Morgunblaðið - 01.11.2022, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
lokahópinn. Ég vildi sýna það á
vellinum að ég hefði átt skilið að
vera í hópnum og ég tel mig hafa
gert það. Auðvitað virði ég ákvörð-
un landsliðsþjálfarans enda voru
það allt góðir leikmenn sem komust
í lokahópinn,“ sagði Adam Ægir, en
hann er leikmaður októbermánaðar
samkvæmt M-gjöf Morgunblaðsins.
Adam hefur ekki fengið að spila
mikið á undanförnum keppnistíma-
bilum. Hann þurfti að verma vara-
mannabekkinn í sterku liði Víkings
á síðustu leiktíð en liðið varð, sem
kunnugt er, Íslandsmeistari í fyrra.
Hefur unnið í veik-
leikum sínum
Adam segist bæði hafa styrkt sig
líkamlega og unnið í andlegu hlið-
inni, hugarfarinu og öðru.
„Ég hef alltaf æft mikið. Ég hef
unnið kerfisbundið í veikleikum
mínum sem fótboltamanns og bætt
ýmsa þætti míns leiks. Ég hef
þroskast sem leikmaður, bætt varn-
arleikinn, ákvarðanatökur og það
að klára færin. Svo er ég kominn
með meiri sprengikraft.“
Það er ekki hægt að segja annað
en að Keflavík hafi komið á óvart á
leiktíðinni. Mikið var ritað og rætt
um að leikmannahópurinn væri
ekki nægilega sterkur og ekki lof-
aði upphaf tímabilsins góðu.
„Ég var efins, ég viðurkenni það.
En Sigurður Ragnar er frábær
þjálfari sem hefur drillað liðið mjög
vel. Ég hef mikla trú á honum. Það
var vendipunktur í sumar þegar við
töpuðum illa í bikarnum gegn
grönnum okkar í Njarðvík. Þá
þjöppuðum við okkur saman og við
fórum úr 4-4-2 í 4-3-3 í kjölfarið.
Það gekk betur.
Það var erfitt fyrir mig að koma
inn í liðið, svona rétt fyrir mót, og
það tók tíma að venjast því að spila
90 mínútur því ég var ekki búinn að
spila mikið áður en ég kom til
Keflavíkur. Svo náðum við að
tengja betur. Ég hafði spilað með
Joey Gibbs áður, en hann er frábær
framherji. Það er gott að spila með
Degi Inga en ég held að hann eigi
talsvert inni. Mér finnst líklegt að
hann verði lykilmaður í Keflavíkur-
liðinu á næsta tímabili. Patrik kom
mjög vel inn í liðið og kom með
mikilvæg mörk. Það var mjög gam-
an að spila með þessum gæjum.“
Spenntur að vinna með Arnari
Adam Ægir er samningsbundinn
Víkingi út næsta keppnistímabil og
hann segir ekki annað í kortunum
en að hann taki slaginn með liðinu á
næstu leiktíð.
„Ég er spenntur fyrir því að
vinna með Arnari Gunnlaugssyni,
sem er frábær þjálfari, og ég
hlakka til að þróa minn leik með
hans áherslum. Annars veit maður
aldrei hvað gerist. Draumurinn er
að komast í atvinnumennsku og það
hefur verið einhver áhugi erlendis
frá en ég er lítið að pæla í því.
Ef sá draumur rætist væri það
auðvitað frábært en eins og staðan
er núna er ég bara spenntur fyrir
næsta keppnistímabili með Vík-
ingi.“
Aukaæfingarnar skila
auknu sjálfstrausti
- Adam Ægir Pálsson segist hafa þroskast mikið hjá Keflavík á þessu tímabili
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Keflavík Adam Ægir Pálsson skoraði sjö mörk og átti þrettán stoðsend-
ingar fyrir Keflvíkinga sem skoruðu 56 mörk í deildinni í ár.
BESTUR
Ólafur Pálsson
oap@mbl.is
„Aukaæfingarnar á undanförnum
árum eru loksins farnar að skila
sér. Ég hef alltaf verið duglegur að
æfa og hef hagað lífi mínu und-
anfarin ár þannig að ég hafi haft
tíma til að æfa aukalega. Það er
engin spurning að aukaæfingarnar
hafa skilað mér auknu sjálfs-
trausti,“ sagði Adam Ægir Pálsson,
sóknarmaður Keflavíkur í Bestu
deild karla í knattspyrnu, í samtali
við Morgunblaðið.
