Morgunblaðið - 01.11.2022, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.11.2022, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022 ✝ Snorri Sigurvin Ólafsson Vest- mann fæddist í Vestmannaeyjum 10. ágúst 1938. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 19. október 2022. Foreldrar hans voru Ólafur Guð- mundsson Vest- mann sjómaður, f. 1906, d. 1970, og Þorbjörg Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 1905, d. 1960. Systkini Snorra eru Theodór Snorri, Sigurveig Þórey, Ingi Steinn, Ellen Margrét og Þór Guðlaugur. Hálfsystir Snorra sammæðra var Rósa Guðmunda Snorradóttir. Eftirlifandi í systkinahópnum eru Ingi Steinn og Þór Guðlaugur. Snorri kvæntist hinn 6.4. 1958 Svölu Sigríði Auðbjörns- dóttur, f. 17. desember 1939, frá Eskifirði, hún lést 5. júlí 1991 í London. Börn Snorra og Svölu: 1) Ni- kolína Theodóra, f. 1957. Eig- inkona hans var Svava Huld Þórðardóttir. Jón á dótturina Kolbrúnu Jónsdóttur með Önnu Sigurgeirsdóttur. Eiginmaður Kolbrúnar er Friðrik Bene- diktsson. 5) Þorbjörg, f. 1966. Dóttir hennar er Ísabella Marý. Langafabörn Snorra eru 12 talsins. Eftirlifandi eiginkona Snorra er Elínborg Einarsdóttir, f. 1939. Börn hennar eru Margeir Ingólfsson, Rúnar Ingólfsson, hann lést 1965, Einar Falur Ingólfsson, Guðrún Helga Ing- ólfsdóttir og Kristinn Ágúst Ingólfsson. Barnabörn hennar eru 11 talsins og langömmu- börnin þrjú. Snorri fór ungur á árum til sjós eins og títt var í þá daga. Hann var til margra ára á Sæ- björgu VE56 sem var í eigu mágs hans Hilmar Rósmunds- sonar og bróður Theodórs. Snorri var alla tíð matsveinn á Sæbjörginni. Snorri hóf útgerð í Eyjum ásamt bróður sínum Þór Guðlaugi með kaupum á bát sem þeir nefndu eftir föður þeirra Ólafi Vestmann. Þeir bræður ráku þessa útgerð í sjö ár. Eftir að Snorri flutti frá Vestmannaeyjum árið 1983 upp á land starfaði hann við ýmis störf, lengst af við fiskvinnslu. Útför Snorra fer fram frá Akraneskirkju í dag, 1. nóv- ember 2022, klukkan 13. inmaður hennar er Smári H. Krist- jánsson. Börn þeirra eru Bergur Þráinn og Svala Ýr. Sambýliskona Bergs er Sigurlaug Marta Kristjáns- dóttir og eigin- maður Svölu er Þorsteinn Gíslason. 2) Sigurvin Ólafur, f. 1960. Sambýlis- kona hans er Árný Sigurð- ardóttir. Sigurvin á dæturnar Rannveigu Sigríði og Þor- björgu með Kristrúnu Krist- insdóttur, fyrri eiginkonu sinni. Sambýlismaður Þorbjargar er Brynjólfur J. Þorsteinsson. Börn Sigurvins og Árnýjar eru Svala Marý, Sigurður Freyr og Guðmundur Vigri. Árný á einn- ig dótturina Kristínu Hennýju. 3) Anna Marý, f. 1960, hún lést árið 1991. Sambýlismaður hennar var Sigmundur Jóhann- esson og dætur þeirra eru Tinna Björk og Arna Þöll. Sambýlismaður Örnu er Þor- steinn G. Þorsteinsson. 4) Jón Freyr, f. 1963, d. 1997. Eig- Snorri var ekki maður margra orða en traustur var hann og trygglyndur og góður félagi og eiginmaður Elínborgar móður okkar á seinni hluta lífsgöngunn- ar. Þau kynntust árið 1994 og hófu fljótlega búskap saman. Á ýmsan hátt hafði lífið verið báðum mót- drægt en þau sóttu styrk í hvort annað og áttu saman góð 28 ár þar til Snorri lést. Snorri var Eyjamaður í hjarta sínu, allt frá uppvextinum, þótt hann hafi lengst af lifað og starfað uppi á landi. Og það kom skemmtilegur glampi í augun á honum þegar hann rifjaði upp sög- ur af prakkaraskap og ævintýrum æskuáranna eða af sjónum þegar hann var ungur. Þegar við kynntumst Snorra þá stundaði hann verkamannavinnu í