Morgunblaðið - 15.11.2022, Side 2
FRÉTTIR
Innlent2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stórverkefni í samgöngumálum austur við Hornafjörð er komið í startholurnar
Trukkar og tæki eru
nú komin á svæðið
Námutrukkar, hjólaskóflur,
jarðýtur og fleiri tæki voru í
flutningaskipinu Hvítanesi sem
kom til Hafnar í Hornafirði fyrir
helgina. Þetta eru vélar sem Ístak
hf. hefur tekið á leigu frá Noregi
og verða notaðar til vegagerðar
við Hornafjörð. Þær framkvæmd-
ir eru nú að hefjast, það er að
leggja vegi sem verða alls 25
kílómetrar auk þess sem byggja
þarf fjórar býr. Sú lengsta er yfir
Hornafjarðarfljót og verður alls
250 m löng. Með framkvæmdum
þessum styttist hringvegurinn
um 12 kílómetra.
Fulltrúar Vegagerðar og Ístaks
undirrituðu samninga í júní
síðastliðnum um byggingu og
fjármögnun í samvinnuverkefni.
Þannig annast einkaaðili fjár-
mögnun framkvæmda við mann-
virki sem vegfarendur greiða
fyrir afnotin á.
Undirverktakar Ístaks hófust
handa fyrir nokkru við að leggja
framkvæmdavegi að verkstað við
Hornafjarðarfljót. Þar á þurru
verður ný brú reist en þegar
hún er fullbúin verður farveg-
ur fljótsins færður að. „Þetta
er ofboðslegt vatnsfall og þeim
aðstæðum þurfum þurfum við að
aðlagast og vinna samkvæmt,“
segir Guðmundur Sigurðsson,
verkefnissstjóri hjá Ístaki, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Þessa dagana er Ístak að láta
reisa vinnubúðir við Horna-
fjarðarfljót, en stóran hóp verk-
og tækjamanna þarf í verkefni
sem þetta. Áætluð verklok eru
eftir þrjú ár, undir lok ársins
2025. Þá er nú verið að færa
vinnuvélarnar sem komu að utan,
auk fleiri tækja, á svæðið og fram-
kvæmdir fara því á fullt á allra
næstu dögum. sbs@mbl.is Ljósmynd/Sverrir Aðalsteinsson
sem innheimt
er í mörgum
Evrópuríkjum.
Lilja telur að
rétt sé að sækja
frekari tekjur
til erlendra
streymisveitna
en nú þegar eru
erlend fyrirtæki,
sem selja raf-
ræna þjónustu,
fjarskiptaþjónustu eða útvarps- og
sjónvarpsþjónustu til neytenda
hér á landi, skyldug til þess að
innheimta og standa skil á virðis-
aukaskatti á Íslandi.
Fjölmargir Íslendingar greiða
fyrir notkun á erlendum streymis-
veitum á borð við Netflix, Disney,
Hulu, Amazon Prime og HBO Max.
Fyrr á árinu kom til að mynda fram
að 78% Íslendinga væru með áskrift
að Netflix. Upplýsingar um það
hversu hátt framlag streymisveitur
greiða í formi virðisaukaskatts hér
á landi eru ekki tiltækar. Í svari frá
fjármálaráðuneytinu við fyrirspurn
Morgunblaðsins kemur fram að
ekki liggi fyrir „upplýsingar um
sundurliðun á veltu erlendra aðila
sem selja rafræna þjónustu til
landsins þar sem um þá veltu gildir
hið sama og um aðra VSK-skylda
veltu, að ekki er krafist upplýsinga
á skilagrein um hvaða tegund þjón-
ustu er að baki veltunni“.
Hins vegar liggja fyrir upplýs-
ingar um heildartekjur ríkissjóðs
í formi VSK vegna sölu erlendra
fyrirtækja á rafrænni þjónustu til
landsins. „Þær námu 11,4 mö.kr. á
tímabilinu 2011-2021 og er búist við
að tekjurnar á árinu 2022 verði á
bilinu 3-4 ma.kr.,“ segir í svari fjár-
málaráðuneytisins en þar er jafn-
framt tekið fram að ekki sé hægt að
slá því föstu að tekjurnar séu alfarið
tilkomnar vegna kaupa heimila og
annarra aðila utan VSK-kerfisins á
rafrænni þjónustu að utan.
