Morgunblaðið - 29.11.2022, Síða 18

Morgunblaðið - 29.11.2022, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022 trefjar.is Óseyrarbraut 29, Hafnarfirði Komdu í heimsókn! Aðalstræti 2, 101 Rvk. | s. 558 0000 | matarkjallarinn.is Tryggðu þér borð á matarkjallarinn.is JÓLAHÁDEGI Þriggja rétta jólaveisla Hreindýra Carpaccio trönuber, pekanhnetur, gruyére ostur Kalkúnabringa rauðkál, waldorfsalat, piparsósa Súkkulaði Lion Bar hindber, heit saltkaramella 6.500 kr. Julefrokost Matarkjallarans Graflax með rjómaosti og hrognum Jólasíld með linsoðnu eggi Djúpsteikt Rauðspretta með rækjusalati Kalkúnatartaletta með ostafroðu 5.500 kr. Með raforkulögum 2003 var Landsneti heim- ilað, en ekki gert skylt, að setja upp raforkumarkað á Íslandi. Orkupakkar 1 og 2 voru innleiddir í raf- orkulögin 2003 en orku- pakki 3 var samþykktur haustið 2019. Grundvallarþema með orkupökkunum er að inn- leiða frjálsa samkeppni í framleiðslu og sölu raforku í stað einhliða ákvarð- aðra gjaldskráa orkufyrirtækja. Hef- ur það gengið eftir um alla Evrópu og reyndar í framhaldi af því um heim all- an. Allt frá 2003 hefur sá skilningur verið fyrir hendi að það þurfi að setja upp raforkumarkað á Íslandi, sem byggðist á þeim evrópska grunni sem felst í orkupökkunum. Búið er að gera nokkrar atrennur að því, en enn sem komið er hefur ekki tekist að leggja fram áþreifanlegar tillögur að íslensk- um raforkumarkaði. Nýjasta atrenn- an er að gerast um þessar mundir með því að Landsnet hefur stofnað sjálf- stætt markaðsfyrirtæki til að hanna, setja upp og reka raforkumarkað á Ís- landi. Fyrirtækið hóf starfsemi 1. okt. 2022 með nýráðinni forstýru. Raforkumarkaðir í Evrópu 0rkupakkarnir leiðbeina um við- skiptahætti á raforkusviði í ríkjum Evrópusambandsins ásamt Bretlandi og Noregi. Þótt mikið samstarf sé milli þessara ríkja er einnig töluvert sjálfræði í höndum einstakra aðila samstarfsins. Það er í höndum hvers og eins ríkis að útfæra orkupakkana fyrir sig, enda gilda sérstakar að- stæður á hverjum stað og möguleikar til aðlögunar miklir. Raforkumarkaðir hafa verið innleiddir í öllum þessum ríkjum. Markaðir í Evrópu eru samkeppn- ismarkaðir og hannaðir með sveigj- anleika bæði í framboði og eftirspurn til að skapa viðbrögð við ytri að- stæðum þegar markaður breytist hvort sem er til hækkunar eða lækk- unar. Þegar álag á raforkumarkaði eykst umfram getu grunnafls er gripið til þess ráðs að auka notkun varaafls sem í flestum tilvikum eru gasaflsstöðvar. Mælikvarði á um- fang gasaflsvinnslu er verð hennar miðað við verð á raforkumarkaði á hverjum tíma. Þrennt gerðist í síð- astliðið sumar sem raskaði eðlilegu jafn- vægi. 1. Stríð í Úkraínu með markaðs- misnotkun Rússa í ga- sviðskiptum við Evr- ópulönd. Þrátt fyrir þetta hefur vel gengið upp á síðkastið að safna gas- birgðum annars staðar frá, fyrir vet- urinn. 2. Þurrkatíð í Vestur-Evrópu allt upp til Skandinavíu, sem nú hefur ræst úr. 3. Samdráttur í framleiðslu kjarn- orkustöðva í Frakklandi vegna skorts á kælivatni í þurrkatíðinni og vegna viðhaldsleysis og lokana á kjarnaofn- um vegna óvissu. Raforkumarkaður á Íslandi Á Íslandi eru engar gasaflstöðvar og hafa aldrei verið. Löngu er búið að leggja af þær olíustöðvar sem voru í gangi á sínum tíma. Það sem jafnan er gripið til við yf- irvofandi raforkuskort er að nota vatnsforða í manngerðum miðlunum, aðallega Þórisvatni ofan Þjórsárvirkj- ana, Hágöngumiðlun ofan Þórisvatns, Hálslóni ofan Kárahnjúkavirkjunar og Blöndulóni. Mælikvarði á umfang vatnstöku úr miðlunum er verðmæti vatns, sem