höfuðborginni, lengst af við fisk- vinnslu. Sumrum nutu þau móðir okkar að eyða á griðastað þeirra í Sporði, syðst í landi fæðingarbæj- ar hennar, Kjarnholts í Biskups- tungum. Hvergi undu þau sér bet- ur og má segja að á þessum tíma hafi Snorri orðið mikill Tungna- maður. Gestkvæmt var hjá þeim í Sporði og stundum dvöldu barna- börn mömmu hjá þeim og eiga mörg barna okkar kærar minn- ingar úr sumardvöl í sveitinni, þar sem Snorri var natinn og hlýr afi sem get dundað langtímum saman með þeim við kofabyggingar, spil og aðra leiki og sagði þeim sögur. Um nokkurra ára skeið var Snorri veiðieftirlitsmaður við Tungufljót í Biskupstungum þeg- ar verið var að byggja ána upp sem góða laxveiðiá. Þá sá hann jafnframt um eldi og sleppingu gönguseiða í fljótið. Í því starfi naut Snorri sín, enda hafði hann lært eldi laxfiska og stundaði starfið af mikilli samviskusami og natni meðan heilsan leyfði. Þau Snorri og móðir okkar voru bæði orðin slitin eftir erfiði fyrri ára og þegar líkaminn og heilsan tóku að bila með hækkandi aldri fögnuðu þau því að fá tækifæri til að koma sér fyrir í íbúð aldraðra í Reykholti í Biskupstungum. Þar bjuggu þau um allnokkurra ára skeið í góðum félagsskap eldri borgara í sveitinni og héldu áfram að vera í Sporði sumarlangt eins lengi og þau gátu. Síðustu árin hafa þau svo verið búsett á Ási í Hveragerði. Þau héldu þar heimili saman með mik- ilvægum og traustum stuðningi starfsmanna stofnunarinnar. Þótt Snorri glímdi við ýmsa kvilla og veikt hjarta þá var hann ekki á því að láta í minni pokann fyrir ellinni, kom sér upp rafskutlu og fór í verslanir fyrir þau hjónin og sótti matinn fyrir þau og aðra þjónustu, alltaf þrjóskur og viljasterkur, án þess að mögla eða vilja að aðrir sæju um þá snúninga. Á kveðjustundu erum við systk- in og fjölskyldur þakklát Snorra fyrir vináttuna, tryggðina, og hvað hann reyndist móður okkar vel en hann studdi hana með ráðum og dáð, eins og hann framast gat fram á síðasta dag, enda var samband þeirra fallegt og gott. Margeir, Einar Falur, Guðrún Helga, Kristinn Ágúst. Elsku afi Snorri er falinn frá. Ég naut þeirra forréttinda að vera sótt yfir hálfan hnöttinn til að komast inn í fjölskylduna og fá að alast upp við þær allsnægtir sem Ísland hefur upp á að bjóða. Strax á fyrsta aldursárinu mínu flytja móðuramma mín, Svala, og afi Snorri til Akraness þar sem ég og foreldrar mínir ásamt eldri bróður áttum heima. Forréttindin héldu því áfram því ég var mikið hjá ömmu og afa á Grenigrundinni fyrstu árin mín. Þar var mikið brallað, meðal annarra fékk ég að vera þátttakandi í að gera með þeim listilegar kransakökur sem þau hjónin gerðu við flest stór til- efni fyrir vini og vandamenn. Afi Snorri og amma Svala fóru nokkr- ar ferðir til Hollands, afa fannst ótækt að ég ætti ekki dúkku sem væri með dökkan hörundslit eins og ég, þannig hann kom heim sigri hrósandi úr einni ferðinni með dúkku handa mér, sem var alveg dökkbrún með ljóst hár úr garni. Afi Snorri var einnig alveg lista- kokkur og fiskiklattarnir hans voru þeir bestu í heimi. Árið 1988 verður örlagaríkt fyr- ir fjölskylduna þar sem amma Svala og Anna Marý, móðursystir mín, greinast með ólæknandi sjúkdóm. Við tóku erfið ár þar sem stórfjölskyldan var til skiptis úti í London hjá þeim mæðgum meðan þær biðu eftir nýjum líf- færum á sjúkrahúsi þar ytra. For- eldrar mínir ásamt okkur systk- inunum eyddum jólunum 1990 úti í London. Afi Snorri reyndi að gera sitt allra