Morgunblaðið - 01.11.2022, Síða 22
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
Sjónvarp óskast
Óska eftir notuðu Led
sjónvarpi 19 tommu logigs.
Upplýsinar í síma 692-8540
Ýmislegt
Ný jólaskeið frá ERNU
fyrir 2022 komin.
Kíkið á nýju skeiðina á síðunni
erna.is. Hönnuð af Raghildi Sif
Reynisdóttur og fæst í verslun okkar
að Skipholti 3.
Frí póstsending
ERNA s. 552 0775, erna.is
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
fyrir veturinn og tek
að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Leikfimi kl. 10.00. Lesh-
ringur kl. 11. Erlent handverksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16. Kar-
lakórsæfing kl. 12:45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-
15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Áskirkja Jólabasar Áskirkju verður þann 6 nóvember kl 14.
Margvíslegir munir og fatnaður til sölu og glæsilegur kökubasar.
Vöfflukaffi fyrir 1000kr. Ef þið getið gefið okkur muni á basarinn þá ko-
mið með þá á opnunartíma kirkjunnar til kirkjuvarðar Ef þið hafið hug
og færi á að gefa okkur bakkelsi fyrir kökubasarinn þá verðum við
mættar kl 10 samdægurs og þiggjum með bros á vör Safnaðarfélag
Áskirkju
Boðinn Þriðjudagur 1. nóvember: Pílukast kl. 09:00. Bridge og Ka-
nasta kl. 13:00. Sundlaugin opin til kl. 16:00.
Bústaðakirkja Félagsstarf er á miðvikudögum frá kl 13-16. Spil,
handavinna og kaffið góða á sínum stað, prestar kirkjunnar eru með
hugleiðingu og bæn. Gestur dagsins verður Aðalsteinn Ásberg Si-
gurðsson. Hann verður með erindi um sálma sem hann hefur ort og
eru í nýju sálmabókinni. Erindið er um kl 14:30 þegar að kaffið er.
Hlökkum til að sjá ykkur
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 13.30.
Fella- og Hólakirkja Eldriborgara starf alla þriðjudaga kl.13.00. Byr-
jum með helgistund í kirkjunni kl. 12 og eftir stundinna er farið í saf-
naðarheimilið í súpu og brauð og skemmtileg dagskrá þar á eftir. Allir
hjartanlega velkomnir.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Prjónað til góðs kl. 8:30-12:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Myndlis-
tarhópurinn Kríur kl. 12:30-15:30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13:00-13:10.
Bónusrútan kl. 13:10. Dansað með göngugrindurnar kl. 13:15-14:30.
Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Bókabíllinn kl. 14:45.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi 9:00 QJ-Gong í Sjálandssk.
9.00-12.00Trésmíði í Smiðju 10.00 Ganga frá Jónsh. 11.00 Stóla-jóga í
Sjálandssk. 12.15 Leikfimi í Ásgarði 13.00-16.00Trésmíði í Smiðju
13.10 Boccia í Ásgarði 13.30 Aukum lífsgæði á efri árum - Elísa
Viðarsdóttir 13.45-15.15 Kaffiveitingar í Jónsh. 14.15 / 15.00 Línudans
í Sjálandssk.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10:00 Listaspírur kl.
13:00 – 16:00. Bókband kl. 13:00 – 16:00 Allir velkomnir
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 1. nóvember verður opið hús fyrir el-
dri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13 - 15. Margt er til
gamans gert. Munum fagna vetri með söng. Að opna húsinu loknu er
kaffi og meðlæti. Umsjón hefur Kristín Kristjánsdóttir djákni.
Kyrrðarstund hefst kl, 12. Að kyrrðarstund lokinni er boðið uppá
léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi. Verið velkomin!
Gullsmári Þriðjudagur: Myndlist kl. 9:00.Tréútskurður kl. 13:00. Ca-
nasta kl. 13:00. Virkni og vellíðan, stólaleikfimi kl. 13:00. Leshópur kl.
20:00, allir velkomnir.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Hu-
gleiðslunámskeið kl. 10:30. Bridge kl. 13:00. Bingó kl. 13:15.
Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Þriðjudagur: Listmálun kl. 9:00. Boccia kl. 10:00.
Helgistund kl. 10:30. Leikfimihópur í Egilshöll kl. 09:30 og kl. 11.
Spjallhópur í Borgum kl. 13:00. Línudans kl. 13:00. Sundleikfimi í
Grafarvogslaug kl. 14:00. Gleðin býr í Borgum.
Neskirkja Krossgötur kl. 13.00. Allir heilagir og allar sálir.
Steingrímur Þórhallsson organisti fjallar um þekktar sálumessur. Kaf-
fiveitingar.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu 09:00-10:00 -
Bútasaumshópur í handverksstofu kl. 09:00-12:00. Hópþjálfun í setus-
tofu kl. 10:30-11:00 og síðdegiskaffi kl.14.30-15.30. Allar nánari
upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10. Kaffikrókur á
Skólabraut kl. 9.00. Pútt á Nesvöllum á Austurströnd 5, kl. 10.30.
Fjölmennum á viðburðinn: Gamlar myndir á breiðtjaldi. Leifur Reynis-
son sýnir myndir frá tímabilinu 1940-1960 í hátíðarsal Gróttu við
Suðurströnd í dag kl. 14.00. Allir velkomnir. Umræður og kaffisopi.
Ath. nk. fimmtudag verður félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
Í dag, 1. nóvem-
ber, hefði Jón bróðir
minn orðið 68 ára,
hefði honum enst
aldur. En hann lést í
sumar eftir skamm-
vinn veikindi, því miður. Það skal
játað hér að andlát hans fékk svo á
mig að ég vildi ekki horfast í augu
við það og afneitaði því lengi vel.
Minningargrein um hann var ekki
á dagskrá. Enda lífið einfaldlega
fráleitt án hans. Þakkarskuld mín
við hann er þó of mikil til að bera
lengur ein og afmælisdagurinn
hans góður dagur til að deila
þökkinni með öðrum.
Jón var einstaklega hlýr og
Jón Magnússon
✝
Jón Magnússon
fæddist 1. nóv-
ember 1954. Hann
lést 26. júlí 2022.
Útför Jóns fór fram
15. ágúst 2022.
skemmtilegur mað-
ur. Hann var örlátur
svo af bar og mikill
gestgjafi. Hann naut
þess að elda góðan
mat fyrir gesti sína,
eins og móðir okkar
Ingibjörg. Hann
fékk glaðlyndi föður
okkar og frásagnar-
gáfu í vöggugjöf og
því var heimsókn til
hans bæði veisla fyr-
ir líkama og sál. Venjulegur heim-
ilismatur varð að sælkeramáltíð
hjá Jóni
Í samskiptum okkar systkin-
anna var hann oftar veitandi, þótt
ég væri eldri. Það var honum ein-
faldlega eðlislægt. Við náðum æ
betur saman með árunum. Bragi,
maðurinn minn, féll fyrir Jóni við
fyrstu kynni, eins og fleiri, og var
ekki síður áhugasamur en ég um
að heimsækja hann á Akureyri
eftir að hann settist þar að. Þeir
gátu setið að spjalli langt fram eft-
ir kvöldi, þótt ég væri löngu farin
að sofa. Það var alltaf nóg húsrúm
hjá Jóni, hvort sem var í fallega
litla húsinu hans á Eyrarvegi eða í
agnarlitlu íbúðinni áður í Norður-
götu, sem hann var ætíð fús að
lána okkur ef við vorum á ferðinni.
Þótt Jón væri ekki sjálfur heima
var nærvera hans nærri áþreifan-
leg í ilmandi hreinni íbúðinni þar
sem hver hlutur var á sínum stað.
Ég veit að Bragi mun sakna þess
að geta ekki lengur heimsótt Jón á
fallega heimilið hans á Eyrarvegi,
ekki síður en ég. Þar átti maður
alltaf vísar skemmtilegar stundir.
Hann var myndarlegur í sjón,
hár, beinvaxinn og sterkbyggður,
með beinabygginguna og líkams-
styrkinn frá móður okkar. Hann
var, má segja, stór maður bæði í
eiginlegri og óeiginlegri merkingu
og skilur því eftir sig mikið tóma-
rúm. Það er sárt að geta ekki leng-
ur horfið í hlýjan faðm hans.
