Morgunblaðið - 15.11.2022, Side 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
að fullyrða með hvaða farfuglum smit
barst til Íslands. Veiran hafi verið
hér í fyrra, en greinilega ekki verið
skæð enda fátt um dauða villta fugla
og öll sýni voru neikvæð, fyrir utan
haförninn. Miðað við forsöguna hafa
farfuglar af tegundum andfugla, máfa
og vaðfugla aðallega dreift svona
sjúkdómum milli landa og þykja lík-
legastir til að bera fuglaflensuveirur.
„Þetta getur verið breytilegt á
milli ára og nú 2022 smitaðist mik-
ið af sjófuglum hér og margar súlur
drápust. Það er erfitt að segja hvað
sjófuglar hafa haft mikið að segja við
útbreiðslu faraldursins milli landa,“
segir Brigitte. Mikið var t.d. af sýkt-
um skúmum í Bretlandi í fyrravetur.
Margir skúmar drápust hér í vor og
sumar en hvaðan þeir fengu smitið
er ekki vitað.
„Við vitum að þetta er allt sami
veirustofninn, H5N1, og að hann
hefur náð góðri fótfestu í villtu
fuglunum,“ segir Brigitte. Hún segir
að fuglaflensusmitið sem greindist í
Kanada í fyrra hafi komið svolítið í
bakið á vísindamönnum vestanhafs.
Yfirleitt hefur verið góð vöktun á vest-
urströnd N-Ameríku því smit hafa
áður borist frá Asíu um Alaska. „Það
er ný sviðsmynd í faraldsfræðinni að
fuglaflensa berist frá Evrópu, líklega
um Ísland og Grænland, til Norð-
ur-Ameríku,“ segir Brigitte.
Fuglaflensa hefur greinst í 13
fuglategundum á Íslandi, samkvæmt
heimasíðu MAST. Fjöldi jákvæðra
sýna er innan sviga. Tegundirnar eru
súla (13), skúmur (5), svartbakur (4),
hrafn (3), fálki (2), grágæs (2), haförn
(2), heiðagæs (2), kría (2), helsingi
(1), hettumáfur (1), sílamáfur (1) og
silfurmáfur (1). Alls hafa verið tekin
163 sýni úr fuglum af 28 tegundum.
Athyglisvert er að tegundir sem éta
hræ annarra fugla hafa verið útsettar
fyrir smiti, eins fjórar máfategundir
og þrjár tegundir gæsa. Enginn vað-
fugl hefur fundist með fuglaflens-
usmit hér en þeir hafa margir smitast
erlendis. Talið er að það megi rekja
til sambýlis við andfugla.
Fuglaflensa hefur hingað til ver-
ið vetrarsjúkdómur, en síðustu tvö
ár hefur smit viðhaldist allan ársins
hring og fundist í villtum fuglum sem
veiran virðist hafa aðlagast vel.
Ísland var stikla á leið skæðu asísku
fuglaflensuveirunnar yfir Norður-Atl-
antshaf, að því er fram kemur í grein í
vísindatímaritinu Emerging Infectious
Diseases. Talið er að smit hafi borist
með farfuglum frá Norður Evrópu til
Norður-Ameríku um Ísland.
Á meðal höfunda vísindagreinar-
innar eru Íslendingarnir Vilhjálmur
Svansson, Gunnar Þór Hallgrímsson,
Heiða Sigurðardóttir og Stefán Ragn-
ar Jónsson við Háskóla Íslands, Krist-
inn Haukur Skarphéðinsson hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands og Brigitte
Brugger hjá MAST. Aðrir höfundar
eru þýskir vísindamenn.
Ungur haförn drapst hér af völd-
um fuglaflensuveiru af gerðinni H5N1
hinn 8. október 2021 og var það fyrsta
staðfesta dauðsfallið í yfirstandandi
faraldri fuglaflensunnar hér á landi.
Haförninn er staðbundinn fugl á Ís-
landi og er talið að sá sem drapst hafi
étið hræ af smituðum fugli og smitast
þannig.
