Morgunblaðið - 15.11.2022, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
Innlent4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
Veruleg aukning er á notkun lyfja
til uppbótarmeðferðar vegna
ópíóðafíknar á Íslandi, að því
er kemur fram í svari heilbrigð-
isráðherrra við fyrirspurn á
Alþingi. Gögn lyfjanefndar
Landspítala sýna að árið 2019 var
fjöldi einstaklinga á þessari lyf-
jameðferð 276 en árið 2021 voru
þeir orðnir 438. Eru þeir aðallega
í þjónustu SÁÁ, Landspítala
eða Sjúkrahússins á Akureyri
og hafa ávísanirnar aðallega
verið á höndum sérfræðinga í
geðlækningum. Einnig hafa aðrir
sérfræðilæknar með þekkingu á
ópíatafíkn ávísað þeim.
Diljá Mist Einarsdóttir
þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins spurði Willum Þór Þórsson
heilbrigðisráðherra hvort hann
hygðist veita læknum heimild til
að ávísa ópíóðum eða sambæri-
legum efnum til einstaklinga með
vímuefnavanda með skaðaminnk-
un að markmiði eins og tíðkaðist
í Danmörku. Í svari ráðherra
kemur fram að hér á landi sé veitt
uppbótarmeðferð við ópíatafíkn
með lyfinu buprenorfín sem
er bæði til í töfluformi og sem
stungulyf. Umrædd lyf séu flokk-
uð sem leyfisskyld, sem þýðir að
þau eru kostnaðarsöm og/eða
vandmeðfarin.
Í svarinu segir að Sjúkra-
tryggingar Íslands og SÁÁ
hafi gert með sér samning um
viðhaldsmeðferð gegn ópíumfíkn
sem starfrækt er á göngudeild á
Sjúkrahúsinu Vogi. SÁÁ hafi því
sinnt meginhluta þessarar með-
ferðar. Nokkur hluti sjúklinga í
göngudeildarþjónustu SÁÁ eða
undir eftirliti geðlækna sæki lyfin
sín í töfluformi í apótek. Hvað
varði heimildir lækna til að ávísa
þessum lyfjum sé ferlið almennt
þannig að í umsókn ummark-
aðsleyfi komi fram takmarkanir
við ávísun lyfs og það sé síðan
ákvörðun Lyfjastofnunar að út-
færa það með tilliti til sérgreina
og afgreiðslumerkinga. Töflu-
formið verði að vera skrifað út af
læknummeð þekkingu og reynslu
af fíknisjúkdómum. Eingöngu sér-
fræðingar í tilteknum sjúkdóm-
um eða undirgrein læknisfræði
mega ávísa lyfinu. Geta því fleiri
sérgreinalæknar en geðlæknar
skrifað upp á lyfið ef sýnt er fram
á þekkingu og fengið hefur verið
til þess leyfi.
lNærri tvöföldun frá árinu 2019
Margir fá skaða-
minnkandi lyf
„Það er gaman að geta opnað
dyr skólans fyrir fleirum en bara
nemendunum. Margir eru nefnilega
með ranghugmyndir um starfið
hér, halda að við séum bara að taka
slátur alla daga eða þrífa í horn-
um. Námið hefur þróast í takt við
tímann,“ segir Marta María Arn-
arsdóttir, skólameistari Hússtjórn-
arskólans í Reykjavík.
Marta og nemendur skólans
fögnuðu 80 ára starfsafmæli
Hússtjórnarskólans í gær. Opið
hús var í skólanum, sem er sá eini
sinnar tegundar á landinu í dag, og
máttu gestir og gangandi líta inn.
Þeir gátu fylgst með kennslunni auk
þess að þiggja kaffi og afmælisköku
að hætti hússins. Afmæli skólans
var reyndar fyrr á árinu því fyrsti
kennsludagurinn var 7. febrúar árið
1942. Það bar hins vegar upp í miðri
kórónuveirubylgju og því urðu
veisluhöldin að bíða.
