Morgunblaðið - 01.11.2022, Page 28
MENNING28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
B
likar eru bestir í fótbolta
og Arnaldur Indriðason
ber höfuð og herðar yfir
aðra hérlenda höfunda
glæpasagna, og þó víðar væri leit-
að. Kyrrþey, nýjasta bók hans, sem
kemur formlega út í dag, er í einu
orði sagt meistarastykki.
Konráð hefur verið helsta
persónan í nokkrum bókum Arn-
aldar. Kyrrþey gerist í Reykjavík
2019, þegar fyrrverandi lögreglu-
maðurinn er 75 ára og man tímana
tvenna. Skammbyssu er skilað
til lögreglunnar og hún verður til
þess að Konráð rifjar upp mál frá
1955 auk þess sem hann lætur hug-
ann reika til viðburða sem fjallað
hefur verið um í fyrri bókum, veltir
þeim fyrir sér út frá nýjum sjónar-
hornum, tengir atvik og hnýtir
hnúta með þeim hætti að í sögulok
blasir við nýr og breyttur sannleik-
ur og veruleiki á margan hátt.
Arnaldur hefur fengið mikið lof
á 25 ára rithöfundarferli sínum og
hann á það skilið. Öllum þykir gott
að fá klapp á bakið, þó ætla megi
að honum þyki nóg um, en það er
ekki annað hægt en dást að skrif-
um hans. Hann er með alla þræði
í hendi sér, nálgast viðfangsefnið
að hætti fræðimanns og semur trú-
verðuga sögu með stíl sem er svo
fagur og seiðandi að það er eins og
maður falli í trans við lesturinn.
Lýsingar allar, persónusköpunin
og samskipti fólks, ekki síst sam-
tölin, eru með þeim hætti að það
er eins og maður sé í hringiðunni
miðri og fái efnið beint í æð, hvert
sem litið er. Útlistun á
tilteknum útigangsmanni
hittir til dæmis beint í
hjartastað:
„Svo hélt hann áfram
ferð sinni suður Pósthús-
stræti og hélt þéttar að
sér úlpunni gegn næð-
ingnum og snjókomunni
og skammdeginu og öllum
þeim þrengingum og and-
streymi og fjandskap og gæfuleysi
sem honum hafði mætt í lífinu.“
Ekki er annað hægt en að staldra
við eftir þennan lestur og hugsa til
þess aumingja fólks sem á ekkert
að nema götuna og er jafnvel fyrir
þar.
Tíðarandinn fyrir 60 til 70 árum
er ljóslifandi í Kyrrþey. Frásögn-
in er nöturleg, þar sem
fátækt, drykkja, afbrot og
ofbeldi af ýmsu tagi setja
mark sitt á umhverfið.
Margt af því sem nú þykir
sjálfsagt var litið öðrum
augum á fyrrgreindu
tímabili, frávik frá norm-
inu langt því frá sæmandi
og dómharkan reið ekki
við einteyming. Arnaldur
lýsir vel lífi fólks sem var á jaðr-
inum og ekki viðurkennt, hvernig
traðkað var á lítilmagnanum sem
gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér,
hvernig ofbeldismenn komust upp
með ódæði sín, hvernig embættis-
menn misnotuðu aðstöðu sína og
hvernig þöggunin var allsráðandi.
Þyrnum stráð fjölskyldulíf í æsku
hefur markað Konráð alla tíð.
Hann treystir enda engum og fáir
treysta honum; hann hefur alltaf
verið sleipur sem áll og tvöfaldur
í roðinu; hann svífst einskis og
lygin er honum oft nærtækari en
sannleikurinn; margt í fortíð hans
þolir ekki dagsljósið og hann hefur
ekki verið barnanna bestur þegar
kemur að því að fara að lögum;
hann er ekki við eina fjölina felldur
í kvennamálum; hann verðskuldar
að vera kallaður öllum illum nöfn-
um en samt er ekki hægt að kom-
ast hjá því að finna til með honum,
þykja vænt um hann, líta framhjá
brestum hans, standa með honum
og styðja. Í höndum Arnaldar er
Konráð skúrkur en um leið hetja.
