Morgunblaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
Minningarvefur á mbl.is
Minningar og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar,
fengið upplýsingar úr þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang
að þeirri þjónustu sem Morgunblaðið
hefur veitt í áratugi þegar andlát ber að höndum.
Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát
Minningargreinar
Hægt er að lesa minningargreinar,
skrifa minningargrein og æviágrip.
Þjónustuskrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða
þegar andlát ber að höndum.
Gagnlegar upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti fyrir
aðstandendur við fráfall ástvina.
Elsku afi, þetta er svo sárt.
Ég er svo þakklát fyrir öll árin
sem við áttum saman. Takk fyrir
allar minningarnar sem við
bjuggum til. Fyrsta minningin er
frá því ég var 4 ára. Ég var í leik-
skólanum á Selfossi og allt í einu
stóðuð þið amma við hliðið, bara
rétt eftir hádegi. Þú sagðir að við
værum að fara að leita að sólinni.
Það var rigning þennan daginn
en við keyrðum í leit að sólinni og
fundum hana í Vík. Þar fórum við
niður í fjöru og fórum að elta öld-
urnar. Við þurftum að passa að
bleyta ekki á okkur fæturna,
amma sagði að afi fengi sko ekki
nýja sokka ef hann blotnaði. Ég
blotnaði en þú fórst með mig í
Kaupfélagið og keyptir handa
mér nýja sokka.
Takk fyrir allar helgarnar sem
ég fékk að koma til ykkar ömmu,
með rútunni frá Selfossi til
Reykjavíkur. Við brölluðum mik-
ið saman þessar helgar. Kaffi
með bræðrum þínum á laugar-
dögum uppi í blómabúð, raða í
frímerkjasafnið þitt, gefa öndun-
um brauð og veitingahúsaleikur í
stofunni.
Takk fyrir öll jólaböllin sem
ég fékk að fara með þér á, stund-
um tvö á ári. Allar golfferðirnar
upp á golfvöll þar sem ég fékk að
nota „veiðistöngina“ þína til að
veiða upp fullt af boltum úr
vötnunum þar. Takk fyrir öll
töfrabrögðin, allar sögurnar og
ævintýrin sem þú tókst mig með
í. Takk fyrir ferðirnar upp í
sumarbústaðinn ykkar á Þing-
völlum. Takk fyrir að hafa tekið
mig með ykkur ömmu hringinn
um landið. Stoppuðum og tjöld-
uðum á fleiri stöðum, fórum að
leita að Lagarfljótsorminum,
allar sögurnar sem þú kunnir
um staðina sem við fórum á.
Passaðir mig og hélst utan um
mig þegar sögurnar voru stund-
um smá drungalegar og fullviss-
aðir mig um að ef óvættir myndu
láta sjá sig værir þú sko miklu
sterkari en þeir, og það vissi ég
alveg.
Takk fyrir öll matarboðin þar
sem þú smalaðir saman öllum
barnabörnunum og börnunum og
eldaðir góðan mat handa okkur.
Núna síðustu árin varst það
alltaf þú sem sóttir mig og keyrð-
ir mig upp á flugvöll, alveg sama
hvað, þú varst alltaf tilbúinn í
það.
Þú gerðir allt fyrir þau sem
stóðu þér nær og elskuðu þig. Þú
varst alltaf til staðar. Það er svo
ósanngjarnt að geta ekki fengið
afaknús aftur. Veit að þú munt
alltaf vera hjá okkur og passa
upp á okkur. Ég hefði ekki getað
hugsað mér betri afa en þig, svo
hjartagóður og hlýr.
Ég elska þig, afi minn, ávallt
verður þú í hjarta mínu.
Þitt elsta barnabarn,
Linda Björk.
Afi hefur ávallt verið og verð-
ur alltaf stór hluti af lífi okkar
systkina. Hann var duglegasti afi
sem fyrirfinnst. Hann gaf sér
alltaf tíma til að vera með okkur,
jafnvel þótt barnabarnahópurinn
hafi verið stór. Hann kom oft í
heimsókn, stundum bara til að fá
sér kaffi og spjalla. Kaffivélin
stendur nú óhreyfð og tilgangs-
laus á eldhússkenknum. Ef taka
þurfti til hendinni var afi ávallt til
staðar, bæði fyrir okkur og fyrir
alla sína nánustu. Jafnvel þótt afi
hafi horfið svona skyndilega frá
okkur veita allar góðu minning-
arnar hugarró. Hans minning
mun lifa með okkur eins og
mörgum öðrum sem hittu afa og
þekktu.
