Morgunblaðið - 30.11.2022, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022
✝
Ásta Björk
Friðberts-
dóttir fæddist í
Botni í Súg-
andafirði 8. júlí
1947. Hún lést á
Landspítalanum
12. nóvember
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Kristjana
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja, f. 1909,
d. 2000, og Friðbert Pétursson
bóndi, f. 1909, d. 1994.
Systkini Ástu: Svavar, f.
1933, d. 1969, Birkir, f. 1936, d.
2017, Kristjana, f. 1939, d.
2021, og Kristín, f.
1943.
Hinn 8. mars
1969 giftist Ásta
Björk Kjartani Þór
Kjartanssyni, f. 18.
maí 1947. Börn
þeirra eru: Ægir,
f. 14. september
1968, og Sandra, f.
11. maí 1972.
Sandra er gift
Halldóri Karli Þór-
issyni og börn þeirra eru fjög-
ur: Rósborg, f. 11. apríl 1997,
Hilmir Berg, f. 19. mars 2000,
Huldar Þór, f. 16. mars 2002,
og Rakel, f. 18. október 2011.
Ásta Björk ólst upp í Botni í
Súgandafirði, yngst fimm
systkina. Hún gekk í Barna-
skólann á Suðureyri, lauk
gagnfræðaprófi frá Núpi í
Dýrafirði og fór svo í Hús-
mæðraskólann á Laugalandi í
Eyjafirði. Ásta Björk kynntist
eiginmanni sínum, Kjartani
Þór sjómanni, ung að aldri.
Þau bjuggu í Sætúni 5, Suður-
eyri nær alla sína búskapartíð.
Ásta Björk vann ýmis störf en
lengst af starfaði hún sem for-
stöðukona á dagdeild aldraðra,
Sunnuhlíð, á Suðureyri. Hún
var mikil hannyrða- og lista-
kona og liggja mörg listaverk
eftir hana.
Útför Ástu Bjarkar fer fram
frá Guðríðarkirkju í dag, 30.
nóvember 2022, klukkan 13 og
svo verður minningarathöfn í
Ísafjarðarkirkju 3. desember
2022, klukkan 12.
Á mér skellur sorgin sár, hún
litla systir mín hún Ásta Björk
lést skyndilega, hjartaáfall og
mikil heilablæðing. Við ólumst
upp saman í sveitinni hjá foreldr-
um okkar, við leik og störf og hún
alltaf svo dugleg. Svo tók skóla-
gangan við og lengra varð á milli
okkar, en alltaf ljúft að hittast.
Þegar hún trúlofuð byrjar að
búa í Reykjavík og frumburður-
inn Ægir kom í heiminn fékk ég
þann heiður að passa stundum
strákinn, svo Ásta gæti stundað
vinnu. Eftir að dóttirin Sandra
fæddist fluttu þau Kjartan vestur
aftur og lengra varð á milli heim-
sókna. Þegar eldri systir okkar
(Systa og Haddi) flytja suður, þá
kaupa Ásta og Kjartan þeirra hús
á Suðureyri og við gátum þá
áfram gist í fríum okkar á „Hótel
Sætúni“ og vorum alsæl með það.
Ásta tók mikinn þátt í félagsstarfi,
var dugleg og hjálpsöm og átti
erfitt með að neita beiðni og fræg-
ar eru marsipan- og brauðtert-
urnar hennar fyrir öll möguleg til-
efni. Alltaf var hún að læra nýtt
handverk, þurfti að prufa allt
mögulegt, t.d. að gera listaverk úr
mannshári, og sýndi það á mörg-
um handverkssýningum og gerði
meðal annars hárskraut sem
Björk Guðmundsdóttir skartaði á
plötunni „Medúllu“. Við náðum að
fara nokkrar ferðir saman innan-
lands og erlendis allar þrjár,
svona systra- og makaferðir, og
var ég að vona að um meiri sam-
vistir yrði að ræða nú þegar þau
hjón væru farin að vera hér fyrir
sunnan nokkra vetrarmánuði, t.d.
að koma með mér í prjónakaffi, en
þar naut hún sín vel og gat sýnt
okkur listaverk. Ásta var dugleg,
gestrisin, greiðvikin og vandvirk.
Hún var foreldrum okkar mikil
hjálparhella og eftir að pabbi dó
tóku þau Kjartan mömmu að sér
áður en hún fór á öldrunardeild-
ina á Ísafirði og verður þeim aldr-
ei fullþakkað fyrir það. Við elsk-
um aðalbláber og ef ég komst ekki
vestur til að tína sjálf, þá sendi
Ásta mér ber, sem runnu ljúflega
niður. Ásta var forstöðukona dag-
deildar aldraðra á Suðureyri og
gerði margt fyrir eldra fólkið,
meira en skyldan bauð. Á milli
okkar var kært og nutum við að
hittast hvenær sem hægt var, ég
var stolt af litlu systur, hún virtist
geta allt.
