Morgunblaðið - 15.11.2022, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
✝
Eymundur Þór
Runólfsson
fæddist 24. júní
1940 á Stöðv-
arfirði. Hann lést 2.
nóvember 2022 á
líknardeild Landa-
kots.
Foreldrar hans
voru Runólfur Ein-
arsson, kennari og
skólastjóri á Stöðv-
arfirði, f. 10. júní
1902 á Litla-Sandfelli í Skrið-
dal, d. 17. júní 1966, og kona
hans Guðbjörg Helga Elimund-
ardóttir ljósmóðir, f. 1. nóv-
ember 1909 á Stakkabergi á
Skarðsströnd, d. 24. ágúst 1966.
Systkini: Erlingur Ingi, maki
Jóna Halldórsdóttir, og Sigríð-
ur Þórunn, maki Kristján Fr.
Oddsson.
Eymundur kvæntist 30. des-
ember 1967 Álfhildi Erlends-
dóttur leikskólakennara, f. 30.
maí 1946 á Seyðisfirði. For-
eldrar hennar voru Erlendur
Sigmundsson, prestur og pró-
fastur á Seyðisfirði, f. 5. nóv-
ember 1916, d. 1. apríl 2005, og
kona hans Margrét Sigríður
Tómasdóttir, f. 21. maí 1915, d.
23. mars 1964. Börn Eymundar
og Álfhildar: 1) Runólfur, f.
1969, maki Jintana Chareo-
kallaður til starfa hjá Vega-
gerðinni. Fyrst var hann um-
dæmisverkfræðingur á Austur-
landi, frá 1966-1972, þá vann
hann á vegadeild og síðar áætl-
anadeild. Frá 1992 og til starfs-
loka árið 2010 var hann yf-
irmaður áætlanadeildar.
Eymundur kom víða við enda
áhugamálin mörg. Hann var í
Umferðarráði 1975-1978 og sat
í orðanefnd byggingarverk-
fræðinga frá 1985-2007. Þar
fékkst hann við nýorðasmíði
ásamt öðrum nefndarmönnum.
Einnig tók hann þátt í vísna- og
gátusmíð sem um tíma var fjöl-
skylduíþrótt, einkum meðan
tengdafaðir hans Erlendur Sig-
mundsson lifði.
Í starfi sínu við gerð vegnúm-
erakerfis, sem Eymundur telst
vera höfundur að, kynntist
hann landinu vel og þekkti
hverja lækjarsprænu, sér-
staklega á Austurlandi. Hann
ferðaðist mikið um landið, bæði
akandi og fótgangandi.
Um árabil og allt fram á síð-
asta dag sinnti Eymundur sókn-
arnefndarstörfum fyrir Selja-
kirkju. Í fyrstu sá hann um
fjármál kirkjunnar en síðar
varð hann meðhjálpari ásamt
fleirum í sóknarnefndinni sem
skiptust á um að inna það starf
af hendi.
Útförin fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 15. nóvember
2022, klukkan 13. Athöfninni
verður streymt á seljakirkja.is.
Hlekkur á streymi: www.mbl.is/
andlat
wong. 2) Margrét
Sigríður, f. 1971,
maki Hafsteinn
Einarsson. Börn a)
Hugi Þeyr, f. 1992,
kærasta Hafrún
Birna Björnsdóttir.
Faðir Huga er
Gunnar Grímsson.
b) Hávar, f. 2000,
kærasta Ragnheið-
ur Helga Guðjóns-
dóttir. c) Eyrún Úa,
f. 2002, sambýlismaður Bene-
dikt Ingi Ingólfsson. Faðir Háv-
ars og Eyrúnar Úu er Þorbjörn
Magnússon.
Eymundur ólst upp á Stöðv-
arfirði og gekk í barnaskóla þar
undir handleiðslu föður síns.
Þrettán ára fór hann að Eiðum í
gagnfræðaskóla og var mikið
að heiman eftir það. Síðan lá
leiðin í Menntaskólann á Ak-
ureyri. Hann útskrifaðist úr MA
1960 og innritaðist um haustið í
verkfræðinám við Háskóla Ís-
lands. Seinni hluta námsins sótti
hann til Þrándheims í NTH og
brautskráðist þaðan sem bygg-
ingarverkfræðingur árið 1965.
Eymundur vann ýmis störf
meðfram námi, m.a. við vega-
gerð. Eftir námið hóf hann störf
á Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen en var fljótlega
Það er gott að eiga stóran og
sterkan pabba. Það get ég stað-
fest vegna þess að ég hef átt hann
pabba minn að alla ævi. Hann
hafði sterka nærveru, hljóm-
mikla rödd og gerði jafnan grín.
