Morgunblaðið - 18.10.2022, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2022
Þ
að er löngu tímabært að
ráðast í stefnumótun í
þessum mikilvægu at-
vinnugreinum sem hafa
alla möguleika á að verða
sterkur þáttur í íslensku efnahags-
og atvinnulífi ef gætt er að öllum
þáttum með tilliti til sjálfbærni og
loftslagssjónarmiða,“ segir Svandís.
Hún ákvað í sumar að láta gera
skýrslu um stöðu lagareldis á Íslandi.
Lagareldi er yfirheiti yfir sjókvía-,
land-, þörunga- og úthafseldi.
Í kjölfar útboðs féll það í hlut ráð-
gjafafyrirtækisins Boston Consulting
Group Nordic AB að gera ítarlega út-
tekt á stöðu lagareldis á Íslandi. Í
skýrslunni, sem á að verða tilbúin í
nóvember, verða greindir framtíð-
armöguleikar og áskoranir grein-
arinnar og mun sú vinna nýtast við
stefnumótun matvælaráðherra.
„Við erum í mikilli stefnumót-
unarvinnu með Boston Consulting
Group. Þar er horft til hefðbundis
sjókvíaeldis, landeldis, úthafseldis og
þörungaræktunar. Það er verið að
horfa til allra þessara þátta og þeirra
áskorana sem eru fyrir hendi í
tengslum við vöxt þessara greina.
Þær áskoranir felast í sjálfbærni í
samfélagslegu, efnahagslegu og ekki
síst umhverfislegu tilliti,“ útskýrir
Svandís.
Skýrslan er mikilvægur liður í að
skapa grundvöll fyrir heildarend-
urskoðun á umgjörð þeirra greina
sem um ræðir og framtíðarstefnu ís-
lenskra stjórnvalda. Eðlilega er
hennar því beðið með eftirvæntingu.
„Ég veit að Boston Consulting er að
nálgast endapunkt með þessa kort-
lagningu,“ segir Svandís. Hún út-
skýrir að í skýrslunni sé meðal ann-
ars horft til annarra „samfélaga sem
eru komin með miklu meiri reynslu af
þessari atvinnugrein. Einnig er tekið
tillit til þess að tæknilausnir eru að
fæðast, til dæmis í landeldi og úthaf-
seldi. Þar er lengra í land, en þar eru
áskoranirnar annars eðlis. Við von-
umst til að leggja góðan grunn fyrir
heildarendurskoðun á þessu reglu-
verki, umgjörðinni, gjaldtökunni og
framkvæmdinni til framtíðar.“
Nær einnig til gjaldtöku
Nýverið tilkynntu norsk stjórnvöld
áform um innleiðingu nýs 40% auð-
lindagjalds á fiskeldi í sjókvíum frá
og með áramótum. Í fjörðum Noregs
hafa nýtingarleyfi verið boðin út frá
árinu 2018. Á fundi ríkisstjórnar-
innar, 14. október síðastliðinn, ræddi
Svandís tillögur um breytta tilhögun
gjaldtöku af sjókvíaeldi í Noregi og
Færeyjum.
Spurð, hvort stefnt sé á að breyta
gjaldtöku af greinum lagareldis hér á
landi, svarar Svandís því játandi.
„Það er allt saman undir í þessari
skoðun. Þar þurfum við bæði að horfa
til þess hver gjaldtakan á að vera, en
ekki síður hvernig og hvert er gjald-
takan að skila sér? Sveitarfélögin
hafa bent á að fiskeldisgjaldið, eins
og það er skipulagt núna, í gegnum
fiskeldissjóð, sé ekki besta leiðin til
að útfæra þetta. Þau hafa líka bent á
umgjörð hafnargjalda sem þarf að
taka til endurskoðunar. Þetta þarf
allt að taka með í reikninginn þegar
verið er að skoða umgjörð grein-
arinnar í heild.“
Fjölbreytt innviðauppbygging
Lagareldi er í eðli sínu flókið við-
fangsefni og þarf að samþætta marga
ólíka hluti til að allt vinni saman að
sögn Svandísar. „ Grein af þessari
stærðargráðu útheimtir öfluga inn-
viði, skýrt og sterkt regluverk, en
líka þekkingaröflun, vísindarann-
sóknir, samstarf milli landa og svo
framvegis. Við verðum líka að horfa
til þess hvaða möguleika við höfum til
að mennta ungt fólk á þessu sviði.
