Morgunblaðið - 01.11.2022, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
EM U-17 karla
Undanriðill í N-Makedóníu:
Frakkland – Ísland .................................. 4:0
Daouda Traore 15., Ismail Bouneb 38.,
Mathis Lambourde 87., 90.
N-Makedónía – Lúxemborg.................... 2:3
Lokastaðan:
Frakkland 3 3 0 0 12:0 9
Ísland 3 2 0 1 6:5 6
Lúxemborg 3 1 0 2 4:9 3
N-Makedónía 3 0 0 3 2:10 0
_ Frakkland og Ísland halda áfram og
leika í milliriðli síðar í vetur.
Svíþjóð
Norrköping – Djurgården...................... 0:1
- Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi
Traustason léku allan leikinn með Norr-
köping. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á
í uppbótartíma en Ari Freyr Skúlason var
ónotaður varamaður.
Elfsborg – Helsingborg .......................... 3:0
- Sveinn Aron Guðjohnsen og Hákon Rafn
Valdimarsson léku allan leikinn með Elfs-
borg og Sveinn lagði upp mark.
Staðan fyrir lokaumferðina:
Häcken 29 18 9 2 66:34 63
Djurgården 29 17 6 6 55:24 57
Hammarby 29 15 8 6 58:27 53
AIK 29 14 8 7 45:35 50
Kalmar 29 14 6 9 37:27 48
Elfsborg 29 12 10 7 54:35 46
Malmö FF 29 13 6 10 42:32 45
Gautaborg 29 13 3 13 38:38 42
Mjällby 29 10 10 9 32:33 40
Värnamo 29 9 10 10 33:43 37
Sirius 29 9 8 12 29:39 35
Norrköping 29 8 9 12 37:39 33
Degerfors 29 7 9 13 30:47 30
Varberg 29 7 7 15 28:55 28
Helsingborg 29 4 5 20 22:50 17
Sundsvall 29 4 2 23 28:76 14
_ Häcken er meistari en Helsingborg og
Sundsvall eru fallin. Brommapojkarna og
Halmstad eru komin upp í staðinn. Var-
berg eða Degerfors fer í umspil gegn Öster.
Rosengård – Djurgården ....................... 3:0
- Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn
með Rosengård.
Staðan fyrir lokaumferðina:
Rosengård 24 19 3 2 68:24 60
Linköping 25 18 2 5 61:26 56
Häcken 24 16 5 3 55:20 53
Kristianstad 25 15 4 6 53:27 49
Vittsjö 25 13 6 6 39:24 45
Hammarby 25 14 3 8 41:28 45
Eskilstuna 25 12 4 9 32:29 40
Piteå 25 11 4 10 31:25 37
Örebro 25 12 1 12 37:37 37
Djurgården 24 8 2 14 30:42 26
Kalmar 25 4 4 17 23:63 16
Brommapojkarna 25 3 3 19 20:57 12
Umeå 25 3 3 19 20:64 12
AIK 24 2 2 20 16:60 8
_ Rosengård er meistari, AIK er fallið.
Brommapojkarna eða Umeå fellur og hitt
liðið fer í umspil við Uppsala eða Alingsås.
Växjö og Norrköping eru komin upp.
Danmörk
Midtjylland – OB...................................... 1:2
- Elías Rafn Ólafsson var allan tímann á
bekknum hjá Midtjylland.
- Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB
á 86. mínútu og skoraði sigurmarkið.
Staða efstu liða:
Nordsjælland 15 9 4 2 24:12 31
Viborg 15 8 4 3 22:15 28
Randers 15 6 5 4 22:21 23
OB 15 6 4 5 19:21 22
Silkeborg 15 6 3 6 25:22 21
København 15 6 3 6 23:20 21
AGF 15 6 3 6 18:15 21
Holland
B-deild:
Jong Ajax – Willem II.............................. 1:2
- Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leik-
inn með Ajax og lagði upp mark.
