Morgunblaðið - 29.11.2022, Síða 22
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Byrjum daginn á opinni vinnustofu, endilega komið
að prófa vinnustofuna okkar, frítt kaffi til kl. 11 og alltaf hægt að finna
sér eitthvað skemmtilegt til að skapa úr. Kl. 12.30 postulínsmálun,
kl. 13 tálgað í tré, mjög skemmtilegur hópur sem nær að skapa
ótrúleg-ustu hluti úr tré og alltaf opið fyrir nýja félaga í hópinn.
Kl. 13.30 prjónahittingur, öflugur hópur sest saman í matsalnum með
prjónana.
Félagsstarfið Árskógum.Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16.
Leikfimi með Milan kl. 10. Lækningin býr í þér kl. 10.30. Erlent hand-
verksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16. Karlakórsæfing kl. 12.45.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir.
Sími 411-2600.
Boðinn Pílukast kl. 9. Brids / kanasta kl. 13. Sundlaugin opin til kl. 16.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 13.30, Bónusrútan kl. 15.05.
Fella- og Hólakirkja Eldri borgara starf alla þriðjudaga kl. 13. Byrj-
um með helgistund í kirkjunni kl. 12 og eftir stundina er farið í safn-
aðarheimilið í súpu og brauð og skemmtilega dagskrá þar á eftir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistar-
hópurinn Kríur kl. 12.30-15.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10.
Bónus-rútan kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Bókabíll kl. 14.45.
Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 9 Qi-gong í Sjálandsskóla,
kl. 9.-12 trésmíði í Smiðju, kl. 10 ganga frá Jónshúsi, kl. 11 stóla-jóga í
Sjálandsskóla, kl. 12.15 leikfimi í Ásgarði, kl. 13-16 trésmíði í Smiðju,
kl. 13.10 botsía í Ásgarði, kl. 13.45-15.15 kaffiveitingar í Jónshúsi, kl.
14.15 / 15 línudans í Sjálandsskóla.
Gjábakki Opin handavinna og verkstæði kl. 8.30-11.30. Heilsu-Qi-
gong kl. 10-11. Myndlistarsýning Kristínar Þorkelsdóttur kl. 14-16.
Grafarvogskirkja Í dag, þriðjudaginn 29. nóvember, verður opið
hús fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13-15. Við
munum spila bingó, syngja, spjalla og hafa gaman. Að opna húsinu
loknu verður boðið uppá kaffi og meðlæti. Umsjón hefur Kristín
Kristjánsdóttir djákni. Kyrrðarstund er kl. 12. Að kyrrðarstund lokinni
eru léttar veitingar gegn vægu gjaldi. Verið velkomin!
Gullsmári Myndlist kl. 13. Kanasta kl. 13. Leikfimi kl. 13.Tölvunám-
skeiðið hefst kl. 9.30 (ANDROID), kl. 13 (APPLE).
Hraunsel Þriðjudaga: Billjard kl. 8-16. Dansleikfimi kl. 9. Qi-gong kl.
10. Brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Hug-
leiðslunámskeið kl. 10.30. Brids kl. 13. Bingó kl. 13.15. Hádegismatur
kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Listmálun kl. 9. Botsía kl. 10. Helgistund kl. 10.30.
Leikfimihópur í Egilshöll kl. 9.30 og kl. 11. Spjallhópur í Borgum kl. 13.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu 9-10. Bútasaums-
hópur í handverksstofu kl. 9-12. Hópþjálfun í setustofu kl. 10.30-11.
Tónmenntaskólinn kemur til okkar kl. 15. og síðdegiskaffi er kl.14.30-
15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega vel-
komnir til okkar :)
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffikrókur á
Skólabraut frá kl. 9, kl. 10.30 verða léttar æfingar og pútt í inniaðstöðu
golfklúbbsins /Nesvöllum á Austurströnd. Í dag kl. 12.30 er stund eldri
borgara í safnaðarheimili kirkjunnar. Kótelettuhátíð. Minnum á
félagsvistina í salnum á Skólabraut nk. fimmtudag 1. desember kl.