Þurfum við að gera betur í því? Það
er mjög fjölbreytt innviðauppbygg-
ing sem þarf að eiga sér stað sam-
hliða.“
Svandís telur mikil tækifæri á sviði
matvælaframleiðslu en að vanda
þurfi til verka. „Það er engin spurn-
ing að það er og verður vaxandi eft-
irspurn eftir matvælum í heiminum. Í
samfélagi þar sem eru öflugar nátt-
úruauðlindir, orkan er græn og að-
gengi að vatni er gott höfum við mikil
sóknarfæri í matvælaframleiðslu og
þar með talið lagareldi. En við þurf-
um að gæta að því að ramminn sé
þannig að greinin fari ekki fram úr
samfélaginu.
Eins og er liggur ekki fyrir stefnu-
mótun fyrir Ísland í tengslum við
þessar greinar og við höfum bara
þann ramma sem lögin setja okkur,
án þess að það sé skýr framtíðarsýn.
Greinin kallar líka eftir þeirri stefnu-
mótun. Þá getum við líka forgangs-
raðað þeim ákvörðunum sem við tök-
um um lagaumhverfið, eftirlitið,
rannsóknirnar eða aðra innviði sem
við þurfum að fylgja eftir.“
Löngu tímabær stefnumótun
Ljósmynd/Stjórnarráðið
Íslensk stjórnvöld hefur skort skýra framtíðarsýn
fyrir eldis- og ræktunargreinar hér á landi að mati
Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Hún
segir ekki síður mikilvægt fyrir öll fyrirtæki undir
hatti lagareldis að stjórnvöld hafi skýra framtíðar-
sýn og sterkt regluverk í málaflokknum.
Svandís Svavarsdóttir segir mótun
heildrænnar stefnu fyrir lagareldi
hjálpa stjórnvöldum að forgangsraða.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
H
alldór segir áhugann á
ráðstefnunni sífellt
aukast og sérstaklega sé
áberandi hve mikill áhugi
sé meðal þjónustuaðila.
„Ráðstefnan Lagarlíf er orðin mjög
mikilvægur vettvangur til að hittast
og koma því á framfæri sem verið er
að gera í eldi og ræktun og hjá þjón-
ustuaðilum. Það segi ég að sé mikill
styrkleiki ráðstefnu að hún sé komin
á þann stall að þjónustuaðilar séu
farnir að merkja í dagatalið ári fyrir
fram, því þá er augljóst að það skipt-
ir máli fyrir þá að vera þarna,“ út-
skýrir hann.
„Þessi ráðstefna er komin til að
vera árlega,“ fullyrðir Halldór. Hún
hefur vaxið í takti við umsvif eldis-
og ræktunargreina en það verður
ekki komist hjá því að umsvif fisk-
eldis hefur vaxið ört á undanförnum
árum. „Strandbúnaður er ekki bara
stofnað sem vettvangur fyrir fiskeldi
heldur líka fyrir skelrækt, þang og
þörunga. Hraður vöxtur fiskeldisins,
hvort sem er á landi eða í sjó, sést á
ráðstefnunni.
Það er bara eðlilegt að tekið sé
mið af þróuninni í þessum geira á
hverjum tíma. Langstærsti hluti
ráðstefnunnar er helgaður eldinu og
Nordic Salmon vinnufundurinn í
Þorlákshöfn, daginn fyrir hana, er
helgaður fiskeldinu eingöngu.“
Þetta hefur haft áhrif á samsetn-
ingu fundargesta og málstofurnar.
