Morgunblaðið - 30.11.2022, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöfParapró 200 mg/500 mg filmuhúðaðar töfur. Inniheldur íbúprófen og parasetamól.Markaðsleyfishafi:Acare ehf, info@acare.is.Til skammtíma verkjastillingar fyrir svefn,
til dæmis verks vegna kvefs og flensu, gigtar- og vöðvaverkja, bakverkjar, tannverkjar, höfuðverkjar og tíðaverkjar sem valda svefnerfiðleikum. Frábendingar: ofnæmi fyrir
íbúprófeni, parasetamóli eða einhverju hjálparefna lyfsins, saga um ofnæmisviðbrögð í tengslum við asetýlsalisýlsýru eða önnur bólgueyðandi gigtarlyf, saga um eða
sár/rof eða blæðingu í meltingarvegi, storkugalli, alvarleg lifrarbilun, alvarleg nýrnabilun eða alvarleg hjartabilun, samhliða notkun annarra NSAID-lyfja, samhliða notkun
annarra lyfja sem innihalda parasetamól, notkun á síðasta þriðjungi meðgöngu. Parapró er ætlað til notkunar hjá fullorðnum,18 ára og eldri. Sjá nánari upplýsingar um
lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Parapró
Inniheldur bæði parasetamól
og íbúprófen
Verkjastillandi
og bólgu-
eyðandi
Parapró vinnur gegn mígreni, höfuðverk, bakverk, tíðaverk, tannverk, gigtar- og
vöðvaverkjum, verkjum vegna vægrar bólgu í liðum, einkennum kvefs og flensu,
særindum í hálsi og hita.Parapró hentar þeim vel sem þurfa meiri verkja-
stillingu en parasetamól og íbúprófen veita ein og sér.
verslana í minni byggðarlögum,
fjarri stórum byggðakjörnum, til
að viðhalda mikilvægri grunn-
þjónustu. Auk Skerjakollu var
verslun í Árneshreppi styrkt, sem
og pöntunarþjónusta á Bakkafirði,
Hríseyjarbúðin, verslun í Grímsey
og verslunarfélag á Drangsnesi auk
þess sem verslanir á Kirkjubæj-
arklaustri og á Raufarhöfn voru
einnig styrktar.
Björn og kona hans, Violeta, tóku
við rekstri Skerjakollu fyrir ári
síðan og þau hafa að hans sögn sett
alla sína krafta í að ná vöruverði
niður. „Fólk notaði verslunina
eiginlega bara í neyð áður en við
vildum breyta því. Þess vegna
fórum við í innflutning. Nú flytjum
við mikið inn af vörum frá Búlgaríu
og Bretlandi og þannig höfum
við náð vöruverðinu býsna mikið
niður,“ segir kaupmaðurinn sem
kveðst flytja inn alls konar vörur;
hreinlætisvörur, kex, osta, sælgæti
og gjafavöru svo dæmi séu tekin.
„Það er auðvitað ákveðið lotterí að
fara út í svona því maður veit aldrei
hvernig fólk tekur nýjum vörum.
Fólk hér á Kópaskeri hefur tekið
þessu mjög vel og er tilbúið að
smakka og prófa nýjar vörur.“
Björn segir að erfitt sé að keppa
við stóru verslanirnar og þau séu
oft að kaupa vörur af heildsölum á
svipuðu verði og þær eru seldar út
úr Nettó og Bónus. „Þessi munur
er ferlega leiðinlegur og erfiður en
verslunin gengur ágætlega núna.
Það voru margir sem stoppuðu hjá
okkur í sumar og kíktu á þessar
vörur sem fást hvergi annars stað-
ar á landinu. Við munum standa
vaktina áfram.“
„Þetta kemur sér mjög vel.
Reksturinn er erfiður þannig að
það er ekki mikið bolmagn til fram-
kvæmda,“ segir Björn Guðmundur
Björnsson, kaupmaður í verslun-
inni Skerjakollu á Kópaskeri.