0-'**5746-'
Olísdeild karla
Haukar – Fram..................................... 32:34
Staðan:
Valur 7 6 0 1 225:187 12
Fram 8 4 3 1 237:230 11
Selfoss 7 4 1 2 215:200 9
Afturelding 7 4 1 2 198:184 9
FH 7 3 2 2 192:197 8
ÍBV 7 3 2 2 242:206 8
Stjarnan 6 2 2 2 169:171 6
Haukar 7 2 1 4 196:197 5
Grótta 6 2 1 3 168:164 5
KA 6 2 1 3 167:174 5
ÍR 7 2 0 5 192:245 4
Hörður 7 0 0 7 200:246 0
Svíþjóð
Malmö – Sävehof ................................. 25:26
- Tryggvi Þórisson skoraði ekki fyrir
Sävehof.
$'-39,/*"
VÍS-bikar karla
16-liða úrslit:
Grindavík – Ármann......................... 109:101
Selfoss – Höttur.................................... 83:92
KR – Hamar.......................................... 79:66
086&(9,/*"
Knattspyrnuþjálfarinn Jonathan
Glenn hefur gert tveggja ára samn-
ing við Keflavík og verður hann
næsti þjálfari kvennaliðs félagsins.
Hann stýrði ÍBV á nýliðinni leiktíð,
en var látinn taka pokann sinn í lok
hennar. Eyjakonur höfnuðu í sjötta
sæti deildarinnar undir hans stjórn.
Glenn tekur við Keflavíkurliðinu af
Gunnari Magnúsi Jónssyni, sem
hafði stýrt Keflavík frá árinu 2016.
Keflavík endaði í áttunda sæti
Bestu deildarinnar á leiktíðinni,
fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.
Gunnar tók við Fylki á dögunum.
Glenn í Keflavík
næstu tvö ár
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Keflavík Jonathan Glenn gerði
tveggja ára samning við Keflavík.
Landsliðskonan Isabella Ósk Sig-
urðardóttir hefur samið við körfu-
knattleiksdeild Njarðvíkur og mun
hún leika með liðinu út yfirstand-
andi leiktíð. Isabella kemur til
Njarðvíkur frá uppeldisfélagi sínu
Breiðabliki, þar sem hún hefur
leikið sjö deildarleiki á leiktíðinni.
Hún lék með South Adelaide í
áströlsku B-deildinni á síðustu
leiktíð, en sneri aftur heim í Smár-
ann fyrir komandi tímabil. Isabella
hefur hins vegar ákveðið að söðla
um og semja við ríkjandi Íslands-
meistara.
Isabella til
meistaranna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Njarðvík Isabella Ósk Sigurðar-
dóttir hefur samið við meistarana.
Fram er einu stigi frá Val á toppi
Olísdeildar karla í handbolta eftir
34:32-útisigur á Haukum á Ásvöll-
um í gærkvöldi. Framarar hafa
komið skemmtilega á óvart í vetur
og hefðu fáir búist við liðinu í
öðru sæti, þegar liðin hafa spilað
6-8 leiki. Íslandsmeistarar Vals
eru eina liðið sem hefur unnið
Fram á leiktíðinni og er Fram
eina liðið sem hefur unnið Val á
tímabilinu.
Fjórir í röð án sigurs
Tímabilið hefur hins vegar ver-
ið vonbrigði hjá Haukum og er lið-
ið aðeins með tvo sigra í sjö leikj-
um. Þá hafa Haukar leikið fjóra
leiki í röð, án þess að fagna sigri.
Framarar voru miklu betri í
fyrri hálfleik og munaði tíu mörk-
um í hálfleik, 22:12. Fram náði
mest tólf marka forskoti í seinni
hálfleik, en þá tóku Haukar við
sér. Munurinn var kominn niður í
fjögur mörk þegar sex mínútur
voru eftir. Sigur Framara var þó
ekki í hættu, því munurinn fór
fyrst niður í tvö mörk þegar leik-
urinn var svo gott sem búinn.
Luka Vukicevic skoraði tíu
mörk fyrir Fram og Þorsteinn
Gauti Hjálmarsson bætti við sjö.
Geir Guðmundsson skoraði sjö
fyrir Hauka og Andri Már Rún-
arsson sex.
Framarar einu
stigi frá toppnum
- Erfitt gengi Hauka heldur áfram
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ásvellir Luka Vukicevic hjá Fram og Atli Már Báruson úr Haukum eigast
við í leik liðanna á Ásvöllum í Hafnarfirðinum í gærkvöldi.