Geri aðrir betur.
Upp komast svik um síðir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sagnaþulur Nýjasta bók Arnaldar
Indriðasonar, Kyrrþey, er að sögn
rýnis „í einu orði sagt meistarastykki“.
BÆKUR
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
Glæpasaga
Kyrrþey
Eftir Arnald Indriðason.
Vaka-Helgafell 2022. Innb., 283 bls.
Jerry Lee Lewis all-
ur, 87 ára gamall
Jerry Lee Lewis, sem kallaður
hefur verið sá síðasti af frum-
herjum rokksins, er látinn 87
ára að aldri. Hann sló í gegn
fyrir á tíðum ofsafenginn og lítt
haminn búgí-vúgí píanóleik,
ástríðufullan söngstíl og ögr-
andi sviðsframkomu. Eftir að
hafa slegið í gegn í fyrstu bylgju
rokksins færði hann sig yfir í
kántrítónlist og var síðar kjörinn
í báðar frægðarhallirnar, rokks
og kántrís. Meðal vinsælustu
laga hans má nefna „Whole Lotta
Shakin’ Goin’ On“ og „Great Balls
of Fire“.
Lewis var 22 ára gamall þegar
fyrsta lag hans sló í gegn, „Whole
Lotta Shakin’ …“, árið 1957 og
keppti við Elvis Presley á vin-
sældalistum. Lewis kom í fram-
haldinu fram víða í Bandaríkjun-
um en við upphaf tónleikaferðar
um Bretland ári síðar kom í ljós
að með honum var 13 ára frænka
sem hann var nývæntur, og var
upplýst að hann hefði ekki verið
skilinn við fyrri eiginkonu þegar
hann kvæntist ungu stúlkunni.
Skandallinn varð til þess að
rokkstjarnan féll af stallinum og
missti útgáfusamninga. Nokkrum
árum síðar fetaði Lewis sig inn
í sveitatónlist og naut sívaxandi
vinsælda á þeim vettvangi. Þrátt
fyrir vanheilsu og fíknivandamál
hélt hann áfram að troða upp,
fram á síðustu ár.
Ólíkindatól Jerry Lee Lewis á kántrí-
hátíð í Kaliforníu fyrir fimm árum.
Höfundar glæpasögunnar Reykja-
víkur koma úr ólíkum áttum en ná
saman vegna áhuga á glæpasög-
um. Ragnar Jónasson hefur áður
skrifað þrettán bækur og er orðinn
þjóðþekktur sem einn fremsti
glæpasagnahöfundur þjóðarinnar
og stjórnmálamanninn og forsætis-
ráðherrann Katrínu Jakobsdóttur
þarf vart að kynna. Þau settust
niður með blaðamanni í Dag-
málsstúdíói Árvakurs til að ræða
bókina, hvernig hún var skrifuð í
sameiningu og mögulegt samstarf í
framtíðinni.
Ný hlið á forsætisráðherra
Þau segja tilfinninguna afar góða
að sjá loks bókina í hillum bóka-
búða, þó Katrín viðurkenni að hafa
upplifað smá kvíða fyrir útgáfuna.
„Mér leið eins og ég hefði
kannski bara átt að hafa handritið
í skúffunni. En nú er þetta góð tilf-
inning og mesti hrollurinn er farinn
úr mér,“ segir Katrín.
„Það er alltaf gaman að sjá
bókina koma úr kassanum. Þetta
er sérstök tilfinning og hún venst
aldrei,“ segir Ragnar.
„Þetta verður svo áþreifanlegt;
það sem maður hefur unnið að, en
bókin á sér langan aðdraganda,“
segir Katrín og segir þessa vinnu
mjög ólíka vinnu sinni í pólitík.