Hann hafði tilfinningar sem
spönnuðu allt litrófið og var al-
gjörlega heiðarlegur með þær.
Hann skilur eftir sig stórt tóm
sem ég stari á furðu lostin og get
ekkert gert nema horfa til baka.
Ég sé hann fyrir mér fjögurra
ára gamlan, fjölskyldan er að
flytja úr Kaupfélagshúsinu í Ás-
garð, nýja húsið sem foreldrar
hans höfðu byggt. Eldavélin er
svo stór að hún kemst ekki út um
dyrnar nema skrúfa lappirnar
undan henni. Það finnst litlum
strák svo merkilegt að hann man
það alla ævi. Ég sé lítinn orku-
mikinn dreng sem þarf að hafa
mikið fyrir stafni. Oft sat hann
undir eldhúsborði með spil og
lærði að leggja saman og draga
frá. Áhuginn á tölum kviknaði
snemma og hann var farinn að
hjálpa pabba sínum að kenna
stærðfræði á Stöðvarfirði áður en
hann fór að Eiðum. Já, hann fór
snemma að heiman og eftir á að
hyggja fannst honum hann hafa
verið helst til ungur. Hann var
mjög hændur að mömmu sinni
sem hafði komið alla leið úr Dala-
sýslu til ljósmóðurstarfa á Stöðv-
arfirði. Hún var kærleiksrík og
sýndi það í störfum sínum. Þegar
Hekla gaus 1947 dreif hún börnin
sín þrjú upp á eldhúsborð og út-
skýrði fyrir þeim hvað um væri
að vera. Hún horfði í augun á
þeim eins og hann gerði sjálfur
þegar hann talaði við fólk. Opnu
ljósbláu augun sem ég sé svo
greinilega fyrir mér.
Ég sé litla stelpu sem er hænd
að pabba sínum og horfir á hann
vinna. Hann smíðar mikið í nýja
húsinu og er alltaf með gamla
tréútvarpið sitt og stundum pípu
í munninum. Stundirnar eru
margar og góðar. Hann setur nið-
ur kartöflur og leyfir henni að
hjálpa með ákveðnum stuttum
leiðbeiningum. Helst vill hann
gera allt sjálfur og skapa eitthvað
úr því sem hann á til. En stund-
um sest hann niður og spjallar og
hjálpar til við að gera dúkkurúm
eða eitthvað lítið. Við pápi föndr-
uðum margt saman, steyptum
kerti, bjuggum til pappamassa,
spreyjuðum baðvigtina rauða og
bökuðum. Ég hannaði hillur og
rúm í herbergið mitt og hann
smíðaði. Einu sinni málaði hann
skóna mína græna á mettíma því
ég var að fara á skemmtun. Hann
hjálpaði og hjálpaði. Það var hon-
um í blóð borið.
Ég kveð hann pabba minn sem
elskaði lífið svo mikið að hann
ætlaði aldrei að láta í minni pok-
ann fyrir veikindunum. Ég trúi
því að hann lifi áfram, að ég eigi
ennþá stóran og sterkan pabba.
Margrét Eymundardóttir.
Það hlýtur að skilja margt eft-
ir í vitund minni eftir hálfrar ald-
ar kynni og náin fjölskyldutengsl.
Mágur minn til hálfrar aldar,
Eymundur Runólfsson, er fallinn
frá eftir erfið veikindi. Samskipti
okkar voru góð alveg frá fyrstu
tíð þó að ólíkir værum.
Hann bar þess merki að vera
frá traustu og góðu heimili þar
sem kappkostað var að þau
systkinin þrjú fengju gott vega-
nesti út í lífið. Í skóla alveg frá
upphafi lagði hann sig fram, eink-
um var það stærðfræðin sem lá
vel fyrir honum þótt aðrar náms-
greinar gengju einnig vel.
Nemandi með þennan árangur
hlaut þegar fram í sótti að velja
grein þar sem stærðfræði kom
mjög við sögu. Beinast lá við að
verkfræði yrði fyrir valinu. Enda
varð svo.
Áratuga starf hjá Vegagerð
ríkisins við nýbyggingu vega og
brúa krafðist bæði nákvæmni og
yfirsýnar. Þar var hann réttur
maður á réttum stað. Eitt helsta
einkenni hans hvað viðkom vinnu
og öðru sem hann tók að sér var
samviskusemi og vandvirkni, láta
það aldrei spyrjast að hann hefði
kastað til höndum við það sem
hann tók að sér. Vinna við vega-
gerð og brúarbyggingar krafðist
mikillar nákvæmni og yfirvegun-
ar. Síkar framkvæmdir, sem
lengi skulu standa, krefjast þess
að vandað sé til verka frá upp-
hafi.
