Morgunblaðið - 29.11.2022, Qupperneq 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022
krokur.is
522 4600
Taktu Krók á leiðarenda
Krókur er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í flutningum og björgun
ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki
þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og
annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina.
á þinni leið
Vesturhraun 5, 210 Garðabær
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
vinnuföt fást einnig í
HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI
Verkfæri og festingar
Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga
(Í júní – ágúst er lokað á laugardögum)
Mikið úrval af öryggisvörum
Aðventan er hafin,
sá tími þar sem jóla-
undirbúningurinn
stendur sem hæst og
fólk er í óðaönn að und-
irbúa hátíðina sem í
vændum er. Oftar en
ekki er gert ráð fyrir
því að við séum öll
komin í jólaskap á
þessum tíma og að eft-
irvænting og gleði ríki
í huga okkar. Tíminn
sem fer í hönd reynist þó mörgum
erfiður og getur haft í för með sér
mikið álag og sársaukafullar tilfinn-
ingar.
Jól í skugga sorgar vegna ástvina-
missis eru öðruvísi jól. Þegar um
slíka sorgarreynslu er að ræða er allt
sem tengist jólum kvíðvænlegt og
álagsaukandi. Að halda jól án þeirra
sem hafa verið svo stór hluti af lífinu
þykir óhugsandi. Stundum talar fólk
um „að það verði engin jól í ár“ eða
veltir því fyrir sér hvernig hægt sé að
halda jól „þegar manni líður svona
illa“. Þegar vantar í hópinn finnum
við til sem manneskjur, sársaukinn
verður áþreifanlegur, líkamlegur
sem og andlegur, og hann tekur
orku. Það sem við venjulega höfum
notið á aðventu og jólum verður yf-
irþyrmandi og eitthvað sem við vild-
um forðast í lengstu lög.
Þegar sorgin kemur inn í lífið
breytist það og ekkert
verður eins og áður. Jól-
in og jólahald taka því
einnig breytingum.
Þessi árstími, sem legg-
ur áherslu á gleðina og
eftirvæntinguna, sam-
veru með fjölskyldu og
þeim sem okkur þykir
vænt um, færir þá óhjá-
kvæmilega með sér auk-
ið álag og þunga.
Hvernig skyldi það
vera mögulegt að mæta
þessum breytta veru-
leika?
Gæti hugsanlega ein leiðin verið sú
að gera hlutina með öðrum hætti en
áður og breyta umgjörðinni í kring-
um jólahaldið? Áherslur verða óhjá-
kvæmilega aðrar og það getur verið
hjálplegt að undirbúa hvernig taka
skuli á móti jólahátíðinni. Í því skyni
er mikilvægt að hver manneskja
horfi inn á við og eins ræði við þau
sem standa henni næst. Fólk deilir
einnig gjarnan reynslu sinni af því
hvernig það hefur fundið sér leið sem
hefur þrátt fyrir allan söknuðinn gef-
ið ákveðið innihald og uppbyggilega
samveru í kringum jól. Sumar fjöl-
skyldur ákveða að safnast saman í
kirkjugarði við leiði látins ástvinar
þar sem ljós er tendrað, aðrar eiga
sérstaka minningarstund á heimilum
sínum við kertaljós þar sem rifjaðar
eru upp minningar eða gera eitthvað
annað sýnilegt til að heiðra minningu
látinna ástvina sinna.
Í þessu samhengi er vert að geta
þess að um áratugaskeið hefur verið
haldin sérstök samvera á aðventu
fyrir syrgjendur. Markmið samver-
unnar er að bjóða fólki sem er að tak-
ast á við sorg til stundar þar sem
hægt er að finna sorginni farveg í að-
draganda jólahátíðarinnar. Í þessari
samveru er flutt hugvekja, jóla-
söngvar eru sungnir og listafólk hef-
ur staðið fyrir tónlistarflutningi. Öll
dagskráin miðar að því að vera styðj-
andi í sorgaraðstæðum og að fólki
gefist tækifæri til að sækja sér hugg-
un, von, kraft og styrk. Í samverunni
hefur verið leitast við að skapa and-
rúm og skjól fyrir þau sem hana
sækja þar sem leyfilegt er að sýna til-
finningar. Sérstök ljósastund er í
samverunni þar sem tendruð eru ljós
til minningar um þau sem látin eru
og hefur fólk haft á orði að ljósa-
stundin hafi verið einstaklega dýr-
mæt. Í gegnum áratugina hefur sam-
veran verið fjölsótt og hefur hún
einkennst af einstakri samkennd,
hlýju og birtu þrátt fyrir þunga sorg-
arinnar. Samveran hefur verið sam-
starfsverkefni og er í ár haldin á veg-
um Landspítala og þjóðkirkjunnar.