besta til að láta jólin vera sem líkust íslenskum jólum. Við tókum með okkur malt og appelsín og auðvitað leyfði afi okk- ur að gera ís-sjeik eftir matinn þar sem hann bætti jólaöli út í og hræði saman, við mismikla kátínu viðstaddra. Það mátti allt hjá afa. Eitt sinn langaði mig svo mikið í parís á stéttina fyrir framan húsið á Grenigrundinni og afi var ekki lengi að fara niður í búð og kaupa skipamálningu og gerði skapalón á planið og málaði svo parís fyrir dekurrófuna sína. Haustið eftir að amma Svala dó fór afi með okkur Tinnu, dóttur Önnu Marýjar, til London til að heimsækja hana á spítalann. Mamma mín var þá úti hjá Önnu Marý og vildi afi ekki láta þær vita að við værum að koma, það átti að koma þeim á óvart. Prakk- arasvipurinn og eftirvæntingin hjá afa var svo mikil þegar við birtumst öll þrjú á spítalanum og svipurinn á systrunum var óborg- anlegur. Þarna var afa rétt lýst, hann var mjög mikill prakkari og naut þess að segja okkur sögur af því þegar hann var ungur dreng- ur í Vestmanneyjum að gera prakkarastrik. Eitt sinn vann ég veðmál við frænda minn sem var að monta sig af því að afi hans gæti sko tekið út úr sér tennurn- ar. Þá svaraði ég um hæl að afi minn gæti sko tekið út úr sér tennurnar og hárið af sér! Ég var lengi mjög stolt af því að vinna þetta veðmál því þú, elsku afi, gast allt! Það mátti allt hjá þér og ömmu og það lýsti sér best þegar það var nýbúið að skipta um teppi á stofunni á Grenigrundinni, sett var hvítt ullarteppi og þú leyfðir mér að fara með appelsín í glasi inn í stofu. Ég missti glasið á gólf- ið og teppið eyðilagðist, ég var ekkert skömmuð og bara reynt að þurrka þetta upp. Elsku afi Snorri, líf þitt hefur markast af miklum missi, þú misstir ömmu, Önnu Marý dóttur þína og Jón Frey son þinn. Það er ótrúlegt hvað lagt er á sumt fólk. En ég minnist góða tímans sem við áttum saman og það var alltaf gaman að heimsækja ykkur Ellu að Sporði þar sem þið áttuð sum- arbústað og þú sinntir veiðivarð- argæslu í Tungufljóti innan um laxana sem þú naust að sinna. Elsku afi, ég veit að það hefur verið tekið fallega á móti þér í Sumarlandinu og ég vil þakka þér fyrir allt Þín Svala Ýr Smáradóttir. Síðan við munum eftir okkur hefur Snorri verið sem afi okkar systra. Við vorum mikið í pössun hjá þeim ömmu Ellu sem börn og nutum okkar einstaklega vel í þeim selskap. Rauði þráðurinn í minningum okkar af Snorra er hversu ósköp góður hann var í að gera daglegt líf þeirra eldra fólks- ins spennandi fyrir litlu krakkana sem þau höfðu í eftirdragi og leyfa okkur að taka virkan þátt í þeirra hversdegi, sem að okkar mati var hið mesta ævintýri. Hugrún til- einkaði sér fljótlega talsmáta þeirra og vandi sig á að tala um fortíð sína sem „í gamla daga“, þeim til mikillar skemmtunar. Fyrsta minning annarrar okk- ar af Snorra í „gamla daga“ er fyr- ir rétt rúmum 20 árum síðan, á þá- verandi heimili þeirra ömmu í Grafarvogi. Hann fylgdi mér út að glugga og sýndi mér að skýin geta stundum verið bleik. Ég man svo skýrt eftir að hafa horft á þessa litlu, stöku, ljósbleiku hnoðra á bláum himninum og finnast það alveg magnað. Mér leið eins og hann hefði vakið mig svona snemma til þess eins að sýna mér þetta. Eins og þetta væri sjald- gæfur og leyndardómsfullur við- burður sem við hefðum verið svo heppin að fá að sjá. Á sumrin voru ófár heimsókn- irnar í Flúðasel, „litlu sveit“ eins og við systur kölluðum bústaðinn. Þar hafði Snorri alltaf eitthvað fyrir