er reiknað út í þar til gerðum langtíma- reiknilíkönum með rennsli margra sögulegra vatnsára (t.d. 50) og með dag sem tímaeiningu. Stjórnunarinngripið er því vatns- rennsli náttúrunnar á hverjum virkj- unarstað og jafnframt áhættumat orkuframleiðanda gagnvart raf- orkumarkaði. Íslenska markaðsfyrirtækið Hlutverk markaðsfyrirtækisins er að búa til uppgjörsverð til notkunar í daglegum viðskiptum með raforku á heildsölumarkaði. Búast má við að raforkusalar verði látnir senda inn tilboð um sölu á magni raforku á ákveðnum stöðum í flutningskerfinu og í ákveðnum ein- ingum fyrir hverja klukkustund næsta dags. Á sama hátt óska raforkuheildsalar eftir því að fá að kaupa ákveðið magn raforku á ákveðnum stöðum í flutn- ingskerfinu fyrir hverja klukkustund næsta dags. Ólíklegt að nokkuð verði gert úr teygni raforkumarkaða til að byrja með, en ein tala látin gilda. Hlutverk markaðsfyrirtækisins er þá að gera upp þessi tilboð, gefa út verð fyrir hverja klukkustund næsta dags og hafa eftirlit með markaðs- misnotkun. Íslenska raforkukerfið er nánast eingöngu byggt upp af virkjunum sem vinna raforku úr endurnýjanlegum orkuauðlindum. Líklega er þetta eina ríkið í heiminum sem þannig er ástatt um og má því búast við töluverðri at- hygli að utan við gangsetningu á nýju kerfi. Einkar mikilvægt er því að vel takist til. Tölvukerfi ríkja í Evrópusamband- inu eru vel flest með rúllandi innan- dags-markað þannig að hægt er að grípa inn í og breyta tilboðum hvenær sem er dagsins. Mikil tölvukerfi halda utan um þetta á hverjum stað. Ég tel að þessi möguleiki megi vel bíða hér á landi um óákveðinn tíma. Íslenska raf- orkukerfið hefur innbyggða tregðu í framleiðslukerfinu þannig að breyt- ingar innan dags gætu verið snúnar þótt það mundi ráða vel við skyndi- breytingar. Það væri eins og að skjóta spörfugla með kanónum að innleiða eitthvert súpertölvukerfi hér á landi til þess arna, alla vega í upphafi. Ef það er gert þá væri hálfpartinn verið að eyðileggja tækifæri okkar í stöðunni. Það þarf bara pínulítið tölvukerfi í upphafi sem við getum vel skrifað sjálf. Mikilvægara væri að eyða púðri í að skoða betur aðra þætti uppsetning- arinnar. Raforkumarkaður Skúli Jóhannsson Skúli Jóhannsson »Hlutverk markaðs- fyrirtækisins er að búa til uppgjörsverð til notkunar í daglegum viðskiptum með raforku á heildsölumarkaði. Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Fréttaflutningur RÚV er oftast góð- ur en nú er eitthvað bilað. Dæmi er hjólastóllinn sem var sýndur svo oft, stundum með skammti af mann- úðarmonti, að fólk var farið að slökkva um leið og hann birtist. Salan á Íslandsbanka og öskrandi gagnrýni fyrir að hafa ekki selt á hæsta verði er nýr hjólastóll, en að- alatriði þess máls hefur aldrei komið fram: Hvernig á að selja banka án þess að nýir eigendur geti refsilaust stolið sparifénu eins og gerðist í hruninu? Þá verður ríkissjóður að kaupa bankann til baka. Neyð- arlögin settu slíkt fordæmi. Verð- lagningin lendir í öðru sæti. Ef rík- issjóður sleppur með tvo milljarða þarna er það alveg viðunandi. Þing- menn og RÚV hugsi þetta. Fræg er salan á Rover í Bretlandi (Mbl. 6.7. ’09). Einhverjir fjárfestar keyptu Rover-fyrirtækið, ætluðu að hafa út úr því 65 milljónir punda, en SFO (Serious Fraud Office) stopp- aði þá þegar þeir voru búnir að ná „aðeins“ 27 milljónum punda. Ekki er það þetta sem þingmenn og RÚV eru að biðja um. Jónas Elíasson Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Nýr hjólastóll RÚV Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.