13.30. Roð og leður á neðri hæð félagsheimilisins kl. 15.30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning 21x125mm, panill
10x85mm, pallaefni 21x145mm,
21x140, 90x21mm, útihurðir
5,4cmx210cm (80,90 og 100cm) o.fl.
Eurotec skrúfur, Penofin og Arms-
trong Clark harðviðarolíur.
NÝKOMIÐ BANKIRAI
HARÐVIÐUR 21X145MM VERÐ
1.950 KR LENGDARMETERINN
slétt beggja megin fasað og
ofnþurrkað. Lengdir frá 2.44 metrar
upp í 5,50 metrar.
Upplýsingar hjá Magnúsi á
magnus@vidur.is og í símum
6600230 og 5611122, og frá 10-14 á
Indus ,Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði.
Ýmislegt
RollUp&
BannerUp
Bílar
Sá vinsælasti. MMC Eclipse
Cross phev Intense +.
Árgerð 2022.
Nýtt ökutæki Bensín/Rafmagn,
sjálfskiptur. Forhitun á miðstöð.
Verð 6.590.000.
Rnr. 140471. Aukahlutapakki að
upphæð kr. 360.000,- fylgir með, sem
inniheldur: Dráttarkrók, gúmmí-
mottur, sumar- og vetrardekk.
Gráir og svartir í boði.
Seljandi skoðar skipti á ódýrari.
Nánari upplýsingar veita
Höfðabílar ehf. í síma 577-4747
2022 ónotaður Ford Transit 350
L3H2 Trend
Vinsælasta stærðin og hæðin.
Framhjóladrif. Já dömur mínar og
herrar hér er ekki eins og hálfsárs
bið eftir sendibíl. Þennan getur þú
fengið strax!
Verð: 5.990.000 án vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
fyrir veturinn og tek
að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
alltaf - alstaðar
mbl.is
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022
✝
Guðmundur Er-
lendsson fædd-
ist í Hveragerði 26.
desember 1961.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Selfossi 12.
nóvember 2022.
Foreldrar hans
eru Anna S. Egils-
dóttir, starfskona í
apóteki, f. 2. maí
1936, og Erlendur
Guðmundsson húsa-
smíðameistari, f. 25. nóvember
1928, d. 25. október 2002.
Systkini Guðmundar eru
Erla, f. 1958 og Stefán, f. 1960.
Börn Guðmundar eru Erlend-
ur, f. 28. október 1998 og Þóra
Sigríður, f. 18. júní 2003.
Guðmundur giftist 1. október
2021 Jelenu Stramkauskiene frá
Litháen.
Guðmundur ólst
upp í Hveragerði.
Hann lauk fyrsta
stigs prófi frá
Stýrimannaskól-
anum sem gefur
réttindi á allt að
200 brúttórúmlesta
skip árið 1988 og
starfaði sem sjó-
maður mestan
hluta starfsævinn-
ar, ýmist sem há-
seti, kokkur, stýrimaður eða
skipstjóri og nú síðast á rann-
sóknarskipum Hafrannsókna-
stofnunar.
Um tíma vann hann einnig við
smíðar, bæði hér heima og í
Noregi.
Útför Guðmundar fór fram í
Hveragerðiskirkju 22. nóvem-
ber 2022.
Spurður til nafns í æsku svar-
aði hann jafnan hratt og óskýrt:
„Guðmundur og kallaður Dúddi!“
Þegar spyrjandinn hváði endur-
tók hann sig ögn hægar. Karl fað-
ir okkar festi þessa nafngift við
hann í höfuðið á gömlum vini eða
kunningja. Fæstir í litla þorps-
samfélaginu í Hveragerði þar
sem við ólumst upp þekktu hann
undir öðru nafni.
Það var ekki nema eitt alman-
aksár á milli okkar, en við vorum
þrjú systkinin. Tveir bræður og
ein systir. Ég í miðjunni og hann
yngstur. Við deildum herbergi og
samkomulagið var misgott. Vor-
um eins og hundur og köttur, rif-
umst og slógumst, eða hinir
mestu mátar. Og ég stríddi hon-
um meira en góðu hófu gegndi.