Adam lék frábærlega með Kefla-
vík á keppnistímabilinu, sér í lagi á
haustmánuðum, en hann var láns-
maður Keflavíkur frá Víkingi. Hann
er 24 ára gamall og lék áður hálft
annað tímabil með Keflvíkingum í
1. deildinni á árunum 2019 og 2020,
var áður í láni frá þeim hjá Selfossi
og Víði tímabilið 2018, en ólst ann-
ars upp hjá FH og Breiðabliki.
„Ég kom rétt fyrir fyrsta leik til
liðsins og það tók mig svolítinn
tíma að komast í takt við liðið. Okk-
ur gekk ekki sérlega vel í upphafi
tímabils en það má ekki gleyma því
að við lékum gegn Breiðabliki, Val,
Víkingi og KA í fyrstu fjórum um-
ferðunum.“
Adam Ægir skoraði sjö mörk og
lagði upp þrettán á keppnistímabili
Bestu deildarinnar en fimm af sjö
mörkum og tólf af þrettán stoð-
sendingum komu í september og
október.
Magnaður mánuður
Í fimm leikjum Keflavíkur í neðri
hluta deildarinnar, sem fram fóru í
októbermánuði, skoraði hann fjögur
mörk og lagði upp sjö til viðbótar.
Adam var á fyrsta lista landsliðs-
þjálfara fyrir fyrra nóvemberverk-
efni A-landsliðsins en komst ekki í
lokahópinn. Hann er þó á varalista.
Hann sagði það hafa veitt sér já-
kvæða hvatningu undir lok tíma-
bils.
„Það er auðvitað heiður að hafa
komist á listann en að sama skapi
viðurkenni ég að það var svolítið
svekkjandi að vera ekki valinn í
Adam Ægir Pálsson, kantmaður Keflvíkinga, var besti leikmaðurinn í
Bestu deild karla í fótbolta í októbermánuði samkvæmt einkunnagjöf
Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Adam lék vel í öllum fimm leikjum Keflvík-
inga í neðri hlutanum en þeir skoruðu þar 17 mörk og Adam kom mikið við
sögu með því að skora þrjú mörk og leggja nokkur upp.
Hann fékk samtals sex M í einkunn hjá Morgunblaðinu fyrir leikina fimm
og var þrisvar í umferðunum fimm í október valinn í úrvalslið blaðsins.
Dagur Dan Þórhallsson úr Breiðabliki, sem var einmitt bestur í sept-
ember, var sá eini auk Adams sem fékk sex M samanlagt í október. Sjö leik-
menn fengu fimm M eins og sjá má á liðsuppstillingunni hér til hliðar.
Morgunblaðið valdi fimm sinnum lið mánaðarins á tímabilinu, fyrir apr-
íl/maí, júní/júlí, ágúst, september og október. Höskuldur Gunnlaugsson,
Eiður Aron Sigurbjörnsson, Ísak Andri Sigurgeirsson, Adam Ægir Páls-
son, Dagur Dan Þórhallsson og Fred Saraiva eru allir í byrjunarliði í annað
sinn og þeir Höskuldur, Eiður, Ísak og Adam hafa einnig allir verið einu
sinni á varamannabekk. Theódór Elmar Bjarnason var tvisvar á vara-
mannabekk og er nú í fyrsta sinn í byrjunarliði.
Breiðablik fékk flest M í október
Breiðablik var besta lið mánaðarins samkvæmt M-gjöfinni en Íslands-
meistararnir fengu samtals 30 M í fimm leikjum í október. KA og KR fengu
28 M hvort, Keflavík 26, Valur 24, Fram 23, ÍA 23, ÍBV 22, FH 22, Víkingur
21, Stjarnan 21 og Leiknir fékk 16 M samtals í október.