Sá sem lítur yfir farinn veg og
hefur skilað góðu starfi getur
glaðst þegar horft er til baka.
Vonandi hefur þú farið sáttur
héðan eftir gott og árangursríkt
ævistarf. Þökk fyrir fimmtíu ára
samfylgd. Við kveðjum þig með
virðingu og þökk og vottum eft-
irlifandi eiginkonu og öðrum ná-
komnum samúð okkar.
Kristján F. Oddsson og
fjölskylda.
Í dag verður borinn til grafar
afar kær frændi minn, Eymund-
ur föðurbróðir minn. Eymundur
hefur alltaf verið einn af uppá-
halds hjá mér. Það hefur alltaf
verið mjög mikill samgangur á
milli þeirra bræðra í gengum árin
og þeir bræður hafa lengst af bú-
ið nálægt hvor öðrum.
Eymundur var alveg yndisleg-
ur maður. Rólegur að eðlisfari en
samt afar virkur, þurfti alltaf að
vera að gera eitthvað. Hann hef-
ur örugglega alla tíð verið með
mikla hreyfiþörf. Hann var að
hjóla í vinnunna, langt á undan
sinni samtíð, hjóla frá Stuðlasel-
inu niður í Borgartún, sem er
ágætis vegalengd. Hann var líka
mikið á gönguskíðum, langt á
undan þeirri tískubylgju. Þau
systkini fóru stundum saman á
gönguskíði á sínum tíma með fjöl-
skyldurnar. Ég á alveg frábærar
minningar frá svona dögum,
næstum því týnd uppi í Bláfjöll-
um, það var allt snjóhvítt, sást
hvergi til byggða, sól og hiti. Ey-
mundur elskaði svona daga. Í
raun elskaði hann líka að fá sól í
kroppinn og var eiginlega með
fallegan brúnan húðlit fram á síð-
asta dag. Hann var iðinn við að
vera úti í garði og dytta að hon-
um. Eymundur var líka virkur fé-
lagi í gönguhópum og badminton,
hann var með skemmtilega mikla
hreyfiþörf eins og áður sagði, og
hugaði vel að líkama og sál.
Árið 1995 gengum við Lauga-
veginn, löngu áður en það komst í
tísku. Eymundur, pabbi, Sigga
frænka, Kristján og fjögur af
næstu kynslóð. Við gengum
Laugaveginn á fjórum dögum
með allt á bakinu. Þeir bræður
voru alveg kostulegir þarna, ekk-
ert að kvarta yfir því að borða
hálfmyglað flatbrauð í morgun-
mat. Að hafa farið með þeim
Laugaveginn er alveg ótrúlega
dýrmæt minning og við kynnt-
umst líka bara öðruvísi og nú í
ljósi þess að þau systkini pabba
eru bæði dáin þá er gott að ylja
sér við svona minningar.
Á seinni árum höfum við oft
verið saman á Stakkabergi. Í
nokkur ár hittumst við stórfjöl-
skyldan um verslunarmanna-
helgina þar og þá var farið í göng-
ur, grillað lambalæri og setið við
varðeld. Þessar minningar eru
líka dýrmætar.
Eymundur var líka rosalega
klár, stundum eins og alfræði-
orðabók. Hann hafði einstakan
áhuga á ættfræði og bara al-
mennt á náunganum. Alltaf er ég
hitti hann þá spurði hann um hagi
mína, mannsins míns og strák-
anna okkar. Alltaf með allt á
hreinu, meira að segja í síðustu
heimsókninni minni til hans hafði
hann orku til að ræða mína hagi,
þó hann væri orðinn afar veikur.
Ólöf Huld, frænka Álfhildar og
vinkona mín, segir að ég líkist
frænda, húðin sé eins, hreyfiþörf-
in sú sama og sumt eins í fasi.
Mér þykir afar vænt um að heyra
það, enda ekki leiðum að líkjast
og ég vona að ég haldi áfram á
sömu vegferð og hann gerði.
Allra síðustu ár hefur sam-
gangur verið minni, fyrst og
fremst út af Covid og hans veik-
indum. En alltaf fengum við
fréttir af þeim hjónum. Álfhildur
hefur staðið sig ótrúlega vel í
hans veikindum og hún passaði
vel upp á frænda. Missir hennar
er afar mikill. Minning um ynd-
islegan mann lifir.