Elsku Kjartan Þór, Ægir,
Sandra og fjölskylda, þetta er
mikið áfall og mikil sorg fyrir okk-
ur öll, við Baldur og okkar fjöl-
skylda sendum ykkur samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að vera
með ykkur.
Við geymum öll góðar minning-
ar um hana Ástu okkar og læt ég
hér fylgja stöku eftir pabba okk-
ar, Friðbert Pétursson:
Kaldur stormur kinnar mínar ber,
kuldinn að brjóstinu þrýstir sér.
Hlýjan frá sumrinu horfin er,
haustið er komið og fylgir mér.
Kristín
Friðbertsdóttir.
Hún Ásta er farin frá okkur svo
alltof snemma. Þrátt fyrir að árin
hafi verið orðin þónokkur var hún
alltaf ungleg og við góða heilsu.
Hún fór daglega í göngur og lifði
alla tíð heilsusamlegu lífi. Við
Ásta áttum samleið frá æsku.
Hún ólst upp í Botni í Súganda-
firði, en þar var myndarlegt bú og
gestrisið heimili. Í barnaskólan-
um skaraði Ásta fram úr í handa-
vinnu og áttu aðrir erfitt með að
komast með tærnar þar sem hún
hafði hælana. Hún varð fljótt
ábyrg og var henni treyst fyrir
formennsku í skátunum og barna-
stúkunni.
Þegar grunnskólanum lauk
fórum við á Héraðsskólann að
Núpi. Þar vorum við fimm ung-
lingsstúlkur frá Suðureyri í sama
herbergi á heimavistinni. Her-
bergið var kallað Rússland og þar
var oft pískrað og skrafað eftir að
ljósin voru slökkt kl. 11.
Oft voru rifjaðar upp sögur frá
Núpi eins og þegar nemendur
veiktust flestallir af endurtekinni
matareitrun eftir sunnudags-
steikina. Þá varð hver að bjarga
sér sem best hann gat þar sem að-
eins tvö klósett voru á allri heima-
vist stúlkna.
Ásta var glaðlynd, vinnusöm og
greiðvikin. Seinna lágu leiðir okk-
ar saman í Sætúninu í Súganda-
firði, þar sem Ásta og Kjartan
bjuggu með börnum sínum tveim-
ur. Þá var hún formaður í Kven-
félaginu Ársól, virk í félagsmálum
eins og leikfélaginu og vann þar
að auki í frystihúsinu. Ég held að
Ásta hafi aldrei sagt nei við neinni
beiðni, hafi hún haft möguleika á
að verða við henni. Ég gat leitað
til hennar með heimanám dóttur
minnar sem strögglaði við stærð-
fræðina. Hún taldi það nú ekki
eftir sér og hjálpaði dóttur minni
með sérstakri þolinmæði. Ásta
gat gert það ómögulega. Sem
dæmi um það frétti hún með eng-
um fyrirvara að hún ætti að sjá
um veitingar fyrir einhvern fé-
lagsskap það sama kvöld. Hún
notaði því hádegishléið í frysti-
húsinu til að baka kökurnar og
kaffitímann til að skreyta og setja
saman kökurnar. Sem formaður
Kvenfélagsins gerði hún sér grein
fyrir vandanum við gjafir til
þeirra sem áttu í erfiðleikum.
Gæta að stolti fólks og sjálfsvirð-
ingu.
Hæfileikar Ástu í handavinnu
nýttust vel þegar hún sótti sér
þekkingu til Noregs til að læra að
vinna skrautmuni úr mannshári.
Þessi iðn er ævagömul en á þess-
um tíma voru mjög fáir á Íslandi
sem höfðu vald á henni. Síðan kom
fólk með hár til Ástu og hún útbjó
þá muni sem fólk óskaði eftir.
Heimilisiðnaðarfélag Íslands hef-
ur nýtt sér þekkingu hennar og
hefur Ásta haldið árviss námskeið
þar.
Að leiðarlokum vil ég þakka
samfylgdina öll árin og Kjartani,
Söndru og Ægi sendum við Hann-
es okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Kristín Valgerður
Ólafsdóttir.
Þegar einstaklingur kveður
þessa jarðvist veltir maður fyrir
sér hvað hann skilji eftir sig hjá
þeim sem voru honum samferða.
Hvað lifir í huga og hjörtum okkar
sem þekktum Ástu Björk? Hún
mætti fólki af einlægni og hjarta-
hlýju, þér fannst þú skipta máli.
