Morgunblaðið - 29.11.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022 w w w. i t r. i s Allt frá 18. maí 1989 er Alþingi mótaði sam- hljóða stefnu í Palest- ínumálinu hefur Ísland tekið afstöðu með mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóð- arinnar. Sú afstaða var staðfest samhljóða af Alþingi hinn 29. nóv- ember 2011 þegar sam- þykkt var mót- atkvæðalaust að viðurkenna Palestínu sem fullvalda sjálfstætt ríki. Þessi grundvallarafstaða hefur meðal annars birst í afstöðu í at- kvæðagreiðslum innan Sameinuðu þjóðanna. Nýverið varð viðsnúningur á afstöðu Íslands, sem grundvallast ekki á breyttri stefnumótun Alþingis heldur hefur utanríkisráðuneytið leyft sér að breyta stefnunni upp á eigin spýtur. Ísland studdi ekki álykt- un yfirgnæfandi meirihluta SÞ um að fara fram á rannsókn Alþjóða- glæpadómstólsins í Haag á afleið- ingum ísraelska hernámsins í Palest- ínu heldur sat hjá. Hinn 29. nóvember er þess minnst að 75 ár eru liðin síðan Sameinuðu þjóðirnar samþykktu tillögu um að skipta Palestínu til helminga á milli gyðinga sem voru að flytjast til lands- ins, einkum frá Evrópu, og Palest- ínumanna sem bjuggu fyrir í landinu. Þessi helmingaskipti urðu aldrei að veruleika, því að í stríði sem lauk með vopnahléi í júní 1949 lögðu gyðingar undir sig nærri 80% lands- ins. Ísraelsríki var þar með orðið til. Með miklum hernaðar- yfirburðum var öll Pal- estína lögð undir her- nám Ísraels í sex daga stríðinu 1967. Frá fyrstu tíð hafa Sameinuðu þjóðirnar borið sérstaka ábyrgð gagnvart Palestínu, þjóðarréttindum pal- estínsku þjóðarinnar og mannréttindum íbúanna. Þannig hafa alla tíð verið starfandi sér- stakar nefndir, ráð og stofnanir til að tryggja þessi réttindi. Á meðal þeirra eru Flóttamannahjálpin fyrir Palestínu, UNRWA, en lengi vel var flóttamannavandi Palestínu sá lang- mesti í heiminum eftir síðari heims- styrjöldina. Grundvallarmannréttindi eru fót- umtroðin dags daglega af hernáms- liði Ísraels; her, landamæravörðum, lögreglu og ekki síst ofbeldisfullu landtökuliði sem heldur uppi látlaus- um árásum á bændur og fjölskyldur Palestínumanna á Vesturbakk- anum. Ráðist er á bændur við ólífu- uppskeru. Það fengu þrjár íslenskar konur að reyna á eigin skinni sem voru að snúa heim eftir mánaðar- dvöl í sjálfboðastarfi. Ráðist er inn á heimili fólks hvenær sem er og fólk á öllum aldri drepið, ekki síst ungir menn sem grunaðir eru um þátttöku í baráttu gegn hernáminu. Slíkar af- tökur án dóms laga hafa aldrei verið fleiri en nú á þessu ári síðan 2005. Nýlega fóru fram enn einar kosn- ingar í Ísrael og Netanyahu er að taka völdin á ný, í skugga ákæra og réttarrannsókna vegna gruns um spillingu og fleiri glæpi. Það versta við valdatöku Netanyahus er þó liðið sem hann er að lyfta til valda með sér. Þar vekur einn sérstaka athygli, Ben Gvir, sem kemur upphaflega úr flokki Kahanista, Khach, sem var bannaður á sínum tíma fyrir öfgar og á lista í Bandaríkjunum yfir hryðjuverka- samtök. Ben Gvir hefur hamast gegn lögreglu og dómstólum í Ísrael en er nú líklegur ráðherra yfir þessum stofnunum. Ben Gvir leynir því ekki að hann vill einfaldlega útrýma Pal- estínumönnum úr landinu, að hans mati eiga þeir engan rétt og hann hef- ur sett fram tillögur um að þeir verði fluttir burt nauðungarflutningi. Ekki lagast ástandið á Gaza, sem er sem fyrr í fullkominni einangrun, atvinnuleysi og allsherjarskorti. Síð- an býr fólkið við að eiga von á loft- árásum dróna og fullkomnustu sprengjuflugvéla hvenær sem er og getur ekkert flúið. Íslenska þjóðin hefur sýnt og sann- að í gegnum árin að hún vill styðja palestínsku þjóðina í baráttu sinni fyrir frelsi og mannréttindum. Það er óhæfa ef núverandi ríkisstjórn, og þá sérstaklega Þórdís Kolbrún utanrík- isráðherra, endurspeglar ekki vilja þjóðarinnar í þessu máli. Á það að viðgangast að Ísland taki ekki afstöðu með mannréttindum þegar Palestína er annars vegar? Viðsnúningur Íslands gagnvart Palestínu? Sveinn Rúnar Hauksson » Það er óhæfa ef nú- verandi ríkisstjórn, og þá sérstaklega Þór- dís Kolbrún utanríkis- ráðherra, endurspeglar ekki vilja þjóðarinnar í þessu máli. Sveinn Rúnar Hauksson Höfundur er heimilislæknir, heiðursborgari