Fuglaflensuveira af sömu gerð
fannst í tveimur svartbökum í Kanada
síðla ársins 2021. Skömmu síðar kom
upp smit í fuglum í haldi í Kanada.
Þaðan breiddist smitið niður með
austurströnd Bandaríkjanna. Grein-
ing benti til náins skyldleika á milli
arfgerða þessara fuglaflensuveira
í Norður-Ameríku og veirunnar i
Evrópu úr faraldrinum frá vetri og
vori 2020-2021.
Líklegast er talið að smitið hafi
borist með farfuglum frá Evrópu um
Ísland og Grænland til Kanada.
Eftirlit með sýktum fuglum
Eftirlit með smituðum fuglum var
aukið hér á landi í byrjun þessa árs
þegar von var á farfuglum til landsins.
Brigitte Brugger, sérgreinadýralækn-
ir alifugla og einn greinarhöfunda,
hefur haldið utan um eftirlitið af
hálfu MAST. Hún segir ekki hægt
lFuglaflensusmit í Kanada talið hafa borist með smituðum farfuglum frá Evrópu um Ísland og Græn-
landlFuglaflensa hefur greinst í 13 fuglategundum hér á landilFlest sýnin tekin úr dauðum súlum
Fuglaflensuveiran fór um Ísland
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Súlur Margar súlur hafa fundist dauðar af völdum fuglaflensunnar.
Farice hefur tekið við Írisi,
sæstrengnum sem lagður var
í sumar á milli Þorlákshafnar
og Galway á Írlandi og þaðan
áfram til Dyflinnar. Bandaríski
kapalframleiðandinn SubCom
lagði strenginn en áður en hann
var afhentur þurftu að fara fram
prófanir. Þeim er nú lokið og
Farice tók við honum við athöfn
sem fram fór í Galway.
Framundan er vinna við að
tengja fjarskiptanet á Íslandi
sem og Írlandi og þaðan áfram til
meginlands Evrópu. Áætlað er að
Íris verði formlega tekin í notkun
á fyrsta fjórðungi næsta árs.
Íris er þriðji sæstrengurinn sem
Farice á og rekur með tengingu til
Evrópu.
Sturla Sigurjónsson, sendi-
herra Íslands, var viðstaddur
athöfnina ásamt tveimur írskum
ráðherrum, þeim Eamon Ryan,
ráðherra umhverfis, samgangna,
loftslags og fjarskipta, og Ossian
Smyth, ráðherra stafrænnar
stjórnsýslu og sjálfbærni. Sendi-
herrann las orðsendingu Ás-
laugar Örnu Sigurbjörnsdóttur,
ráðherra háskóla, iðnaðar og
nýsköpunar. Hún sagði að fjar-
skiptasæstengurinn yki stórlega
fjarskiptaöryggi íslensks samfé-
lags við erlend ríki, til hagsbóta
og framfara fyrir bæði almenning
og atvinnulíf. Ásamt grænni
endurnýjanlegri orku muni Íris
auka verulega samkeppnishæfni
Íslands fyrir þjónustu gagnavera,
skýjaþjónustuaðila og háhraða
tölvuvinnslu. „Með tengingu Ís-
lands og Írlands skapast ný tæki-
færi fyrir bæði lönd til aukins
samstarfs í hinum sístækkandi
stafræna heimi,“ sagði þar.
lSæstrengurinn afhentur formlega
Íris kemst í gagnið
í byrjun nýs árs
Lykill Bill Meiners færir Þorvarði
Sveinssyni lyklavöldin.
Fáðu meira út úr eigninni
Greenkay sjálfvirknivæðir og hagræðir
alla þætti í rekstri gististaða
• Hótel og gistiheimili
• Íbúðaklasar
• Íbúðir
• Sumarhús
• Síma- þjónustuver
og bakvakt
• Þrif og þvottur
Ármúli 21, Reykjavik • Sími 519 8989 • greenkey.is
Alhliða rekstrarþjónusta fyrir gististaði