Morgunblaðið - 29.11.2022, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ENCANTO
KOMIN Í BÍÓ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
RALPH
FIENNES
NICHOLAS
HOULT
ANYA
TAYLOR-JOY
Painstakingly Prepared.
Brilliantly Executed.
SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD
REPORTER
91%
USA TODAY ENTERTAINMENT
WEEKLY
EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post
84%
Irene Cara látin
Bandaríska
leik- og söng-
konan og laga-
höfundurinn
Irene Cara er
látin, 63 ára að
aldri. Hún var
hvað þekktust
fyrir að hafa
sungið titillög
kvikmyndanna
Fame og Flashdance og lék auk
þess eina aðalpersónu Fame, Coco
Hernandez. Naut kvikmyndin sú
mikilla vinsælda líkt og Flash-
dance. Aðallag Flashdance,
„Flashdance …What a Feeling“
samdi Cara bæði og söng og hlaut
Óskarsverðlaun fyrir og auk þess
tvenn Grammy-verðlaun; fyrir
bestu kvikmyndatónlist og sem
besta söngkona popplags.
Irene Cara
Mynd Hilmars hlaut
aðalverðlaun PÖFF
Kvikmynd leikstjórans Hilmars
Oddssonar,Á ferð með mömmu,
hlaut aðalverðlaun alþjóðlegu
kvikmyndahátíðarinnar PÖFF
í Tallinn í Eistlandi á laugar-
daginn, 26. nóvember en kvik-
myndin verður frumsýnd hér á
landi 17. febrúar. Hilmar skrifaði
einnig handrit myndarinnar og
er söguþræðinum lýst svo á vef
Kvikmyndamiðstöðvar Íslands:
„Þegar móðir Jóns og hans mesti
áhrifavaldur fellur frá verða
alger umskipti í lífi hans. Með
uppáklætt líkið í aftursætinu og
hundinn Brésnef við hlið sér tekst
hann á hendur ferð þvert yfir
landið til að heiðra hennar síð-
ustu ósk. En mamma hefur ekki
sagt sitt síðasta.“ Með aðalhlut-
verk fara Þröstur Leó Gunnars-
son, Kristbjörg Kjeld, Tómas
Lemarquis og Hera Hilmars.
Morgunblaðið/Eggert
Verðlaunaður Hilmar Oddsson.
upprunan eða jafnvel þráin eftir því
að skjóta einhvers staðar rótum og
eiga sér öruggan samastað. Þessi
meginþemu sameinast einnig í titli
bókarinnar, Paradísargarðinum,
en sagan felur í sér ófáar skírskot-
anir í biblíusöguna um brottvísun
mannkynsins úr Paradís og upphaf
tungumálsins. Í hjarta sögunnar
er síðan lífsins tré sem myndar
fallega samtengingu á milli bibl-
íusögunnar og loftslagsumræðu
samtímans. Í bókinni er einnig
fjallað um hlutskipti flóttafólks á
Íslandi og dregin ákveðin tenging á
milli flótta mannkynsins úr Paradís
og viðbúinni aukningu flóttafólks
í heiminum á næstu árum og
áratugum vegna hamfarahlýnun-
ar. Boðskapurinn er margþættur
en gegnumgangandi virðist vera
sú hugsun að jörðin sé okkar eini
samastaður og okkur beri að hugsa
vel bæði um hana og sambýlisfólk
okkar hér. Með áherslu sinni á
tungumálið vekur bókin sömuleið-
is máls á því hve mikilvægt er að
eiga samskipti og skoðanaskipti
við annað fólk og að leggja sig eftir
því að sýna öðrum skilning. Ein af
eftirminnilegustu sögupersónum
bókarinnar er hinn sextán ára
Danyel sem er flóttamaður frá
óræðu landi og tungumálaséní.
Við Ölbu segir hann á ákveðnum
tímapunkti, „Mig dreymdi, [...] að
ég væri í kafi og ég heyrði að fók
talaði saman en ég skildi ekki orðin
af því að það var vatn ofan á mér og
orðin komust ekki í gegnum vatn-
ið.“ Í bókinni er því að finna afar
mannúðlega sýn á lífið og tilveruna,
sem er eitt af höfundareinkennum
Auðar Övu. Hér má þó bæta við
að á köflum virðist höfundur ætla
sér ansi mikið, mögulega einum of,
og fer þannig ansi nærri ákveðinni
hetju-narratívu í umfjöllun sinni um
flóttafólk.