Þegar ég kveð mína kæru vin-
konu koma upp margar minning-
ar tengdar samveru okkar í rúma
hálfa öld. Við vorum fimmtán og
sextán ára þegar leiðir okkar lágu
saman fyrst í Héraðsskólanum á
Núpi í Dýrafirði, þangað fóru
ungmenni af Vestfjörðunum í
framhaldsskóla, hún frá Súganda-
firði ég frá Bíldudal. Vinátta okk-
ar hófst þó ekki fyrir alvöru fyrr
en á húsmæðraskólanum að
Laugalandi í Eyjafirði þegar við
deildum herbergi. Eftir það áttum
við eftir að búa saman fyrst í
Reykjavík og síðan í Vín í Aust-
urríki, þangað fórum við í ársbyrj-
un 1967, Ásta þá nýtrúlofuð
Kjartani Þór, æskuástinni sinni.
Dvölin þarna mótaði okkur
báðar því þar upplifðum við
menningu og umhverfi sem var í
engu líkt því sem stelpurnar úr
sjávarþorpunum þekktu.
Í sambúð kemur í ljós hvaða
mann maður hefur að geyma og
get ég sagt að Ásta er ein heil-
steyptasta manneskja sem ég hef
kynnst.
Ásta og Kjartan stofnuðu
heimili í Reykjavík þar sem frum-
burðurinn Ægir fæddist en flutt-
ust síðan vestur á Suðureyri þar
sem dóttirin Sandra kom í heim-
inn. Eins og gengur í litlum sam-
félögum leggja margir hönd á
plóg til að halda uppi menningu og
mannlífi, þar lá Ásta ekki á liði
sínu, m.a. með starfi sínu fyrir
leikfélagið.
Í mörg ár sá hún um tómstund-
ir fyrir eldri borgarana og fór hún
ófáar ferðir suður til að kynna sér
helstu nýjungar til að hafa starfið
sem fjölbreyttast. Þar nutu list-
rænir hæfileikar hennar sín vel.
Það sýnir hug hennar til skjól-
stæðinga sinna þegar við eftir
langan dag í aðalbláberjalandinu í
Súgandafirði litum yfir afrakstur-
inn, ég glöð yfir vetrarforðanum,
en nei hún ætlaði að færa þeim
sem ekki komust sjálfir í berjamó
sinn feng. Þannig manneskja var
Ásta Björk.
Fyrir nokkrum árum fluttu
Ásta og Kjartan suður yfir vetr-
armánuðina og urðu samveru-
stundir fleiri, þá fundum við að
andleg málefni voru okkur báðum
hugleikin, sem dýpkaði vináttuna
enn frekar.
Ég kveð þig, kæra vinkona, í
bili sannfærð um að við hittumst
aftur í „aðalbláberjabrekkunni“,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar, elsku Kjartan, Ægir,
Sandra og fjölskylda, megi minn-
ingarnar um yndislega konu lýsa
ykkur áfram veginn.
Anna (Lóló).
Ásta Björk
Friðbertsdóttir
Móðir mín, dóttir okkar, systir og unnusta,
GUÐMUNDA HELGADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Bláskógum 14,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítala,
Borgarspítala, af slysförum sunnudaginn 20. nóvember.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Sigurdór Helgi Eggertsson
Helgi Jón Davíðsson Margrét Ingólfsdóttir
Hildur Lív Helgadóttir Íris Fanney Friðriksdóttir
Svavar Stefánsson
Föðurbróðir okkar og mágur,
EIRÍKUR GÍSLASON
frá Stað í Hrútafirði,
lést 20. nóvember. Útför hans fer fram í
kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Staðarkirkju
í Hrútafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á taugadeild B2 á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi.
Edda Björk Karlsdóttir Vilborg Magnúsdóttir
Elín Elísabet Magnúsdóttir Magnea Torfhildur Magnúsd.
Guðmundur Magnússon Ingibjörg Magnúsdóttir
Gísli Jón Magnússon Bára Guðmundsdóttir
Okkar ástkæra
SILJA KJARTANSDÓTTIR,
Stakkahlíð 17a, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
föstudaginn 25. nóvember.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Gísli Óskarsson
Kjartan Magnússon
Magnús Ingi Kjartansson Erla María Sveinsdóttir
María Ósk Beck Jakub Biegaj
Hildur Petersen Halldór Kolbeinsson
Elskulegur eiginmaður minn, bróðir og
mágur,
KETILL RÚNAR TRYGGVASON
húsasmíðameistari,
Maríubakka 6, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
14. nóvember. Útför hans fer fram frá
Grafarvogskirkju mánudaginn 5. desember klukkan 13.