Gestir í skólanum gátu fylgst
með hefðbundinni stundaskrá á
mánudegi. Nemendur voru meðal
annars í matreiðslu og fatasaumi
fyrir hádegi og vefnaði eftir hádegi.
Í hádeginu var plokkfiskur í matinn.
Marta María tók við starfinu
í sumar en hún er yngsti skóla-
meistari landsins, nýorðin 26 ára.
„Ég lofa því ekki að ég verði 24 ár í
starfi eins og Margrét forveri minn
en það er aldrei að vita. Ég kann
alla vega mjög vel við mig hérna.“
lStórafmæliHússtjórnarskólans í Reykjavík fagnað
Fengu plokkfisk og köku
í tilefni 80 ára afmælisins
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
TímamótMartaMaría skólameistari tók glöð á móti gestum í skólanum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GleðiMikið líf var í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík í gær. Opið hús var í tilefni 80 ára afmælis skólans.
Landsnet hefur breytt áformum sín-
umum leguBlöndulínu 3 fráBægisá að
Akureyri frá því sem gert var ráð fyrir
í aðalvalkosti umhverfismatsskýrslu.
Með nýju legunni færist línan lengra
upp í fjallshlíðarnar og fjær býlunum á
línuleiðinni ogmunar þar frá 100metr-
um til eins kílómetra.
Landsnet hefur kynnt greinargerðum
þessa breyttu legu línunnar. Skipulags-
stofnun er að fjalla um umsagnir og
athugasemdir sem borist hafa við um-
hverfismatsskýrsluna og mun á næst-
unni segja álit sitt ámálinu. Framkemur
í greinargerðinni að Landsnet hafi talið
rétt að kynna þessa breytingu áður en
álit Skipulagsstofnunar kæmi fram.
Jarðrask eykst
Færslan er frá bænumSyðri-Bægisá
í mynni Öxnadals um Hörgárdal,
Moldhaugnaháls og Kræklingahlíð að
spennistöð Landsnets á Rangárvöllum
við Akureyri. Línan er færð á 17 kíló-
metra kafla.
Með færslunni styttist línan um
rúman kílómetra og möstrum fækk-
ar. Vegna þess að línan færist frá eldri
byggðalínunni þarf að brjóta nýtt land
undirmöstur og slóða og eykst því jarð-
rask vegna framkvæmdarinnar.Minna
votlendi raskast á nýja línustæðinu en
því sem áður var áformað.
Vegnaþess að línanmun liggja hærra
á umræddum kafla verður hún útsett-
ari fyrir ísingu en upphaflegur aðalval-
kostur. Í greinargerð Landsnets kemur
fram að tekið verður tillit til þess við
endanlega hönnun mastra þannig að
rekstraröryggi verður það samaoggert
var ráð fyrir.
Umræðahefur skapast ummöguleika
þess að breyta legu línunnar annars
staðar á línuleiðinni. Landsnet hefur
ákveðið aðbíða eftir áliti Skipulagsstofn-
unar áður en haldið verður lengra í um-
ræðuummögulegar frekari breytingar.
Varmahlíð
Aðalvalkostur Blöndulínu 3
Akureyri
Blöndu-
stöð
Leiðin liggur um Kiðaskarð niður Mælifellsdal, um
Efribyggð og síðan meðfram núverandi línu um
Norðurárdal, Öxnadalsheiði, Öxnadal og til Akureyrar
Blöndulína 3: Svæði A B C
Jarðstrengur til Varmahlíðar
Hö
rg
ár
da
lu
r
Akureyri
Rangárvellir1
1
Breytt lega
aðalvalkosts
Stækkað svæði
Breyting á legu
aðalvalkosts
Lo
ft
m
yn
di
re
hf
.
Línanverðurfærð
lengrafrábæjum
lBlöndulína 3 færð upp í hlíðina
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is