Vönduð bók um
áríðandi málefni
Eden er afar marglaga og
myndræn bók sem krefst mikils af
lesandanum og skilur mikið eftir
sig. Textinn er einstaklega frjór og
stíllinn vandaður, persónurnar vel
skapaðar og tónninn lágstemmd-
ur en um leið áríðandi. Þetta er
tilvistarleg en þó hugljúf saga um
mannlega bresti og þrár, óvissu og
drauma, sem yljar lesandanum um
hjartarætur. Hér skrifar reyndur
höfundur um loftslagsmál á vandað-
an máta og af næmni, og á lof skilið
fyrir.
Loftslagsmál í brennidepli
BÆKUR
SNÆDÍS
BJÖRNSDÓTTIR
Skáldsaga
Eden
Eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Benedikt bókaútgáfa 2022.
Kilja, 226 bls.
H
ugleiðingar um loftslags-
mál og afleiðingar ham-
farahlýnunnar eru meðal
þess sem setja svip sinn
á nýja bók Auðar Övu Ólafsdóttur
Eden. Bókin minnir um margt á
fyrri skáldsögur höfundar og ættu
efnistök hennar og uppbygging því
að koma lesendum kunnulega fyrir
sjónir. Sagan er eins konar vegsaga
líkt og fleiri bækur Auðar Övu og
segir frá flutningum sögumannsins
Ölbu frá Reykjavík yfir í lítið þorp
úti á landi þar
sem hún hefst
handa við að
gera upp gamalt
hús og koma upp
skógrækt. Alba
er málvísinda-
kona og frásögn
hennar er
lituð af ýmsum
vangaveltum um
tungumálið, uppruna þess og áhrif.
Margar litríkar persónur verða
á vegi hennar í gegnum bókina
og eftir því sem á líður kynnist
hún íbúum þorpsins betur. Bókin
skartar því fjölbreyttu persónugall-
eríi og sögupersónur hennar eru
margar, en hver og ein þeirra er í
senn eftirminnileg og setur mark
sitt á frásögnina. Þannig koma
meðal annars við sögu ástríðufullur
útgefandi, skeptískur sauðfjárbóndi,
hálfsystir sem reynir í sífellu að
fá sögumann til þess að gefa blóð,
vingjarnlegur sjálfboðaliði í Rauða-
kross búð þorpsins og dularfullur
erlendur auðkýfingur sem sagt er
að hyggist koma upp framleiðslu á
klaka úr bráðnandi jökli til þess að
selja í kokteila. Frásögn sögumanns
er ekki alltaf áreiðanleg og því
gegna samræður hennar við aðrar
sögupersónur mikilvægu hlutverki.
Framan af er til að mynda ekki
alveg ljóst hverjar ástæður flutning-
anna eru eða hvort að hún viti sjálf
hvert förinni er heitið. Hvað er hún
að flýja, spyrja aðrar sögupersón-
ur bókarinnar ítrekað, er þetta
loftslagssamviskubit? Eða er hún
kannski að kolefnisjafna?
Þekkt stef úr
loftslagsumræðunni
Inn í sögunna eru tvinnuð þekkt
stef úr loftslagsumræðu samtímans
og stundum koma fyrir nokkuð
handahófskenndar efnisgreinar
sem virka nánast eins og úrklippur
úr hinum ýmsum heimildum og
innihalda staðreyndir um lofts-
lagsbreytingar af mannavöldum og
hamfarahlýnun. Þessar upplýsingar
eru þó yfirleitt vafðar nokkuð vel
inn í frásögnina og frásagnarmáti
sögunnar virðist þannig til þess ætl-
aður að vekja lesendur til umhugs-
unar um loftslagsmál, sem tekst
almennt afar vel.
Hamfarahlýnun og paradís
Líkt og fyrri bækur Auðar Övu er
Eden afar táknræn saga. Ræturnar
eru ef til vill eitt áhrifaríkasta tákn
sögunnar og um leið ákveðið leiðar-
stef hennar, en í þeim sameinast
meginþemu bókarinnar: garðyrkj-
an, tungumálið og hugleiðingar um
Morgunblaðið/Eggert
LoftslagsumræðaAðmati gagnrýnanda er Eden afar marglaga og myndræn bók sem skilur mikið eftir sig.