í Palestínu. srhauks@gmail.com Í september sagði Morgunblaðið frá greiningu á efnahags- legum áhrifum upp- byggingar vind- orkuvera á Vesturlandi, alls 687 MW af vindafli. Í greiningunni eru ár- legar skatttekjur rík- issjóðs og sveitarfé- laga af starfsemi vindorkuveranna metnar 900 m.kr. eða 0,3 kr./kWst. Til samanburðar var meðalverð for- gangsorku án flutnings 5,3 kr/kWst árin 2020 og 2021. Skatttekjur af vindmyllum segja ekki alla söguna og útkoman er ekki jafn lofandi fyrir skattgreiðendur þegar stóra myndin er skoðuð. Hvergi er getið um áhrif vind- orkuvera á starfsemi annarra orku- vera og áhrif á raforkuöryggi. Ávallt er mikilvægt að skoða raforkukerfið í heild sinni þegar virkjunarkostir eru metnir. Meta þarf áhrif vind- mylla á virkni kerfisins, sérstaklega á rekstur vatnsaflsvirkjana sem spila algert lykilhlutverk í raforku- framleiðslu og raforkuöryggi á Ís- landi. Eins og meðfylgjandi stöplarit sýnir að vélbúnaður af Francis-gerð er algengastur í vatnsaflsvirkjunum. Francis-vélar nýta fallorkuna gríð- arlega vel á þröngu rennslisbili en utan þess fellur nýtnin hratt. Í dag er framleiðsla vatnsorkuvera nokk- uð stöðug þar sem þær sinna aðal- lega stórnotendum með jafna raf- orkunotkun. Jöfn og stöðug orkuframleiðsla í vatnsaflsvirkj- unum leiðir til afbragðsgóðrar nýtni á þeirri orku sem vatnsmiðlanir landsins geyma. Í dag er orku- geymsla lóna metin um 5400 GWst. Stórfelld uppbygging vind- orkuvera mun óhjákvæmilega gjör- breyta raforkuvinnslu vatnsafls- virkjana. Samrekstur vindmylla og vatnsaflsvirkjana mun leiða til sí- breytilegs rennslis í gegnum Franc- is-vélar og þær munu sjaldnar vinna við kjörrennsli. Heilt yfir mun minni orka fást úr hverjum rúmmetra vatns, þ.e. orkuinnihald miðlunar- lóna minnkar. Framkvæma þarf kerfisgreiningu til að fá úr því skorið hvað orkugeta vatnsaflsvirkjana mun rýrna mikið vegna „ofvirkjunar“ vinds. Aðeins þarf um 200 GWst rýrnun í orkugetu vatnsorkuvera til að tekjutap þeirra verði meira en skatttekjur af fyr- irhuguðum vindorkuverum á Vest- urlandi. Líka þarf að huga að orkuöryggi á Vesturlandi. Stöplaritið sýnir að uppsett vatns- afl á Vesturlandi og Vestfjörðum er ein- ungis 35 MW. Það er fjarska lítið við hliðina á 687 MW af vindafli. Það mun kosta sitt að tryggja hnökralausan rekstur raforkukerf- isins þegar viðlíka magn af vindafli bætist við í landshluta sem er rýr af vatnsafli. Sá kostnaður mun á einn eða annan hátt falla á skattgreið- endur. Í fyrrnefndri greiningu á efna- hagslegum áhrifum vindorkuvera kemur fram að nýtingartími vind- mylla á Vesturlandi er áætlaður 48%. Þetta er býsna hátt mat og lík- lega hefur ekki verið tekið tillit til allra takmarkana. Önnur veigamikil ástæða fyrir því að 48% er óraun- hæfur nýtingartími er sú að þegar vindafl skipar stóran sess í raforku- kerfum kemur reglulega upp sú staða að framboð á raforku er tals- vert meira en eftirspurn. Annað hvort verður að gera ráð fyrir að vindmyllur sæti reglulegum skerð- ingum í framleiðslu eða þær fái lægra verð fyrir orkuna í langtíma- samningum. Að teknu tilliti til að- stæðna á Íslandi, þ.e.a.s. landslags, veðurs, takmarkana í raforkukerfinu og markaðsumhverfis, er óvarlegt að gera ráð fyrir betri nýtingartíma en 40-43% þegar uppsett vindafl í raf- orkukerfinu er vel yfir 500 MW. Hér hefur verið farið yfir nokkur tæknileg álitamál. Líka þarf að huga að málum eins og eftirlitskostnað opinberra stofanna og verðrýrnun eigna á áhrifasvæðum vindmylla. Vindmyllur í hóflegu magni geta orðið góð viðbót við raforkukerfið. En uppbygging vindorkuvera verð- ur að taka mið af aðstæðum og má ekki gerast hraðar en íslenskt sam- félag, náttúra og raforkukerfi býður upp á. Stjórnvöld verða að sýna fyr- irhyggju og stuðla að varfærinni uppbyggingu. Ýmsar leiðir eru fær- ar, til dæmis að koma á kvótakerfi eða uppboðskerfi (e. auction) til að gæta jafnræðis á markaði. Ávinningur vind- mylla er ofmetinn Steinar Ingimar Halldórsson Steinar Ingimar Halldórsson » Stórfelld uppbygg- ing vindorkuvera mun óhjákvæmilega gjörbreyta raforku- vinnslu vatnsaflsvirkj- ana. Höfundur er verkfræðingur. Atvinna Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.