Morgunblaðið - 15.11.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.11.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Indie wire RALPH FIENNES NICHOLAS HOULT ANYA TAYLOR-JOY Painstakingly Prepared. Brilliantly Executed. KOMIN Í BÍÓ - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post KEMUR Í BÍÓ Á FÖSTUDAGINN SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD REPORTER 87% 89% Tvö skrifuðu verðlaunasöguna saman Bresku Goldsmiths-bókmennta- verðlaunin falla að þessu sinni í skaut tveimur höfundum sem skrif- uðu saman verðlaunabókina sem nefnistDiego Garcia, þeimNatasha Soobramanien og LukeWilliams. Höfundarnir eyddu um áratug í að skrifa bókina sem fjallar um íbúa Chagos-eyjaklasans í Vestur-Indí- um sem breskir hermenn fluttu á brott með valdi árið 1973. Í The Guardian er haft eftir rithöfundinumAli Smith, sem sat í dómnefndinni, að verðlauna- sagan sé „einstakt afrek“. Sagan fjallar um tvo rithöfunda sem eru vinir og flytja saman frá Edinborg til Lundúna en þar kynnast þeir skáldinu Diego Garcia sem segir þeim sögu fólksins síns sem var flutt frá Chagos-eyjum á sínum tíma. Höfundarnir fámikinn áhuga á eyjunum og að skrifa um fólkið sem þær byggði. Verðlaunuð Natasha Soobramanien og LukeWilliams skrifuðu saman. Banksy skaparmyndverk í Úkraínu Breski huldu-götulistamaðurinn sem kallar sig Banksy og nýtur mikilla vinsælda hefur sýnilega verið á ferð undanfarna daga um stríðshrjáð svæði Úkraínu og skilið þar eftir sig myndverk á sundursprengdum byggingum. Fyrst birti hann þrjár myndir á instagram-samfélagsmiðlin- um sem sýna allar eitt og sama verkið en síðan hafa fjölmiðlar birt myndir af alls sjö mynd- verkum sem hann hefur skapað á svæðinu. Ein mynda Banksys á hálfhrundum vegg sýnir barn fleygja Pútín í júdóbúningi á jörðina. Þá sýnir ein myndin stúlku í nútímafimleikum, stand- andi á sprengjugati á vegg, og í enn einni mynd götulistamanns- ins stendur ung stúlka á höndum á vegg stórrar byggingar sem virðist vera að hruni komin eftir sprengjuregn Rússa. Ippon Vegfarandi skoðar nýja mynd Banksys af barni skella Pútín í júdó. Hið íslenska bókmenntafélag gefur út frumsamin og þýdd fræðirit ýmis- legrar gerðar. Fyrr á árinu komu út á vegum Bókmenntafélagsins bækurn- ar Húsameistari í hálfa öld: Einar I. Erlendsson og verk hans eftir Björn G. Björnsson, Hæstiréttur í 100 ár eft- ir Arnþór Gunnarsson og Íslenskar bókmenntir. Saga og samhengi eftir Aðalheiði Guðmundsdóttur, Ármann Jakobsson, Ástu Kristínu Benedikts- dóttur, Jón Yngva Jóhannsson, Mar- gréti Eggertsdóttur og Svein Yngva Egilsson. Væntanleg er bókin Halldór H. Jónsson arkitekt eftir þá Pétur H. Ármannsson og Björn Jón Braga- son, en Halldór var í senn kunnur sem höfundur þjóðþekktra bygginga og einn helsti áhrifamaður í íslensku athafnalífi á 20. öld. Samhliða rekstri eigin teiknistofu varð hann snemma eftirsóttur til forystustarfa í atvinnu- rekstri og var á seinni árum gjarnan nefndur „stjórnarformaður Íslands“ vegna setu sinnar í stjórnum. Í bókinni Feiknstafir: Ráðgátan Grímur Thomsen, sem Sveinn Yngvi Egilsson og Þórir Óskarsson rit- stýra, er fjallað um skáldið, bók- menntafræðinginn, heimspekinginn, embættismanninn og stjórnmála- manninn Grím Thomsen. Hópur hugvísindafólks rannsakaði Grím og samtíma hans í tilefni af tveggja alda afmæli hans. Um skáldskaparmenntina er safn ritgerða eftir Árna Sigurjónsson um bókmenntafræði og