Nánari upplýsingar um samveruna
má finna á vef Landspítala, https://
www.landspitali.is, og vef þjóðkirkj-
unnar, https://kirkjan.is. Samveran
er öllum opin og fer fram í Háteigs-
kirkju 1. desember kl. 20.
Aðventan, jólin og sorgin
Guðlaug Helga
Ásgeirsdóttir
Guðlaug Helga
Ásgeirsdóttir
» Þegar sorgin kemur
inn í lífið breytist
það og ekkert verður
eins og áður.
Höfundur er sjúkrahúsprestur.
Kirkjan byggist á
því að Guð er til og
að Guð elskar, heim-
inn og alla menn. All-
ar manneskjur eru
því dýrmætar í aug-
um Guðs, elskaðar og
skipta óendanlega
miklu máli. Sú sýn
getur gefið ákveðna
mildi inn í sam-
félagið.
Leið hnefans
Rannsóknir virðast
sýna að margir þeirra
sem beita aðra of-
beldi og velja leið
hnefans hafa sjálfir
orðið fyrir einhverju
misjöfnu í lífinu.
Sumir alist upp við vanrækslu eða
ofbeldi, sumir án baklands og
stuðnings, umhyggju og utan-
umhalds, aðrir lent í einhverju
öðru. En nánast allir hafa reynt
eitthvað misjafnt og lent utanveltu
af einhverjum ástæðum.
Á sama tíma og samfélagið þarf
að stöðva ofbeldi og yfirgang þurf-
um við jafnframt að nálgast ger-
endur af ákveðinni mildi til þeirra
sem finnst þeir utangátta, mildi til
þeirra sem hugsanlega hefur skort
kærleiksríkt aðhald og umhyggju.
Að yfirvöld lýsi yfir stríði á hend-
ur þessum einstaklingum er var-
hugavert, því þarna eiga í hlut
börnin okkar og ungmenni, sem
virðast hafa misst fótanna í lífinu.
Þá er það fyrst og fremst verkefni
okkar að mæta þeim með samtali
og umhyggju, festu og mildi.
Kristin mildi felur ekki í sér
undirlægjuhátt, heldur festu og
styrk, þar sem hver einstaklingur
ber ábyrgð á gjörðum sínum og
þarf að svara fyrir sín verk. En á
sama tíma og við mætum hverjum
einstaklingi á þeim nótum verðum
við að muna að hver einstaklingur
er jafnframt elskað Guðs barn,
sem hefur þörf fyrir
mildi, fyrirgefningu
og sáttargjörð, eins
og allar manneskjur.
Leið hins opna lófa
Í stað hins kreppta
hnefa er það verkefni
okkar allra að nálgast
náunga okkar og
hvern mann með op-
inn lófa. Opinn lófa
þess sem gefur af sér,
setur sig í annarra
spor og vinnur að hag
heildarinnar, þar sem
enginn er út undan.
Þetta verður svo
áþreifanlegt á þessum
tíma ársins, þegar að-
ventan er gengin í
garð og jólin fram
undan. Þá finnum við
svo sterkt þennan samhug og það
að öll erum við hluti af sömu
heild.
Ræktum mildina
Jólabarnið í jötunni minnir okk-
ur á að rækta mildina í okkar eig-
in fari og í samfélaginu.
Í raun og veru eru verkefni
okkar hér í heimi einföld, en þau
eru fólgin í því er við mætum
hvert öðru í gleði og alvöru, setj-
um okkur hvert í annars spor og
tökum þátt í lífinu hvert með
öðru. Á þann máta miðlum við öll
bæði visku og blessun, því öll eig-
um við að vera hvert öðru og sam-
ferðafólki okkar til gæfu. En ein-
mitt þar er það Guðs kærleikur
sem mætir okkur þegar við vökn-
um á hverjum morgni og við blasa
nýir möguleikar og ný tækifæri til
að verða öðrum til gagns, þótt það
sé jafnvel ýmislegt í okkar eigin
lífi sem er erfitt og sárt.
Hvatning aðventunnar er sú að
við aukum á mildina í samfélaginu
með orðum okkar og verkum.
Ofbeldið í samfélag-
inu og mildin í
boðskap kirkjunnar
Þorvaldur Víðisson
Þorvaldur Víðisson
» Aukum mild-
ina í sam-
félaginu með
orðum okkar og
verkum.
Höfundur er sóknarprestur
Fossvogsprestakalls.