Morgunblaðið - 29.11.2022, Page 14

Morgunblaðið - 29.11.2022, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022 14 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Pistill Ekkiof seintaðgerabetur Þ ann 10. nóvember sl. lagði ég fram breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga. Þar var lagt til að eingreiðsla til öryrkja yrði hækkuð úr 27.772 krónum skatta- og skerðingalaust í 60.000 krónur. Einnig lagði ég til að skatta- og skerðingalaus eingreiðsla að sömu fjárhæð yrði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem enga aðra framfærslu hafa en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar. Þar er um að ræða einstaklinga sem áður voru öryrkjar en við 67 ára aldur urðu „stálheilbrigðir“ eldri borgarar og í stað greiðslu frá TR vegna örorku fá nú greiðslu þaðan sem ellilífeyri. Sú greiðsla er lægri en greiðslan vegna örorkunnar var. Einnig eru í þessum sárafátækasta hópi eldra fólks fullorðnar konur sem eyddu starfsæviárum sínum í hið vanþakkláta starf heimavinnandi húsmóður. Gamlar konur í dag sem eiga engin réttindi úr lífeyr- issjóði en eru kirfilega múraðar inni í rammgerðri fátæktargildrunni sem sjórnvöld hafa múrað um svo allt of marga. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gærmorgun var svo samþykkt að greiða 60.300 króna eingreiðslu til öryrkja í desember. Ákvörðun sem er byggð á breytingartillögu minni við fyrirliggjandi frumvarp til fjáraukalaga að því er lýtur að skatta- og skerðingalausri greiðslu til öryrkja. Þann hluta ber að þakka og miður að þurfa á sama tíma að fordæma þau vinnubrögð nefndarinnar að hundsa enn og aftur aldraða í sárri neyð. Enn og aftur að mismuna þeim og snúa blinda auganu að vanmætti þeirra og bágindum. Það myndi kosta ríkissjóð um 360 millj. kr. að koma til móts við þennan verst setta hóp eldra fólks. Hvernig getur það vafist fyrir fjármálaráðherra að hjálpa þeim? Hann sem hefur óskað umboðs í fjáraukanum upp á 6 milljarða króna til að fjárfesta í nýju höll Landsbankans á Austurbakka. Það sem ég kalla Snobb Hill og ekkert annað. Það vefst ekki fyrir ríkisstjórninni að lækka bankaskatt um milljarða króna hjá moldríkum fjármála- stofnunum sem eru nú í óðaverðbólgu og okurvöxtum að maka krókinn sem aldrei fyrr á kostnað skuldsettra heimila og fyrirtækja. Það hefur heldur ekki vafist fyrir þeim að lækka veiðigjöldin á stórútgerðina eins og raunverulega var gert á síðasta kjörtímabili. Það er kaldhæðnislegt í meira lagi að ráðherra mála- flokksins skuli reyna að réttlæta það hvernig hann ætlar að skilja þennan fátækasta hóp aldraðra útundan með þeim rökum að lögunum hafi verið breytt til batnaðar fyrir þau á dögunum. Staðreyndin er hins vegar sú að sá hópur sem breytingartillaga mín tekur til er ekkert betur settur þótt lögunum hafi verið breytt. Grunnfram- færsla þeirra er sem fyrr langt undir fátæktarmörkum. Ég skora hér með á alla þá sem hafa vald til, að sýna gæsku og mannúð fyrir jólin. Það er aldrei of seint að gera betur Inga Sæland Höfundur er formaður Flokks fólksins. París og Reykjavík Árið 2014 var örlagaríkt fyrir París og Reykjavík því að þá tóku nýir borgarstjórar við í þessum höfuð- borgum, sósíalistinn Anne Hidalgo í París og sam- fylkingarmaðurinn Dagur B. Eggertsson í Reykjavík. Skuldirnar í París hafa síðan tvöfaldast og nú er rætt í rík- isstjórn Macrons um hvort skipa þurfi París eftirlits- mann. Þróun skulda er svipuð hjá Degi en munurinn er þó sá að skuldir Reykjavíkur á íbúa eru um þrítugfaldar skuldir Parísar. Sé aðeins horft til skulda borgarsjóðs sjálfs eru skuldir Reykjavík- ur á íbúa samt um 12-faldar á við skuldir Parísar. Samt er rætt um skelfilega stöðu þar en hér fellur borgar- stjóri