mælskufræði. Þær varpa m.a. ljósi á verk Halldórs Laxness, Níelsar skálda og ferða- frásagnir Íslendinga um Sovétríkin á árunum milli heimsstyrjalda. Þá eru grunnhugtök mælskufræði kynnt en sú grein skipaði veglegan sess í skólum Vesturlanda í margar aldir. Þórhallur Eyþórsson og Pétur Pétursson ritstýra greinasafninu Rætur Völuspár, en í henni eru átta greinar sem eru að stofni til fyrirlestrar frá málþinginu „Völu- spá – Norrænn dómsdagur“ sem haldið var í Þjóðminjasafninu 2014. Í greinunum er fjallað um rannsóknir á miðaldatextummeð áherslu á nýj- ar rannsóknir á Völuspá og tengsl kvæðisins við myndræna túlkun mið- alda svo og frásagnir er fjalla um endalok heimsins, dómsdag, nýjan himin og nýja jörð. Í Þingvellir í íslenskri myndlist, í ritstjórn Aðalsteins Ingólfssonar og Sverris Kristinssonar, er í fyrsta sinn gefið ítarlegt yfirlit um íslenska myndlist tengda Þingvöllum og hvernig hún hefur þróast í tímans rás. Við gerð hennar hefur verið unnið mikið starf við söfnun, skrán- ingu og ljósmyndun listaverka sem fjalla um náttúru og sögu Þingvalla í fortíð og nútíð. Myndir af 269 verk- um eftir 104 listamenn eru í bókinni. Hið íslenska bókmenntafélag gefur einnig út tvö þýdd lærdómsrit og endurprentar tvö. Þroskasaga Haís Ibn Jaqzan eftir Ibn Túfaíl er frumleg tilraun til að svara spurningunni um hvernig mannskepnan sé í eðli sínu. Hún gerir ráð fyrir að til sé hinn náttúrlegi maður, með öllu ósnort- inn af samfélaginu. Ritið sem verður til í Andalúsíu á tólftu öld sameinar aristótelísk-nýplatónska heimspeki íslamskri dulhyggju, súfisma. Eyjólf- ur Kjalar Emilsson þýddi og ritaði inngang. Öld gensins, eftir Evelyn Fox Kell- er, fjallar um það hvernig skilningur okkar á erfðum eru nátengdur hug- myndinni um genið. Alla tuttugustu öld var genið í miðpunkti erfðar- annsókna og staða þess virtist enn styrkjast þegar lýst var byggingu DNA kjarnsýrusameindarinnar. En því fer þó fjarri að staða gensins sé trygg eða augljós. Í öld gensins er bent á að genið er ekki síður reist á gömlum staðalmyndum en nýju- stu uppgötvunum erfðafræðinnar. Kristján Arngrímsson þýddi og Skúli Skúlason ritaði inngang. Endurprentuð eru Kommún- istaávarpið, eftir þá Karl Marx og Friedrich Engels, og Af sifjafræði sið- ferðisins eftir Friedrich Nietzsche. arnim@mbl.is Mælskufræði, feikn- stafir ogheimsslit lFjölbreytt fræðirit frá Hinu íslenska bókmenntafélagi Margrét Eggertsdóttir Pétur H. Ármannsson Sveinn Yngvi Egilsson Árni Sigurjónsson Jón Yngvi Jóhannsson Ásta Kristín Benediktsdóttir Carissa Baktay sýnir í SÍM-salnum Í sýningarsal Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, í Hafnar- stræti 16 hefur verið opnuð sýning kanadísku listakonunnar Carissa Baktay, After School Special, en í tilkynningu segir að á henni séu nýir „hlutir með óskilgreint notkunargildi“, þar sem fjallað er um líkamann, kvenleika og minningar. Verkin eru gerð úr blásnu gleri, hári og textíl, vísa til líkamsupplifunar og standa sem tákn fyrir sögur. Carissa Baktay er skúlptúristi sem vinnur í margvísleg efni, fædd 1986. Hún hefur mikla reynslu í vinnu með gler og hefur hlotið ýmsa styrki fyrir listsköpun sína frá opinberum kanadískum stofnunum. Þá hefur henni boðist að vinna á glerverkstæðum víða. Hlutir Verk eftir Baktay sem fjallar um líkamann, kvenleika og minningar. Dr. Eyjólfur Kjalar Emilsson Sverrir Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.