Verslunin hlaut styrk upp á
2,8 milljónir króna til endurbóta
á húsnæði þegar úthlutað var
styrkjum til verslunar í dreifbýli
í byrjun vikunnar. Styrkirnir eru
veittir á grundvelli stefnumótandi
byggðaáætlunar og að þessu sinni
var 30 milljónum króna úthlutað
til verslunar í dreifbýli fyrir árið
í ár og það næsta. Í kynningu
innviðaráðuneytisins kom fram
að markmiðið með styrkjunum
sé að styðja við rekstur dagvöru-
lKaupmenn áKópaskeri gripu til eigin ráðalStyrkir veittir
Flytja sjálf inn vörur og
hafa náð að lækka verðið
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Kaupmenn Violeta og Björn tóku við rekstri verslunarinnar Skerjakollu á Kópaskeri fyrir ári síðan.
Alls hlutu 554 verkefni styrki úr
uppbyggingarsjóðum landshlutanna
á árinu 2021 og nam heildarfjárhæð
styrkja tæpum 450 milljónum. Á
því ári var úthlutað að auki rúmlega
381 milljón kr. til áhersluverkefna
sóknaráætlana landshlutanna og
var því fé deilt til 72 verkefna.
Uppbyggingarsjóðir og áherslu-
verkefni eru tæki í þróunaráætl-
unum landshlutanna, svokölluðum
sóknaráætlunum. Þar velur hver
landshluti sín markmið og leiðir
að þeim og ráðstafar fjármunum
samkvæmt því. Ríkið og landshluta-
samtökin hafa gert samninga um
sóknaráætlanir frá árinu 2015.
Heildarniðurstöður ársins 2021
koma fram í greinargerð sem
stýrihópur stjórnarráðsins um
byggðamál hefur birt. Þar segir
að auglýst sé eftir umsóknum um
styrki og síðan gerðir samningar
um þau verkefni sem fá úthlutun. Á
árinu 2021 bárust alls 1115 umsókn-
ir. Flestar á Suðurlandi eða 280,
en fæstar á Suðurnesjum þar sem
74 umsóknir bárust. Sótt var um
styrki að fjárhæð alls 1,9 milljarðar
króna.
Sérstakar úthlutunarnefndir
meta umsóknir. Veittir voru alls
554 styrkir að fjárhæð tæplega 450
milljónir króna. Að meðaltali fær
um helmingur umsókna brautar-
gengi. Flestir styrkirnir og hæstu
fjárhæðirnar í heild voru á Suður-
landi en fæstir voru styrkirnir á
Suðurnesjum. Meðalfjárhæð styrkja
var afar mismunandi eða frá 515
þúsund á Suðurlandi og upp í 1.171
þúsund á Suðurnesjum.
Markmið sóknaráætlana lands-
hluta er að auka samkeppnishæfni
hvers landshluta og þar með lands-
ins alls. Verklag þeirra styður við
aukið lýðræði sem kallar á samráð
og sameiginlega stefnumörkum sem
byggist á þekkingu heimamanna
á hverjum stað, segir í lokaorðum
greinargerðarinnar sem Sigríður K.
Þorgrímsdóttir, verkefnisstjóri hjá
Byggðastofnun, skrifar.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
EyjarMenningarsjóðir hafa styrkt
ýmis verkefni um allt land.
Veittir voru alls
554 styrkir til
uppbyggingar
lHeildarfjárhæð styrkja úr upp-
byggingarsjóðumnam450milljónum
Góður árangur
» Í greinargerð stýrihóps
stjórnarráðsins um byggðamál
er bent á að árangur sóknar-
áætlana hafi í tvígang verið
metinn. Í mati frá árinu 2019
hafi komið fram það álit að
framkvæmd sóknaráætlana
2015-2019 hafi tekist vel.
»Um leið er vakin athygli á
því að þar með sé ekki sagt að
ekkert megi betur fara. Alltaf
megi læra af reynslunni.
Unnið er að samningum eigenda
Fóðuriðjunnar Ólafsdals ehf.
um uppgjör á félaginu sem á
sínum tíma rak graskögglaverk-
smiðju í Saurbæ í Dalasýslu.
Starfseminni var hætt fyrir um
sautján árum. Félagið á ræktað
land og tvær skemmur á því en
samkvæmt ársreikningi síðasta
árs skuldar það um 57 milljónir
í lánastofnunum og skammtíma-
skuldum. Dalabyggð á hlut í
félaginu. Hugmyndin mun vera að
semja um skiptingu eigna á milli
eigendanna og yfirtöku þeirra á
skuldum félagsins. helgi@mbl.is
Eignum og skuldum Fóðuriðjunnar
Ólafsdals verði skipt upp á milli eigenda