í hverjum kosningum á fætur öðrum og fær ævinlega aðstoð við að endurreisa völd sín og halda áfram skulda- söfnuninni. Nú síðast frá flokki ráðherra sveitar- stjórnarmála. En það er fleira líkt með París og Reykjavík. Þar er rætt um gríðarlega fjölgun embættis- manna, sem er nokkuð sem Dagur hefur einnig gert, og þar hefur peningum skatt- greiðenda ítrekað verið sóað í vafasöm verkefni. Þá er kvartað undan því að París hafi orðið skítugri, ljótari og hættulegri í tíð núverandi borgarstjóra, sem skýri fólks- fækkun á síðustu árum. Í tíð Dags hefur þróunin í ásýnd borgarinnar verið svipuð, en að vísu hefur ekki orðið fólksfækkun í Reykjavík. Fjölgunin er þó mun minni en annars staðar á landinu. Hvenær ætli yfirvöld sveit- arstjórnarmála þurfi að grípa inn í stjórn höfuðborgarinn- ar? Að óbreyttu styttist í það. Því miður er margt líkt með rekstri höfuðborganna tveggja} Ná að hræða lítil börn B jarni Jónsson rafmagns- verkfræðingur skrifar í pistli sínum nýverið: „Framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun reit grein í Morgunblaðið þann 3. nóv- ember 2022 og upplýsti þar lesendur blaðsins um, að „á dögunum“ hefði Landsvirkjun sent Orkustofnun umsókn sína um virkjunarleyfi vinds með vindmylluþyrpingu, sem fyrirtækið nefnir Búrfellsl- und og á að verða 120 MW að uppsettu afli (á að gizka 30 vindmyllur). Það er an- kannalegt, að þetta ríkisfyr- irtæki skuli ríða á vaðið með þrýsting á yfirvöld orkumála um leyfi til að reisa og reka vindmylluþyrpingu á landinu áður en boðuð löggjöf um slík mannvirki lítur dagsins ljós. Landsvirkjun beitir fyrir sig röksemdum um, að afl- og orkuskortur hrjái landsmenn nú þegar, sem er alveg rétt, og hann mun fara versn- andi með hverju árinu, sem líður án nýrrar, áreiðanlegrar virkjunar, eins og Hvamms- virkjunar í Neðri-Þjórsá, inn á netið. Landsvirkjun segir þó ekki alla söguna í þessum efnum, því að mest knýjandi þáttur vandans er aflskortur- inn, og það er ekki hægt að reiða sig á vindmylluþyrpingu til að standa undir toppálagi stofnkerfisins.“ Það er engin samstaða með þjóðinni um að eyðileggja ásýnd landsins og útbía það með niðurgreiddum vindmyllum, sem eru ótrygg- ur orkugjafi og knúinn áfram af áróðri um loftslagsham- farir sem hefur staðið í þrjá áratugi og á þeim tíma hefur samt ekkert gerst til að skipta um orkugjafa í heiminum. En hamagangurinn er þó ekki til einskis. Upplýst er að börn á aldrinum 7 til 12 ára (70% þeirra) eru heltekin af ótta við loftslagsósköpin sem tryggi að þau nái ekki full- orðinsaldri. Við Íslendingar höfðum „náð því marki“ sem öðrum þjóðum er sett áður en það gerðist í Kyoto. Hefðu spár þaðan staðist væru ísbirnir við það að deyja út vegna eyðingar náttúrulegs umhverfis þeirra. En ísbjörn- um hefur fjölgað verulega síðan þá! Barnaleg íslensk yfirvöld lofa að henda millj- arðatugum út í buskann til að stuðla að því að aðrar þjóðir nái þessum „markmiðum“! Rétt er að taka fram að Kína, Indland, Indónesía og Rúss- land með sína fáu íbúa gera ekkert með fyrirætlanirnar. Joe Biden slær burtu flestum hömlum af viðskiptabanni gegn Venesúela svo að þaðan megi hann kaupa olíu! Ísland náði sínu lokamarki áður en það hófst hjá hinum} E ftir gífurleg mótmæli í stærstu borgum Kína frá því á föstudag hafa kínversk stjórnvöld loks tilkynnt einhverjar tilslakanir á harðlínustefnu sinni vegna kór- ónuveirufaraldursins. Í borginni Urumqui sem telur fjórar milljónir manna má nú ferðast í strætisvögn- um til að sinna erindum í nærum- hverfinu frá og með deginum í dag, en borgarbúar hafa verið einangrað- ir á heimilum sínum vikum saman. Einnig var tilkynnt að fyrirtæki á „öruggum svæðum“ gætu hafið starfsemi í einhverri mynd og smám saman