Morgunblaðið - 15.11.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.11.2022, Blaðsíða 32
Í lausasölu 822 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. Sími 569 1100 Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 319. DAGUR ÁRSINS 2022 MENNING Nína heldur einleikstónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari heldur einleikstónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, 15. nóvember, kl. 20. Nína leikur efnisskrá sem hún flutti á tónleikum á Ítalíu í ágúst við góðar undirtektir. Á henni voru píanóverk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jón Leifs og Pál Ísólfsson og Prelúdíur eftir J.S. Bach og Fr. Chopin. Á næsta ári verða liðin 130 ár frá fæðingu Páls Ísólfssonar. Af því tilefni mun Nína flytja erindi í safninu að vori um Pál sem hún byggir á doktorsritgerð sinni. Nína hefur komið fram á Íslandi og víðar í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína, sem einleikari með hljómsveitum og á kamm- ertónleikum. Hún hefur leikið inn á fimm geisladiska fyrir Naxos, BIS, Acte Pre’alable og Skref sem allir hafa hlotið frábæra dóma í Gramophone Awards Issue, BBC Music Magazine, Glasgow Herald, Crescendo-Magazine, Xían Evening News og High Fidelity. ÍÞRÓTTIR Naumt tap gegn Úkraínu í Riga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola naumt 72:79-tap fyrir Úkraínu í undankeppni heimsmeist- aramótsins á Filippseyjum, Indónesíu og Japan, en mótið fer fram á næsta ári. Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í íslenska liðinu með 24 stig og hann tók einnig 13 fráköst. Jón Axel Guðmundsson gerði 14 stig og þar á eftir kom Elvar Már Friðriksson með 10 stig. Þrátt fyrir úrslitin er líklegt að Ísland leiki úrslitaleik við Georgíu um sæti á lokamótinu í febrúar. » 27 Bókin Knattspyrnubærinn. 100 ára knattspyrnusaga Akraness eftir Björn Þór Björnsson sagnfræðing er komin út hjá Bókaútgáfunni Hól- um. Höfundurinn hófst handa við verkið vorið 2020 og er að vonum ánægður með árangurinn. „Það er gaman að vera kominn með bókina í hendur og finna og sjá að hún er orðin að veruleika.“ Eftir að hafa útskrifast sem sagnfræðingur frá Háskóla Íslands 2019 segist Björn Þór hafa lang- að til þess að skrifa bók um efni tengt Akranesi og knattspyrnan hafi verið nærtækust enda helsta áhugamálið. „100 ára afmæli knattspyrnusögunnar var í augsýn og ég vildi leggja mitt af mörkum til að varðveita söguna.“ Knattspyrnufélagið Kári var stofnað á Akranesi 26. maí 1922 og Björn Þór rekur knattspyrnu- söguna frá þeim tímamótum. Hann leitar víða fanga eins og sjá má í viðamikilli skrá um tilvísanir og heimildir aftast í bókinni auk þess sem fjölmargar myndir prýða ritið. Hann segir að margt hafi komið sér á óvart við efnisöflunina og ekki síst sú mikla vinna sem fólk hafi lagt á sig knattspyrnunni til heilla. „Ekk- ert stöðvaði menn í uppbyggingunni og þeir fóru áfram á hnefanum með félagsandann að leiðarljósi.“ Menn hafi reist mannvirki í frítíma sínum og hvergi gefið eftir. „Það er hollt fyrir fólk í nútímanum að líta um öxl og sjá hverju félagsandinn getur áorkað, en ég held að almennt sé mun minna um hann nú en áður.“ Frumheimildir Björn Þór hefur grúskað í frum- heimildum sem varðveittar eru á skjalasöfnum, hjá Knattspyrnufé- lagi ÍA og víðar. Margt hefur ekki birst opinberlega áður og ýmislegt forvitnilegt er borið á borð í fyrsta sinn. Hann segir til dæmis gaman að velta fyrir sér hvað hefði gerst ef William Lewis, leikmaður Black- pool, þá eins besta félagsliðs Eng- lands, hefði orðið þjálfari ÍA 1947 eins og stefnt hafi verið að. Menn hafi heldur ekki alltaf verið sam- mála um leiðir. „Það var til dæmis töluvert uppþot í klúbbnum, þegar Ríkharður Jónsson hætti á miðju tímabili 1960. Ákveðin kynslóða- skipti áttu sér stað, Ríkharður var mjög agaður og mörgum þótti hann of harður við menn. Eftir að hann hætti varð smá upplausn, sem erfitt var að vinda ofan af, en hann kom til baka.“ George Kirby hafi skilað mörgum titlum og dýrðarljómi hafi verið yfir honum en samband hans við stjórn ÍA og leikmenn hafi ekki alltaf verið gott. „Sambandið var stormasamt að vissu leyti.“ Sennilega hefur aldrei verið auðvelt að reka íslenskt íþróttafélag og Björn Þór segir það vissulega kosta blóð, svita og tár. Skaga- menn hafi ekki þekkt harðan heim atvinnumennskunnar fyrr en þeir hafi staðið í deilum við sænska fé- lagið IS Halmia vegna félagaskipta Matthíasar Hallgrímssonar aftur í ÍA. Um svipað leyti hafi Skagamenn fengið nokkra bolta frá Jönköping í Svíþjóð fyrir Teit Þórðarson en þurft að borga af þeim vörugjald og söluskatt. „Að sumu leyti er knattspyrnusaga Íslands samofin sögu Akraness og óhætt er að segja að ég skyggnist á bak við tjöldin.“ lViðamikil bók umhundrað ára knattspyrnusögu Skyggnst á bak við tjöldin á Akranesi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á Akranesi Björn Þór Björnsson sagnfræðingur kátur með nýju bókina. Nýtt Bragð bannaðfullorðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.