Morgunblaðið - 29.11.2022, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Tökum á móti ástvinum í hlýlegu
og fallegu umhverfi
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt
húsnæði og nýir glæsilegir bílar.
Sjá nánari upplýsingar á utfor.is
Útfararþjónusta
Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina
– Þjónusta um allt land og erlendis
– Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum
í yfir 70 ár
Guðný Hildur
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
Sálmaskrár,
útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjöf,
útfararþjónusta
Guðmundur
Baldvinsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Helga
Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta
Hinrik Norðfjörð
Útfararþjónusta
Helena Björk
Magnúsdóttir
Útfararþjónusta
✝
Þorri Jóhanns-
son, skáld og
fjöllistamaður,
fæddist 25. janúar
1963 í Stokkhólmi.
Hann lést á Grens-
ásdeild Landspít-
ala 16. október
2022.
Foreldrar hans
voru Ragnheiður
Stephensen hjúkr-
unarforstjóri, f. í
Reykjavík 11. febrúar 1939, d.
á Hrafnistu í Reykjavík 1. júní
2018, og Jóhann Hjálmarsson
rithöfundur, f. 2.7. 1939, d. á
Hrafnistu 27. nóvember 2020.
Systur Þorra eru Dalla
hjúkrunarfræðingur, f. 10.8.
vímuefnum. Hann var ritstjóri
ársritsins „Níu nætur“, sem
fjallaði um heiðinn sið, þjóð-
fræði og listrænt efni, og gerði
handrit að gjörningum.
Hann skrifaði bækurnar Sál-
in verður ekki þvegin 1980,
Stýrður skríll 1984, Hættuleg
nálægð 1985, Svart dýr 1986,
Sýklar minninganna 1990 og
Holræsin á ströndinni 1995.
Þorri var í hljómsveitinni
Exem, sem sendi frá sér plöt-
una Kjöttrommuna, og í fjöl-
listahópnum Inferno 5.
Hann vann ýmis störf; sem
sendill hjá SÍS, verksmiðju-
störf, byggingarvinnu, sem
barþjónn, verkstjóri hjá Vinnu-
skóla Reykjavíkur, við garð-
yrkju, sjómennsku, fiskvinnslu
og á geðdeild.
Útför Þorra fór fram í kyrr-
þey 1. nóvember 2022.
1968, og Jóra ljós-
myndari, f. 27.10.
1971.
Sonur Þorra og
Hlínar Svein-
björnsdóttur, f.
26.8. 1964, er
Hrólfur Þeyr, f.
13.8. 1989. Börn
Hrólfs Þeys og El-
ísu Óskar Ómars-
dóttur, f. 29.9.
1991, eru Ómar
Þeyr, f. 10.4. 2016, og Auður
Birna, f. 29.9. 2019.
Þorri fékkst við textagerð og
greinaskrif fyrir ENCOD, sem
er vettvangur frjálsra fé-
lagasamtaka í Evrópu sem vilja
stöðva stríðið gegn vissum
Svo rís um aldir árið hvurt um sig,
eilífðar lítið blóm í skini hreinu.
Mér er það svo sem ekki neitt í neinu,
því tíminn vill ei tengja sig við mig.
…
Ég man þeir segja: hart á móti hörðu,
en heldur vil eg kenna til og lifa,
og þótt að nokkurt andstreymi ég bíði,
en liggja eins og leggur upp í vörðu,
sem lestastrákar taka þar og skrifa
og fylla, svo hann finnur ei – af níði.
(Jónas Hallgrímsson)
Það sem varð. Það sem hefði
getað orðið og það sem varð ekki.
Stundum er svo óskaplega stutt á
milli og einber tilviljun virðist
ráða hvað verður. Margbreyti-
leikinn býr í sérhverri mann-
eskju. Í fari Þorra Jóhannssonar
voru andstæður við völd og tók-
ust stöðugt á en þessi átök mörk-
uðu mjög lífshlaup hans sem nú
er á enda.
Úr vissri fjarlægð verður fá-
nýti mannlífsins auðsætt og dæg-
urþrasið er áberandi í samfélagi
síbyljunnar. Í dægurþrasinu
sparaði Þorri síst þau hin stóru
orðin og hafði alveg sérstakt dá-
læti á gífuryrðum sem ekki hug-
nuðust öllum. Reyndar fáum.
Þorri hitti þó æði oft naglann á
höfuðið í greiningu sinni á mönn-
um og málefnum samtímans enda
var hann skarpgreindur og átti
auðvelt með að greina hismið frá
kjarnanum.
…
Hvað sem öllu líður vil ég biðja menn
að fara varlega með orð
þau geta sprungið
og þó er hitt öllu hættulegra
það getur vöknað í púðrinu.
Sá hængur var á að þegar að
verkfærum kom var Þorri klaufi.
Hann barði höfuðið á naglanum
með slíku offorsi að hann fór á
bólakaf og týndist og oftar en
ekki barði hann jafnframt á fing-
urna á sér. Með votti af sjálfsaga
og ríkulegum niðurskurði á stór-
yrðum hefði Þorri eflaust náð
fleiri eyrum en hann hafði bara
hvorki áhuga á sjálfsaga né orða-
niðurskurði enda að eigin sögn
latur með afbrigðum.