Óhætt virðist þó að fullyrða að
VSK-tekjur af streymisveitum séu
að aukast miðað við áðurnefndar
tölur. Lilja segir að hún ætli að
funda með Bjarna Benediktssyni
fjármálaráðherra á næstu dög-
um um hugmyndir sínar um að
innheimta menningarframlag af
streymisveitum.
„Það er að mínu viti komið að
ögurstundu hjá fjölmiðlunum og
það væri skynsamlegt að sækja pen-
inga til streymisveitna sem yrði svo
beint til íslenskra fjölmiðla sem er
ritstýrt,“ segir ráðherra sem kveðst
horfa á tölur um það hversu margir
starfi í þeim atvinnugreinum sem
heyri undir ráðuneyti hennar. Út-
litið sé gott í öllum greinum nema
fjölmiðlum þar sem starfsfólki
fækki óðum.
„Kannski ættu þær VSK-tekjur
sem við höfum nú af streymisveit-
um að renna beint til fjölmiðla hér.“
AFP/Chris Delmas
Tekjur Íslendingar greiða háar fjár-
hæðir til erlendra streymisveitna.
Greiðslur streymisveitna renni til fjölmiðla
lVísbendingar um hærri VSK-greiðslur erlendra streymisveitnal3-4 milljarðar í tekjur af raf-
rænni þjónustulLilja Alfreðsdóttir viðrar hugmyndir um að féð verði nýtt til að styrkja fjölmiðla
„Fjölmiðlar þurfa að huga að sínum
tekjustofnum því ástandið í dag er
ekki boðlegt. Við fáum VSK-tekjur
frá streymisveitum en það er ekki
nóg. Ég tel að það sé að koma að
öðrum krísutíma hjá íslenskum
fjölmiðlum,“ segir Lilja Alfreðsdótt-
ir menningar- og viðskiptaráðherra
sem vill nýta VSK-greiðslur frá
erlendum streymisveitum til að
styðja við íslenska fjölmiðla auk
þess sem hugmyndir eru á lofti um
að innheimt verði frekari gjöld af
veitunum.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu lagði Lilja nýverið fram
minnisblað á fundi ríkisstjórnar-
innar um svokallað menningar-
framlag erlendra streymisveitna
Lilja
Alfreðsdóttir
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Förumofan í saumanaáþessu“
lFjallar um ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherralSegir að betra hefði verið
að skipa nefnd strax í upphafilLjóst að það eru annmarkar á framkvæmdinni
Ríkisendurskoðun kynnti niðurstöður skýrslu um
sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis síðdegis í gær.
Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar
segir að kynningin hafi verið vönduð og góð og
vandlega hafi verið farið yfir skýrsluna. Þó sé enn
mörgum spurningum ósvarað. „Það er þannig að í
stjórnsýsluúttekt sem þessari er Ríkisendurskoðun
– eðli málsins samkvæmt – ekki að skoða allar hliðar
málsins. Þó að það sé verið að rýna fylgni við lög
og það hvernig tókst að afla ríkinu tekna verður
ekki hjá því litið að við þurfum einnig að fjalla um
ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra á þessu ferli,
lögum samkvæmt. Spyrja spurninga um það,“ segir
hún og bætir við að Bjarni Benediktsson ráðherra
verði kallaður fyrir nefndina á næstunni, ásamt
öðrum sem skýrslan fjallar um. Nánar er fjallað
um innihald skýrslunnar á blaðsíðu 12 í Morgun-
blaði dagsins.