Steinar Þór, Kristín
Anna og Styrmir Jón.
1. október síðastliðinn mun
seint líða okkur hjónum úr minni,
vorum bæði í fastasvefni í fram-
andi landi þegar bjöllu var hringt
ítrekað og barið harkalega í
dyrnar, svo okkur var um og ó að
opna útidyrnar. Gátum séð út um
glugga að þar stóð maður sem
við þekktum að góðu einu og átti
að sækja Kristján og Kristínu út
á flugvöllinn í Orlando og bar
okkur þau hræðilegu tíðindi að
Kristján hefði fallið þar niður og
liðið yfir hann. Framhaldið
þekkjum við öll og getum rétt
ímyndað okkur það mikla áfall
sem Kristín varð þarna fyrir og
þá hræðilegu lífsreynslu sem hún
upplifði þarna. Þeir björtu og fal-
legu dagar sem við ætluðum að
eiga þarna saman breyttust á
svipstundu í myrka nótt.
Um hann Kristján mág okkar
og svila hrannast nú upp ótal fal-
legar og bjartar minningar
tengdar fjölskyldunni, vinnu, en
við unnum öll saman drjúgan
hluta lífs okkar, og ferðalögum.
Við hjónin minnumst margra
golfferða til Flórída sem við höf-
um farið og notið með Kristínu
og Kristjáni undanfarin ár og til-
hlökkunin var mjög mikil hjá
okkur öllum þetta árið.
Kristján var mikill fjölskyldu-
maður og vissi fátt skemmtilegra
en að vera ásamt Kristínu í
kringum barnahópinn sinn að
taka þar til hendi við að aðstoða
þau að bæta og fegra heimili
þeirra og passa barnabörnin.
Hann var einstaklega flinkur
smiður og skildi eftir sig marga
sérlega fallega gripi sem fegra
heimili okkar margra. Þá var
hann eins og öll hans ætt með
græna fingur sem mátti vel sjá
heima hjá þeim Kristínu og
reyndar mun víðar sem mörg
okkar fáum að njóta nú eftir hans
dag, ber þar að nefna gróður á
golfvelli GKG og Guðmundar-
lundi þar sem Kristján lagði
drjúga hönd á plóg.
Elsku Kristín, Kristín Hall-
dóra, Bryndís Björk og Elmar
Freyr og fjölskyldur, við sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur
og megi allar fallegu minning-
arnar sem þið eigið um hann
Kristján styrkja ykkur í sorg
ykkar.
Ólafur (Óli) og
Hrefna.
Okkar kæri vinur Kristján er
allur. Hann varð bráðkvaddur í
Orlando 1. október 2022. Við frá-
fall hans erum við minnt á að
enginn á sér morgundaginn vís-
an.
Kristján og Kristín hafa verið
okkar nánustu vinir frá unglings-
aldri, við minnumst og þökkum
góðar samverustundir. Í gegnum
árin hafa samskiptin verið mikil.
Þegar börnin voru yngri var vin-
sælt að fara í heimsóknir eða
saman í útilegu.
Á seinni árum höfum við fjög-
ur ferðast saman víða erlendis.
Eftirminnilegar eru sigling
um Karíbahafið og ferðin til Kína
sem er ógleymanleg og ófáar
aðrar ferðir sem ánægjulegt er
að minnast.
Kristján ólst upp í foreldra-
húsum í Fossvogi, þar sem for-
eldrar hans voru með garðyrkju-
stöðina Sólvang. Hann var
næstelstur fjögurra bræðra sem
allir lögðu fyrir sig garðyrkju/
blómarækt nema Kristján sem
lærði prentiðn, en garðyrkjuna
hafði hann í blóðinu.
Hann vann lengi hjá DV en
þegar föstu starfi lauk átti hann
sér mörg áhugamál sem hann gat
snúið sér að. Hann var félagi í
Skógræktarfélagi Kópavogs og
var Guðmundarlundur hans
hjartans mál og naut krafta hans.
Hann var fjölhæfur, handlag-
inn og afar hjálpsamur og þess
nutu hans nánustu. Kristján og
Kristín sinntu barnabörnunum
tíu afar vel og voru iðin að fylgja
þeim eftir í þeirra áhugamálum.
Þau voru alltaf í fyrsta sæti hjá
afa og ömmu.
Þau hjónin hafa spilað golf í
mörg ár og eru félagar í GKG.
Kristján mætti á völlinn nærri
daglega kl. 10.10 og tók hring
með félögum sínum.
En það sem stóð upp úr hjá
þeim hjónum í golfinu voru ferð-
irnar til Flórída að spila golf í
þægilegum hita og góðum fé-
lagsskap.
Það er sárt að kveðja góðan
vin en minningin lifir.
Elsku Kristín, Kristín Hall-
dóra, Bryndís, Elmar og fjöl-
skyldur, missir ykkar er mikill,
Guð gefi ykkur styrk í sorginni.
Blessuð sé minning Kristjáns
Jónassonar.
Guðrún og Karl.
Það kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti þegar sú fregn
barst að Kristján hefði orðið
bráðkvaddur á Orlando í Flórída
1. október. Góður félagi er fallinn
frá, langt fyrir aldur fram. Ég
kynntist Kristjáni fyrst fyrir all-
nokkrum árum en okkar kynni
urðu fyrst náin eftir að hann tók
sæti í stjórn Skógræktarfélags
Kópavogs. Kristján hefur hefur
setið í stjórn Skógræktarfélags
Kópavogs undanfarin sex ár og
gegnt stöðu varaformanns fé-
lagsins lengst af. Hann tók við
stöðu formanns tímabundið eftir
að formaður félagsins var ráðinn
framkvæmdastjóri þess. Þá hef-
ur hann um árabil setið í stjórn
Skógræktarfélagsins á Fossá í
Hvalfirði sem er í eigu Skóg-
ræktarfélags Kópavogs að hálfu.
Kristján taldi það skyldu sína
að leggja skógræktarmálum lið,
endurheimta glötuð vistkerfi með
gróðursetningum trjáplantna og
verndun gróins lands. Hann unni
skógum og var vel meðvitaður um
mikilvægi útivistar í skóglendi
fyrir fyrir líkamlega og andlega
heilsu. Kristján vann að uppbygg-
ingu í Guðmundarlundi í Kópa-
vogi og nágrenni, í Selfjalli og á
Fossá í Kjós. Þessi svæði voru
honum hugleikin. Hann kom að
þróun þeirra og uppbyggingu til
margra ára.
Okkur Kristjáni kom alltaf af-
ar vel saman. Hann fylgdist vel
með mínum störfum sem fram-
kvæmdastjóra og kom reglulega
í höfuðvígi félagsins í Guðmund-
arlundi til að fara yfir stöðu
mála. Þetta voru kærkomnar
stundir því hann var hugmynda-
smiður og reyndist mér góður
ráðgjafi.
Kristján kvaddi mig og Guð-
mundarlund tveimur dögum fyr-
ir andlátið. Við höfðum setið
drjúga stund, notið kaffisins og
spáð í framtíð Fossár því stefnt
var á að halda stjórnarfund í fé-
laginu um leið og Kristján sneri
aftur úr fríi frá Flórída eftir
mánaðardvöl.
Kristján var handlaginn, heil-
steyptur og nákvæmur og frá
honum stafaði innri hlýja. Hann
virti skoðanir annarra en gat
verið fastur fyrir, ef því var að
skipta. Það var mér heiður að fá
að starfa með honum og eiga við
hann samskipti.
Með kveðju og þakklæti frá
stjórn Skógræktarfélags Kópa-
vogs votta ég Kristínu, börnum
og ástvinum öllum okkar dýpstu
samúð. Minningar um góðan
mann munu lifa.
Kristinn H.
Þorsteinsson.