessara funda er víðs- fjarri öllu fullyrðingatali loftslagsriddaranna, sem hafa höndlað allan sannleika. Sjálfir skilja þeir svo eftir djúp spor kolefnisútblásturs, þegar þeir þjóta í þúsunda- tali um háloft heimsins til að taka þátt í einhverju sem minnir helst á jamborí-mót skátanna en síður á alvöru- tilraun til að minnka kolefn- isútblástur. Ef allt þetta ráð- stefnuhald skilar svona miklu, hvernig í ósköpunum stendur þá á því að eftir 27 ráðstefnur á síðustu 30 árum hefur lítið sem ekkert breyst samkvæmt því sem loftslags- mælingar SÞ hafa gefið upp? Telegraph segir að nú reyni á staðfestu Sunaks for- sætisráðherra. Mun hann gefast upp og láta þvinga sig til að mæta á viðburð sem hann telur sjálfur réttilega að sé hrein tímaeyðsla, þeg- ar hann hefur þýðingarmikil verkefni að fást við á sínum heimavelli? Guggni hann undir þessari pressu núna mun hann birtast Bretum sem veikur forsætisráð- herra, sem kastað hefur burt töluverðum hluta af sinni pólitísku innstæðu. Rishi Sunak væri senni- lega hollt að horfa til Banda- ríkjanna í þessu samhengi. Þar verður kosið innan viku. Repúblikanar hafa dregið fram mikla verðbólgu, vax- andi glæpi, upplausn á landamærum ríkisins og orkumál sem helstu áhyggjuefni kjósenda. Demókratar reyndu fyrir sér með fóstureyðingum og loftslagsbreytingum. Kann- anir sýna að fóstureyðingar eru nokkurt áhyggjuefni en þó geri kjósendur minna með þær en öll ofangreind mál repúblikana. Loftslags- ruglið komst varla á blað og hafa demókratar nú ýtt því út og reynt að svindla sér inn í mál repúblikana á loka- metrunum, með litlum ár- angri. Það segir mikla sögu. Það vekur athygli hversu hreinskilnir breskir fjölmiðlar eru orðnir um loftslagsvána} Guggnar breskur forsætisráðherra enn? Þ að er margt athyglisvert í skýrslu fjármálaráðherra um Íbúðalána- sjóð, sem nú heitir ÍL-sjóður. Kannski ekki síst það hvað hinum svokölluðu sérfræðingum okkar hafa í gegnum árin verið svakalega mislagðar hendur. Samt eigum við að treysta „sérfræðing- unum“ aftur og aftur, alveg sama hvað það kost- ar heimili landsins eins og í verðbólgunni sem geisar núna, þar sem allar aðgerðir til að sporna gegn henni eru verri en verðbólgan sjálf. Íslandslánin ógurlegu Það er kaldhæðnislegt að ríkið hafi á sínum tíma tekið Íslandslán (40 ára verðtryggð jafn- greiðslulán) og sé núna loksins að átta sig á því hversu ómögulegt er að greiða þau upp. Og hvað gerir ríkið þá? Það reynir að koma sér undan því að standa við gerða samninga. Ríkið hefur aldrei sýnt neytendum sem tóku þessi sömu lán nokkurn skilning þegar þeir kvörtuðu yfir ósanngirni og óbilgirni Íbúðalánasjóðs, sem krafði neytendur um greiðslu væntanlegs framtíðarhagnaðar, í formi upp- greiðslugjalds, oft hátt í 20% af eftirstöðvum láns. Hér verður ekki lagt mat á réttmæti hugmynda fjár- málaráðherra um að gera upp skuldir sjóðsins miðað við núverandi stöðu þeirra og þannig komast hjá því að greiða kröfuhöfum Íbúðalánsjóðs bætur fyrir framtíðarvaxtatap, sem í daglegu tali kallast uppgreiðslugjald. Ég læt öðrum þá umræðu eftir. Hitt er ljóst að þessi afstaða fjármálaráðherra samrým- ist í engu orðræðunni um að samningar skuli standa. Gangi áætlanir fjármálaráðherra eftir hlýtur sú spurning að vakna hvort það sama muni ekki gilda um þá neytendur sem enn skulda Íbúðalánasjóði húsnæðislán með þess- um íþyngjandi skilyrðum. Fjármálaráðherra og seðlabankastjóri benda fólki ítrekað á að skuldbreyta lánum sínum, en viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs eiga litla sem enga möguleika á því, vegna þeirra svívirðilegu uppgreiðslugjalda sem fjármála- ráðherra er nú að reka sig á. Leyfilegt að breyta neytendum í hag Ég vil benda fjármálaráðherra, sem yfirleitt er mjög umhugað um samningsfrelsið, á að það er leyfilegt að breyta samningum eftir undirritun til hagsbóta fyrir neytendur, t.d. þegar um óréttmæta skilmála er að ræða. Uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðs flokkast klárlega til óréttmætra skilmála og þegar annar aðili samningsins, Íbúðalánasjóður, verður hvort eð er ekki lengur til, er kjörið tækifæri til að losa neytendur frá þessum skelfilegu skilmálum. Ég vil því beina því til fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, að beita sér fyrir því að skilmálar um uppgreiðslugjöld verði felldir brott úr eftirstandandi útlánum ÍL-sjóðs, eða a.m.k. sett 1-2% hámark á upp- greiðslugjöldin eins og tíðkaðist hjá öllum öðrum lánveit- endum