„Nú hefst umfjöllun nefndarinnar um skýrsluna,
við köllum til okkar fleiri gesti og förum ofan í saum-
ana á þessumáli öllu,“ segir Þórunn en nefndinmun
aftur funda í fyrramálið. Hún segir koma til greina
að rannsóknarnefnd Alþingis verði sett á fót. „Ég vil
þó gjarnan að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sinni
starfi sínu og svo verði farið yfir þá stöðu. Ég verð
að viðurkenna að við fyrstu sýn finnst mér ýmislegt
benda til þess að það hefði verið betra að taka þá
ákvörðun strax í upphafi að skipa rannsóknarnefnd
með öllum þeim heimildum sem hún hefur.“
Bratt að draga þá ályktun
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það
hafa komið sér á óvart hversu fljótt sé kallað eft-
ir að sett verði á fót rannsóknarnefnd, þar sem
skýrslan var einungis birt í gær. „Mér finnst allt
of bratt að draga þá ályktun að þarna sé mörgum
spurningum ósvarað. Ég held að það þurfi að fara
yfir þetta en fyrir mér er þessi skýrsla ansi vönd-
uð, enda hefur hún tekið sinn tíma,“ segir hún og
bætir við að það liggi fyrir að einhverjum spurn-
ingum sé enn ósvarað sem séu til skoðunar hjá
Seðlabankanum. Katrín segir skýrsluna vandaða
og svaramjögmörgum spurningum sem komu upp
við meðferð málsins í vor. „Það er alveg ljóst að
mati Ríkisendurskoðunar að það eru annmarkar á
framkvæmdinni,“ segir hún og bætir við að það sé
þörf á að fara ofan í saumana á þeim annmörkum.
„Það er farið hér yfir upplýsingagjöfina sem hefði
getað verið skýrari. Þó að einhverjar upplýsingar
hefðu legið fyrir þá virðist sem umræðan hafi ekki
verið nægjanleg í aðdraganda til þess að kafa betur
ofan í þessa tilboðsaðferð.“
Ekki áfellisdómur
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráð-
herra segir að heilt yfir sé skýrslan ekki áfellisdóm-
ur yfir sölunni. „Ég horfi á heildarsamhengið og sé
ekki betur en skýrslan staðfesti að við höfum gætt
ágætlega að fjárhagslegum hagsmunum ríkisins.“
Segir hann að skýrslan sé að mestu leyti í takt við
það sem hann og ríkisstjórnin hafi átt von á og
þegar komið inn á í vor.
Komið hafi í ljós ákveðnir ágallar á kynningu og
undirbúningi semmenn hafi áttað sig á eftir útboð-
ið. Því segir hann að niðurstaðan núna komi sér ekki
mikið á óvart. Bjarni segist jafnframt ánægður í
heildina litið þegar horft sé til sölunnar á eignarhlut
ríkisins í Íslandsbanka. „Það sem stendur enn upp
úr í mínum huga er að við tókum rétta ákvörðun
um að skrá Íslandsbanka, fara í almenna útboðið og
þetta útboð var aðmörgu leyti mjög vel heppnað þó
að það megi koma eftir á og segja að eitt og annað
hafi mátt betur fara,“ segir Bjarni. » 12
Urður Egilsdóttir
Karítas Ríkharðsdóttir
Þorsteinn Ásgrímsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ríkisendurskoðun Skýrslan var kynnt stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær.
Lekinn úr
þinginu
skoðaður
Leki bankasöluskýrslu ríkisendur-
skoðanda var ræddur sérstaklega á
kynningarfundi hans með stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd Alþingis (SEN)
í gær, en allt bendir til þess að einhver
þingmannanna í nefndinni hafi rofið
trúnað og komið henni til fjölmiðla.
„Ríkisendurskoðun ræddi við
nefndina um trúnaðinn og samskipt-
in,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir
í samtali við Morgunblaðið og kveðst
sammála því að málið þarfnist frekari
athugunar.
Guðmundur Björgvin Helgason
ríkisendurskoðandi virtist ekki í
miklum vafa um hvað gerst hefði. Að
mati hans er gríðarlega óheppilegt að
trúnaður skuli ekki hafa verið virtur
og telur hann nokkuð öruggt að henni
hafi verið lekið af nefndarmanni
SEN. Ríkisendurskoðun hafi unnið að
skýrslunni mánuðum saman án þess
að hún rataði til fjölmiðla.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir að það sé í verkahring
SEN að rannsaka lekann, sem hún
sagði einkar bagalegan.
lRíkisendurskoð-
andi viss um orsök