„Hlutfallslega fleiri koma úr eldinu
en á upphafsárunum, en þeir sem
tengjast öðrum greinum eins og
skelrækt – sem hefur því miður ekki
gengið nógu vel á Íslandi – og þör-
ungarækt, sem er vaxandi atvinnu-
vegur eins og örþörungar og þör-
unganýting – hafa haldið sínu og
eiga sitt pláss. Ég tel mikilvægt að
þessar atvinnugreinar verði áfram
saman í þessu,“ segir Halldór, en
hann er jafnframt framkvæmda-
stjóri Kalkþörungafélagsins.
Vægi ráðstefnunnar eykst
„Markmiðið með ráðstefnunni er að
leiða saman þá sem eru í bransanum
og skiptast á upplýsingum,“ segir
Halldór, en tilgangur félagsins
Strandbúnaðar er að stuðla að fag-
legri og fræðandi umræðu og styðja
við menntun, rannsóknir og stefnu-
mótun. Í takti við aukið vægi eldis-
og ræktunargreina vaxi nauðsyn
þess að halda úti starfsemi sem
þessari, að sögn Halldórs.
„Þessar greinar auka tekjur sam-
félagsins. Það eru miklar útflutn-
ingstekjur að verða til og þó fisk-
eldið beri þar höfuð og herðar yfir
þang- og þörungarækt, þá veltir sú
grein nokkrum milljörðum á hverju
ári og það mun aukast. Þetta skapar
fjölda starfa fyrir fólk og svo er
þetta allt mjög bundið landsbyggð-
inni. Mörg þessara starfa verða til
þar. Það er mjög mikilvægt því
landsbyggðina hefur heldur betur
vantað aukna fjölbreytni í störfum
og meiri festu í atvinnulífinu.“
Spurður hvort ráðstefnan gæti
orðið fyrir eldis- og ræktunar-
greinar það sem sjávarútvegssýn-
ingin sé fyrir sjávarútveginn, svarar
Halldór að þar sé ákveðinn eðl-
ismunur á. Ekki sé um sýningu að
ræða. Þjónustuaðilar hafi þó í aukn-
um mæli óskað eftir því að vera með
bása á Lagarlífs-ráðstefnunni og tel-
ur hann að þeim gæti fjölgað á kom-
andi árum. Þá hefur hann fulla trú á
að ráðstefnan muni halda áfram að
stækka en grundvallaratriðið sé þó
ávallt að skipulagðar séu fræðandi
málstofur sem auka þekkingu gesta.
Þá höfða sýningar almennt meira
til almennings en ráðstefna af þess-
um toga. „Þetta er mjög bransa-
bundið. Ef þú ert í þessu hefurðu
eðlilega mikinn áhuga á þessu. Það
væri hins vegar áhugavert – því það
er svolítið mikil umræða um kosti og
galla fiskeldisins, sérstaklega í sjó –
að vera með opna málstofu þar sem
umræðuefnið væri þessi staða.
Hverjir væru kostir og hverjir væru
gallar? Umræðan er svolítið bundin
við fyrirsagnir og uppslætti,“ segir
Halldór.
Markmiðið að
auka þekkingu
Ráðstefnan Lagarlíf hefur vaxið fiskur um hrygg
frá því hún fór fram í fyrsta sinn 2017, að sögn
Halldórs Halldórssonar, stjórnarformanns
Strandbúnaðar – sem skipuleggur Lagarlíf. Hann
telur mikilvægt fyrir eldis- og ræktunargreinar að
koma saman og deila þekkingu sinni og upplifun.
Ljósmynd/Strandbúnaður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Halldór Halldórsson, stjórnarformaður Strandbúnaðar, segir áhugan á Lagarlífs-
ráðstefbnunni hafa vaxið fiskur um hrygg og er búist við fjölda gesta,
Eldis- og ræktunarfólk mun hittast á
Lagarlífi í fimmta sinn. Um er að ræða
mikilvægan vettvang stefnumótunar.