Hallgrímur Mar Steingrímsson, sóknartengiliður KA-manna, var besti
leikmaðurinn í 27. og síðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta, sem
leikin var á laugardaginn, að mati Morgunblaðsins. Hallgrímur skoraði
bæði mörk KA þegar liðið sigraði Val og gulltryggði sér annað sætið í
deildinni en Akureyrarliðið var fyrir nokkru búið að tryggja sér sæti í Evr-
ópukeppni á næstu leiktíð.
Hallgrímur er í síðasta liði umferðarinnar sem sjá má hér að ofan en
hann náði jafnframt þeim stóra áfanga að ljúka sínu sjötta tímabili í röð
með KA án þess að missa úr leik í deildinni. Hann hefur því leikið alla 133
leiki KA síðan liðið kom á ný í efstu deild árið 2017. vs@mbl.is
27. umferð
í Bestu deild karla 2022
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Ingvar Jónsson
Víkingur
Ísak Andri
Sigurgeirsson
Stjarnan
AdamÆgir Pálsson
Keflavík
Ísak Snær
Þorvaldsson
Breiðablik
Hallgrímur Mar
Steingrímsson
KA
Óskar Örn
Hauksson
Stjarnan
Eyþór AronWöhler
ÍA
Dani Hatakka
Keflavík
Eiður Aron
Sigurbjörnsson
ÍBV
Patrik Johannesen
Keflavík
Ívar Örn Árnason
KA
8
7
7
6
2
2
4
4
5
5
Hallgrímur bestur í 27. umferð
KR, Grindavík og Höttur úr úrvals-
deildinni tryggðu sér í gærkvöldi
sæti í átta liða úrslitum VÍS-bikars
karla í körfubolta með sigrum á lið-
um úr 1. deild.
KR-ingar, sem hafa farið illa af
stað í Subway-deildinni í vetur,
unnu 79:66-sigur á Hamri á heima-
velli. Jordan Semple skoraði 16 stig
og tók 13 fráköst fyrir KR og Ragn-
ar Ágúst Nathanaelsson skoraði 21
stig og tók 19 fráköst fyrir Ármann.
David Azore gerði 32 stig, tók
átta fráköst og gaf átta stoðsend-
ingar fyrir Grindavík í 109:101-
heimasigri á Ármanni. Bragi Guð-
mundsson skoraði 30 stig. Guðjón
Hlynur Sigurðarson skoraði 29 fyr-
ir Ármann.
Þá vann Höttur 92:83-útisigur á
Selfossi. Jafnt var á metum í fyrsta
og fjórða leikhluta en Hattarmenn
voru sterkari í öðrum og þriðja og
lögðu með því grunninn að sigr-
inum. David Ramos skoraði 25 stig
fyrir Hött og Srdan Stojanovic
skoraði 21 og gaf 11 stoðsendingar
fyrir Selfoss.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bikarinn Roberts Freimanis hjá KR og Ragnar Ágúst Nathanaelsson, fyrir-
liði Ármanns eigast við í Frostaskjólinu í Vesturbænum í gærkvöldi.
Úrvalsdeildarliðin
fóru áfram
Jón Axel Guðmundsson, landsliðs-
maður í körfubolta, er á förum frá
uppeldisfélaginu Grindavík og á
leið til Pesaro á Ítalíu á tímabundn-
um samningi.
Grindvíkingurinn staðfesti við
Morgunblaðið í gær að hann væri á
förum frá Grindavík. Ítalski miðill-
inn Basket Marche segir Jón Axel á
leið til Pesaro. Jasmin Repesa,
þjálfari Pesaro, þjálfaði Jón Axel
hjá Bologna á síðasta ári. Hann
þjálfaði einnig Jón Arnór Stefáns-
son hjá Roma á sínum tíma.
Jón Axel hefur leikið með Frank-
furt og Crailsheim í Þýskalandi síð-
ustu ár, auk Bologna. Þá æfði hann
með NBA-liðum í sumar. Jón Axel
lék aðeins tvo leiki með Grindavík á
leiktíðinni og skoraði í þeim 18 stig,
gaf 7,5 stoðsendingar og tók 6 frá-
köst. Pesaro er í fimmta sæti
ítölsku A-deildarinnar með þrjá
sigra og tvö töp eftir fimm leiki.
Jón Axel frá Grindavík til Ítalíu
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Ítalía Jón Axel Guðmundsson.