Morgunblaðið - 15.11.2022, Síða 13
FRÉTTIR
Erlent 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
Vorum að fá nýjar vörur www.rumfot.is
Nýbýlavegur 28 - sími 565 1025 - rumfot@rumfot.is - Opið frá 12-17.30 alla virka daga og 11-15 laugardaga
Landsins mesta úrval af hágæða rúmfötum. Einnig sængur og koddar. 300tc - 600tc - 900tc - 1400tc
Endurheimt Kerson „gæti verið byrj-
unin á enda stríðsins“, sagði Volod-
imír Selenskí forseti Úkraínu í gær í
óvæntri heimsókn til borgarinnar þar
sem hann fagnaði með heimamönn-
um, en Rússar yfirgáfu borgina á
föstudaginn var.
„Þetta er erfið ganga, því stríðið
hefur tekið okkar mestu hetjur. Við
erum tilbúin fyrir frið, en það þýðir
frið fyrir allt okkar land,“ sagði hann.
Vladimír Pútín forseti Rússlands neit-
aði því í gær að heimsókn Selenskís
hefði nokkur áhrif á stöðu Kerson-hér-
aðsins, þrátt fyrir að úkraínskir fánar
væru þar dregnir að húni. Hann sagði
að héraðið væri enn hluti af Rússlandi.
Kaldur og dimmur vetur
Selenskí sagði að fórnarkostnað-
ur stríðsins væri gífurlegur. „Fólk er
sært, og margir hafa látið lífið. Við
erum búin að berjast og við erum
að sjá árangur hér. Í dag erum við í
Kerson-héraði.“ Ástandið er þó ekki
beysið í borginni og héraðinu eftir her-
setu Rússa og segja yfirvöld í Úkraínu
fjölda vísbendinga um stríðsglæpi í
héraðinu eftir hersetuna, auk þess
sem orkuinnviðir hafi verið eyðilagðir.
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri
NATO varar við því að Úkraínumenn
fagni of snemma og sagði hættulegt
að vanmeta hernaðargetu Rússa.
„Pútín stefnir að því að Úkraína verði
köld og dimm í vetur,“ sagði hann á
blaðamannafundi í Haag í Hollandi.
Kerson var fyrsta héraðið sem féll
í hendur Rússa eftir innrásina 24.
febrúar og Pútín hefur hótað því að
nota allar leiðir mögulegar til að verja
svæðið og ýjað að mögulegri kjarn-
orkuógn. Á fundi G20-þjóðanna í gær
ræddu Xi Jinping forseti Kína og Joe
Biden Bandaríkjaforseti saman um
heimsmálin og gáfu út þá tilkynningu
að þeir væru sammála um að aldrei
skyldi nota kjarnavopn í stríði, þar
með talið í Úkraínu.
Þetta er í fyrsta skipti sem for-
setarnir hittast eftir að Biden tók við
embætti sínu. Ekki var búist við mikl-
um árangri af fundi forsetanna fyrir
fram, heldur væri fundurinn mest-
megnis til þess að minnka spennu
milli ríkjanna. Þó virðist hafa farið
betur ámeð Biden og Xi en á horfðist,
alla vega á yfirborðinu.
Undirliggjandi spenna
Auk þess að sammælast um að for-
dæma kjarnorkuvopnanotkun í stríði
ákváðu þjóðirnar að hefja aftur sam-
ræður um loftslagsmál.
Kína hafði slitið þeim viðræðum
vegna stuðnings Bandaríkjanna við
Taívan, og þótt það hafi ekki breyst og
í reynd verið eina atriðið þar sem leið-
togarnir voru algjörlega á öndverðum
meiði, þá sagði Xi að heimurinn stæði
frammi fyrir mikilli loftslagsógn og
heimurinn horfði til þess að þessar
tvær stórþjóðir gætu starfað saman.
Það er þó ljóst að málefni Taívans
eru orsök mikillar spennu milli þjóð-
anna þrátt fyrir kurteislegt tal. Ekk-
ert hefur breyst í afstöðu hvorugs
ríkisins og Xi hefur sagt að málefni
eyríkisins sé eitt af grundvallarmál-
efnumKína. Á sama tíma sagði Biden
að Bandaríkin væru staðráðin í að
viðhalda friði og stöðugleika í Taív-
an, sem þýðir að þau muni ekki sam-
þykkja neinar aðgerðir Kínverja gegn
Taívan. Fréttastofan Xinhua sagði að
málefni Taívans væru „fyrsta rauða
línan sem ekki mætti fara yfir í sam-
skiptumKína og Bandaríkjanna“, svo
það þarf ekki mikið til að samskipti
ríkjanna versni.
Talið er að Emmanuel Macron for-
seti Frakklandsmuni reyna að þrýsta
á Kínaforseta í málefnum Úkraínu
á fundi þeirra í dag. Þar muni hann
höfða til sameiginlegra hagsmuna
um að stríðið endi, vegna efnahags-,
matvæla- og orkumála heimsins.
Macron heldur einnig samskipta-
línunni opinni til Kremlar og hyggst
hringja í Pútín eftir fundinn. Fjarvera
Pútíns á G20-fundinum segir talsvert
um stöðu Rússlands í alþjóðasam-
félaginu.
lFagna endurheimt KersonlSlæmt ástand í borginnilSegja Kerson enn tilheyra RússlandilG20:
Engin samstaða umTaívan, en færast nær í málumÚkraínulMacron vill að Kína beiti Pútín þrýstingi
Fórnarkostnaðurinngífurlegur
AFP/Forsetaembætti Úkraínu
KersonVolodimír Selenskí með hönd á hjartastað syngur úkraínska
þjóðsönginn í borginni Kerson í gær eftir að Rússar hörfuðu frá borginni.
Bretland
Karl III.
varð 74
ára í gær
Hleypt var af fallbyssum í
Tower of London og lystigörðum
borgarinnar í gær, í tilefni 74 ára
afmælis Karls III. Bretakonungs,
og afmælissöngurinn leikinn af
herlúðrasveit í tilefni dagsins.
Karl III. hefur nú gegnt embætti
konungs í tvo mánuði, en engin
opinber störf voru skipulögð á
afmælisdaginn. Hann fór þó í
myndatöku við gamalt eikartré í
tilefni þess að hann var skipaður
verndari Windsor Great Park,
sem er staða sem faðir hans Fil-
ippus prins gegndi áður en hann
lést árið 2021. Karl hefur ákveðið
að skipta sér ekki af stjórnmálum
í embætti sínu sem konungur og
til marks um það fór hann ekki á
COP27-umhverfisráðstefnuna í
Egyptalandi, þótt honum sé mjög
umhugað ummálaflokkinn.
Þrátt fyrir stutta setu á valda-
stóli hefur hann haft tvo forsætis-
ráðherra í Downingstræti. Karl
III. þykir vinnusamur og hafa
Bretar almennt tekið honum vel
sem nýjum þjóðhöfðingja. AFP/Chris Jackson/Buckinghamhöll