Morgunblaðið - 18.10.2022, Síða 9

Morgunblaðið - 18.10.2022, Síða 9
Ísfell rekur átta þjónustu- og framleiðsluein- ingar um land allt: Akureyri, Hafnarfirði, Húsavík, Ólafsfirði, Patreksfirði, Sauðárkróki, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Höfuðstöð- var Ísfells eru í Hafnarfirði þar sem skrifstofur, sölumenn, vörulager og verkstæði eru til húsa. Árið 2019 reisti Ísfell eina fullkomnustu þjónustustöð fyrir þvott og yfirferð á fisk- eldispokum við höfuðstöðvar sínar. Þjónustustöðin uppfyllir kröfur fyrir fiskeldi NS9415. Starfsemin er úttekin og vottuð af DNV-GL. Þar tekur fyrirtækið við fiskeldis- pokum þegar þeir eru búnir að vera í sjó og notkun lokið. Eftir þvott og sótthreinsun eru pokar og íhlutir þess skoðaðir gaumgæfilega, slitpróf framkvæmd og pokarnir viðgerðir ef þörf þykir. Möguleiki er á böðun með sæfivörnum til að verja net og lengja líftíma. Að lokum er pokinn pakkaður og ástands- mat útgefið fyrir afhendingu eða pokinn settur í geymslu fyrir áframhaldandi notkun. Í fiskeldi er afar mikilvægt að halda netunum í kvíunum hreinum, þannig að slý og annar sjávargróður safnist ekki upp og skerði ekki flæði súrefnis. Ísfell er í nánu samstarfi við Selstad AS sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í Noregi og eru höfuðstöðvar í Maloy. Fyrirtækið var stofnað árið 1951 og rekur fjórar fiskeldisþjónustu- stöðvar í Noregi, ásamt því að vera í samstarfi við fjölmörg önnur fyrirtæki í greininni, jafnt innanlands og erlendis. Selstad þjónustar sjávarútveg og fiskeldi á sama hátt og Ísfell gerir hér á landi, ásamt því að þjónusta olíuiðnaðinn. Fyrirtækið framleiðir þar að auki sitt eigið tóg, Selstad rope. Samstarfsaðili Ísfells og Selstad er neta- og tógframleiðandinn, Garware Technical Fibres á Indlandi. Gaware er meðal stærstu neta-, tóg- og textílvöruframleiðendum í heimi. Farsælt samstarf fyrirtækjanna hefur verið í meira en tvo áratugi. Í samstarfinu er lögð áhersla á samkeppnishæfni, hönnun og þróun á efni sem valið er í fullbúinn búnað, allt að óskum og kröfum notenda, sem skilar virðisaukningu fyrir alla hlutaðeigandi aðila. Á ráðstefnunni„Lagarlíf – Aqua Ice“ sem haldin verður 20.-21. október nk. mun Steinar Hansen sérfræðingur hjá Selstad kynna val á neti fyrir eldispoka, sögu þess og þróun. Þegar farið er yfir þróun sem átt hefur sér stað, þá þarf að fjalla um hvernig hlutir voru gerðir áður fyrr, hvernig þeir eru gerðir í dag og hvernig hlutir gætu þróast í framtíðinni. Rannsóknar- og þróunardeild Garware er í nánu samstarfi við fyrirtæki þegar kemur að nýsköpun fyrir fiskeldi, sérstaklega á notkun á HDPE„high-density polyeth- ylene“ eða plastefna, sem hér eftir verður kallað PE. Undanfarin ár hefur notkun á nylon verið útbreidd um allan heim. Efnið er hagkvæmt hráefni í eldispoka á margan hátt og auðvelt til endurvinnslu, en þó með vissum annmarka. Aukin alþjóðleg eftirspurn eftir PE neti í pokum hentar á margan hátt betur fyrir fiskeldi. PE netin eru harðgerðari fyrir reglulegan þvott, í stað notkun sæfivarna. Væntingar og umræða á markaði á hverjum tíma kallar á meiri sjálfbærni í framleiðslu, notkun, meðferð og endurnýtingu. Notkun á PE fiskeldisnetum getur stuðlað að: • Meiri sjálfbærni • Kröfum neytenda og markaðarins • Vali á öðru en notkunar á sæfivörnum • Núningsþolnari efnum og lengri líftíma neta • Möguleikum til endurvinnslu Fyrir íslenskt fiskeldi gilda ákveðnar reglur og er eftirlit með greininni. Hraður vöxtur og ör þróun í tækni kallar á að framleiðendur taki virkan þátt í þeirri uppbyggingu, þar sem fylgt er eftir reglum og stöðlum. Ísfell er leiðandi í þjónustu við sjávarútveginn. Þjónustan markast helst af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart við- skiptavinum og framúrskarandi hópi starfsfólks með víðtæka þekkingu. Áhersla er lögð á hraðar afgreiðslur af vörulager fyrirtækisins. Nýsköpun í hönnun, þróun og efnisvali á neti í eldispokum Möguleikar á minni notkun sæfiefna, meiri sjálfbærni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.