Morgunblaðið - 18.10.2022, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2022
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefur þegar leyfi fyrir 21 þúsund tonna lífmassa í sjókvíum á Vestfjörðum og eru bundnar vonir við að leyfi fáist fyrir 10 þúsund tonnum til viðbótar í Ísafjarðardjúpi.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
S
tein Ove bendir á að hjá
ungum fyrirtækjum sé
það stöðugt viðfangsefni
að efla reksturinn og
mörg flókin verkefni sem
þurfi að takast á við samhliða vexti
í framleiðslu. „Hér hjá Arctic Fish
erum við með í gangi mjög um-
fangsmikið fjárfestingaverkefni,
bæði í sambandi við seiðaeldisstöð
á Tálknafirði og í tengslum við
sláturhúsið á Bolungarvík. Bæði
þessi verkefni snúa að því að skapa
stöðugri rekstrargrundvöll. Við
viljum framleiða stærri seiði til að
draga úr afföll-
um og þannig
minnka áhættu
og hafa slát-
urhús með af-
kastagetu sem
mætt getur áföll-
um, eins og til að
mynda sjúkdóm-
um.
Við þurfum
einnig að byggja
upp reynslu og
þekkingu hjá starfsfólki okkar en
ekki síður þróa viðeigandi fag-
menntun bæði fyrir þá sem þegar
starfa fyrir okkur og þá sem koma
nýir inn. Auk þess þarf að vinna
hvíldarlaust að bættu öryggi hvað
varðar fisksjúkdóma og ekki síst
öryggi starfsmanna. Allt þarf þetta
síðan að hanga saman hjá vaxandi
fyrirtæki. Það er af nógu að taka.
Langtímasýn og fyrirsjáanleiki eru
grundvallaratriði í fiskeldi,“ út-
skýrir hann.
Flest íslensk fyrirtæki
Arctic Fish keypti fyrr á þessu ári
hús við höfnina í Bolungarvík und-
ir nýtt sláturhús félagsins og var
hafist handa við að stækka það í
tæplega 5.000 fermetra. „Verk-
efnið er tvískipt, annars vegar er
það sá þáttur sem snýr að húsnæð-
inu sjálfu og hins vegar allur
vinnslubúnaðurinn. Við erum búin
að ljúka nánast öllum samningum
hvað varðar tæki og búnað og í
tengslum við húsnæðið. Við teljum
að við séum að ná þeim mark-
miðum sem við höfum sett okkur,“
segir Stein Ove.
Hann segir enn fremur ánægju-
Drifkraftur aukinna lífsgæða
Undanfarin misseri hafa að mörgu leyti verið mjög góð fyrir laxeldisfyrirtækin. Stöðugur vöxtur í greininni, vaxandi eftirspurn og
ekki síst hagstætt afurðaverð á mörkuðum. Það hefur þó ekki gert það að einföldu verki að reka fyrirtæki af þessum toga. „Þetta
hefur aldrei verið dans á rósum,“ segir Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum.
Tölvuteikning/Arctic Fish
Fjöldi íslenskra fyrirtækja sinna uppsetngu búnaðar í nýju sláturhúsi Arctic Fish á Bolungarvík.
legt að flestir þeirra samninga sem
gerðir hafa verið um kaup á búnaði
hafi náðst við íslensk fyrirtæki. En
lá að baki markviss ákvörðun um
að sækjast eftir íslenskum lausn-
um fyrir sláturhúsið?
„Nei. Við höfum gert alla okkar
samninga af kostgæfni og á við-
skiptalegum grundvelli. Þannig á
það líka að vera. Við getum ekki
valið innlend fyrirtæki bara vegna
þess að okkur finnst það skemmti-
legra. Heilbrigð samkeppni er
mikilvæg. Það er þó ljóst að ef við
værum með tvö eins tilboð mynd-
um við telja best að velja það ís-
lenska, því innlent fyrirtæki er lík-
legra til þess að geta aðstoðað í
auknum mæli á staðnum ef þörf er
á.
Sú staðreynd að íslensk fyrir-
tæki hafa orðið fyrir valinu segir
okkur að Ísland er mjög öflugt og
samkeppnishæft á þessu sviði.
Jafnframt hefur verið eftirsókn-
arvert fyrir íslensk fyrirtæki að
landa samningum um sölu á búnaði
í nýtt hátæknisláturhús á Íslandi.“
Væntingar um bættar samgöngur
Það er auðsætt að veðurskilyrði og
staða samgangna á Vestfjörðum
geta haft áskoranir í för með sér.