Álfhildur, Runólfur, Jintana,
Magga, Hafsteinn, Hugi Þeyr,
Hávar og Eyrún Úa, ég sendi
ykkur mínar innilegustu samúð-
arkveðjur og vona að Guð veiti
ykkur styrk í sorg ykkar.
Ingveldur.
Fallinn er frá fyrrverandi
vinnufélagi, badmintonfélagi,
göngufélagi og vinur, Eymundur
Runólfsson, verkfræðingur. Þeg-
ar ég hóf störf hjá Vegagerðinni í
janúar 1973 var Eymundur þar
fyrir og hafði starfað þar sem
fastráðinn starfsmaður frá 1966.
Áður hafði hann starfað sem
sumarmaður frá 1959 við vega-
vinnu og mælingar. Vann hann
því nánast allan sinn starfsaldur
hjá Vegagerðinni, fyrst sem um-
dæmisverkfræðingur á Austur-
landi og síðast sem forstöðumað-
ur áætlana- og umhverfisdeildar.
Vorum við samtíða hjá Vegagerð-
inni í tæp 40 ár eða þar til Ey-
mundur lét af störfum fyrir ald-
urs sakir.
Eymundur var ákaflega sam-
viskusamur starfsmaður og voru
honum falin vandasöm verkefni.
Hann var, ásamt Jóni Birgi Jóns-
syni, höfundur að vegnúmera-
kerfi Vegagerðarinnar og hélt ut-
an um það kerfi alla tíð. Get ég
fullyrt, að Eymundur þekkti
vegnúmer og vegheiti allra vega
á landinu betur en nokkur annar.
Vegnúmerakerfið auðveldaði
mjög vinnu við gerð vegáætlunar
og var Eymundur þar lykilmaður
og kom alltaf þar að. Vegáætlun
var samin í samvinnu við þing-
menn kjördæma og veit ég, að
Eymundur var vel liðinn.
Fyrir utan vinnu voru sam-
skipti vegagerðarmanna nokkur.
Við Eymundur lékum saman
badminton í mörg ár og lítill hóp-
ur vegagerðarmanna fór árlega í
stuttar sumarferðir, gjarnan ut-
an alfaraleiða. Eymundur var
grillmeistari í þessum ferðum og
var ávallt orðinn ókyrr upp úr
miðjum degi, ef honum þótti
langt í náttstað. Inngróin sam-
viskusemi sagði til sín. Það yrði
að byrja að grilla á réttum tíma.
Eftir vinnulok hafa nokkrir vega-
gerðarmenn myndað gönguhóp,
sem gengur alltaf á þriðjudags-
morgnum og hefur síðan sest nið-
ur á eftir á kaffihús í spjall um
allt og ekkert. Eymundur mætti
alltaf vel og kom í kaffið þótt
hann hefði ekki lengur þrek til að
ganga. Síðast drakk hann með
okkur kaffi 20. september síðast-
liðinn og var að venju léttur í
lund.
Eymundur átti ekki von á að
verða gamall. Foreldrar hans,
sem og systir, dóu fyrir aldur
fram. Hann gaf í skyn við mig, er
ég heimsótti hann á sjúkrahús
skömmu fyrir andlátið, að það
væri nokkuð gott að vera búinn
að ná því að verða 82 ára gamall.
Hann brosti lítillega, þegar ég
benti honum á, að margir yrðu að
verða eldri til að halda uppi með-
alaldrinum.
Eymundur var glaðsinna mað-
ur og hafði góða nærveru. Var ég
aldrei var við annað, en að hann
væri vel liðinn af samstarfsmönn-
um. Blessuð sé minning hans. Við
Þórdís færum Álfhildi og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveður
við fráfall góðs drengs.
Gunnar Gunnarsson.
