Morgunblaðið - 18.10.2022, Qupperneq 2
Á Íslandi er laxeldið vel þekkt, sem og
eldi annarra laxfiska. Um heim allan er
þó umfangsmikið eldi annarra tegunda
svo sem tilapíueldi og styrjueldi sem
framleiðir dýrasta kavíar heims. Þrátt
fyrir að á heimsvísu sé verið að fram-
leiða gríðarlegt magn eldisafurða er
staðreyndin sú að líklega hefur mann-
kynið aðeins verið að kroppa í yfirborð
tækifæranna á sviði eldis og ræktunar.
Hér á landi hafa verið gerðar ýmsar
prófanir og er meðal annars starfsfólk
Matís að gera tilraunir í eldi á seiðum
fengrana í kerjum í Grafarvogi og stefn-
ir Sæbýli ehf. á að koma ræktun
sæeyrna í Grindavík í 200 tonn.
Sæeyru, eins og er hér á mynd, eru
meðal merkilegustu dæma um
framtíðarhlutverk eldis og ræktunar.
Sæeyrnaveiðar eru í dag bannaðar um
allan heim en ofveiðar útrýmdu stofn-
inum næstum. Víða er gengið á ýmiss
konar nytjastofna langt umfram ráðgjöf
vísindamanna og gefur eldi og ræktun
von um að hægt verði að bjóða matvæli
og annan mikilvægan varning með sjálf-
bærum hætti í aukinni sátt við náttúr-
una. gso@mbl.is
Ljósmynd/Sæbýli
Grundvöllur aukinnar sjálfbærni
Silfurstjarnan er á ákjósanlegum
stað fyrir landeldi. Þar er bæði nægt
ferskt vatn, salt vatn, sjór og jarðhiti.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
26
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2022
Útgefandi Árvakur Umsjón Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Unnið í samstarfi við Strandbúnað ehf. Blaðamenn Ásgeir Ingv-
arsson asgeir@mbl.is, Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Auglýsingar Bjanri Ólafur Guðmundsson daddi@k100.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók
Þorgeir Baldursson
Það er stöðugt viðfangsefni að efla reksturinn.
Takast þarf á við mörg flókin verkefni, sam-
hliða vexti í framleiðslu, að sögn Stein Ove
Tveiten, framkvæmdastjóri Arctic Fish.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
6
Í skoðun er að bæta við fjórða
skipinu vegna eftirspurnar eftir
flutningi á ferskum laxi sjóleiðina
vestur um haf, að sögn Sigurðar
Orra Jónssonar hjá Eimskip.
Ljósmynd/Eimskip
30
Það er löngu orðið tímabært að
ráðast í heildræna stefnumótun
fyrir eldis- og ræktunargreinar hér
á landi, að mati Svandísar Svavars-
dóttur matvælaráðherra.
Ljósmynd/Stjórnarráðið
4
Það sem byrjaði sem tilraunaverkefni 2012 er nú með um
50 starfsmenn og veltir 1,5 milljörðum króna. Orri Björns-
son, forstjóri Algalífs, segir vöxtinn nema 15% á ári.
Morgunblaðið/Eggert
24
Það er enginn vafi um að eldið sé komið til að vera og eru umsvif eldis-
greinanna allra, svokallaðs lagareldis, orðin slík að styttist í að til verði
fjórða stoðin í íslenska hagkerfinu. Langtum stærst er fiskeldið, sér-
staklega laxeldið, sem gæti árlega skilað yfir 200 milljörðum króna í út-
flutningsverðmæti á komandi árum. Þá hefur ekki verið nefndur sá vöxt-
ur greina er nýta örþörunga og stórþörunga eða framfarir í rækt ann-
arra sjávardýra.
Lagareldið hefur skapað fjölda starfa og fært líf í byggðir sem áður
voru taldar vera á köldum svæðum, brotthættar byggðir þar sem voru
takmörkuð tækifæri og íbúum fækkaði ár eftir ár. Eldi og ræktun hefur
gefið byggðum víða um land mikilvæga viðspyrnu auk þess sem störf
hafa orðið til í hliðar- og stoðgreinum. Um er að ræða sérhæfð störf og
hátæknistörf, sem um sinn kalla á starfsfólk með rétta menntun og
þekkingu.
Í þessu blaði er gerð tilraun til að gera sem flestum greinum lagareld-
is skil og sést bersýnilega að tækifærin eru nánast óteljandi. Því verður
hins vegar ekki haldið fram að áskoranirnar
séu áberandi færri en tækifærin. Jafn-
framt er lagareldið tiltölulega ungt hér á
landi og má búast við því að enn sé langt
í land með að fullmóta umgjörð grein-
anna.
Það er því gríðarlega mikilvægt að
stuðlað sé að faglegri og fræðandi um-
fjöllun um lagareldi sem getur orðið
bættur grundvöllur að menntun, rann-
sóknum, þróun og stefnumótun. Það er
einmitt tilgangur Lagarlífs-
ráðstefnunnar sem fram fer á
Grand hóteli 20. og 21.
október og því ánægjulegt
að fá að gefa út þetta blað í
samstarfi við skipuleggj-
endur hennar.
Lagareldi verður brátt fjórða
stoð íslenska hagkerfisins
Morgunblaðið/Eggert
Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað í öllum greinum lagareldis á undan-
förnum árum og má búast við enn frekari uppbyggingu á komandi árum.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Aukin sjálfvirknivæðing er framtíð
í fóðrun, segir Höskuldur Steinarsson,
framkvæmdastjóri Scale AQ á Íslandi.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
12