Laugheiður Bjarnadóttir
Þorsteinn G. Tryggvason Ósk Sigurrós Ágústsdóttir
Sigurður S. Tryggvason Jóhanna S. Hermannsdóttir
Erlendur V. Tryggvason Harpa Arnþórsdóttir
Lilja B. Tryggvadóttir
Tryggvi T. Tryggvason Anna Sch. Hansdóttir
Ástkær bróðir okkar og mágur,
GUÐJÓN ERLENDSSON,
Kirkjuhvoli, Hvolsvelli,
lést miðvikudaginn 23. nóvember.
Útför hans fer fram frá Stórólfshvolskirkju,
Hvolsvelli, mánudaginn 5. desember
klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni:
https://vimeo.com/event/2653788
Hlekk á steymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat
Þórunn K. Erlendsdóttir Guðmundur Kristinsson
Olgeir Erlendsson Anna Kr. Ívarsdóttir
Pálína K. Erlendsdóttir
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, systir
og amma,
KAROLÍNA SMITH
listakona,
Snorrabraut 87,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
sunnudaginn
20. nóvember. Útförin fer fram
frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1. desember klukkan 15.
Hjartans þakkir til starfsfólksins á Grund.
Óli Kári Ólason Þuríður Elín Sigurðardóttir
Eggert Páll Ólason Sveindís Ýr SigríðarSveinsd.
Óskar Smith Grímsson
og barnabörn
Látin er móður-
systir mín, Svava
Davíðsdóttir, sú
eina sem eftir lifði
af fimm systrum sem ólust upp
við Njarðargötu 35 í Reykjavík
fyrir miðja síðustu öld.
Svava var næstyngst þeirra
systra, bar nafn móður sinnar,
Svövu Ásdísar Jónsdóttur, sem í
mínum huga hefur öðlast eins
konar ásjónu dýrlings. Þurfti að
sjá á bak manni sínum, Davíð J.
Gíslasyni, þegar Dettifossi var
sökkt af þýskum kafbáti á Ír-
landshafi 23. febrúar 1945 og stóð
þá eftir ein með fimm stúlkubörn
á aldrinum þriggja til tólf ára.
Hún Svava frænka mátti líka
mæta áskorunum í sínu lífi. Sjálf
stóð hún eftir með tvær ungar
dætur þegar hennar eiginmaður,
Þór Halldórsson viðskiptafræð-
ingur, dó fyrirvaralaust í maí
1970. Þær Guðrún og Inga Jóna
voru átta og fimm ára og harmur
þeirra eins og Svövu mikill.
Pabbi minn, Sigurður Eiríks-
son, þekkti Þór úr Landsbank-
anum og Svava var samstarfs-
kona hans þar um árabil, auk
þess að vera tengd honum fjöl-
skylduböndum. Vænt þykir mér
um það nú að lesa hversu fallega
Svava Ásdís
Davíðsdóttir
✝
Svava Ásdís
Davíðsdóttir
fæddist 20. febrúar
1939. Hún lést 16.
nóvember 2022.
Útför Svövu Ás-
dísar fór fram 23.
nóvember 2022.
hann pabbi minn
heitinn skrifaði um
Þór vin sinn í minn-
ingargrein hér í
Morgunblaðinu á
sínum tíma og
hversu fallega þær
Guðrún og Inga
Jóna skrifuðu svo
um hann pabba
minn þegar hann
dó, fyrir að hafa
reynst þeim og
Svövu vel eftir andlát Þórs.
Vænt þykir mér líka um að
hafa auðnast að heimsækja
Svövu fyrir rúmu ári, áður en ég
hélt til starfa erlendis. Það var
engin tilviljun, ég gerði mér
grein fyrir að ekki væri víst að
við sæjumst aftur og ég þakka
fyrir að ég fékk þá stund með
henni. Hún Svava hafði á sínum
tíma gaukað að mér gögnum um
hann pabba sinn, þegar ég var að
reyna að skrifa bók um örlög
hans og skipverja og farþega á
Dettifossi, og ég veit að henni
þótti gaman að því að ég kíkti til
hennar í Grafarvoginn og
grennslaðist fyrir um þessa
löngu liðnu atburði yfir kaffi-
bolla.
Elín, móðir mín, kvaddi fyrir
rúmum tveimur árum og nú eru
þær allar farnar, systurnar Lísa,
Sísí, Ella, Svava og Björg og það
er sjónarsviptir að þeim en þann-
ig fer víst um okkur öll. Ég votta
frænkum mínum, Guðrúnu og
Ingu Jónu, samúð mína og þeirra
fjölskyldum öllum.
Davíð Logi Sigurðsson.