Morgunblaðið - 29.11.2022, Page 32

Morgunblaðið - 29.11.2022, Page 32
Í lausasölu 822 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. Sími 569 1100 Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 333. DAGUR ÁRSINS 2022 MENNING Birta, blek og brillur í hádeginu „Birta, blek og brillur, efnismenning lesturs og skriftar á 19. öld“ er yfirskrift erindis sem Davíð Ólafsson, sagnfræðingur og lektor í menningar- fræði á Hugvís- indasviði Háskóla Íslands, heldur í Þjóðminjasafninu í dag kl. 12. Fyrir- lestrinum er streymt á YouTube-rás safnsins. Í fyrirlestrinum veltir Davíð fyrir sér hvaða muni fólk hafi þurft og haft aðgang að til að lesa bækur, geyma þær og flytja milli staða á 19. öld. Hann hefur skoðað hvernig þessi efnisheimur birtist í safnkosti Þjóðminjasafns Íslands og annarra minjasafna og hvað dánarbúsuppskriftir segja um málið. Tilefni erindisins er sýningin Heimsins hnoss: Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) sem var opnuð í Bogasal í síðasta mánuði. ÍÞRÓTTIR Ótrúleg saga Niclas Füllkrugs Þýski sóknarmaðurinn Niclas Füllkrug vakti mikla athygli þegar hann skoraði glæsilegt jöfnunarmark Þýskalands í 1:1-jafntefli gegn Spáni á HM í fótbolta karla í Katar á sunnudagskvöld. Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, lék með hinum 29 ára gamla Füllkrug tímabilið 2015/2016 hjá Nürnberg í þýsku B-deildinni og ber Rúrik honum einstaklega vel söguna. 27 Sjötta hringborðsumræða sendi- ráðs Kanada á Íslandi og sendi- ráðs Íslands í Kanada í samstarfi við Polar Knowledge Canada og Norðurslóðanet Íslands á Akureyri verður á morgun, miðvikudaginn 30. nóvember, og verður hægt að fylgjast ókeypis með henni í beinu streymi á netinu klukkan 16.30-17.30 að íslenskum tíma (https://iceland- canada-20221130. eventbrite.ca). Samkvæmt skráningu hafa samtals um 1.100 manns fylgst með og eftir atvikum tekið þátt í hringborðsumræðunum, fyrir utan þá sem hafa horft á streymið síðar. „Við erum virkilega ánægð með árangurinn af verkefninu, Kanada- búar eru áhugasamir um Ísland og markaðurinn er opinn fyrir íslensk fyrirtæki í Kanada,“ segir Hlynur Guðjónsson, sendiherra Íslands í Kanada. Ráðstefnurnar eru liður í við- burðum til að minnast þess að í ár eru 75 ár síðan Ísland og Kanada tóku upp stjórnmálasamband. Viðfangsefni hringborðsumræð- anna á morgun verða samskipti frumbyggja í Kanada og íslenskra innflytjenda í Vestur-Kanada frá 1875. Merkileg samskipti Jeannette Menzies, sendiherra Kanada á Íslandi, setur ráðstefn- una. Vestur-Íslendingurinn dr. Ryan Eyford, prófessor við Háskólann í Winnipeg, flytur erindi, sem hann byggir á bók sinniWhite Settler Reserve: New Iceland and the Colonization of the Canadian West. Hún kom út 2017 og þar rekur hann söguna af íslenskum innflytjendum og móttökum, sem þeir fengu hjá frumbyggjum, en þeir síðarnefndu aðstoðuðu þá á margan hátt í nýj- um heimkynnum. „Í stuttu máli var sambandið mjög flókið,“ segir Ryan en að erindi hans loknu hefjast umræður panelsins um málið. Við hringborðið sitja, auk hans, dr. L.K. Bertram, prófessor við Toronto-há- skóla, og dr. David Parent, lektor við Manitoba-háskóla í Winnipeg. Dr. Kristín Margrét Jóhannsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, stýrir umræðum. Málefni sem snerta sameiginlega hagsmuni Kanada og Íslands hafa verið tekin fyrir í hringborðsum- ræðunum á árinu. Þar má nefna rannsóknir í Íshafinu, mikilvægi hins svokallaða bláa hagkerfis (e. Blue Economy) og samspil þekkingar frumbyggja Kanada og vísinda. Ríkin hafa líka skipst á bókagjöfum á þessum tímamótum. Jeannette Menzies færði Amtbókasafninu á Akureyri 75 kanadískar bækur í júní og Borgarbókasafninu í Reykja- vík sambærilega gjöf 11. október. Við sama tækifæri opnaði hún þar alþjóðlegu farandsýninguna „Inuit Qaujimajatuqangit: Art, Architect- ure and Traditional Knowledge“. Hlynur Guðjónsson hefur haft milligöngu um bókagjafir Íslands og séð um afhendingu þeirra í almenningsbókasöfnunum á öllum þremur norðursvæðum Kanada. Fyrst í Whitehorse í Yukon og síðan í Iqaluit í Nunavut, en hann er nú í þessum erindagjörðum í Yellow- knife á norðvestursvæði Kanada (e. North West Territories). Hann tekur þátt í hringborðsumræðunum þaðan og slítur ráðstefnunni. lFlókið samband frumbyggja og Íslendinga í beinni Samskipti Íslands og Kanada í brennidepli Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ljósmynd/Meral Jamal/Nunatsiaq News Í NunavutHlynur Guðjónsson afhenti bækur. Frá vinstri: Teresa Hughes, Hlynur Guðjónsson, Pamela Gross, Joanna Quassa og Rebecca Mearns. Menning Eliza Reid forsetafrú þakkar Jeannette Menzies, sendiherra Kanada á Íslandi, fyrir bókagjöfina og opnar farandsýninguna. Ryan Eyford Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Jólagjafir gæludýranna færðu hjá okkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.