stafni og maður fékk alltaf að vera með, að hjálpa. Þar var ým- islegt hægt að bardúsa, veiða fisk í matinn, smíða, stússast við fisk- eldið, binda saman sjóarahnúta eða leita að týndum fjarsjóði, skarti sem hrafninn hafði stolið. Á pallinum við „litlu sveit“ hafði hann lengi vel gamalt, dularfullt fiskiker. Stundum voru í því fiskar og stundum ekki. Stuttan spöl frá „litlu sveit“ rann svo Tungufljót, sem var heldur betur hættulegt. Og fljótinu tengdist aðal- og ef ekki eina reglan í sveitinni: aldrei fara niður að því ein. Það gerði hins vegar að verkum að enn meira spennandi var að fara sam- an niður að fljóti og horfa á það. Og þrátt fyrir að vera í öruggri fjarlægð frá árbakkanum leiddi Snorri okkur, því við vorum svo hræddar við að detta út í. Snorri afi er eini afinn sem við systur höfum kynnst og afi af verri endanum var hann aldeilis ekki. Bernskuminningar okkar úr hversdegi hans og ömmu eru ótal- margar og við munum halda áfram að ylja okkur við þær, spenninginn og fegurðina sem fylgdi þeim og ævintýraþrána sem þær svöluðu. Hugrún Egla og Elínborg Una. Snorri S. Ólafsson Vestmann HINSTA KVEÐJA Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugs- ið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykk- ar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekktur) Hvíl í friði pabbi minn. Þín dóttir Nikolína Theodóra. ✝ Þórunn Kol- beinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1943. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Lög- mannshlíð á Akur- eyri 18. október 2022. Foreldrar Þór- unnar voru hjónin Kristinn Kolbeinn Kristófersson, læknir og prófessor, f. 17. febr- úar 1917, d. 6. mars 2004, og Kristín Álfheiður Óladóttir hús- freyja, f. 11. apríl 1919, d. 23. stjóri, f. 16. september 1917, d. 24. september 1996, og Margrét Gísladóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1924, d. 25. febrúar 2018. Börn Þórunnar og Gísla eru: 1) Kolbeinn matreiðslumaður, f. 29. júlí 1964. Hann á eitt barn, Báru, sem á tvö börn. 2) Margrét húsmóðir, f. 29. desember 1969. Hún á þrjú börn, Þórunni Ósk, Jón Kristin og Gísla Frey. Mar- grét er í sambúð með Stefáni Hrólfssyni málara, f. 5. mars 1973. 3) Jón Egill forritari, f. 8. janúar 1972, maki Erla Hrönn Matthíasdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 12. apríl 1972. Börn þeirra eru Kristófer og Katrín. Þórunn lauk námi í hjúkrunar- fræði við Hjúkrunarskóla Íslands 1963 og framhaldsnámi í rönt- genhjúkrun við Landspítalann 1968. Hún starfaði sem hjúkr- unarfræðingur og röntgenhjúkr- unarfræðingur á Landspít- alanum, Vífilsstaðaspítala og Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Þá starfaði hún um skeið á geðdeild FSA. Þórunn og Gísli hófu búskap á Akureyri en fluttu til Reykjavík- ur og bjuggu þar til ársins 1976. Lá leiðin þá aftur til Akureyrar. Þórunn var mikil handverks- kona og í frístundum prjónaði hún, saumaði, málaði postulín og ýmislegt fleira. Hún hafði líka mikinn áhuga á ljósmyndun og skrásetti vel ferðalög þeirra hjóna um landið og heiminn með myndavélinni. Þá stundaði hún golfíþróttina og var félagi í Golf- klúbbi Akureyrar um árabil. Síðustu æviárin bjó Þórunn á hjúkrunarheimilinu Lögmanns- hlíð. Útför Þórunnar fór fram í kyrrþey að hennar ósk. október 2006. Þórunn var elst þriggja systkina. Hin eru Þórdís meinatæknir, maki Hafsteinn Sæ- mundsson læknir, og Egill tannlæknir, maki Guðbjörg Hólmgeirsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Þórunn giftist 30. október 1965 Gísla Jónssyni framkvæmdastjóra, f. 28. júní 1945. Foreldrar hans voru Jón Eysteinn Egilsson framkvæmda- Elsku besta tengdamamma. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðistendur gjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Hvíldu í friði elsku Þórunn. Þín Erla Hrönn. Elsku amma okkar. Það er erfitt að lýsa því hversu góð- hjörtuð þú varst, hvað þú varst full af ást í garð fólksins í kring- um þig. Við verðum þér æv- inlega þakklát fyrir alla þá hlýju og þann kærleik sem þú veittir okkur. Hvergi var maður eins öruggur og hjá þér. Takk fyrir allt poppið, faðmlögin og hlát- urinn. Takk fyrir að taka alltaf á móti okkur með fallega brosinu þínu sem lýsti upp hvert einasta herbergi sem þú gekkst inn í. Þú passaðir alltaf upp á okkur og varst alltaf jákvæð, sama hvað dundi á. Takk fyrir að loka aldrei dyrunum fyrr en þú sást lyftuna fara, því að hvert augna- blik var dýrmætt með þér. Takk fyrir að vera til staðar. Alltaf. Þín Kristófer og Katrín. Fréttin um andlát Þórunnar vekur sorg í hjörtum okkar. Við eigum ljúfar minningar um Þór- unni. Við minnumst hennar af alúð fyrir umhugsunarsemi hennar og reisn til að takast á við lífið og tilveruna. Fjölskyldu- böndin ræktaði hún af einlægni og gestrisni. Kunnátta og áhugi Þórunnar á tölvu- og öðrum tækniútbúnaði var einstakur og listhæfileikar hennar komu fram í ýmsum myndum. Má þar sér- staklega nefna skarpt auga við ljósmyndatökur og fima fingur við hannyrðir hvort heldur var útsaumur, bútasaumur eða prjónaskapur. Samverustund- anna með Þórunni og fjölskyldu hennar minnumst við með þakk- læti og gleði í hjarta. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Gísla, barna, barna- barna og barnabarnabarna. Fanný, Garðar, Njörður, Tómas og Margrét. Við „hollsysturnar“ hittumst fyrst árið 1962 þegar við hófum nám í Hjúkrunarskóla Íslands. Áttum við þar saman stórkost- legan tíma. Líf okkar var sam- tvinnað í orðsins fyllstu merk- ingu. Við vorum í námi, bjuggum saman á heimavist, sameiginlegur vinnustaður og frítímanum eyddum við meira og minna saman. Þessi nánd varð til þess að við tókum þátt í lífi hver annarrar í blíðu og stríðu. Þessar minningar eru eins og perlur á bandi. Ómet- anlegar perlur. Við vorum hjúkrunarnemar á Akureyri þegar þið Gísli voruð að dragast hvort að öðru. Við fylgdumst með af mikilli eftir- væntingu. Úr þessu varð farsælt hjónaband. Okkur fannst við eiga svolítinn þátt í því. Elsku Þórunn, það var alltaf stutt í brosið og léttleikann, sömuleiðis dugnað og samvisku- semi. Þú varst fagurkeri og smekkleg í öllu. Það sást hvar sem þú varst. Listrænir hæfi- leikar þínir komu fram í öllu sem þú gerðir. Tímarnir breyt- ast, árin líða og landfræðileg fjarlægð varð meiri á milli okk- ar. Með í minningunum eru ógleymanlegar heimsóknir til ykkar hjóna. Þið tókuð svo vel á móti okkur á ykkar fallega heimili. Sömuleiðis í sumarbú- staðnum. Í sjógangi lífsins er stundum logn og stundum ólga. Þið nutuð lognsins með bros á vör. Þið tók- ust á við ólguna af ótrúlegum dugnaði, staðfestu og jákvæðni. Elsku Þórunn. Síðustu árin þín voru þér þokukennd. Nú er komið að kveðjustund. Í huga okkar hljómar enn dillandi hlát- ur þinn. Við sendum Gísla „okkar“ og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. F.h. „hollsystranna“, Arndís, Ása, Elínborg og Guðfinna. Þórunn Kolbeinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.