Spurður hvort innviðirnir séu full-
nægjandi fyrir sláturhúsrekstur
með 25 þúsund tonna framleiðslu-
getu svarar Stein Ove: „Það er
tvennt sem innviðirnir hafa áhrif á;
fyrst og fremst flutningur á fiski
til sláturhússins af eldissvæðunum
og svo flutningurinn á afurðunum
frá sláturhúsinu. Við höfðum gert
mjög umfangsmiklar kannanir á
þessu áður en ákvörðunin var tek-
in um að byggja upp starfsemina á
þessum stað. Með tilliti til beggja
þessara þátta er rökrétt að hafa
sláturhúsið á Bolungarvík.“
Hann kveðst þó hafa væntingar
um umbætur á vegakerfinu og
aukinn fyrirsjáanleika í tengslum
við samgöngurnar. „Þetta skiptir
okkur miklu máli. Ég hef kynnst
vetri og óveðri á Íslandi og þekki á
eigin skinni um hvað málið snýst,
en á sama tíma höfum við sýnt að
það er vel hægt að vinna við þessar
aðstæður.“ Bendir hann meðal
annars á að vegna skipulags
framleiðsluferilsins er ekki hætta á
að vonskuveður skapi flöskuhálsa,
þar sem ekki verður við slíkar að-
stæður hægt að nota brunnbáta til
að sækja lax í kvíarnar.
Til framtíðar er stefnt að því að
stærri hluti af afurðunum verði
fluttur með skipi frá framleiðslu-
stöð í stað vörubíla, að sögn Steins
Oves. „Þetta er háð magni. Ef
maður spyr Samskip, Eimskip eða
Smyril Line er þetta ávallt spurn-
ing um fjölda gáma til að þetta
gangi upp. Það er einnig markmið
okkar að minnka losun koltvísýr-
ings sem tengist rekstrinum með
því að færa flutning fisksins af
vegum landsins og yfir í skip.“
Hámarka nýtingu leyfa
Ör vöxtur hefur verið í framleiðslu
Arctic Fish á undanförnum árum
og er fyrirtækið með leyfi fyrir 21
þúsund tonnum af laxi í sjó og von-
ast er til að leyfi verði gefið út fyr-
ir 10 þúsund tonna eldi í Ísafjarð-
ardjúpi. Gert er ráð fyrir að takist
að koma 13 þúsund tonnum í slátr-
un á næsta ári.
Beðinn að rýna í framtíðarvöxt
félagsins segir Stein Ove að á
næstu þremur til fimm árum verði
áherslan á að ná að fullnýta leyfin
sem fyrirtækið þegar er með sem
og mögulegt leyfi í Ísafjarðardjúpi.
„Við áætlum að ná 24 þúsund
tonna framleiðslu árið 2024, en
sjáum einnig fyrir okkur frekari
framleiðsluvöxt með því að ná
betri nýtingu leyfanna innan þess
lagaramma sem nú er. Það felst í
því að nýta stærri seiði í kvíarnar
og þannig stytta vaxtartíma í sjó.
Í framhaldinu verður frekari
vöxtur háður því hvernig stjórn-
völd sjá fyrir sér þróun grein-
arinnar, hvar mörk sjálfbærninnar
eru með tilliti til líffræðilegrar
áhættu og hvernig tekst til með að
hámarka nýtingu leyfanna með til-
liti til róterandi lífmassa.“
Hann segir Arctic Fish finna
fyrir miklum stuðningi meðal íbúa
á Vestfjörðum, ekki síst vegna
þess hve mikilvæg uppbygging at-
vinnurekstrar er fyrir landshlut-
ann. „Það er mikill áhugi á að sjá
uppbyggingu félagsins raungerast.
Samhliða því að vera fyrirtæki vilj-
um við einnig taka þátt í uppbygg-
ingu samfélags og það er mjög gef-
andi. Að því sögðu eru
væntingarnar mjög miklar og það
hefur sínar áskoranir, en við sjáum
fyrir okkur að við getum verið
drifkraftur aukinna lífsgæða fólks
á þessu svæði.“
Stein Ove
Tveiten
Fjöldi innlendra samninga
Arctic Fish hefur gert fjölda samninga við íslensk fyrirtæki um búnað í nýtt
sláturhús sitt á Bolungarvík. Í september var til að mynda undirritaður samn-
ingur við Iðnver um uppsetningu lágþrýstiþvottakerfis fyrir vélar, færibönd
og kassa. Kerfið er bæði hægt að nota handvirkt og sjálfvirkt.
Á sjávarútvegssýningunni sem fram fór í júní síðastliðnum var undirritaður
samningur við Samey Robotics um uppsetningu á kerfi sem getur staflað allri
framleiðslu Arctic Fish á bretti með tveimur sjálfvirkum róbótakerfum. Sama
dag var gengið frá samningi við Micro ehf. um sölu, framleiðslu og uppsetn-
ingu á flokkunar- og pökkunarlínu.