Þorri var ákaflega vel að sér
um stjórnmála- og trúarbragða-
sögu enda víðlesinn og stálminn-
ugur. Hann var ekki langskóla-
genginn og þótti lítið til hins
íslenska skólakerfis koma svo
sem lesa má í einu ljóða hans:
„Það eru yfirleitt iðin, stundvís
og menntunarsnauð meðalmenni
sem komast beint í gegnum ís-
lenska skólakerfið og gera skóla
og fræðimennsku leiðinlega og
einstaklega gelda.“ (Holræsin á
ströndinni, 1995) Sjálfur hefði
Þorri þó orðið fyrirtaks fræði-
maður hefði hann nýtt hæfileika
sína í þá veru og hefði áreiðan-
lega lækkað leiðinda- og geldstig
fræðimennsku umtalsvert.
Þorri fetaði ýmsar slóðir í tím-
ans rás en fæstar þeirra troðnar.
Meðalmennskan var alla tíð eitur
í hans beinum og hann var sjálf-
um sér trúr þegar kom að for-
dæmingu hennar í hvaða mynd
sem hún birtist. Hann var ekki
minnstu vitund hræddur við að
tjá skoðanir sínar og þótti lítið til
hvers kyns málamiðlana koma.
Á öðrum tíma, við aðrar að-
stæður og í öðruvísi samfélagi
hefði Þorri eflaust notið sín til
hins ýtrasta en í samtíma síbylj-
unnar átti hann ekki víst athvarf.
Það sem varð ekki hefði getað
orðið og minningarnar hafa öðl-
ast sjálfstætt líf.
…
nýtt tungl
nýtt glas af víni
novissima verba.
(Sigfús Daðason)
Ég votta Hrólfi, Jóru, Döllu og
fjölskyldum þeirra innilega sam-
úð.
Dóróthea Júlía
Siglaugsdóttir.
Þorri Jóhannsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Hún systurdóttir
mín, Ingibjörg Erna
Sveinsson, lést
28.10. eftir mikil og
erfið veikindi.
Ég var 14 ára þegar hún fædd-
ist, þann 16.7. 1962, og hafði það
mikil áhrif á mig að eignast litla
systur. Þegar ég kom heim úr
skóla á daginn flýtti ég mér að
læra svo ég gæti verið sem mest
með hana. Átta mánuðum eftir að
hún kom í heiminn fór mamma
hennar með hana vestur til
Bandaríkjanna í heimsókn til
skólasystur, sem bjó þar. Eftir
nokkurra mánaða dvöl þar varð
óhapp, sem olli vatnsbruna á
Ingie, en svo var hún kölluð. Þetta
var mjög slæmur bruni sem hún
bar merki um alla ævi. Svo ákvað
móðir hennar að koma með hana
heim og fékk hún til þess leyfi með
því skilyrði að hún legðist inn á
barnadeild Landspítalans. Á þess-
um tíma var ég í sumarvinnu á
röntgendeildinni og það voru regl-
ur á barnadeildinni sem sögðu að
engir, ekki einu sinni foreldrar,
mættu heimsækja börnin sín
nema á sunnudögum, svo að ég
notfærði mér það að fara til henn-
ar og sitja hjá henni í matartím-
anum mínum. Þetta vildi ég gera
til að hjálpa henni á þann hátt að
hafa kunnugt andlit í kringum
Ingibjörg Erna
Sveinsson
✝
Ingibjörg Erna
Sveinsson
fæddist 16. júlí
1962. Hún lést 24.
október 2022. Útför
hennar fór fram 3.
nóvember 2022.
hana. Hún sagði
aldrei neitt á meðan,
enda í sjokki út af
slysinu. En svo kom
hún heim til mömmu
sinnar sem bjó hjá
mömmu og pabba
ásamt mér. Það var
oft sem ég tók að
mér umönnun henn-
ar. Svo þegar móðir
hennar ákvað að fara
í ljósmæðranám,
þurfti hún að búa á heimavist við
fæðingardeildina, svo ég gerði
mitt í að vera með hana Ingi-
björgu Ernu.
Ingibjörg Erna var skírð í höf-
uðið á foreldrum mínum sem voru
einnig amma hennar og afi, Ingi-
björg Guðmundsdóttir og Árni
Guðmundsson læknir. Pabbi kall-
aði alltaf mömmu Ingie og þótti
því sjálfsagt að dótturdóttirin
væri kölluð sama nafni. Þegar ég
fór svo að vinna sem flugfreyja þá
var mikill spenningur að vita
hvort ég væri með eitthvað í far-
angrinum handa henni og oft var
gleði og gaman hjá okkur. Ég hef
alltaf litið á Ingie sem fósturdótt-
ur mína og syrgi hana sem slíka.
Svo þegar ég gifti mig og eignaðist
börn, voru þau henni sem systkin
og alltaf góð tengsl á milli þeirra.
Ingie var mikil hannyrðakona og
eftir hana liggja mörg falleg lista-
verk.
Við hjónin og okkar börn send-
um Helga, eiginmanni hennar, og
börnum þeirra og systkinum sem
og uppeldisföður, Tómasi Agnari,
okkar einlægu samúðarkveðju.
Svava Árnadóttir.