á sínum tíma. Ásthildur Lóa Þórsdóttir Pistill Bjarni í klípu Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is U nnið hefur verið í hartnær tíu ár að verkefninu Brothættar byggðir á vegum Byggðastofn- unar, sem hefur að markmiði að sporna við viðvarandi fólksfækkun, styrkja atvinnulíf og virkja frum- kvæði og samtakamátt íbúa í smærri byggðarlögum og sveitum landsins, sem átt hafa að etja við viðvarandi fækkun íbúa. Ljóst er að sums staðar hefur náðst árangur af fjölda verkefna sem unnið hefur verið að og tekist að efla þessar brothættu byggðir. Ekki hefur þó alls staðar tekist að snúa þessari þróun fólksfækkunar við. Í nýútkominni ársskýrslu verkefn- isins fyrir seinasta ár er birt yfirlit yfir mannfjöldaþróunina undanfarin 14 ár í tólf byggðarlögum, sem tekið hafa þátt og hafa ýmist lokið verk- efninu eða eru mislangt á veg komin. Kemur í ljós að staða þeirra er mjög misjöfn hvað varðar breytingar á íbúafjölda á umliðnum árum. Viðvarandi fækkun í Grímsey „Í fljótu bragði virðast þau byggðarlög sem hafa verið þátttak- endur í verkefninu um einhvern tíma eiga það sameiginlegt að tekið hefur að mestu fyrir hraða fækkun íbúa og jafnvægi náðst eða íbúum tekið að fjölga á ný miðað við upp- hafsár viðkomandi verkefnis. Und- antekning er þó verkefnið í Gríms- ey. Þar hefur fólksfækkun verið viðvarandi. Bæði Árneshreppur og Grímsey eru það fámenn að skóla hefur verið lokað tímabundið. Bakkafjörður er einnig í mikilli varnarbaráttu og þar hefur skóla einnig verið lokað. Um Stranda- byggð er of snemmt að draga álykt- anir af tölum um fjölda íbúa. Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá íbúa- þinginu. Því miður hefur orðið mikil fólksfækkun í byggðarlaginu á síð- ustu árum og áratugum. Óskandi er að verkefnið Sterkar Strandir nýtist íbúum byggðarlagsins sem best til að snúa vörn í sókn,“ segir í árs- skýrslunni. Alls hafa tólf byggðarlög tekið þátt í verkefninu frá því að það hóf göngu sína fyrir tíu árum. Sex byggðarlög tóku þátt í verkefninu á síðasta ári þar sem unnið var að verkefnunum Glæðum Grímsey, Áfram Árneshreppur, Öll vötn til Dýrafjarðar, Betri Borgarfjörður, Betri Bakkafjörður og Sterkar Strandir. Í Grímsey hefur verið unnið að ýmsum verkefnum í þessu átaki frá 2016, sem hafa verið framlengd, nú síðast til ársloka yfirstandandi árs. Meðal annars hafa verkefnin snúist um að bæta þjónustu við ferðamenn í eynni. Á yfirliti verkefnisstjóra yfir seinasta ár er bent á að sjávarút- vegur sé nauðsynleg forsenda byggðar í Grímsey og finna þurfi leiðir til að auðvelda nýliðun. Til staðar séu tækifæri til að skapa meiri verðmæti úr sjávarfangi og fjölga störfum en nú fer fiskurinn beint á markað. Ferðaþjónustan er mikilvæg og vaxandi en byggja þarf upp innviði. Sárlega vantar gistiað- stöðu fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu og þörf er á nýrri ferju til siglinga til og frá Grímsey. Þá þarf að fjölga flugferðum til eyjarinnar yfir sum- artímann að mati verkefnisstjóra. Í umfjöllun um Árneshrepp er bent á að þar sé sauðfjárbúskapur kjölfesta í heilsársbúsetu. Um þess- ar mundir sé fólk að reyna að hefja þar sauðfjárbúskap en auka þurfi stuðning við hann. Þá mætti gera búskap fýsilegri með því að þeir sem vilja stunda útgerð með búskapnum fái veiðiheimildir. Sporna við fækkun í brothættum byggðum Ljósmynd/Hilmar Páll Jóhannesson Grímsey Nýr bátur, Björn EA 220, kom til heimahafnar í Grímsey í sept- ember sl. og komu margir Grímseyingar að bryggju til að fagna komu hans. Á Borgarfirði eystri hefur verið unnið að verkefninu Brothættar byggðir frá 2017. Í samantekt segir að gríðarmargt hafi geng- ið vel. Ferðaþjónusta hafi blómstrað þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn og margt verið í boði af hálfu ferðaþjónustufyr- irtækja í byggðarlaginu. Lista- fólk hafi auðgað mannlífið og framleiðendur matvæla í byggð- arlaginu hafi kynnt vörur sínar heima við og á Matarmóti Aust- urlands. Miklu máli hafi skipt að lokað var á togveiðar stærri skipa í „skápnum“ svokallaða, út af Glettinganesi, heima- miðum borgfirskra smábáta. Sem dæmi um umsvifin í byggð- arlaginu er bent á að tekinn hafi verið grunnur undir vatnsverk- smiðu í landi Geitlands, hótelið Blábjörg hefji í ár byggingu starfsmannahúsnæðis, reisa eigi nýbyggingu með níu hótel- herbergjum auk heilsulindar með bjór- og þaraböðum. Ferðaþjón- usta í vexti BETRI BORGARFJÖRÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.