myndu samgöngur í flugi og á landi hefjast á ný. Á meðan aðrar þjóðir hafa ákveðið að lifa með kórónuveirunni og opnað þjóðfélög sín fyrir eðlilegu lífi hefur Kína haldið stífu samkomubanni sem hefur bæði skaðað efnahags- lífið og dregið úr trú landsmanna á stjórnvöldum. Andlát tíu Kínverja þegar eldur braust út í borginni Ur- umqi á fimmtudag var kornið sem fyllti mælinn. Talið var að ástæðan fyrir dauðsföllunum væri að fólki hefði ekki verið hleypt út úr hinu brennandi húsi vegna sóttvarna- ráðstafana, og magnaði það upp reiði fólks, þrátt fyrir að stjórnvöld höfnuðu því. Unga fólkið er reiðast enda er framtíðin ekki björt. Ofan á einangrunina hefur verð á húsnæði rokið upp úr öllu valdi og fólk veit ekki hvort það getur fengið vinnu. Mótmæli kveðin niður Í gær var búið að setja upp fleiri eftirlitsmyndavélar út um alla Peking-borg og lögreglumenn voru á hverju horni. Vegna þess og hugs- anlega kuldaveðurs lítur út fyrir að kínversk stjórnvöld hafi hamið þessa öldu mótmæla, alla vega í bili. Þótt mótmælendur væru ekki á götum úti í gær, sögðu fréttamenn AFP-fréttastofunnar að vegfarendur á öllum aldri sem þeir hefðu talað við segðu að þeir styddu mótmælin. Kínverjar virðast vera búnir að fá nóg af hömlunum sem stjórnvöld hafa sett á þjóðina núna á þriðja ár. Engin hefð er fyrir mótmælum í kommúnistaríkinu Kína og enn eru mönnum í fersku minni fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar árið 1989 þegar lögregla réðst gegn hópi friðsamra mótmælenda með skot- hríð. Í dag hafa mótmælendur verið með táknræn mótmæli með auðum hvítum blöðum sem sýna að yfirvöld banna málfrelsi og friðsamleg mót- mæli. Það hefur enda gengið eftir að á samfélagsmiðlum hefur allt sem tengist mótmælunum verið fjarlægt. Reynt er að drepa niður opinbera gagnrýni eins og hefðin býður. Áróður allan sólarhringinn Þess í stað er dælt út áróðri stjórnvalda um heimsfaraldurinn allan sólarhringinn. Í The New York Times er talað við Yang Xiao sem er 33 ára kvikmyndagerðarmaður. Eftir að hafa verið í útgöngubanni í meira en tvo mánuði sagði hann að ríkið stjórnaði orðið öllu hans lífi. Hann ákvað að vera með gjörning og safnaði saman öllum frösunum um aðgerðir stjórnvalda. Hann setti frasana í prógramm í tölvunni sem ruglar upplýsingarnar og setur í nýtt samhengi. Þá komu alls kyns merkingarsnauðir frasar sem hann ákvað að lesa upp og varpa út í hverfið sitt með hátalara. Enginn tók eftir því að þetta væru ekki skilaboð frá yfirvöldum. Hins vegar þegar hann setti myndband með gjörningnum á netið sáu rúmlega 1,3 milljónir manna myndbandið. „Ég hermdi eftir orðræðunni og sýndi þannig fram á fáránleikann,“ sagði Yang. Myndbandið var fljótlega fjar- lægt af kínverskum stjórnvöldum. Þolinmæði ungra Kínverja á þrotum AFP/Noel Celis PekingMannfjöldi safnaðist saman í gær til að mótmæla dauðsföllum vegna eldsvoðans í Urumqui og ósveigjanlegum Covid-19 reglum. HANDTÓKU BLAÐAMANN Engar skýr- ingar frá Kína Breska ríkisstjórnin fordæmdi aðgerðir kínversku lögreglunn- ar í gær eftir að BBC upplýsti að Ed Lawrence, blaðamaður þeirra, hefði verið handtekinn og barinn í borginni Sjanghæ og haldið föngnum í marga tíma. Engin afsökunarbeiðni hefur borist fyrir utan útskýringu þess efnis að Lawrence hefði verið „bjargað svo hann smitað- ist ekki af Covid,“ er haft eftir BBC. Síðar í gær sagði tals- maður utanríkisráðuneytisins, Zhao Lijian, að Lawrence hefði ekki látið vita að hann væri blaðamaður. James Cleverly, utanríkisráðherra Breta, sagði handtökuna mjög alvarlega. „Frjálsa fjölmiðlun og réttinn til mótmæla verður að virða. Ekkert land er þar undanskilið.“ Handtökur í Sjanghæ. SVIÐSLJÓS Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.