Að lokum örlítið minningarbrot
af mörgum: Við Bragi erum stödd
í samkomuhúsinu á Hofsósi í byrj-
un aldarinnar á þorrablóti Vest-
urfarasetursins í boði Jóns bróð-
ur. Það er þéttsetið við hvert borð
í salnum og eftirvænting í lofti.
Ræðumaður kvöldsins, Jón Magn-
ússon, er að stíga á svið. Ég bíð
spennt. Um leið og hann hefur mál
sitt þagnar kliðurinn í salnum. Svo
brjótast hlátrasköll út og halda
áfram jafnt og þétt alla ræðuna.
Mikið er hann fallegur þarna á
sviðinu, hávaxinn og myndarleg-
ur, með þykka liðaða hárið sitt að-
eins úfið. Og skemmtilegur, drep-
fyndinn! Þegar ballið byrjar eftir
borðhaldið kemur hann skálmandi
til mín og býður mér upp í dans.
Ég finn notalegt handtak hans á
herðunum og svo leggur hann
vangann að enni mér. Það er ró-
legur dans og hann skammast sín
hreint ekki neitt fyrir að vanga við
systur sína innan um allt þetta
fólk. Takk fyrir skemmtunina,
elsku Jón.
Far vel elsku bróðir. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Kristín
Í dag kveð ég elsku Hiddu
frænku mína. Hidda var alltaf svo
ljúf, róleg og vel tilhöfð, hún var
þessi lekkera týpa. Hún var syst-
ir mömmu og eru svo að segja all-
ar mínar minningar um Hiddu
tengdar mömmu. Það var ákaf-
Hildur Gísladóttir
✝
Hildur Gísla-
dóttir fæddist
26. apríl 1938. Hún
lést 7. október
2022. Útför hennar
fór fram 31. októ-
ber 2022.
Eftirfarandi
grein er endurbirt
en niðurlag hennar
vantaði. Beðist er
velvirðingar á mis-
tökunum.
lega fallegt systra-
samband á milli
þeirra tveggja og
oft var hlegið þegar
þær rifjuðu upp
gamla tíma. Ég við-
urkenni að ég skildi
nú ekki alltaf hvað
þær voru að segja,
var eins og þær töl-
uðu einhverja
skandinavísku sem
var sambland af ís-
lensku, dönsku og líklegast
sænsku bara.
Ég fékk þó tækifæri til að
kynnast Hiddu utan fjölskyld-
unnar þegar ég fór að læra hár-
snyrtiiðn í Iðnskólanum í Hafn-
arfirði haustið ’97. Þar kenndi
Hidda í mörg ár, sem og í Iðn-
skólanum í Reykjavík, og mér
þótti einstaklega gaman að fá að
kynnast þessari hlið á henni. Sem
kennari sýndi hún sömu hliðar,
ávallt róleg og ljúf. Það kæmi
mér ekki á óvart að hún hafi lík-
legast kennt nærri öllum okkar
sem fórum í hársnyrtiiðn frá ní-
unda áratug síðustu aldar og
þangað til hún fór á eftirlaun, þá
orðin sjötug að aldri. Henni
fannst nú oft heldur mikill hávaði
í okkur, æðibunugangur og mikið
mas þar sem við stóðum sveitt og
úfin að reyna að muna hvernig
átti að greiða bylgjurnar, láta
klifsin snúa, rúlla upp múrsteina-
upprúllinu eða túpera hárið svo
greiðslurnar myndu nú haldast,
a.m.k. þangað til módelin kæmu
heim til sín. Alltaf hélt Hidda ró
sinni, bara eins og hennar var von
og vísa. Sagði að þetta kæmi allt
saman, við skyldum bara vera ró-
leg.
Mikið er ég þakklát fyrir
Hiddu frænku mína. Hún kenndi
mér margt og á ég henni margt
að þakka.
Þín gullnu spor
yfir ævina alla
hafa markað
langa leið.
Skilið eftir
ótal brosin,
bjartar minningar
sem lýsa munu
um ókomna tíð.
(Hulda Ólafsdóttir)
Takk fyrir allt elsku Hidda
mín. Takk fyrir hvað þú varst
mömmu góð systir. Takk fyrir
tímann sem þú gafst þér til að
kenna mér og leiðbeina. Takk
fyrir að hvetja mig til þess að
taka meistarann. Takk fyrir allt
og allt.
Hvíldu í friði elsku frænka.
Eva.
✝
Bylgja Björk
Guðjónsdóttir
fæddist 16. janúar
árið 1960 í Reykja-
vík. Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans 10.
október 2022 eftir
baráttu við blóð-
krabbamein. For-
eldrar hennar voru
Dóra Friðleifsdóttir,
f. 11. desember
1930, d. 12. janúar 2018, og Guð-
jón Árni Ottósson, f. 8. desember
1928, d. 16. apríl 2017.
Bylgja var þriðja í röð sex
systkina. Þau eru Birna, f. 1953,
Heimir Jón, f. 1954, Halldóra
Kristín, f. 1964, Ottó Eðvarð, f.
1971 og Hulda, f. 1975. Bylgja
Lind, f. 2005, Albert Örn, f. 2009
og Aldís Edda, f. 2015. 3) Dóra
Björk Steinarsdóttir, f. 1987, eig-
inmaður hennar er Björn Ingi
Björnsson, f. 1983 og eru börn
þeirra Anika Diljá, f. 2013, Katr-
ín Erla, f. 2014, og Jakob Högni,
f. 2018.
Bylgja ólst upp í Bústaðahverf-
inu og gekk í Breiðagerðisskóla
og Réttarholtsskóla. Hún tók
landspróf 1976 og fór í Verzl-
unarskóla Íslands ári síðar og
lauk þaðan verzlunarprófi árið
1979. Hún vann lengst af við bók-
hald en á síðari árum sínum vann
hún við umönnun á Eir hjúkr-
unarheimili. Starfið kveikti áhuga
hennar á frekara námi og útskrif-
aðist hún úr félagsliðanáminu árið
2019. Bylgja var námfús og
áhugasöm og var sífellt að bæta
við sig í námi og hinum ýmsu
námskeiðum. Meðal áhugamála
Bylgju voru kórsöngur og var hún
meðlimur í Árnesingakór Reykja-
víkur í fjölda ára. Útförin fór fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
var gift Steinari Þór
Ólafssyni, f. 1960,
frá árunum 1982-
2002 og eignuðust
þau þrjú börn. Þau
eru: 1) Árni Þór
Steinarsson, f. 1979,
eiginkona hans er
Þóra Kristín Þór-
hallsdóttir, f. 1979
og börn þeirra eru
Andri Þór, f. 2002,
Jóel Orri, f. 2005 og
Arnar Breki, f. 2009. 2) Daníel
Örn Steinarsson, f. 1981, eig-
inkona hans er Ásdís Björk Jó-
hannsdóttir, f. 1982 og börn
þeirra eru Indíana Ósk, f. 2001,
sambýlismaður Indíönu er Hilm-
ar, f. 2001 og eiga þau saman eitt
barn, Albert Óla, f. 2020, Lilja
Elsku mamma, mikið á ég eftir
að sakna þín og að hafa þig hjá
okkur í lífinu. Ég mun sakna
nærveru þinnar, bross þíns, hlát-
urs og húmors. Mér þykir sárt að
hugsa til þess hversu snemma þú
varst kvödd frá þessum heimi,
allt of snemma vegna þessa öm-
urlega sjúkdóms sem þú hafðir
barist svo hetjulega á móti.
Þú varst sjálfstæð og ákveðin,
hugrökk, glaðlynd, fróðleiksfús
og ávallt sönn sjálfri þér. Nægju-
söm og hugulsöm en á sama tíma
algjör nagli. Frábær amma og
hugmyndafrjó með eindæmum.
Ég kveð þig stoltur og þegar
ég hugsa til baka um öll árin sem
við höfum átt hvort annað að þá
fyllist ég þakklæti yfir svo
mörgu. Takk fyrir lífið og ástúð-
ina sem þú gafst mér, það er svo
ótrúlega margt sem ég hef lært
af þér. Takk fyrir að kenna og
sýna mér að lífið hefur margar
hliðar. Bæði skuggahliðar og sól-
skin, bros og tár, að lífið sé alls
konar og fjölbreytileikinn af hinu
góða.
Þrátt fyrir að lífið sé oft harð-
ur og óútreiknanlegur húsbóndi
sem hefur stundum smitandi
áhrif yfir í manns eigið líf þá eigi
maður að taka lærdóm út úr erf-
iðu tímunum og að njóta góðu
tímana eins vel og hægt er. Halda
höfði þó á móti blási og sýna bæði
lífinu og dauðanum virðingu.
Þakka þér fyrir þinn hluta í að
gera mig að þeim manni sem ég
er í dag. Marga góða mannkosti á
ég þér að þakka sem þú ýmist
gafst mér í vöggugjöf eða hjálp-
aðir mér að rækta. Þakka þér
fyrir að færa mér og fjölskyldu
minni svo mikla gleði og ham-
ingju í gegnum árin.
Vonandi einn daginn, einhvern
tímann seinna, í öðrum heimi
munu vegir sálna okkar liggja
saman á ný. En þangað til munt
þú alltaf lifa í huga mínum og
eiga stað í hjarta mínu.
Þar sem þú varst mikill tónlist-
arunnandi og ég ekki maður
margra orða þá enda ég á broti úr
laginu Orðin mín:
„Þau eru stirð. Þau eru fá.
Þau sjálfsagt aldrei flugi ná.
Þau munu engu að síður alltaf bíða
þín.“
Þinn sonur,
Daníel Örn Steinarsson.
Bylgja systir var 15 ára gömul
þegar ég fæddist, búin að upplifa
marga erfiða hluti sem ekkert
barn á skilið. Og þarna er hún
sett í enn eina stöðuna sem hún
hefur ekki þroskann í, hún er orð-
in móðir litlu systur sinnar. Að
þroskast og dafna í vanvirkri fjöl-
skyldu gaf okkur ekki gott vega-
nesti, en Bylgja gerði sitt besta
og eins vel og hún kunni.
Samskiptum okkar lauk fyrir
tæpum níu árum, við reyndum
báðar að laga samband okkar en
því miður tókst það ekki. Systir
mín var góð kona þrátt fyrir erf-
iðleika í æsku sem mótuðu líf
hennar á þann hátt sem það
gerði. Ég syrgi örlög Bylgju og
ég syrgi samband okkar.
Elsku systir hvíl í friði, ég
elska þig.
Þín systir,
Hulda.
Félagi okkar til margra ára
hún Bylgja hefur kvatt þetta jarð-
líf. Hún kom og fór eins og fuglar
vorsins, há og grönn og ljós yfir-
litum. Staldraði ekki alltaf við
heilan vetur hjá okkur í ÁR-kórn-
um enda vann hún oft vaktavinnu
og því ekki auðvelt að mæta á all-
ar æfingar. Hún var góður félagi,
hafði yndi af söng og fallega alt-
rödd. Hlátur hennar var eilítið
hrjúfur og smitandi og því fylgdi
henni alltaf gleði. Félagslynd var
hún og tók þátt í flestum skemmt-
unum og ferðalögum kórsins inn-
an lands og utan. Einnig sinnti
hún ýmsum störfum í þágu kórs-
ins sem henni eru nú að leiðarlok-
um þökkuð af alúð.
Kórfélagar senda fjölskyldunni
allri innilegar samúðarkveðjur.
En sáðkorn í jörðu
spíra og vaxa að vori
- vonin glæðist
með tímanum sárin gróa.
Við hlúum að blómum
á látinna ástvina leiðum.
Lítil sáðkorn
í mannlegum jarðargróða.
(Kristjana Emilía Guðmundsdóttir)
F.h. ÁR-kórsins,
Guðný Atladóttir,
Ingibjörg Valdimarsdóttir,
Þorgerður Guðfinnsdóttir.
Bylgja Björk
Guðjónsdóttir