Morgunblaðið - 29.11.2022, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.11.2022, Qupperneq 13
FRÉTTIR Erlent 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022 Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík 415 4000 | kemi.is | kemi@kemi.is BOSCH Bremsuhlutir Eldgos hafið á Havaíeyju lStærsta virka eldfjall heims Eldfjallið Mauna Loa á Havaíeyju tók að gjósa í gærmorgun eða um hálftíuleytið að íslenskum tíma. Eldfjallið, sem er dyngja, er stærsta virka eldfjall í heimi, en það gaus síðast árið 1984. Jarðfræðistofn- un Bandaríkjanna sagði í gær að hraunstraumurinn væri nú að mestu innan sigketils fjallsins. Hins vegar gæti þurft að flytja íbúa á ná- lægum svæðum í burtu ef aðstæður breyttust. Er eldgosið sýnilegt frá bænum Kona á vesturströnd Havaíeyju, sem er um 72 kílómetra frá gosinu. Nafn fjallsins, Mauna Loa, þýðir langa fjallið á íslensku. Það er eitt af fimm eldfjöllum sem mynda eyjuna, en það er eitt og sér stærra að flatarmáli en hinar eyjarnar í Havaíeyjaklasanum til samans. Frá árinu 1843 hefur fjallið gosið 33 sinnum. Gosið varaði í 22 daga þegar fjallið gaus árið 1984, og fór hraunstraumurinn þá um 7 kíló- metrum frá mannabyggð. AFP/Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna Eldgosið Þessi loftmynd sýnir hraunstrauminn í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli heims, en þetta er í fyrsta sinn frá 1984 sem fjallið gýs. hins vegar til baka. Birti Úkraínuher myndir á heimasíðu sinni frá um- hverfinu við Bakhmút, sem minnti frekar á ljósmyndir frá helstu orr- ustum fyrri heimsstyrjaldar. Orrustan hefur enda mestmegn- is verið háð með stórskotahríð á skotgrafir beggja herja, og líkti Wagner-málaliðahópurinn, sem hefur borið hitann og þungann af sókninni að Bakhmút, orrustunni við orr- ustuna í Verdun 1916. Hin mikla áhersla á stórskota- lið hefur leitt til þess að fallbyssu- hlaupin á þeim hábyssum sem vest- urveldin hafa sent til Úkraínu hafa gengið úr sér fyrr en áætlað var, og hafa Bandaríkjamenn því komið á fót viðgerðarstæði í Póllandi. Þá hefur einnig komið til tals vestanhafs að leyfa borgaralegum vopnaframleið- endum að framleiða 155 mm skotfæri í byssurnar til að minnka álagið á skotfæraframleiðslu Bandaríkjahers. Þá tilkynnti bandaríska varnar- málaráðuneytið í gær að það væri að íhuga tillögu frá Boeing-verksmiðj- unum um að Úkraínumenn myndu fá sprengjuodda, sem stórskotalið þeirra gæti skotið allt að 150 kíló- metra. Sprengjurnar, sem Boeing og Saab framleiða í sameiningu, þykja einnig mjög nákvæmar og eiga þær að geta hæft bæði kyrrstæð skotmörk og þau sem eru á ferð. Fordæma kynferðisofbeldi Olena Selenska, forsetafrú Úkra- ínu, fordæmdi í gær kynferðisofbeldi í hernaði, og sagði að saksóknarar í Úkraínu væru nú að rannsaka rúm- lega hundrað tilfelli slíkra glæpa, sem rússneskir hermenn hefðu framið. Ljóst væri þó að það væri einungis lítið brot af þeim kynferðisglæpum sem Rússar hefðu framið í Úkraínu. Selenska lét ummæli sín falla í ávarpi á ráðstefnu í Lundúnum um kynferðisglæpi í stríðsátökum, sem breska ríkisstjórnin stóð að. Sagði hún jafnframt að það væri mikilvægt að slíkir glæpir yrðu viðurkenndir sem stríðsglæpir og að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar. Á ráðstefnunni voru kynntar frumniðurstöður rannsóknar Sam- einuðu þjóðanna á framferði Rússa í Úkraínustríðinu, og sagði þar meðal annars að Rússar hefðu beitt víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn Úkra- ínumönnum, óháð kyni þolandans. James Cleverly, utanríkisráðherra Breta, sagði að nú væri vitað um 18 átök í heiminum sem væru í gangi þar sem kynferðisofbeldi hefði ver- ið beitt, og að hann væri staðráðinn í að sjá til þess að slíkt ofbeldi yrði fordæmt. Þá tilkynnti hann að bresk stjórnvöld myndu frá og með næstu mánaðamótum beita refsiaðgerðum gegn þeim sem standa að slíkum glæpum í hernaði. Úkraínuher varaði við því í gær að Rússar ætluðu sér að hefja eldflauga- árásir á orkuinnviði landsins á ný. Natalía Húmeníuk, talskona hersins, sagði að nýlega hefði orðið vart við rússneskt herskip á Svartahafi, sem væri með Kalibr-eldflaugar um borð, og þótti líklegt að Rússar myndu áfram reyna að eyðileggja raforkuver og hitaveitu í vikunni. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti varaði við því í ávarpi sínu til þjóðar- innar á sunnudaginn að von væri á frekari loftárásum. Sagði Selenskí að Rússar myndu halda árásum sín- um á orkuinnviði áfram eins lengi og þeir hefðu eldflaugar til. Selenskí bætti þó við að Úkraínuher væri að búa sig undir að verjast árásum, auk þess sem vesturveldin hefðu verið að senda ný loftvarnakerfi til landsins. Yfirvöld í Kænugarði sögðu í gær að enn væri verið að gera við skaðann sem hlaust af árásumRússa í síðustu viku, og var gripið til þess ráðs að skammta rafmagn í neyðarskyni. Vítalí Klitsjkó, borgarstjóri Kænu- garðs, hvatti í gær íbúa borgarinnar til að koma sér upp neyðarbirgðum af mat til að geta mætt hinni ýtrustu neyð. Þá ættu íbúar einnig að útvega sér hlý föt, vatn og jafnvel hleðslu- banka ef ske kynni að upp kæmi langvarandi rafmagnsleysi. Klitsjkó varaði við því að tímabund- ið rafmagnsleysi og skömmtun á rafmagni gæti varað fram á vorið, en hann sagði að ekki myndi koma til allsherjarbrottflutnings íbúa frá borginni. Einungis yrði gripið til slíkra ráða ef „verstu mögulegu að- stæður“ kæmu upp, og þá í takmörk- uðum mæli. Minnir á fyrri heimsstyrjöld Harðir bardagar eru nú einkum í austurhluta Úkraínu í Donbass-hér- uðunum. Rússneskir herbloggarar sögðu sókn Rússa við Bakhmút í Donetsk-héraði, sem steytt hefur á skeri síðustu vikur og mánuði, hafa náð að brjótast í gegnum varnarlínu Úkraínumanna rétt sunnan borgar- innar. Úkraínumenn báru þær fregnir Varað við frekari árásum lÚkraínumenn búa sig undir frekari loftárásir RússalEnn harðir bardagar við Bakhmútl Orrustunni líkt við VerdunlBretar hóta frekari refsiaðgerðum Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is AFP/Anatolii Stepanov Stórskotalið Úkraínskir hermenn sjást hér hlaupa til eldflaugavagns síns af BM-21 Grad-gerð, eftir að þeir höfðu skotið á vígstöður Rússa í nágrenni Bakhmút. Þurfa þeir að færa sig fljótt áður en svarið berst frá Rússum. RÚSSLAND Mótmæla handtök- um Rússa í Noregi Robert Kvile, sendiherra Noregs í Moskvu, var í gær kallaður á teppið í rússneska utanríkis- ráðuneytinu, þar sem rússnesk stjórnvöld vildu mótmæla því hversu margir Rússar hafa verið handteknir í landinu fyrir að njósna með drónum. Sagði ráðuneytið í yfirlýsingu sinni að það hefði sagt Kvile að norsk stjórnvöld ættu að hætta „ofsóknum sínum“ gegn Rússum vegna þjóðernis þeirra. Rússneskur maður var dæmdur í 90 daga fangelsi í síðustu viku fyrir að fljúga dróna í leyfisleysi yfir viðkvæma staði í Noregi, þar sem ljósmyndun er bönnuð. Þá munu önnur réttarhöld hefjast í dag yfir manni sem sagður er hafa flogið dróna á Svalbarða. TYRKLAND Fundar með Finnum og Svíum Mevlut Cavusoglu, utanríkisráð- herra Tyrklands, hyggst funda í dag með utanríkisráðherr- um Finnlands og Svíþjóðar í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, um inngönguumsókn norrænu ríkjanna tveggja í Atlantshafs- bandalagið. Fundurinn verður haldinn á „hliðarlínum“ fundar utanríkis- ráðherra bandalagsríkjanna. Cavusoglu sagði að þróunin hefði verið jákvæð, en að ríkin tvö, og þá sérstaklega Svíar, þyrftu enn að stíga nokkur skref til að Tyrkir gætu samþykkt umsóknina. Einungis Ungverjar og Tyrkir eiga eftir að samþykkja umsókn ríkjanna tveggja. AFP/AdemAltan NATO Erdogan Tyrklandsforseti fund- aði með Ulf Kristersson, forsætisráð- herra Svía, fyrr í mánuðinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.