Við fylgdumst nokkurn veginn
að fram á unglingsaldur. Síðan
skildi leiðir. Dúddi lenti í óreglu –
sem hann náði sér upp úr í fyll-
ingu tímans. Ég fór í mennta-
skóla og háskóla. Hann á sjóinn.
Byrjaði á trillu norður á Raufar-
höfn. Aflaði sér svo í skipstjórn-
arréttinda upp að 200 tonnum.
Varð stýrimaður og loks skip-
stjóri. Sjómennskan ólgaði í æð-
um hans.
Mér auðnaðist að fara nokkra
túra með honum á rækju út af
Héraðsflóa. Þá var hann ýmist
stýrimaður eða skipstjóri. Á upp-
vaxtarárum okkar réð ég einatt
för. Þarna höfðum við hlutverka-
skipti. Hann var orðinn fremstur
meðal jafningja. Frábær yfir-
maður. Fiskinn. Útsjónarsamur.
Kortlagði miðin. Vissi upp á hár
hvað hann var að gera.
Veiðiskapur var honum í blóð
borinn og í frítíma sínum stund-
aði hann silungsveiði á sumrin og
skotveiði á vetrum. Hann var
einnig góður smiður. Starfaði
sem slíkur hér heima og í Noregi
um tíma þegar hann tók sér frí
frá sjónum.
Sem ungur maður flutti Dúddi
til Hafnar í Hornafirði. Þar
kynntist hann síðar Þórveigu
Benediktsdóttur og eignaðist
með henni soninn Erlend. Al-
nafna afa síns. Þau slitu fljótlega
samvistir. Nokkrum árum seinna
rak aðra konu á fjörur hans, Þór-
unnbjörgu Sigurðardóttur, og
þau eignuðust Þóru Sigríði. Þau
áttu ekki heldur langa samleið.
Fyrir tíu árum hitti hann stóru
ástina í lífi sínu, Jelenu Stram-
kauskiene. Þau gengu í hjóna-
band 1. október á síðasta ári.
Hétu hvort öðru að eyða því sem
eftir væri ævinnar saman og bera
beinin í Vilníus, heimaborg henn-
ar. Gerðu áætlanir til framtíðar
og hamingjan virtist brosa við
þeim. En skyndilega dró ský fyr-
ir sólu. Dúddi greindist með ill-
vígt krabbamein sem lagði hann
að velli á skömmum tíma.
Við sem eftir lifum erum harmi
slegin.
Dúddi var dagfarsprúður og
yfirleitt léttur í lund. En skap-
mikill og gat reiðst af litlu tilefni.
Hallaði aldrei orði á nokkra
manneskju. Var bóngóður og
greiðvikinn. Örlátur og hjálpfús.
Öll börn og dýr löðuðust ósjálf-
rátt að honum. Hann hafði gaman
af því að spjalla við vini og kunn-
ingja um pólitík eða önnur hugð-
arefni og sagði vel frá. Hafði
sterka réttlætiskennd og var rót-
tækur í skoðunum. Lét engan
eiga neitt inni hjá sér.
Hann sýndi aðdáunarvert
æðruleysi í erfiðum veikindum
umvafinn ást og kærleika eigin-
konu sinnar og barna.
Nú er rödd hans hljóðnuð.
Eftirlifandi eiginkonu hans,
börnum, systur okkar og móður
votta ég mína dýpstu samúð.
Stefán Erlendsson.
Ég græt því þú ert farinn, en
ég brosi því þú varst hér.
Dúddi var gleði. Líflegur per-
sónuleiki, glettinn og hlýr. Dáður
frændi sem við ólumst upp með í
Hveragerði. Margar bernsku-
minningar koma upp í hugann:
Ferðalög og seinna sveitaböll-
in ásamt ófáum samverustundum
hjá ömmu og afa í Múla sem voru
stundum eins og ættarmót svo
margir voru þar.
Eins vorum við stundum send í
mikilvægar sendiferðir upp í Ölf-
usborgir, þar sem Lindi, pabbi
Dúdda, var umsjónarmaður. Við
munum eftir einni þar sem að við
vorum send með þrjár skeiðar og
gerðum athugasemd við að þetta
gæti nú ekki verið nauðsyn, en
fengum að vita að þetta væri af
sérstöku tilefni. Við áttuðum okk-
ur svo á því seinna meir að
mömmur okkar voru að kaupa
sér smá frið.