_ Í Morgunblaðinu á morgun verður lokauppgjör M-einkunnagjafar-
innar. Þá kemur í ljós hver var besti leikmaður Bestu deildarinnar 2022, lið
ársins er birt og fimm bestu leikmennirnir í hverju liði fyrir sig í deildinni á
tímabilinu, samkvæmt M-gjöfinni. vs@mbl.is
Lið októbermánaðar hjá
Morgunblaðinu í Bestu deild karla 2022
Haraldur Björnsson 3 Stjarnan
Hrannar Björn Steingrímsson 4 KA
Aron Þórður Albertsson 4 1 KR
Danijel Dejan Djuric 4 1 Víkingur
Elfar Árni Aðalsteinsson 4 2 KA
Oliver Heiðarsson 4 1 FH
Eyþór AronWöhler 4 2 ÍA
Patrik Johannesen 4 2 Keflavík
Hversu oft leikmaður hefur verið
valinn í lið umferðarinnar í október
2
Fjöldi sem leikmaður
hefur fengið í október
2
3-4-3
Kristijan Jajalo
KA
Ísak Andri
Sigurgeirsson
Stjarnan
AdamÆgir Pálsson
Keflavík
Birkir Heimisson
ValurFred Saraiva
Fram
Theódór Elmar
Bjarnason
KR
Jannik Pohl
Fram
Höskuldur
Gunnlaugsson
Breiðablik
Eiður Aron
Sigurbjörnsson
ÍBV
Hallgrímur Mar Steingrímsson
KA
Dagur Dan Þórhallsson
Breiðablik
V
A
R
A
M
E
N
N
4
1
5
4
2
5
2
5 5
11
5
1
6
3 5
5
2
1
6
3
Adam Ægir var bestur
í deildinni í október
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Kennarah.: Ármann – Breiðablik b .... 19.15
Í KVÖLD!
_ Natasha Anasi, landsliðskona í
knattspyrnu og leikmaður Breiðabliks
síðasta árið, er búin að skrifa undir
tveggja ára samning við norsku meist-
arana Brann frá Bergen. Brann skýrði
frá komu hennar til félagsins í gær en
samningurinn gildir frá og með 1. jan-
úar og til ársloka 2024. Hún hefur ver-
ið búsett á Íslandi í átta ár og lék fyrst
með ÍBV í þrjú ár en síðan með Kefla-
vík frá 2017 til 2021.
_ Valgarð Reinhardsson og Jónas
Ingi Þórisson kepptu í gær í undan-
keppninni á heimsmeistaramótinu í
áhaldafimleikum í Liverpool á Eng-
landi. Hvorugur þeirra komst áfram en
á heimasíðu Fimleikasambands Ís-
lands segir að Jónas hafi átt heilt yfir
frábæran dag, þrátt fyrir svolitla
hnökra á bogahesti sem settu strik í
reikninginn. Hann fékk 72,298 stig í
fjölþrautinni en besti árangurinn var í
stökki, 13,500 stig. Valgarð átti fínan
dag fyrir utan nokkur smávægileg
mistök. Hans besti árangur var líka í
stökki, 13,533 stig, en Valgarð endaði
með 71,998 stig í fjölþrautinni.
_ Knattspyrnumaðurinn reyndi, Guð-
mundur Kristjánsson, er genginn til
liðs við Stjörnuna eftir að hafa leikið
með FH síðustu fimm árin. Stjarnan
skýrir frá þessu á samfélagsmiðlum
en ekki kemur fram hversu langur
samningurinn er, aðeins sagt að hann
muni leika með félaginu næstu árin.
_ Knattspyrnumarkvörðurinn Auður
Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur
gengir í raðir Stjörnunnar frá Val. Hin
tvítuga Auður hefur verið samnings-
bundin Val frá árinu 2019, en hún hef-
ur verið að láni hjá Aftureldingu og ÍBV
undanfarin ár. Hún var hluti af lands-
liðshópi Íslands á EM í sumar og hefur
leikið einn A-landsleik.
_ Íslandsmeistarar Breiðabliks eru
þegar farnir að styrkja hópinn fyrir
næsta tímabil en Alex Freyr Elísson
og Eyþór Aron Wöhler eru báðir
gengnir til liðs við Kópavogsfélagið.
Eyþór er tvítugur sóknarmaður og var
markahæsti leikmaður Skagamanna í
Bestu deildinni í sumar. Alex Freyr er
25 ára gamall hægri bakvörður og hef-
ur leikið allan sinn feril með Fram.
_ Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir,
knattspyrnukona úr Aftureldingu, er
gengin til liðs við Val og hefur samið
við Hlíðarendafélagið til næstu þriggja
ára. Guðrún Elísabet er 22 ára gömul
og sló í gegn á síðasta ári en hún varð
þá markadrottning 1. deildar, skoraði
23 mörk í 17 leikjum fyrir Aftureldingu
og átti drjúgan þátt í
að koma liði sínu
upp í Bestu deild-
ina fyrir tímabilið
2022. Þar náði
hún hins vegar
ekki að spila
mikið vegna
meiðsla og lék
ekki með lið-
inu fyrr en í
síðustu
átta um-
ferðunum en
skoraði þá tvö
fyrstu mörk sín
í efstu
deild.
Eitt
ogannað