„Þetta er fyrst og fremst til
gamans gert,“ segir Katrín en hún
hefur nú þegar heyrt frá nokkrum
ánægðum lesendum. Katrín segir
fólk alveg þora að gagnrýna bókina
við forsætisráðherra.
„Já, kannski hikar fólk einmitt
ekki við að gagnrýna mig af því að
ég er stjórnmálamaður. Ég er vön
þessu og tek því eins og hverju
öðru hundsbiti,“ segir hún og hlær.
„En fyrst og fremst finnst fólki
gaman að sjá nýja hlið á manni,“
segir Katrín og segir bókina að
mestu skrifaða í heimsfaraldri.
Jáið kemur manni í vandræði
Ragnar átti hugmyndina að sam-
starfinu og bar hana undir Katrínu.
„Ég bjóst ekki við að þú yrðir
svona jákvæð; ég hélt ég myndi
þurfa að ýta meira,“ segir hann og
beinir orðum sínum til Katrínar.
„Hann náði mér á einhverju
augnabliki! Minn stærsti kostur og
löstur er að ég segi mjög gjarnan
já. Og það kemur manni í ýmis
vandræði,“ segir Katrín kímin.
„Stóra hugmyndin kom frá
Ragnari en við bjuggum svo til
plott sem þróaðist í samtali okkar,“
segir Katrín og segjast þau hafa
skrifað bæði saman og sitt í hvoru
lagi, en alltaf borið skrifin hvort
undir annað. Þau lögðust einnig
í grúsk um atburði og tíðaranda
ársins 1986, en stærsti hluti
sögunnar gerist það ár.
„Ég las allan Moggann þetta ár,
blaðsíðu til blaðsíðu,“ segir Ragnar
og Katrín tekur undir það.
„Það var svo margt skemmtilegt
að skoða. Ég datt inn í pólitískar
auglýsingar því það voru einhverj-
ar kosningar á þessum tíma. Ég lá
í þessum gömlum auglýsingum og
það verður þá í annarri bók sem
kemur út seinna,“ segir Katrín og
brosir.
Vilja sjálf leika í útvarpsleikriti
Spurð um frekara samstarf gríp-
ur Ragnar orðið.
„Við þurfum auðvitað að sjá
hvernig bókinni verður tekið og
hvernig fólki líkar við persónur.
En ég held að það væri gaman og
mig langar að skrifa meira um eina
aðalpersónu,“ segir Ragnar og von-
ast til að Katrín verði til í það.
„Ég hef nú sagt að mér finnist
nóg komið í bili. Þetta tekur að
sjálfsögðu tíma og ég sé ekki fyrir
mér að hafa eins mikinn tíma núna
þegar það er enginn faraldur. En
ég útiloka ekki hvað gerist síðar,“
segir Katrín og nefnir að hvað sem
verður, þá dreymi þau bæði um að
gera útvarpsleikrit upp úr bókinni.
Ef það verður að veruleika vilja þau
einnig leika í því sjálf.
„Við sem börn vorum bæði í því
að búa til okkar eigin útvarpsleik-
rit. Mín gerðust öll í Englandi og
þar hétu allir nöfnum eins og herra
Jones,“ segir Katrín og skellihlær.
Ragnar nefnir að tilboð hafi
komið um gerð kvikmyndar en vill
þó ekki gefa meira upp um það að
sinni.
„Það væri gaman að sjá þetta
í sjónvarpi einhvern tímann en
burtséð frá því þá viljum við gera
útvarpsleikrit. Og ef Katrín leggur
í að leika í því, verð ég að gera það
líka,“ segir Ragnar og hlær.
lGlæpasagnahöfundurinnRagnar Jónasson fékk forsætisráðherrannKatrínu Jakobsdóttur
með sér í lið við skrif á glæpasögulÞauhafa áhuga á gerð útvarpsleikrits uppúr sögunni
Útvarpsleikrit er draumurinn
Morgunblaðið/Ásdís
Glæpir Katrín segist eiga erfitt með að segja nei og var því fljót að samþykkja að skrifa bók með Ragnari.
DAGMÁL
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is