Alltaf var gaman þar sem
Dúddi var og þá fengu allir að
vera með, stórir og smáir.
Í seinni tíð voru fastir hitting-
ar hjá okkur á vorin í kringum af-
mæli Önnu, mömmu Dúdda og
pabba okkar að ógleymdri rétt-
arsúpunni í bústað okkar í Múla.
Þetta voru góðar og glaðar
stundir, þar sem allir drógust að
Dúdda, hvort sem um var að
ræða fullorðið fólk eða börn, en
hann kom fram við alla sem jafn-
ingja óháð aldri.
Kærar þakkir fyrir allar minn-
ingarnar.
Sorgin var mikil að sjá þig
svona veikan, að vita að þetta
væri síðasta kveðjan og síðasta
faðmlagið.
Elsku frændi, far þú í friði,
friður Guðs þig blessi, hafðu þökk
fyrir allt og allt
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
Gæta að sorgmæddur, græða djúp sár
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur)
Kærleiks-og samúðarkveðja
til eiginkonu, barna, móður,
systkina og fjölskyldna,
Þórdís, Stefanía,
Bogey og Egill
Geirsbörn.
Guðmundur
Erlendsson
Nú horfum við á
eftir þriðju bekkjar-
systurinni sem út-
skrifaðist með okkur
frá Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1970: Anna Karólína Stef-
ánsdóttir eða Kalla er fallin frá.
Við minnumst hnellinnar stúlku
með dökkt sítt hár, kvikrar í
hreyfingum, kátrar og brosmildr-
ar sem lagði öllum gott eitt til.
Strax að loknu stúdentsprófi
hóf Kalla nám í íslensku við Há-
skóla Íslands. Þá voru hún og
kærasti hennar, Höskuldur Hösk-
A. Karólína
Stefánsdóttir
✝
Anna Karólína
Stefánsdóttir
fæddist 15. desem-
ber 1949. Hún and-
aðist 14. nóvember
2022.
Útförin fór fram
24. nóvember 2022.
uldsson, farin að búa
í agnarsmárri íbúð í
Vesturbæ Reykja-
víkur. Kalla reyndist
höfðingi heim að
sækja og stóð fyrir
veislum sem voru
skemmtilegri en
gerist og gengur. En
fljótlega misstum
við gleðigjafann úr
landi; Kalla söðlaði
um og hélt með
Höskuldi sínum í nám til Noregs.
Auðvitað fór hún í félagsráðgjöf.
Þar gat hún liðsinnt fólki, lagt sig
fram um að bæta líðan þess og að-
stöðu og miðlað hlýju sinni og kát-
ínu svo að það sæi heiminn í ögn
bjartara ljósi.
Starfsferil sinn átti Kalla lengst
af á Akureyri enda ættuð úr
Hörgárdal og taugin norður
sterk. En við félagar hennar
misstum hana ýmsir öðru sinni er
hún fór norður yfir heiðar. Í stað-
inn nutu Akureyringar krafta
hennar. Hún hafði sérhæft sig í
fjölskylduráðgjöf og átti ekki lít-
inn þátt í því að komið var upp
stöðu í fjölskylduráðgjöf við
Heilsugæsluna á Akureyri árið
1988. Kalla sótti um og fékk stöð-
una og þróaði þar meðal annars
með starfsfélögum sínum þekkt
þverfaglegt verkefni: Nýja barn-
ið. Það tókst svo vel að það fékk
viðurkenningu Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar.
Síðustu sex árin bjó Kalla í
Reykjavík og þurfti að sjá starfið
sem hún hafði unnið á Akureyri
fara fyrir lítið. Það hefur verið
sárt ofan á veikindin sem hún átti
við að etja. En þegar við hittum
hana var hún þó jafnkát og fyrr og
lét sem ekkert væri.
Um leið og við þökkum Köllu
fyrir samveruna sendum við
Höskuldi og afkomendum hans og
Köllu okkar hlýjustu kveðjur.
Fyrir hönd bekkjarsystra 6.
bekkjar C, MR árið 1970,
Bergljót Soffía
Kristjánsdóttir.