Við fráfall ævivinar er margs
að minnast en við stöldrum fyrst
við jólin 1963 þegar við vorum
komin til Þrándheims þar sem fá-
einir Íslendingar höfðu dvalið við
nám árin á undan. Þetta haust
fjölgaði í hópnum þegar stúdent-
ar komu á seinni hluta verkfræði-
náms eftir að hafa lokið fyrri
hluta við HÍ. Nokkra þeirra
þekktum við frá MA og í þeim
hópi var Eymundur. Þegar leið
að jólum létum við það boð út
ganga að ef einhverjir byggjust
við að sitja einir á aðfangadags-
kvöld væru þeir velkomnir til
okkar. Tilviljun réði að Eymund-
ur var jólagesturinn þessi fyrstu
jól í búskap okkar. Ekki hvarflaði
að okkur þá að síðar mætti líta á
þetta kvöld sem upphaf að ára-
tuga fjölskyldutengslum og
margri jólaveislunni. Nokkrum
árum síðar kynntist Álfhildur,
systir og mágkona, Eymundi og
voru þau fljót að ákveða að ganga
æviveginn saman. Upphófst nú
langur ferill samskipta og vin-
áttu. Við vorum tíðir gestir hvert
hjá öðru, skiptumst á jólaboðum
og öðrum boðum, deildum gleði
og sorgum og studdum hvert
annað í raun. Börnin fæddust og
hafist var handa við húsbygging-
ar. Við fengum tvær samliggj-
andi lóðir í Seljahverfi, verkið
hófst og þokaðist áfram á nokkr-
um árum og var þá gott að hafa
sameiginlega aðstöðu í vinnuskúr
þar sem einnig var hægt að ræða
og leysa vandamál sem upp
komu. Börnin höfðu einnig sínar
hugmyndir um hvað betur mætti
fara og lögðu nokkuð fast að okk-
ur að grafa jarðgöng milli
húsanna til þæginda þegar vetr-
arveður geisuðu. Enda þótt
göngin yrðu ekki að veruleika þá
nutum við kostanna við nábýlið í
ríkum mæli en ókostina höfum
við enn ekki fundið þessi tæpu 50
ár. Gaman var að fylgjast með
Eymundi þegar hann var að
vinna við húsið, hann setti sér
markmið og vann skipulega að
því að ná þeim og lét fátt tefja sig
nema þá ef hann þurfti að leita að
pípunni sinni sem hann hafði lagt
frá sér í miðju verki.
Eymundur var traustur maður
og sterkgreindur, mjög góður
stærðfræðingur, hagorður og
smekkmaður á íslenskt mál,
áhugasamur um sögur og sagnir
fyrri tíma og naut sín vel í Orða-
nefnd Verkfræðingafélagsins og
einnig fyrir Vegagerðina.
Á menntaskólaárunum þegar
illa gekk að skilja námsefnið í
stærðfræðinni var stundum
stofnað til neyðarfundar í heima-
vistinni til þess að fá botn í málin.
Var Eymundur jafnan fyrstur til
að greiða úr flækjunum og óspar
á að útskýra fyrir okkur hinum,
og svona var hann alla tíð,
reiðubúinn að aðstoða við hin
ýmsu mál ef með þurfti.
Í árganginum sem útskrifaðist
árið 1960 frá MA var Eymundur
öflugur liðsmaður í hinni svo-
nefndu „Eilífðarnefnd“ sem hafði
það hlutverk að undirbúa sam-
komuhald og aðra viðburði fyrir
árganginn og er þar skarð fyrir
skildi.
Eymundur glímdi við erfið
veikindi síðastliðin þrjú ár, kvart-
aði ekki en hafði fremur uppi
spaugsyrði.
Þegar hann er kominn á lend-
ur eilífðarinnar, þangað sem leið
Eymundur Þór
Runólfsson
SJÁ SÍÐU 22
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN SKARPHÉÐINSSON
fyrrverandi sýslumaður,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, 8. nóvember.
Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 13.
Ingibjörg Ingimarsdóttir
Þórunn Erla Stefánsdóttir Jóhann Samsonarson
Kristín María Stefánsdóttir Róbert Grétar Pétursson
Ásgerður Inga Stefánsdóttir Arnar Þór Egilsson
Stefán Einar Stefánsson Sara Lind Guðbergsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTINN TRYGGVASON
verkstjóri,
Rjúpufelli 29, Reykjavík,
lést á Sóltúni hjúkrunarheimili
miðvikudaginn 2. nóvember.
Útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn
18. nóvember klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir.
Margrét Pálsdóttir
Ásta Hulda Kristinsdóttir Ögmundur Kristinsson
Jónas Kristinsson Ásdís Eva Hannesdóttir
Páll Kristinsson Guðlaug Halldórsdóttir
Kristinn Kristinsson Guðný Ósk Ólafsdóttir
Rúnar Kristinsson Erna María Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR ÁSGEIRSSON,
Hörðukór 5, Kópavogi,
áður búsettur í Bandaríkjunum,
lést á Sóltúni 11. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 15.
Ásgeir Einarsson Ásgeirsson Patricia Ásgeirsson
Valur Valtýsson Inga Dóra Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn